Alþýðublaðið - 22.12.1977, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 22.12.1977, Qupperneq 5
SSffi- Fimmtudagur 22. desember 1977 5 SKODU Jón verkamaður skrifar Kjarabarátta - stéttabarátta Miklu rúmi hefur verið eytt i það i málgögnum auðstétt- arinnar, að reyna að sanna fyrir verkafólki, að hér á landi sé ekki nein stéttaskipting og þess vegna geti allir rúmast i einum stjórnmálaflokki og öll stétta- átök þvi óþörf. í stað eillfs naggs um kaup og kjör sé nú unnt að skipta afrakstri þjóðar- búsins bróðurlega milli allra landsins barna, að visu muni alltaf nokkrir fá mikið, aðrir sæmilegt og fjöldinn lítið. Allt verði þetta að fara eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar og stöðu atvinnuveganna og þjóðarbúsins á hverjum tima. Alþýðan verði að sjálfsögðu að sýna þolinmæði meðan atvinnu- rekendur komi fyrirtækjum sinum á réttan grundvöll fjár- hagslega og meðan rikisstjórnin kveði niður verðbólguna. En þegar það er búið, geta allir lifað i vellystingum, i anda ein- staklingsfrelsis og án allra hafta. Launafólki er talin trú um að upp sé risin ný stétt auðmanna, spm hafi það eitt að markmiði aö fórna sér fyrir hag þjóöar- innar og leggi þar að veði auð sinn og eignir. Það sé þess vegna algjör óþarfi að gera si- felldar kröfur og jafnvel mætti leggja niöur verkalýösfélögin, þau sái fræum tortryggni og öfundar i hjörtu verkafólks I garð ,,góöu riku mannanná’1 og geri litið úr fórnfýsi þerra. Mjög er hamrað á þvi i sömu málgögnum, að úr þvi að alþýðan vilji endilega vera að slást um kaup og kjör, þá skuli hún gera það á faglega sviðinu eingöngu, en fyrir alla muni ekki blanda pólitik i þá baráttu (Þá gætu hjartahreinir verka- menn, sem alltaf hafa kosiö flokkinn sinn hugsunarlaust, látiö vonda rauðliöa rugla sig I riminu). Þetta er I hnotskurn þær skoð- anir, sem forréttindastéttin vill koma inn hjá verkafólki og er með þessu ætlast til að alþýöan gleymi allri baráttu sinni viö auðstéttina fyrir rétti slnum til að lifa mannsæmandi lfi. I eöli sinu hlýtur öll barátta verkalýðshreyfingarinnar að vera pólitisk, annars snéri hún baki við uppruna sinum og til- gangi, sem eru alþýöuvöld I anda félagshyggju og jafnréttis. Verkalýðshreyfingin hefur knúið fram og er alltaf aö knýja rlkisstjórnir til að gera póli- tiskar breytingar á þjóðfélag- inu, sem hafa gjörbreytt högum alþýöunnar I landinu. Þessar breytingar hafa yfirleitt ekki tekist án átaka. Auöstéttin hefur ávallt veriö þeim andvig. Til eru dæmi um verkalýðs- hreyfingar, sem tekið hafa upp samvinnu viö auöstéttina, vinna aðeinsá faglega sviðinu og hafa sagt skiliö viö öll sin pólitisku baráttumál og markmið. Slik verkalýðshreyfing er geldur félagsskapur, sem segja má um þaö sama og sagt var um geld- ingana i kvennabúrinu: „Þeir vita hvernig á aö fara að þvi, en þeir geta bara ekki gert það.” Verkalýöshreyfingin hér á landi er faglega mjög sterk og getur þvi hverju sinni knúið fram umtalsverðar kjarabætur i krafti samtakamáttar sins, en á pólitiska sviöinu er hún mjög veik og hefur ekki mátt til að verja þá sigra, sem hún vinnur með faglegri baráttu sinni. Þaö má þvl segja, aö I kjarabarátt- unni