Alþýðublaðið - 17.12.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.12.1977, Blaðsíða 1
1 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 270. TBL. — 1977 — 58. ÁRG. * Ritstjórn bladsins er til húsa f Sídumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Flugumferðarstjórar f yfirvinnubanni vegna vongoldinna vinnulauna uti um land Félag flugumferðar- stjóra hefur nú sett á yfirvinnubann, vegna þess að yfirvinna hefur ekki verið greidd félagsmönnum á Egils- stöðum, Vestmanna- eyjum og á Akureyri og urðu þessar aðgerðir til þess að kvöldflug tii Akureyrar féll niður i fyrrakvöld og horfur á að eins myndi fara i gærkvöldi. lngvar Valdimarsson, for- maður félags flugumferðar- stjóra, sagði blaðinu i gær að samkvæmt samningum við flugumferðarstjórn og sam- göngumálaráðuneyti, hefðu flugumferðarstjórar átt rétt á að fá yfirvinnu greidda á sumartimabilinu, sem stendur frá júni til oktoberloka. Fram- kvæmdin hefði hins vegar orðið sú að eingöngu flugumferðar- stjórar i Reykjavik og á Kefla- vikurflugvelli hefðu fengið þess- ar greiðslur. A Akureyri, Egils- stöðum og i Vestmannaeyjum, hefðu þeir fengið greiddann, fyrsta og siðasta mánuð tima- bilsins, þ.e. júni og október, en eftir stæði aö greiöa þá þrjá mánuði, sem þarna eru i milli. Bæru yfirvöld fyrir sig öðrum skilningi á samningsákvæðum, en flugumferöarstjórar, en ekki kvað Ingvar þó hafa komið fram kröfu um að menn endurgreiddu þá tvo mánuði, sem þeir þó hefðu fengið borgaða. Ingvar Valdimarsson kvaðst harma að þessar aðgerðir kæmu óhjákvæmilega niður á flugfélögunum, sem hér ættu einskis að gjalda, en félagið hefði ekki önnur úrræði, til að ná Eram rétti sinum. —AM Þá fyrst er útilegumaðurinn kominn I sitt rétta umhverfi, þegar snjórínn þekur allt og hiti heldur sig um eða undir frostmarki. (AB-mynd: HV) Björgvin Guömundsson, við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Naudsyn að auka fjöl- breytni í atvinnurekstri borgarinnar í gær fór fram fyrri umræða i borgarstjórn um f járhagsáætlun Reykjavikurborgar fyr- ir árið 1978 og að lokinni greinargerð borgar- stjóra tóku fulltrúar minnihlutaflokkanna til máls og talaði Björgvin Guðmundsson af hálfu Alþýðuflokksins. Björgvin bentiá að heildartekj- ur borgarsjóös næmu nú 14.4 milljörðum, sém væri 38,2% hækkun frá fyrra ári og væri þar stærsti liðurinn útsvör, eða 7.4 milljarðar, sem er 41^4% hækkun frá fyrra ári. Þetta væri mikið fjármagn, ef samþykkt yrði að innheimta það. 10.8 miljarðar væru ætlaðir i reksturskostnaö en 3.6miljaröarværu færði á eigna- breytingar til framkvæmda. Þarna fæddi um 37.8% hækkun á rekstrargjöldunum, sem Björg- vin kvað óhjákvæmilegt að skera niöur og boöaöi tillögur sinar um það við aöra umræðu, þegar breytingartillögur yrðu lagðar fram. Við þessa umræöu gagnrýndi Björgvin einkum fjögur atriði i fjárhagsáætluninni. 1 fyrsta lagi kvaö hann ekki nærri nóg fé ætlað til atvinnuuppbyggingar i borg- inni. Framkvæmdasjóöi væru aö- eins ætlaöar 250 milljónir, sem rétt nægðu til nauðsynlegasta reksturs og viöhalds á togurum Bæjarútgerðar og endurbóta á Fiskiðjuverinu, en ekki minnst á aö kaupa þyrfti nýja smærri tog- ara, ef halda ætti atvinnuástandi hjá borginni i sæmilegu horfi, en þarhefði ástandið ekki verið gott. Björgvin kvaöst og mundi bera fram tillögur um aukna fjöl- breytni i atvinnurekstri borgar- innar og nefndi til byggingu skipasmiðastöðvar i Reykjavik. 1 ööru lagi gagnrýndi Björgvin aö ekkert væri ætlað til byggingar leiguibúða, þótt áöur hefði veriö gerð samþykkt um byggingu 100 leiguibúöa og væri illt til þess að vita, þegar ástandið í húsnæðis- málum fólks væri i hæsta máta hágboriö. Enn kom Björgvin að málefn- um langlegusjúklinga á Borgar- Framhald á bls. 10 Samband almennra lífeyrissjóda Lýsir fyllstu andstödu við vinnubrögð rlk isstjórnarinnar Framkvæmdastjórn Sambands almennra líf- eyrissjóða — SAL — hefur sent fjárhags og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis bréf, þar sem mótmælt er harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að skylda sérhvern lifeyriss jóð til að ver ja á ári hverju a.m.k. 40% af ráðstöfunarfé sinu til kaupa á verðtryggðum skuldabréfum fjár- festingarlánasjóða. Svarar þetta hlutfall til um6,8 milljarða króna á næsta ári. Leggur fram- kvæmdastjórnin sér- átaka áherzlu á, að frumvarp um þetta er lagt fram á þingi án nokkurs samráðs við lif- eyrissjóðina eða aðila vinnumarkaðarins. Siðan segir i bréfi SAL til þingmanna: „Lifeyrissjóöir innan Sambandsalmennra lifeyrissjóða hafa fram að þessu staöið viö skuldbindingar slnar um verö- tryggð skuldabréfakaup af Byggingarsjóði rikisins og munu héreftirsem hingaö tilstanda við gefin loforö þar um. Hinir almennu lifeyrissjóðir vorusettirá stofniársbyrjun 1970 samkvæmt ákvæðum I kjara- samningum aðila vinnumark- aðarins frá árinu 1969. Við það verður ekki unað aö stjórnvöld geti einhliða ráðskast meö fjár- muni lifeyrissjóðanna og gripið Framhald á bls. 10 „Allt að springa” — Hjá bæjarsímanum í gær — Ég held að það sé allt aö springa hjá okkur núna, sagði sá sem fyrir svörum varð hjá bilunardeild bæjarsimans i gær, en siðustu tvo daga hefur verið erfitt að ná sambandi milli vissra hverfa I höfuöborginni. Orsök þess er að mestu leiti sú, að á fimmtudag bilaði stjórnstrengur milli miðbæjar- stöðvar bæjarsimans og Grens- ásstöðvarinnar og var I gær ennþá veriö að leita að þessari bilun. Ofan á þetta bætist svo að siðustu daga hefur veriö óvenju mikiö álag á bæjarslmann. Aö sögn viðmælanda blaðsins, virðist sem ekki sé um hreint' slit á strengnum að ræða, og gerir það að sögn starfsmönn- um Pósts og sima erfiöara fyrir I leit að biluninni. Af þessum siStum var i gær allsendis óvist hvenær þessu ófremdarástandi i simamálum linnti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.