Alþýðublaðið - 24.11.1977, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.11.1977, Qupperneq 3
Fimmtudagur 24. nóvember 1977 v G W Ný gerd af pyls- um á markaðinn i nýútkomnu fréttabréfi frá Kjötiðnaðarstöð Sam- bandsins „Góðar fregnir" er sagt frá nýrri gerð af fitulitilli pylsu/ sem Kjöt- iðnaðarstöðin hefur hafið framleiðslu á. Pylsan er framleidd úr kálfakjöti, mögru nautakjöti og svína- kjöti/ ásamt kartöflumjöli og mildu kryddi. Fituinni- hald hennar verður innan viö 6%. Er hér því komin pylsa sem allir geta borðað án þess að hugsa um of um línurnar. Pylsa þessi var kynnt á Iðn- kynningunni i Laugardalshöll og fékk mjög góðar undirtektir sýningargesta, enda hefur marg- ur veigrað sér viö pylsuáti vegna þess hversu fitandi hún hefur ver- ið talin. En með tilkomu þessarar nýju fitulitlu pylsu ætti öllum aö vera óhætt. Pylsur þessar munu nefnast Léttpylsur, og koma þær i verzlanir á næstu dögum. —KIE Hljjódupptökumistök sjónvarps Magnús Torfi vill láta rannsaka málið — Jón Ármann sló upptöku- mönnunum við! I umræðum um kosn- ingalöggjöfina og kjör- dæmamálin á þingi fyrr í nóvember upplýsti Jón Skaftason að hann hefði beðið starfsmenn sjón- varpsins um að útvega sér útskrift á viðræðum forystumanna stjórn- málaflokkanna í sjón- varpssal í september s.l./ þar sem þeir meðal ann- ars voru spurðir áiits á hugmyndum um breyt- ingar á kosningalöggjöf- inni og fleiru því tengdu. Þegar til átti að taka reyndist hljóðupptaka á þættinum hafa farið úr böndum og var útskriftin með öllum óskiljanleg og ónothæf. Magnús Torfi Ólafsson gerði þetta atvik aðumtalsefni á þingi I gær, þegar kjördæmamálið og kosningalögin voru enn til um- ræöu, og sagði að þetta atvik gæfi fyllilega tilefni til rann- sóknar á orsökum þess til að fyrirbyggja að slikt kæmi fyrir aftur hjá sjónvarpinu. Beindi hann þvi til menntamálaráð- herra að dómbærir menn utan stofnunarinnar könnuðu hvern- ig þetta mætti gerast, hvort hér væri um aö kenna mannlegum mistökum, gölluðum tækjakosti eöa öðru. Eftir að könnun þessi hefði verið gerð, ætti ráðherr- ann siðan að kynna þingheimi niðurstöður hennar. Jón Skaftason tók til máls á eftir Magnúsi Torfa og greindi frá þvi að hann hefði þrátt fyrir allt náð i afrit af samtalsþætti foringjanna, þvi eftir að málið heföi komið til umræðu um dag- inn, hafi Jón Armann Héðins- son, þingbróðir hans i Reykja- neskjördæmi, látið sig vita að hann hefði afrit af þessum sögu- fræga samtalsþætti undir hönd- um. Mun Jón Armann hafa tekið þáttinn upp á segulband og las Jón Skaftason nokkrar tilvitn- anir úr ummælum stjórnmála- foringjanna máli sinu til stað- festingar. Þar með var málinu bjargaö! Ungur maður eftir pilluát! Unnið er að rannsókn á dauðsfalli sem átti sér stað á mánudagskvöld í húsi einu við Bergstaða- stræti. Lögreglan var kvödd að húsinu um klukkan 20. þegar lögreglumenn komu á staðinn fundust tveir menn liggjandi á gólfi hússins. Var annar, 27 ára gamall/ látinn, en hinn meðvitundarlaus. Auk mannana tveggja voru 11 aðrir í húsinu, all- ir undir áhrifum lyfja og/eða áfengis. Við rannsókn kom i ljós að maðurinn sem lézt hafði inn- byrgt mikið magn örvandi og róandi lyfja. Likt er talið að hann og kunningi hans sem fannst meðvitundarlaus hafi farið i eins konar pillukappát, sem getur vart endað öðru visi en með skelfinu. Lyfjunum höfðu 3 af þeim 14 sem i húsinu voru stolið úr ibúö i Hafnarfirði. Til allrar hamingju tókst að dæla lyfjunum upp úr þeim sem meðvitundarlaus var. Haukur Bjarnason, rannsókn- arlögreglumaður, sagði i viðtali við blaðið að hér hefði ekki verið um óvenjumikið magn að ræða, svo sem ætla mætti, heldur að- eins „venjulegan heimilis- skammt”. Haukur sagði að ekki væri unnt aö segja meö fullkom- inni vissu til um hver væri dán- arorsök mannsins þar eð niður- stöður krufningar lægju ekki fyrir. Haukur kvað ljóst um hvaða lyf hefði verið að ræða, en vildi þó ekki nefna þau. ATA/KIE Fuglafræðingur og þingmaður í TTrjúpustríöi”: Lagt til að veiðitíma rjúpunnar verði breytt Jónas Árnason (AB) hef- ur lagt til að lögum um fuglaveiði og fuglafriðun verði breytt á þann veg, að „rjúpnaskyttum verði upp- álagt að hafa hemil á sér einum mánuði lengur en hingað til, rjúpnaveiðar hef jist ekki fyrr en 