Alþýðublaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 7
7 hSm Miðvikudagur 9. nóvember 1977 ffl®EEií\\ S\RÍ VEXIHJEGIB C(XSI)KVKK0 nusxcK i XVHMIrtJi Mjög góð aðflugsaðstaða Blaðamönnum var boðið i fyrstu ferðina til Gautaborgar. Eftir flugtakið i Gautaborg fannst þeim tilvalið að spyrja flugmenn- ina álits á aðstöðunni. — Aðflugsaðstaðan hér er m jög góð, langtum betri en var á Thorslanda, sagði Sigurður Elli, aðstoðarflugmaður. 1 sama streng tók Ingimundur Þorsteins- son, flugstjóri. — Þetta er nýr og fullkominn flugvöllur og aðflugið er hreint og gott. Þess má geta, að flugtiminn frá Gautaborg til Keflavikur i þetta skipti var áætlaður 2 timar 41 minúta. Flugstjóri i þessari ferð var Ingimundur Þorsteinsson, að- stoðarflugmaður var Sigurður Elli Gunnarsson og flugvélstjóri var Asgeir Magnússon. Stig Anderson, flugvallarstjóri býður SigurO Ella, aðstoðarflugmann, velkominn til Landvetter. Sveinn Sæmundsson er fyrir miðju. Landvetter flughöfnin Hér á árum fyrr flugu Loftleiðir og Flugfélagið til Gautaborgar og var þá lent á Thorslanda-flug- velli. Sá flugvöllur hafði þjónað Gautaborgarbúum og Vestur-Svi- um i'ein 54 ár og var þvi skiljan- lega orðinn ófullkominn og óhæf- ur til að taka á móti vélum af stærstu gerö. Landvetter-flugvöllurinn var formlega opnaður 1. október og gerði það kóngurinn, Karl Gústav.Hann var hins vegarekki tekinn I notkun fyrr en þriðja október og var þvi ekki nema mánaðar gamall, er Flugleiðavél lenti þar I fyrsta skipti. Flugvöllurinn er af fullkomn- ustu gerð og flugstöðin tilkomu- mikil og glæsileg. Flugbrautir eru 3.300 metra langar og öll full- miklu mikilvægara nú en oftast áður vegná fyrrgreindra at- riða, sem ég hef nefnt. En hvernig getur þá kjósandinn beitt valdi sinu af kostgæfni og ihugun? Hefur hann möguleika á þvi við gildandi kosningalög? Aðeins mjög takmarkað. öllum er velkunnugt um það, að vaxandi kröfur eru gerðar um aukin áhrif kjósandáns við val frambjóðenda til Alþingis og vilja menn með þvi reyna að fá ábyrgara val þm. hér inn i þing- sali. Hér liggur nú fyrir frv. frá þm. Jóni Skaftasyni og efni þess frv. er vel ljóst. Það gerir ráð fyrir, að á kjörseðli verði fram- bjóðendum raðað eftir stafrófs- röð og vilji kjósandinn breyta til, skal hann setja tölustafi framan við nafn viðkomandi frambjóðenda. 1 grg. frv. segir: 1. Lýðræðið ykist með auknum rétti kjósenda til þess að velja þm. og áhugi almenn- ings á stjórnmálum glæddist væntanlega við það. 2. Með þvi fyrirkomulagi, sem frv. gerir ráð fyrir, yrði komist næst kostum persónubundinna kosninga án þess að taka upp einmenningskjördæmin, sem illa henta hér sökum fámennis. 3. Þingkosningar og prófkjör fara i raun fram samtimis. Það hefur komið fram i sjón- varpi og nú hér á Alþ. að allir segjast flokksforingjarnir vilja koma £t auknum rétti kjósenda við alþingiskosningar. Nú mun á þaö reyna, hvort enn sé aðeins um blekkingartal að ræða eða raunhæfan stuöning við gott og vel timabært frv. Jóns Skafta- sonar. Samþykkt á þessu frv. er réttlætismál og til þess að flýta fyrir framgangi þess má vel hugsa sér, að almenningur láti frá sér heyra nú þegar um málið og stuðning við það. Mörg for- dæmi eru um það, þegar góð mál eru á feröinni, nú er kjöriö tækifæri fyrir hinn almenna borgara að láta áhrif sin ná inn i þingsalina, þvi að næsta tæki- færi veröur ekki fyrr en eftir fjögur ár. komnustu lendingartæki eru til staðar. í byrjun er gert ráð fyrir, að Landvetter-flugvöllurinn geti tek- ið við 3-4 milljónum farþega og allt að 1.110.000 tonnum af vörum á ári en reiknað er með að tala farþega, sem ferðast um völlinn verði um 6 milljónir um aldamót- in. • Flugbrautirnar eru á 150 metra hárri sléttu og engar hindranir eru I aðfluginu. Umhverfið er 50 metrum lægra en brautin og mjög fallegt, skógi vaxið. I 99,5% tilvikum er lendanlegt vegna vinda á Landvetter, það er að segja að i hverjum 5 tilvikum af 1000 er ófært. Landvetter-völlurinn er aöal- flughöfn Vestur-Svia. A áhrifa- svæði flughafnarinnar býr fimmti hluti ibúa Sviþjóðar og borgir eins og Gautaborg, Boraas, Udde- valla, Trollh'áttan, Fallköping, Lidköping, Skövde, Halmstad, Kungsbacka, Varberg og Jönköb- ing eru I nágrenninu. Mikill iðnaður er I nágrenni flugvallarins og þyi búast for- ráðamenn flugmála við þvi, að miklir vöruflutningar fari um völlinn. Heildarkostnaöur við flughöfn- ina var 600.000.000. eða 26.328.000.000 islenzkra króna (26 milljarðar 328 milljónir). Hálfnaðir til íslands. Ingimundur Þorsteinsson, flugstjóri, Sigurður Elli Gunnarsson, aðstoðarflugmaður og Asgeir Magnússon, flugvél- stjóri. Áhöfn Sólfaxa við komuna til Keflavfkur frá Gautaborg, þann 5. nóvember. Lengst til vinstri er Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða og lengst til hægri er flugliði, sem var með I ferðinni. Sanianbuiður á ólíkum tegundum dnkkja. Prótín-innihald: 7,4 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 500, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Hreinn appelsínusafi er auðugur af C-vítamínum. Verð á lítra kr. 282,- (öll ven) miötiö \iö 12.okt.1977) Prótín-innihald: 5 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 235, þær fást úr kolvetn- um og alkóhóli. Annað næringargildi: Viss B-vítamín fást úr pilsner. Verð á lítra kr. 237.- Prótín-innihald: 34 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 630, þær fást úr prótíni, fitu og kolvetnum. Annað næringargildi: Mjólk er alhliða fæða. Hún er auðug af kalki, fosfór, A-vítamíni, Bi- og B.-vitamínum, einnig er i henni nokkuð af D-víta- míni. Verð á lítra kr. 92.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. Hitaeiningar eru u.þ.b. 420, þær fást úr kol- 430, þær fást úr koi- vetnum. Annað næringargildi: Getur innihaldið koffin. Verð á lítra kr. 170.- vetnum. Annað næringargildi: Breytilegt sykurinnihald. Verð á lítra kr. 192,- Frá Mjolkiirdagsnt'fiul.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.