Alþýðublaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 5. janúar 1978 MaoM 5- 1 l alþýðu- ÍJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðármaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aösetur ritstjórnar er I Siðumóla 11, sími 81866. Kvöldsími fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónur I lausasölu. Kommúnisminn og jafnaöarstefnan Frá upphafi hefur einn höfuðandstæðingur jafn- aðarmanna um heim allan verið kommúnism- inn. í þeim efnum hafa þeir lagt að jöf nu auðvald og kommúnisma, einræði og kúgun. Hér á landi hafa jafnaðarmenn og kommúnistar marga hildi háð, enda hafa kommún- istar hvað eftir annað reynt að brjóta niður og eyðileggja starf Alþýðu- flokksins. Ekki er langt siðan, að Ragnar Arn- alds, fyrrverandi for- maður Alþýðubandalags- ins ítrekaði þessa stefnu með yfirlýsingu um það, að eitt megin hlutverk bandalagsins væri að koma Alþýðuflokknum á kné. Jafnaðarmenn hafa ávallt barizt gegn bylt- ingaráformum kommún- ista og því kommún- istíska einræði, sem þeir boða. Jaf naðarstef nan felur í sér hugsjónir lýð- ræðis og félagshyggju, og getur þvi aldrei átt sam- leið með kommúnisma. Lýðræðishugsjónin er jafnaðarmönnum heilög, en kommúnistum er ami að henni. AAeð lýðræði er áttvið réttallra manna til þátttöku á ákvörðunum, sem varða þá sjálfa sem félaga í stórri heild. Forsenda sliks lýðræðis er f relsi manna til orðs og æðis. AAeð þessu er stað- fest óbrúanlegt bil á milli lýðræðis sósíalista, jafn- aðarmanna, annars veg- ar og kommúnista hins vegar. Það er þess vegna að stefnuskrá Alþýðuflokks- ins hefst á þeirri yfirlýs- ingu, að ,,jafnaðarstefn- an berst f yrir f relsi, jafn- rétti og bræðralagi, gegn einræði, kúgun, auðvaldi og kommúnisma." Jafn- aðarmenn, sem kjósa lýð- ræði og félagshyggju um- fram allt, neita þeim ómanneskjulegu aðferð- um kommúnismans að fella einstaklingana inn í kerfi, sem fámennar miðstjórnarklíkur sveigja og beygja að eigin geðþótta. Jafnaðarmenn afneita því kerfi, sem heftir skoðanaf relsi, fundafrelsi, málfrelsi og frelsi mannsandans yfir- leitt. Á Vesturlöndum hafa jafnvel kommúnistar sjálfir hafnað leiðsögn AAoskvu-faldsins, a.m.k. í orði. Þeir hafa róið á ný pólitísk mið í leit að stefnu. Úr hefur orðið í Frakklandi, á ítaliu og Spáni hinn svokallaði Evrópukommúnismi. AAörgum hefur reynzt erfitt að skilgreina þetta fyrirbæri og óttast, að kommúnistar hafi klæðst enn einum grimubún- ingnum. Aðrir telja, að um sé að ræða raunveru- legt fráhvarf frá kommúnismanum til hins lýðræðislega sósíalisma, jaf naðarstef nunnar. Gagnvart f ráhvarfs-hug- myndinni hafa jafnaðar- menn um heim allan ver- ið mjög á varðbergi, enda hefur reynslan kennt þeim að treysta kommún- istum varlega. Hið íslenzka Alþýðubandalag hefur gælt við Evrópukommún- ismann að undanförnu. Ostöðugleikinn í stefnu þess f lokks kemur fram í sifelldri leit, tilraunum til að ná fótfestu á pólitíska sviðinu. Á síðasta lands- fundi bandalagsins urðu þó háværar raddirnar, sem köfðust þess, að haldið yrði fast við gömlu AAoskvulínuna. AAennirnir á Þjóðviljanum voru gagnrýndir fyrir neikvæða afstöðu gagn- vart Sovétríkjunum. En hvað segja nú gömlu AAoskvu-g jallarhornin, þegar varaformaður f lokksins lýsir yf ir því, að hin eina sanna stjórnmálastefna sé jafn- aðarstefnan? Hann fær liklega á baukinn. Ef menn gaumgæfa nú pólitíska stöðu Alþýðubandalagsins og stefnu þess, verður Ijóst, að hún er þrískipt. Hinir hörðustu i hópi ungu mannanna og gömlu AAoskvu-sinnarnir vilja berjast fyrir ómenguðum kommúnisma. Ragnar Arnalds og hans stuðn- ingsmenn reyna að aðlaga flokkinn Evrópu- kommúnismanum og svo kemur varaformaður flokksins, Kjartan Ólafs- son, sem bregður fyrir sig jaf naðarstef nunni í blekkingarskyni. Hvert liggur svo leiðin úr þess- um þríhyrningi? Þegar rætt er um bar- áttu jafnaðarmanna og kommúnista má ekki gleyma þvi hlutverki, sem Sjálfstæðisf lokkur- inn lék í eina tíð, en hef ur væntanlega horfið frá. Á bak við tjöldin studdi hann kommúnista i þeim einum tilgangi að draga úr viðgangi jafnaðar- stefnunnar. Hinir þröng- sýnni menn í Sjálfstæðis- flokknum töldu skynsam- legra, að hér á landi starfaði lítill kommún- istaflokkur í stað öflugs jaf naðarmannaf lokks. AAeðal annars þessi af- staða hef ur valdið því, að kommúnistar hafa getað brugðið yfir sig huliðshjálmi og blekkt fólk til fylgilags við sig. Þessi þróun varð til þess að launþegasamtökin í landinu hafa ekki orðið það volduga afl, sem þeim ber að vera. En ýmis teikn eru nú á lofti, sem benda