Alþýðublaðið - 15.12.1977, Side 6

Alþýðublaðið - 15.12.1977, Side 6
6 Fimmtudagurinn 15. desember 1977 sss- Norskt næturlíf Þegar tslendingar fara til Ut- landa þykir annað óeðlilegt, en þeir liti á næturlifið á viðkom- andi stað. Þetta þykir hluti af ferðinni, stór hluti meira að segja. Þegar menn koma heim til Islands aftur, eru þeir yfir- leitt mun fróðari um hina ýmsu næturklúbba og veitingastaði landsins, sem þeir feröuðust til en til að mynda menningarsögu þjóðarinnar og konungatal. Þetta verður til þess, að þegar utanlandsfarar ætla að skemmta sér hér heima, lfkja þeir gjarnan skemmtiaðstöð- unni i löndunum tveimur sam- an. Sá samanburður er afar ó- hagstæður, þvi hérlendir skemmtistaðir eru einhæfir og leiðinlegir til lengdar. Undirritaður er engin undan- tekning. Hann hefur eftir föng- um reynt að kynna sér skemmt- anasiði sem flestra þjóöa og þjóðarbrota. Nú nýlega átti hann þess kost að skoða norskt næturlif og skyldi þessi athugun fara fram i Osló. Tennurnar glömruðu Við vorum nokkrir saman kunningjarnir sem ætluðum út þetta kvöldið, allir sallafinir og fallegir. Ég hafði meira aö segja sett upp bindið, sem ekki gerist nema við jarðarfarir og stúdentsafmæli. Okkur hafði nefnilega veriö bent á stað, sem sagður var finn og hver vissi nema toppklæðaburður væri inngönguskilyrði. Við tókum leigubil að staðn- um og gengum innfyrir, greidd- um aðgangseyrinn og settumst við borð, sem við höfðum pantaö fyrr um daginn. Klæðaburður var ekki tekinn svo mjög hátið- lega á þessum stað, þaö hefði ekkert skaðað þó bindið hefði orðið eftir heima, þvi I fáum orðum vöktum við athygli fyrir iburöarmikinn kiæðnað. Við fengum okkur nú ölkollu og röbbuðum saman, en við höfðum hugsað okkur rólega kvöldstund, þar sem við gætum rabbað saman yfir glasiaf öli og fengið okkur léttan snúning á eftir. En Adam, var ekki lengi i Paradfs. Hljómsveit hússins hóf HVAR skyldi vera auðveldast að finna I úrval af alls kyns vörum á alls hagnýtar og skemmtilegar kyns verði. Þú finnur það sem jólagjafir á viðráðan- fl . þig vantar í Domus.... og legu verði? Við leyfum lj|i|| gleymdu ekki kaffi- okkur að,mæla með fiMjii teríunni ef fæturnir Domus. A einum stað ;jaagSféaSgg»‘í eru farnir að lýjast! bjoðum við geysilegt 1 mhi-w—^ Úrval af fatnaði f frá Marks og Spencer Leikföng í þúsundatali ★ Búsáhöld, gjafavörur, raftæki og skrautvörur * Jóladúkar og handklæði Skíðavörur Domus hefur nú á boðstólum mikið úrval skíðavörum. I hillunum má m.a. finna: Dachstein skíðaskór Barnastærftir kr. k.670,- L'nglingastærfiir kr. 10.990,- Dömu-ogherrastærfiir kr. 12.550,- ——1 Vestur-þýsk skíði með stálköntum og öryggisbindingum l'nglingasta*rftir kr.2t.K50,- Dömu- og herrastirflir kr. 25.560,- Barnaskifii rnefi örvggis- bindingum og stöfum kr. 7.950,- Skíðablússur C rval af litum og tegundutn Verft frá kr......... fi.850, hljóðfæraslátt og var styrkleiki efstu tónanna i diskólögunum svo mikill, að tennurnar glömr- uðu i gómunum. Það var ger- samlega vonlaust að halda uppi samræðum, maður heyrði varla i eigin hugsunum (og missti kannski ekki af miklu). Ég flýði úr þessum hávaða og inn i snyrtiherbergi. Þar kastaði ég vatni, þvoði mér um hendur og horfði