sé verkalýðshreyfingin alltaf að elta skottið á sjálfri sér. Hún hefur faglegan stjTk tilaö knýjafram kjarabætur, en auðstéttin notarpólitlskan styrk sinn til að gera þær kjarabætur að engu. Hið sama hefur endurtekiö sig nú aö loknum kjarasamningum og gerst hefur á undanförnum árum. Hinn nýi „Skollaleikur” ersettur á svið, en I stað galdra- brennanna, sem yfirstéttin notaði hér áður fyrri til að halda alþýöunni I ótta og örbirgð, er nú kynt undir verðbólgubálinu til aö brenna upp þær kjara- bætur, sem náðst hafa til handa verkafólki og I leiðinni er gengiö lengra á kjör þess ef unnt er. Auöstéttin ver þessar gerðir sinar af sama móöursýkislega ofstækinu og meö jafn fárán- legum rökum og galdraofsókn- irnar á sinum tima, helst mætti af þeim rökum skilja að verð- bólgubálið sé einskonar hreins- unareldur, sem yfirstéttinkyndi tilaö hreinsa verkafólk af þeirri „synd” aö krefjast þeirra ein- földu mannréttinda, aö fá lifaö mannsæmandi llfi af launum sinum. I slagoröum forréttinda- stéttarinnar er oft minnst á orö- iöfrelsi , s.s. Einstaklingsfrelsi — Frjáls verslun — Frjáls inn- flutningsverzlun — Frjáls verzlunarálagning — o.fl. I þeim dúr. Er nokkur mannilðar- eða félagshyggjustefna að baki þessum slagorðum? Nei, hér er aðeins átt viö það frelsi, sem felst I þvl að þeir sem aðstöðuna hafa megi hrifsa til sin sem mest af gæðum llfsins á kostnað þeirra sem minna mega sin, e.k. frumskógafrelsi þess sterka til að éta þann veika. Kaupmenn halda þvi t.d. fram, að veröi verzlunarálagn- ing gefin frjáls muni það lækka vöruverðið. Við höfum dæmi um slika „frjálsa” álagningu. Þaö er t.d. frjáls álagning á leik- föngum, álagning á þá vöru þjá kaupmönnum er algeng um 200%. Verzlun meö fasteignir er einnig frjáls og algengur verð- munur á ibúðum, sem byggðar eruá félagslegum grundvelliog Ibúðum á „frjálsum markaöi” er 3-6 milljónir króna. Fast- eignabraskarinn hefur sem sagt „frelsi” til að leggja slikar drápsklyfjar á herðar hverrar alþýðufjölskyldu, sem hættir sér Ut á hinn „frjálsa markað” til að eignast þak yfir höfuöið. Hver þjóö er talin á háu menningar stigi, sem gerir öll- um þegnum sinum jafn hátt undir höfði varöandi t.d. aö leita sér læknishjálpar, hælisvistar, umönnunar aldraöra og jafn- réttis til menntunar. Ekki hefur þetta fengist átakalaust frekar en annaö, sem alþýðan hefur þurft aö sækja I greipar auöstéttarinnar öll samneysla er mikill þyrn- ir I auga þeirra rlku, sem þeir viljahelst afgreiöa meö orðtak- inu: „Hver hugsi um sig og fjandinn hirði hina.” Margar patentlausnir þykist auðstéttin hafa til lausnar efna- hagsvanda þjóöarinnar. Ungir pabbadrengir úr forréttinda- stéttætla sér nú að leysa vand- ann undir kjörorðinu: „Báknið burt”. Að þeirra mati er fram- lag þess opinbera til samneysl- unnar undirrót alls þess, sem aflaga fer i efnahagslifi okkar og þvi verði að skera hana nið- ur. Það á sem sagt að hverfa aftur til fortiöarinnar til þeirra tlma er það voru forréttindi hinna riku að mennta börn sin og leita sér læknishjálpar. Eitt af lausnaroröunum er er- lend stóriðja. Ráöist var I gifur- legar virkjunarframkvæmdir, fyrir erlent lánsfé og af svo