15. nóv- ember, en standi svo til 22. janúar í staðinn fyrir 22. desember, eins og kveðið er á um í núgildandi lög- um", eins og segir í grein- argerð. Þingmaðurinn segir I greinar- gerðinni, að svo virðist sem von- laust sé að fá rjúpuna friðaða fyr- ir fullt og allt þar sem Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, vilji ekki heyra á það minnst. Þvf spyrji margir sem svo: „ Er rjúpan orðin einkafugl Finns Guðmundssonar? ” Alitur þingmaðurinn að með þvi að færa veiðitimann dýpra inn I skammdegið, að þá styttist sá timi sem skotljóst yrði og af þvi hlytist nokkur friðun. Samhljóða frumvarp var flutt i fyrra, en hlaut ekki fullnaðaraf- greiðslu. Þá mælti Búnaðarfélag Islands með samþykkt þess, en Finnur Guðmundsson lagðis gegn þvi. „Flutningsmaður leyfir sér að endurflytja þetta frumvarp hvað sem Finnur Guðmundsson segir”, segir i lok greinargerðar með frv. Helgarskákmót TR Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskák- Fræðslufund- ur Fugla- verndunar- félagsins Þriðji fræðslufundur Fugla- verndarfélags Islands verður i Norræna Húsinu miðvikudag- inn 30. nóvember 1977 kl. 8.30. Tómas Tómasson ,'r.akara- meistari synir og skýrir lit- skuggamyndir frá svæðinu frá Þjórsá austurum til og með öræfasveit. Þar eru myndir frá öllum árstimum, myndir teknar i kringum Mýrdalsjök- ul, af Kötlu svæðinu, Lakagig- um og öræfajökli. Tomas hefur i áratugi sér- hæft sig i landslagsmyndum og sýndi fyrir nokkrum árum og voru myndir hans frábær- ar. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjórnin móti um næstu helgi. Tefldar veröa sjö umferðir eftir Monradkerfi og er umhugsunartími ein klukkustund á skák. Mótiö hefst á föstudaginn klukk- an 20 og verða þá tefldar tvær umferðir. Á laugar- daginn hefst keppnin klukkan 13 og verða tef Idar þrjár umferðir. Tvær síð- ustu umferðir mótsins verða síðan tefldar á sunnudag og hefst keppnin þá klukkan 14. Góð verðlaun eru i boði. Fyrstu verölaun eru 40 þúsund krónur, en yeitt eru fimm aöalverðlaun I mótinu, þau lægstu 8 þúsund krónur. Einnig verða veitt tvenn verðlaun þeim konum, sem bezt- um árangri ná, svo og þrenn verðlaun fyrir 14 ára og yngri. Skráning i mótið er hafin og er öllum heimil þátttaka meðan hús- rúm leyfir, en keppnin fer fram i skákheimilinu að Grensásvegi 46. Hitaveita nær til 75-80% þjódarinnar árin 1980-1985! Á árunum 1980-1985 munu um 75-80% þjóðar- innar búa við hitaveitu, sé tekið mið af fyrirliggjandi áætlunum um þessi mál. Allt frá því að olíuverð á heimsmarkaði tók að hækka árið 1973 hefur mik- il áherzla verið lögð á að auka nýtingu þessa inn- lenda orkugjafa, þar eð oliuverðhækkunin skipti sköpum um hagkvæmni slikra fyrirtækja. i árslok 1977 munu um 60% þjóðarinnar búa í hús- um sem hituð eru með vatni frá hitaveitum. Arið 1973 var áætluð brúttó- orkuframleiðsla hitaveitna i landinu samtals 3100 glgawatt- stundir sem svaraði til rúmlega 23% af heildarorkunotkun i land- inu. Arið 1976 var framleiðslan 3400 gigawattstundir og svaraöi það til tæplega 29% af heildar- orkunotkun I landinu. Arið 1973 fluttu tslendingar inn gas- og brennsluoliu samtals 463394 tonn, sem svaraöi til 5578 gigawattstunda og var það um 42% af heildarorkunotkun. Arið 1976 voru flutt inn 389933 tonn af gas- og brennsluolium sem svar- aði til 4685 gigawattstunda sem var um 40% af heildarorkunotk- un. ES Dagvistar- málafundur ad Hallveigar- stöðum í dag Dagvistarsamtökin voru stofnuð 26. nóv- ember 1976. Markmið þeirra er að berjast fyrir fjölgun dagvistar- stofnana hér á landi. Að undanförnu hefur virkt starf samtakanna legið niðri að mestu, en hefst nú aftur af krafti. Fyrsta verkefnið er hverfafundur að Hall- veigarstöðum fimmtu- daginn 24. nóvember kl. 20.30, og er hann fyrst og fremst ætlaður ibúurn i vesturbæ. Þar verða Dagvistar- samtökin kynnt og siöan verða umræður um ástand dag- vistarmála i þeim borgar- hluta. Dagvistarsamtökin munu siðar beita sér fyrir slikum fundi i öllum hverfum borgar- innar. Dagvistarsamtökin eru opin öllum þeim er vilja leggja baráttumáli þeirra lið og get- ur fólk hvar sem er á landinu haft samband viö þau i gegn um Laufey Tryggvadóttur, Hringbraut 47, Reykjavik, simi 28186.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.