Alþýðublaðið - 17.12.1977, Page 6

Alþýðublaðið - 17.12.1977, Page 6
Laugardagurinn 17. desember 1977 Jólatréssala í Hafnarf irði Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði mun verða með jólatréssölu fyrir þessi jól eins og undan- farín jól. Jólatrén verða til sölu í hinu myndarlega félagsheimili sveitarinnar við Hraunvang. Bíla- geymsla félagsheimilisins verður rýmd og þar mun í staðinn verða jólatrés- skógur innanhúss og auðveldar það kaupendum mjög val á jólatré sem þeim hentar. Hjálpar- sveitin býður einnig upp á þá þjónustu að pakka trjánum og merkja þau. Síðan munu Hjálparsveit- armenn aka trjánum út til kaupenda skömmu fyrir jól/ en með því er tryggt að trén verði geymd við beztu aðstæður fram að jólum. Jólatréssalan er einn helzti tekjuliður Hjálparsveitar skáta i Hafnarfirði, en hún var stofnuð árið 1950. Með þvi að kaupa jóla- tré i félagsheimili sveitarinnar við Hraunvang, geta Hafn- firðingar og aðrir velunnarar sveitarinnar sýnt hug sinn i verki og þar með styrkt sveitina til áframhaldandi starfa. Jólatrésalan verður opin frá klukkan 13-22 virka daga og klukkan 10-22 um helgar. Garðar Cortes syngur íslenzk lög á sólóplötu Út er komin ný hljóm- plata með íslenzkum ein- söngslögum sungnum af Garðari Cortes. Garðar hefur ekki sent frá sér plötu áður, en hann er íslenzkum áheyrendum af góðu kunnur. Eftir að hann kom heim frá tónlíst- arnámi i Englandi, þar sem hann lauk prófum frá Royal Academy of Music (L.R.A.M.) og Trinity Coll- ege of Music (A.T.C.L.) hefur hann sungið ýmis einsöngshlutverk bæði í Þjóðleikhúsinu, með Sinfóníuhljómsveit islands og í sjónvarpinu. Þá hefur Garðar einnig sungið sem gestur á norrænni hátíð í Bandaríkjunum og á tón- leikum sinfóníuhl jóm- sveitarinnar Harmonien í Bergen í Noregi. Garðar stofnaði Söngskólann i Reykjavik árið 1973 og hefur verið skólastjári hans siðan. A þessari plötu syngur Garðar lög eftir Árna Thorsteinsson, Eyþór Stefánsson, Inga T. Lárusson, Jón Þórarinsson, Karl 0. Runólfsson, Sigfús Einarsson, Sigfús Halldórsson og Sigvalda Kaldalóns, og má þar nefna þekkt lög eins og Rósina, Bikarinn, 1 fjarlægð, Gigjuna, t dag, Ég lit i anda liðna tið, o.fl. Undirleik annast Krystyna Cortes pianóleikari. Platan er gefin út af Trygg Recordins, Norwich, Englandi og var hljóðrituð þar sl. sumar. Plötuumslag er mjög vandað og allir textar prentaðir á það. A plötuumslagi segir Guðmundur Jónsson um söng Garðars: ,,Sú er trú min að Garðar Cortes muni veita söngunnendum „göfgandi gleði” með söng sinum á þessari hljómplötu, eins og hann hefur svo oft gert áður.” Platan fæst i hljómplötuversl- unum en dreifingu annast Söng- skólinn i Reykjavik simi 21942. Helgihald á vígslu- degi Háteigskirkju A morgun, sunnudaginn 18, des- ember, er vigsludagur Háteigs- kirkju. Helgihald dagsins hefst með fjöiskylduguðsþjónustu kl. 11 árdegis.Þar munu börn úr Hliða- skóla i Reykjavik flytja helgileik og syngja undir stjórn Jóns Krist- ins Cortes. Auk þess verður svo hugleiðing og almennur söngur. Þessar fjölskylduguðsþjónustur hafa börn, unglingar, foreldrar og aðrir sótt saman undanfarin ár á degi þessum og notið þessa helgihalds i rikum mæli. Um kvöldið kl. 10 verða svo fluttir „Jólasöngvar við kerta- ljós”.Nokkra stund áður en jóla- söngvarnir hefjast munu nem- endur úr Tónlistarskólanum i Reykjavik, þeir Birgir As. Guð- mundsson og Þröstur Eiriksson leika á orgel kirkjunnar. Rut Magnússon syngur jólalög frá Englandi. Kirkjukór Háteigs- kirkju syngur jólasálma. Kjartan Ragnarsson, leikari flytur hug- leiðingu og Martinn H. Friðriks- son, organisti kirkjunnar leikur á orgelið: Magnivicat (Lofsöngur Mariu) eftir S. Scheidt og Preludia og fugu i E-dúr eftir V. Liibeck. Auk þessa verður svo al- mennur söngur. Það er ástæða til að hvetja sóknarfólk og aðra til að taka þátt i þessu helgihaldi á vigsludegi Háteigskirkju og eignast þar hlut deild i friði, kyrrð og fögnuði, er stórhátiðin, sem i vændum er, býr yfir. Margir eiga góðar minning- ar frá „Jólasöngvum við Kerta- ljós” i Háteigskirkju frá fyrri ár- um. Arngrimur Jónsson. Kodak HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S:20313 AUSTURVER S: 36161 GLÆSIBÆR S: 82590 KodakEKó instrnt Litmyndir á svipstundu úr Instant myndavélinni frá Kodak * OOOOOOOOOOOOOOOOO' Gjafir sem gagn er að Tómstundahúsið er stærsta sérverzlun sinnar tegundar hér á landi Póstsendum samdægurs TÓM STUN DAH 0 SIÐ % SÍMI 21901 LAUGAVEGI 164 O O o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o ooooooooooooooooo KFK-fóðurvörur ódýrastar og beztar GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON Umboðs- og heildverzlun, Síðumúla 22, Reykjavík — Pósthólf 1003 — Sími 85695 I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.