Alþýðublaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 12
alþýðu
blaöið
Útgefandi Alþýöuflokkurinn
j Ritstjórn Alþýöublaösins er aö Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
i Hverfisgötu 10, slmi 14906 — Áskriftarsimi 14900.
FIMMTUDAGUR
5. JANÚAR 1978
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍU:
„ALLT I LAUSU
LOFTI ENN ÞA”
— óskiljanlegt ad veita dönskum bát
heimild til loðnuveida
,,Ég get ekkert sagt
um okkar mál i dag,
þvi ég veit ekkert um
það hvað verður. Þetta
er allt i lausu lofti og
við vitum ekkert um
fiskverð, jloðnuverð,
eða yfirleitt það sem
okkur verður gert að
lifa við, þannig að við
getum engu spáð, sagði
Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri
Landssambands
íslenskra útvegs-
manna, i viðtali við
Alþýðublaðið i gær, en
blaðið hafði snúið sér
til hans til að forvitnast
um framtiðarhorfur.
— Það er talið að við megum
veiða milljón tonn af loðnu á
þessu ári, sagði Kristján
ennfremur, og ég fæ ekki séð að
okkur verði skotaskuld úr þvi,
miðað við þann flota og UtbUnað
sem við eigum. Samt sem áður
erdönskum bát,sem nýtur allra
réttinda hjá Efnahagsbandalagi
Evrópu, fleytir þar rjómann of-
an af og getur svo komið hingað
þegar eigendum og skipstjóra
hans þóknast, veitt heimild til
loðnuveiða hér. Slikan vilja
Alþingis Islendinga fáum við
ekki skilið. Færeyingarnir eru
annað mál og hægt að skilja
samninga við þá, en þetta keyr-
ir um þverbak.”
í trjágarðinum mynd — GEK
Nýr framkvæmda
stjóri SÍF
Friðrik Pálsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Sölu-
sambands íslenzkra fiskfram-
leiðenda frá og með 1. jan að
telja. Um leið lætur Helgi
Þórarinsson af starfinu, en hann
hefur gegnt þvi i 31 ár og hættir nú
að eigin ósk fyrir aldurs sakir.
Friðrik Páísson hefur verið
skrifstofustjóri SIF frá árinu
1974.
Kona hverfur
við Þjórsá
Leitað án árangurs í
fyrrakvöld og gærdag
i fyrrakvöld og í gærdag
var leitað konu úr Garða-
bæ, sem vart hafði orðið
við á þriðjudag á ferð i bíl
nærri Þjórsá, en þar hafði
fólk í næstu byggð séð
ástæðu til að forvitnast um
ferðir hennar.
Konan mun hafa setið i bil sin-
Herflug
eykstí
sífellu
A siðasta ári fóru
samtals 37.958 flugvélar
um íslenzka flug-
stjórnarsvæðið, og er þá
miðað við alþjóðlega
flugumferð. Flestar
vélarnar eru að sjálf-
sögðu farþegaflugvélar,
eða 26.705 farþegaþotur
og 2.683 farþegaskrúfu-
vélar. Samtals er far-
þegaflugið því 77,4
prósent af öllu flugi um
f lugstjórnarsvæðið.
Þetta kemur fram i skýrslu
flugmálastjórnar um flugum-
ferð á siðasta ári. En þar kem-
ur einnig fram athyglisvert
atriði. Fe.óum herflugvéla
hefur fjölgað um hátt i tiu
prósent á árinu. Slikar vélar
hafa verið 8.570 sinnum á ferð-
inni á islenzka flugstjórnar-
svæðinu, en þaðer 22,6 prósent
allrar umferðar um svæðið.
Hvað þessar ferðir herflug-
véla snertir kemur þróun tim-
ans einnig vel iljós. Þar hefur
ferðum her-skrúfuvéla fækkað
um 0,3 prósent, en herþotum
aftur á móti fjölgað um 9,1
prósent.
—hm
um, þegar hún fyrst var innt eftir
hvort hún þarfnaðist liðsinnis,
sem hún kvað ekki vera, en sagð-
ist ætla heim að Þjórsártúni. Sið-
ar mun fólk þaðan hafa fundið
hana að máli og boðið aðstoð sina,
sem konan hafnaði þvi og sagðist
vera að hvila sig. Þegar næst var
að gætt var hún horfin úr bilnum.
Þjóðminjasafn Islands hefur
sett upp sýningu i Bogasal um
islenzka kirkjulist frá siöari öld-
um. Er hér einkum um að ræða
altaristöflur og aðra málaða
kirkjugripi bæði eftir nafngreinda
ogóþekkta islenzka listamenn og
í Reykjavik eru nú 75
manns atvinnulausir og
njóta atvinnuleysisbóta,
að sögn Óskars Frið-
rikssonar hjá Ráðn-
ingarskrifstofu Reykja-
vikur. Á þeirri skrifstofu
eru á skrá 60 karlmenn
um þessar mundir og 25
konur, og eru þessar töl-
ur svipaðar og á sama
tima i fyrra, en þá 4.
janúar 1977 voru karlar
66, en konur 35.
Af þeim 60 körlum, sem nú eru
á skrá hjá Ráðningarskrifstof-
unni eru 32 vörubllstjórar úr
Leit var skjótt hafin og tóku
þátt i henni menn úr björgunar-
flokkum á Hvolsvelli og Hellu.
Sagði Sveinn Isleifsson, hjá lög-
reglu á Hvolsvelli, að á þriðju-
dagskvöldið hefðu leitað um það
bil 60 manns, en um 30 fram til
klukkan 14 i gærdag. Leitin bar
ekki árangur og er ekki talið lik-
legt að frekari leit beri árangur,
fyrr en veðrátta batnar. Ráögert
var að fá aðstoð flugvélar við leit-
ina, en veður hamlaði að úr þvi
gæti orðið.
Frá Urriðafossi, sem er hálfan
annan kilómeter frá brúnni er áin
nú samfellt ishröngl alit til sjávar
og óárennilegt vatnsfall.
hafa margir þessir hlutir ekki
verið sýndir i safninu fyrr.
Sýningin verður opin á
venjulegum opnunartima safns-
ins næstu tvo mánuði. Aðgangur
er ókeypis.
Þrótti og njóta þar af tiu atvinnu-
leysisbóta. Enn eru skráðir 14
verkamenn, 3 verzlunarmenn, 2
sjómenn, 2 húsasm., 2 iðnverka-
menn, 1 prentari, 1 hljóöfæraleik-
ari, 1 múrari. Kraiur eru 25 á
skrá, flestar verkakonur, eða 12
og 5 verzlunarkonur.
Óskar sagði að hér ræddi að
mestu um fullorðið fólk, sem ekki
gæti vegna ýmiss heilsubrests
stundaö nema sérstök störf. Nú
eftir áramótin hefðu all margir
karlar bæzt á skrá, vegna
uppsagna Breiðholts h.f., sem þá
hafði lokið ýmsum framkvæmd-
um sinum.
Atvinnuástand kvað óskar
þannig verða að teljast gott um
þessar mundir og að þessi fjöldi
gæti ekki -kallast á neinn hátt
óeðlilegur i borg á stærð við
Reykjavik.
AM
AM
íslenzk kirkjulist
í Þjódminjasafninu
75 manns njóta
atvinnuleysibóta
í Reykjavík nú