Alþýðublaðið - 11.12.1977, Page 1

Alþýðublaðið - 11.12.1977, Page 1
alþýðu- blaöið SUNNUDAGUR 1 1. DESEMBER 1977 265 TBL. — 1977 — 58. ÁRG. Hjördís Bergs raular baráttuljód Mynd: Atli Rúnar Halldórsson AF NÝJUM BÓKUM frá Erni og Örlygi Snjólaug Bragadóttir Lokast inni i lyftu. Bókin segir frá örlögum ungrar Reykjavikurstúlku, sem lokast inni i lyftu með ungum og mynd- arlegum manni i stóru skrifstofu- húsi i miðborginni. Fara leikar svo, að hún ræðst með honum til starfa við byggingu orkuvers inni á miðhálendinu. Þarna starfa saman fimm kon- ur og tvö hundruð karlmenn. Fer ekki hjá því, að i svo ein- angruðum heimi fari mannlifið að lúta sinum eigin lögmálum. Þarna er misjafn sauður i mörgu fé og margt skeður á miðhálend- inu... Gulleyjan og ’Róbinson f jölskyldan. Þetta eru tvær nýjar bækur i bókaflokknum Sigildar sögur með litmyndum. Gulleyjan er eftir Rohert Louis Stevenson og Róbin- sonfjölskyldan eftir Johan Wyss. Þýðandi er Andrés Kristjánsson. Nýju bækurnar eru rikulega myndskreyttar, og prentaðar i Júgóslaviu. Leyndardómur Faraóanna og Fah og eyðing Tróju 1 leit að horfnum heimi nefnist nýr bókaflokkur sem ætlaður er unglingum. t fyrrnefndu bókinni er efninu skipt i þrennt. Fyrsti hlutinn er sögulegt yfirlit um fornmynjaleit, en annar hlutinn nefnist Saga Nekhebus. Siðasti hlutinn er sögulegt yfirlit eftir valdaskeið faraóanna. t bókinni Fall og eyðing Tróju er uppbygging efnis hin sama og i' fyrri bókinni. 1 fyrsta hluta er sagt frá fornminjaleit Schiemanns, i öðrum hlutanum er sögð saga Agamemons og i þeim þriðja hvernig öld Hómers lýkur. Bækurnar eru prentaðar á Italiu. Ólafur R. Einarsson Einar Karl Haraldsson. Gúttóslagurinn. Út er komin bókin Gúttóslagur- inn i samantekt þeirra Einars Karls Haraldssonar og Ólafs R. Einarssonar. A bókarkápu segir: Það er árið 1932. Kreppan leggur dauða þönd sina á atvinnulif um land allt. t Reykjavik er fimmti hver maður atvinnulaus. Það á að lækka kaupið um þriðjung.Verka menn úr öllum flokkum samein- ast. Það slær i blóöugan bardaga. Yfir 20 lögregluþjónar særast og eru óvigir. Verkamennirnir hafa Reykjavik á valdi sinu. Verka- mannauppþot? Byltingartilraun? 1 bókinni er fjöldi ljósmynda og teikninga frá árinu 1932 og krepputimabilinu og gefa þær henniaukið gildi. Meðal teikninga eru skopmyndir úr speglinum eftir Tryggva Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.