til meiri sam- stöðu launþega á pólitísku og faglegu sviði. Vonandi á jafnaðarstefnan eftir að hljóta þann sess í islenzku samfélagi, sem henni ber. íslenzkt þjóð- félag hefur ekkert við kommúnista að gera. Stefna þeirra brýtur í bága við alla beztu eigin- leika og einkenni íslenzku þjóðarinnar. —ÁG UR YMSUM ÁTTUM Nýr sendiherrabú- staður á Park Avenue, fyrir 210 þúsund dollara Eitt teppi og hálfar sjúkra- börur Guðjón Petersen skrifar kjall- aragrein í Dagblaðið i gær. t grein sinni getur Guðjón um upphaf Almannavarna árið 1962. Þá horfði illa fyrir heims- friðinum vegna Kúbudeilunnar. tslenzk stjórnvöld sáu að enginn viðbúnaður var til i landinu til varnar ibúunum ef til átaka kynni að draga. Þá voru Almannavarnir sett- ar á laggirnar. Guðjón getur þess, að vel hafi verið gert við þessa starfsemi i upphafi og ef sama hlutfalli af rikisútgjöldum hefði á ári hverju verið varið til fyrirtækisins og gert var árið 1962 stæðum við tslendingar nú uppi með fullkomið almanna- varna kerfi, sem mætt gæti hernaöarátökum með meira ör- yggi fyrir ibúa landsins en nú er. Það liðu nefnilega ekki nema fimm ár frá upphafi Almanna- varna. þar til þeim aðilum sem með völdin fara i þessu þjóð- félagi þótti nóg að gert og skáru starfsemina niður við trog. Guðjón getur um framlag rikissjóðs til Almannavarna i héruðum landsins á þessu ný- byrjaða fjárhagsári. Vonandi hafa hinir djúpvitru alþingis- menn verið ánægðir þegar þeir risu upp eftir að hafa úthlutað rétt rúmum 1400 þúsundum til starfseminnar. Guðjón Peter- sen segir, að sé þessu framlagi skipt jafnt niður á sveitarfélögin i landinu komi tæplega 6.500 krónur i hlut hvers og eins. Þetta þýðir að hverju sveitar- félagi er nú kleift að kaupa á ár- inu hvorki meira né minna en 1 teppi og 1/2 sjúkrabörur. Með þessi öryggistæki að vopni ætti hvert sveitarfélag að vera þess albúið að veita ibúum þá þjón- ustu sem nauðsynleg er á styrj- aldartimum, það hlýtur a.m.k. að vera álit stjórnarherrana. Ef svipaðir útreikningar eru við- hafðir kemur i ljós að hvert sveitarfélag er hvorki meira né minna en 61 ár að safna sér fyrir einni aðvörunarflautu. Almannavarnir rikisins fá' hins vegar i sinn hlut 3,5 milljónir króna til fram- kvæmda. Það þýðir að stofnunin gæti hugsanlega komið upp sambandstækjum af frumstæð- ustu gerð fyrir almannavarnar- stjórnir á Suðurlandi. Arið 1964 veitti rikið til al- mannavarna i landinu samtals 4 milljónum króna. Guðjón telur að sé miðað við að sama hlutfall af rikisútgjöldum hefði haldizt gegn um árin ætti framlagið i dag að vera 241 milljón. Slik fjárveiting þýddi að 900 þúsund kæmi i hlut hvers sveitarfélags i landinu. A einu til tveimur árum mætti þannig koma upp fullkomnu viðvör- unarkerfi i öllum bæjum lands- ins auk fullkomins upplýsinga- og viðvörunarkerfis er spannaði alla kaupstaði og kauptún landsins. Það er nú svo. En meðan rikið sér ekki ástæðu til að veita meiru fjármagni til almanna- varna i héruðum landsins en sem svarar til 1 teppis og helm- ings af einum sjúkrabörum þá skulum við vona að ekki dragi til þeirra tiðinda á þessari jörð að þörf verði fyrir neyðarútbún- að. En hvað nú ef svo færi að sú þörf yrði fyrir hendi. Þá finnast vonandi einhversstaðar 60 börur og teppi fyrir þingliðið. ES í fjárlögum ársins 1978 er að finna heimild til handa utanrikisráðu- neytinu, til að festa kaup á nýjum sendiherra- bústað i New York á Park Avenue. Til þessa verður tekið lán til tiu ára, að upphæð 210.000 dollarar, auk þess sem andvirði gamla bústað- arins rennur til kaupanna. Hörður Helgason hjá utanrikis- ráðuneytinu sagði blaðamanni að gamli bústaðurinn, sem stendur i Bronxwille, sé orðinn afar óhent- ugur. Komi þar til að húsið þarfn- ist gagngerra endurbóta, sem stórfé myndi kosta, til dæmis vilji flæða vatn um allan kjallara þess i rigningum og margt fleira sé úr sér gengið. Bústaðurinn i Bronx er einnig langt frá miðborginni og er þangað um fjörutiu og fimm til klukkutima ferð með lest, auk þess sem fólki gengur misjafn- lega að hafa uppi á heimkynni sendiherrans á þessum stað. Hið nýja húsnæði er stór ibúð i fjölbýlishúsi á Man'hattaná Park Avenue, sem fyrr segir, og er ó- talið það hagræði sem sendiherr- anum er að þvi að vera. svo nærri höfuðstöövum Sameinuðu þjóðanna, en hann er fasta- fulltrúi íslands þar, þá þrjá mán- uði sem allsherjarþingið stendur. 1 Sendiherra Islands og fasta- fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum nú, er Tómas A. Tómasson. AM.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.