miklu ofurkappiog forsjárleysi, að við erum orðin að almennu athlægium allan heim (Krafla). Hvernig hefur svo erlend stór- iðja leyst efnahagsvanda okk- ar? Ef við, tökum t.d. Alverið I Straumsvlk ér framleiösla þess frá áramótum til september- loka I ár aö útflutningsverðmæti rúml. 11 milljaröar kr. en þar dregst frá innflutningur á sUráli fyrir um 7 milljaröa þannig að útkoman er rúmir 4 milljaröar kr. A sama tlma er útflutnings- verömæti mjöls- og lýsisfram- leiðslu okkar rúml. 15.5 millj- aröar. Þetta segir þó ekki alla söguna, landsmenn þurfa að borga með þeirri raforku sem álveriö notar með mun hærra orkuverði til neytenda en þekk- ist annarstaöar frá sambærileg- um orkugjöfum og vinnsla hrá- efnisins er okkur algerlega óviðkomandi. Afturámóti greiöa fiskimjölsverksmiðjurn- ar raforku slna fullu verði og öflun hráefnis til þeirra er sjó- mönnum okkar drjúg tekjulind. Þegarþessi rikisstjórn tók við völdum var þvi lofaö hátiðlega að kveða niður veröbólguna og ráða bót á efnahagsvanda þjóðarinnar, enda nú sestir i valdastólana fjármálaséni á heimsmælikvarða. Efndirnar eru þó þær, að veröbólgan hefur slegið öll fyrri met og erlend skuldasöfnun svo gifurleg, að rætt er um það á opinberum vettvangi erlendis aö Island sé gjaldþrota. 33. þing ASI gaf þessari rikis- stjórn þau ágætu heilræði aö segja af sér hið bráðasta og ætti hún nú að hlita góðra manna ráðum, það væri sú eina lausn, sem hægt væri aö byggja ein- hverjar vonir á. Af nýjum bókum Ferilorð Nýjasta ljóðabók Jóhanns S. Hannessonar nefnist „Feril- orö”. Ljóöin sem hún hefur aö geymaeruortá20 ára timabili, þ.e. frá 1956 — ’75. A bókarkápu segir, aö sam- eiginleg eihkenni þeirra séu myndrlkur stlll, samanþjöppun efnisins og skynsamleg svart- sýni á lifiö og tilveruna. Ljóðin séu i senn sérstæð og fjölbreytileg, sum hörð og misk- unnarlaus, önnur ljóðræn og mild og ávallt áhrifamikil. Bókin er gefin út af Almenna bókafélaginu. Hún er 52 blaðslö- ur að stærö og frágangur hennar allur vandaöur og vel úr garði gerður. Sól ris i Vestri — Noröur er nú uppeftir, suður niöreftir. Austur er til hægri og vestur til vinstri. Svo er jafnvel komiö, að sól rls i vestri, — segir á bókarkápu nýjustu bókar Gretu Sigfúsdóttur , „Sól ris I vestri”. Þannig lýsir höfundur siðgæðis- vitund okkar. Hún sýnir okkur stéttamismun og segir frá vafa- sömum viðskiptaháttum, póli- tizkum loddaraleik og siðspillingu sem nær hámarki 1 kynvillu og morði, frömduileitaö afþreyingu einni saman. Gréta gefur lesendum sinum viömiöun i einni heilbrigöri per- sónu, svo þeir megi halda áttum. Súerheiövirð alþýðukona, eðlileg á allan hátt. Hún hefur sfnar kenndir og sina drauma. Hið átakanlega er, að hún fæðir af sér leiksoppa spillingarinnar. J ALFRÆÐI l MENNIN G ARS JOÐS YTARLEGT, FRÆÐANDI OG MYNDSKREYTT BRAUTRYÐJENDAVERK Þessar bækur eru komnar: Bókmenntir Stjörnufræði — rúmfræði íslenzkt skáldatal I —II íslandssaga I Hagfræði íþróttir I —II NÚ ERU TVÖ NÝ BINDI KOMIN ÚT ÍSLANDSSAGA II eftir Einar Laxness menntaskólakennara TÓNMENNTIR I eftir dr. Hallgrim 1 lelgason. OMISSANDI UPPSLÁTTARRIT BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.