Alþýðublaðið - 24.11.1977, Side 6
Fimmtudagur 24. nóvember 1977
6:
Setja þarf
lög um vernd
gegn mis-
notkun talva
glæpsamleg athæfi. Skattyfir-
völd telja sig eiga rétt á aö afla
vitneskju um tekjur og eignir
manna. Heilbrigöisyfirvöld
krefjast heimildar til að fá aö
vita um smitandi sjúkdóma. Og
opinber þjóöunstufyrirtæki eins
og útgefendur vegabréfa, raf-
veitur, bankar, tryggingastofn-
anir og lánveitendur munu fara
fram á upplýsingar um okkur
sem viðskiptamenn. Á mörgum
öörum sviðum kunna hags-
munir einstaklinga og sam-
félagsins einnig að rekast á.
Aöur en töivur og nútima
samgöngutækni komu til skjal-
anna leystust þessi vandamál af
sjálfum sér, fyrir viöskipta-
þarfir og aö lögum. Þegar sam-
félagiö var einfalt fyrirbrigöi
vissu allir hverjir væru liklegir
til aö hafa vitneskju um aöra.
Jafnvel i flóknara samfélagi
eins og borgarlifi fyrir siöari
heimsstyrjöldina vissu menn
deili á þvi hversu persónulegar
upplýsingar bárust manna i
milli og skildu þaö fyrirbæri.
Mönnum var yfirleitt kunnugt
um hvaö læknirinn, lögfræö-
ingurinn, skattstofan, bankinn
og nábúinn vissu um þá. Mest af
þvi var frá þeim sjálfum komiö.
Ekki var liklegt að þeir lækju
þvi i aöra og ef svo færi var hætt
við aö það kæmist fljótlega upp,
en i þvi tilfelli var venjulea hægt
aö fá vernd að lögum.
Allt hefur þetta breyst meö
einni kynslóö. Nú er svo komiö
aö stórtölvur stjórnvalda
sveitarfélaga og rikis, heil-
brigðisþjónustu, lögreglu,
banka og annarra fjármála-
stofnana, vátryggingarfélaga,
upplýsingaskrifstofa og
atvinnuveitenda geyma firn
upplýsinga um fjölda fólks. Nú
getur enginn verið öruggur um
hver veit hvaö og i hvaöa til-
gangi upplýsingar veröa not-
aöar. Kynni tölvan, sem af-
greiöir lyfseöilinn fyrir
getnaöarvarnapilluna aö vera i
sambandi viö tölvu er fæst viö
kjörskrá, bankareikning, láns-
reikning, bókasafnsútlán, fiug-
og gistihúsapantanir, svo og
skattstofu-, lögreglu- og
öryggismálatölvu? Og ef svo
kynni að vera, hver gæti þá
safnað saman öllum
upplýsingum um einstaka
borgara og til hvers mætti nota
þær?
Vandamálið liggur mjög ljóst
fyrir. Þaö hefur gjarnan veriö
talið ógnvekjandi og satt aö
segja hefur ekkert þessu likt
gerst fram að þessu i lýöræöis-
rikjum vesturlanda. En þaö er
oröið áhyggjuefni margra að nú
er fyrir hendi tækni, sem gerir
þetta mögulegt og aö hún tekur
framförum með hverjum mán-
uöi sem liður, og að til skamms
tima hefur vestræn löggjöf ekki
einu sinni gert ráö fyrir vanda-
málunum, sem tækni þessi
skapar.
Þaö kann aö vera of seint aö
tryggja einkalif allra borgara,
en þaö er enn ekki um seinan aö
vernda þessar upplýsingar.
Þess vegna hefur tölvuvernd
orðið mikið atriði i mann-
réttindalöggjöf. Vesturþýska
fylkiö Hessen var fyrst til að
setja tölvuverndarlög áriö 1970.
Siöan kom annað fylki 1974.
Sviþjóö var fyrst til aö koma
stjórn á tölvuvernd áriö 1973.
Bandarikin settu lög um einkalif
1974 og Vesturþýskaland 1976.
Stjórnarfrumvörp liggja fyrir i
Austurriki, Danmörku, Frakk-
landi og Noregi. Opinberar til-
lögur biöa afgreiöslu i Hollandi
og á Spáni. Opinberar nefndir
eru aö undirbúa tillögur i
Finnlandi, Italiu og Bretlandi.