aödáunaraugum i spegilinn. Svo gekk ég út. Þá var þrifið i mig og litill maður af suðrænum uppruna sagði mér á kyndugrinorsku, að ég skuldaöi sér 2.50 kr. (100 islenzkar krdn- ur). Ég sagði honum sem satt var, að það gæti ekki verið, ég hefði aldrei séð manninn fyrr. Þá sagði hann mér, að það kost- aði 2krónurað nota þvagskál og handþvottur 50 aura. Ég borg- aði manninum, treglega þó, en þakkaði jafnframt minum sæla fyrir,að mér var ekki illti mag- anum. 1800 krónur fyrir einn bjór Er ég sneri aftur i danssalinn, varmjög af kunningjum mlnum dregið vegna hávaðans og á- kváðu þrir okkar að yfirgefa þennan stað og reyna að finna eitthvað skárra. Við röltum nú góða stund um i miðborginni og fundum sallafinan stað. Við keyptum okkur einn bjór hver á bamum og fengum svo reikning. Þar stóð 138 krónur (norskar). Við kölluðum þegar á þjóninn og báðum hann að leiðrétta þennan misksilning.Við værum nýkomnir og værum enn á fyrsta bjór. Þjónninn benti okkur kuldalega á það, að rejkn ingurinn væri hárréttur, bjórinn kostar 21 krónu og á fyrsta glas bætist 25 krónur. Hver bjór kostaði sem sagt 46 krónur eða sem næst 1840 krónur. Ég sá, að þarna væri tæpast vært vegna rikjandi dýrtíöar og lagði enn land undir fót. 1 Osló er veitinga- og dans- stöðum lokað klukkan 12 á föstudögum.þó einhverjirkunni að vera svo djarfir að hafa þá opna hálftima lengur. Þó eru tveir næturklúbbar tii i þéssari 500.000 manna borg. Nú var ákveðiö að fara i annan þeirra. Næturklúbbur. Undirritaðúrhafði aldrei áður komið I næturklúbb en gerði sér háar hugmyndur um hvernig slikur staður ætti að llta út. Kertaljós á borðum, góð tónlisty ekki of hávær, kurteist og elsku- legt fólk, sem bæðist afsökunar ef það rækist á mann. En um fram allt, enginn troðningur. NU, við komum að nætur- klúbb, sem heitir Leopard (eða eitthvað annað hættulegt dýr af kattarættinni). Þar stóö hópur manns fyrir utan og tróðst. Ég spurði mann, sem I hópnum stóð, hvort búið væri að loka staðnum. Sá starði á mig og sagði að svona væri þetta alltaf. Þetta var illur fyrirboði, þarna var eitthvað sem ég kannaðist við. Er ég hafði troð- ist eins og hinir, fengið þr jú oln- bogaskotogspark ikálfann, var ég kominn að dyrunum. Þar stóð stór og ljótur dyravörður, illilegur mjög. Hann leit á mig sagðimérsvo að snautast inn en augnaráðiö gaf til kynna að það væri á eigin ábyrgð. Allt var mjög kunnuglegt. Er inn var komið mætti mér ógurlega þungt loft mettað tóbaksfnyk og gamalli svita- fýlu. Mikil drykkjulæti bárust mér til eyrna og dauðadrukkin stúlka féll á gólfið fyrir framan mig (féll fyrir mér). Enn var allt kunnuglegt. Svo kom atvik, sem glöggvaði fyrir mér, hvað þessi staður minnti á. Hann minnti mig á leiðinlegan islenzkan skemmti- stað af verstu gerðinni. Ég fór umsvifalaust út og heim á hótel. Ég ætlaði ekki að eyða meiri tima og peningum á næturlif, sem var jafn fátæklegt (ef ekki fátæklegra) og islenzka nætur- lifið. Hvaða atvik er maðurinn að tala um? Jú, ég fór á barinn og beið þar i 10 minútur eftir afgreiðslu. Er ég loksins náði tali af þjóninum bað ég um bjór. Svarið var: Þvi miðúr, við seljum ekki bjór hér. Axel Ammendrup 'xJ DOMUS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.