Greinilegt er að rikisstjórnum
■ er ljóst hvaöa vandamál steöjar
aö og að þær hyggjast takast á
viö vandann. Evrópuráðið hefur
verið leiöandi afl á þessu sviði,
en þaö samþykkti ályktanir um
tölvuvernd fyrir einstaklinga i
september 1973 og fyrir almenn-
ing ári siöar. Er nú veriö aö
vinna aö alþjóðasamþykkt um
tölvuvernd til að samræma lög-
gjöf hinna ýmsu landa um það
efni og tryggja að ekki gefist
tækifæri fyrir óvandaöa aöila til
aö fara kringum lögin. Efna-
hags- og framfarastofnunin og
Efnahagsbandalag Evrópu eru
einnig aö hefja störf I þessum
málum.
Hverjar eru reglurnar, sem
settar eru meö löggjöf um tölvu-
vernd? óhjákvæmilega hljóta
þær aö vera mjög mismunandi
eftir þvi hvaöa land og opin-
berar stofnanir eiga i hlut. En
eftirfarandi er a.m.k. sameigin-
legt með þeim:
— Þegnarnir ættu aö vita hvaöa
miöstöövar tölvuupplýsinga
eru fyrir hendi og hvaða
upplýsingar þær hafa aö
geyma.
— Lögin ættu að segja fyrir um
hvernig slikra upplýsinga er
aflaö, hversu lengi þær eru
geymdar, hverjir hafa
aðgang að þeim og I hvaöa til-
gangi þær eru notaöar.
— Séu upplýsingarnar rangar,
ófullkomnar, óviðeigandi eöa
úreltar ætti aö veita viökom-
andi þegn tækifæri til að fá
þær leiöréttar eða felldar
niöur.
— Einhver þyrfti aö bera laga-
lega ábyrgö á aö tryggja aö
reglum þessum sé hlýtt.
Meginreglurnar eru nógu ein-
faldar, en erfiðara er aö segja
hvernig eigi að koma þeim viö I
hinum ýmsu löndum. Enn
erfiöara er aö segja um hvernig
beri að beita þeim i tölvu-
kerfum, sem ná til margra
landa. En þetta er hægt meö
þrýstingi frá þegnunum og sam-
tökum þeirra, svo og velvilja
stjórnvalda.
Þetta er núverandi verkefni
Evrópuráösins og aöildarrikja
þess. Ef þeim tekst aö leysa
vandann án tafar þurfum viö
ekki aö hafa martröð út af
tölvum annarra aöila og einka-
lifs okkar sjálfra. En tækninni
fleytir óöfluga fram og ekki er
mikill timi til stefnu.
PAUL SIEGHART
Höfundur þessarar
greinar er Paul Sieg-
hart, mannréttinda-
lögfræðingur,
höfundur bókar um
einkalif og tölvur,
sem kom út i London
1976 og meðlimur
tölvunefndar brezku
rikisstjórnarinnar.
Ekki eru nema sjö ár tii
1984. Það ár kunna að
vera i notkun fjórum
sinnum f leiri tölvur en nú
eru til. Þær verða þá
ódýrari, fyrirferðar-
minni og hraðvirkari.
Verða þær notaðar til að
taka saman upplýsingar
um einkalíf okkar,
heilsufar og menntun,
fjárhagsviðskipti, vinnu-
afköst, innkaup, kynþátt,
litarhátt, trúmál og
stjórnmálaskoðanir?
Geta notendur þeirra náð
stjórntökum á okkur
þannig að síminnkandi
einkamálum okkar sé
stofnað í enn meiri
hættu? i fáum orðum
sagt: mun Stóri Bróðir
hafa okkuröll undir smá-
sjá árið 1984? Eða verður
tölvuvernd lögfest nógu
snemma til að forða
okkur?
Þaö eru engar fréttir aö menn
þarfnast bæði félagsskapar og
einkalifs. Ef viö glötum öllu
sambandi viö annaö fólk trén-
umst viö upp og kunnum jafnvel
aö tapa vitinu. En ekki þolum
viö heldur fullkomiö félagslyndi
meö þvi á stundum viljum viö
vera látin I friöi ef viö eigum aö
geta haldiö viti og sjálfstæöi.
Viö gerum kröfu ti þess aö vera
frjálsaö þvi aö velja hvenær viö
viljum félagsskap og hvenær
einveru.
Sama gildir um persónulegar
upplýsingar. Sumt má fréttast
út um viöa veröld, en aöra hluti
viljum viö vita i trúnaöi viö
fáeina útvalda. Og fáein atriöi
viljum viö helst dylja algjörlega
með sjálfum okkur. I þeim til-
fellum viijum viö einnig velja
þá, sem öölast mega upplýs-
ingar um okkur.
En frelsiö er ekki algjört i
þessu tilfelli frekar en öörum.
Lögreglan krefst þess aö mega
komast i leynilegar áætlanir um