Alþýðublaðið - 05.01.1978, Side 10
10
Fimmtudagur 5. janúar 1978
Fengu of mikið
af vinsældunum
— Dvölin í Ástralíu var
skelfileg. Viö máttum
ekki fara út og urðum að
hafast við allan tímann
inni á hótelherbergjun-
um. Við slíkar aðstæður
kemur bezt i Ijós hve gott
er að búa í Svíþjóð. Hér
getum við farið um allt,
eins og við viljum. Eng-
inn skiptir sér af okkur,
þegar við erum við
innkaup eða á gangi á
götu. Og það er mikils
virði.
Þannig sagðist Annifrid
Lyngstad frá i viðtali við
sænska sjónvarpið. Orsökin var
þó ekki að hún fagnaði ekki
velgengni hljómsveitarinnar i
Astraliu, en of mikið má af öllu
fá. Sjónvarpsmenn spurðu hvort
ABBA hefði ef til vill ákveðið að
hætta öllum hljómleikaferðum,
þvi það hefði ekki verið svo
óeðlilegt. Bitlarnir héldu sina
siðustu opinberu hljómleika
1966, þar sem þeir voru orðnir
uppgefnir á öllu umstanginu og
tekið að bresta i innviðum hóps-
ins.
— Við höfum engin áform um
næstu verkefni. Ekki heldur i þá
átt að fara ekki i fleiri
hljómleikaferðir. Um þessar
mundir viljum við helzt halda
kyrru fyrir i Sviþjóð og hugleiða
málið, segir Benny Anderson.
Ein af orsökum þess að ABBA
hefur hljótt um sig um þessar
mundir, er barneign Agnetu
F<skog. Fyrir fjórum árum
eignaðist hún dótturina Lindu
og munaði minnstu að fæðingar-
daginn bæri að i miðri keppni,
þegar valin var hljómsveit frá
Sviþjóð til að senda á Melodi
Grand Prix keppnina, ári áður
en þau skutust upp á stjörnu-
heimininn með laginu
„Waterloo”.
En sem uppbót á það hve
hljótt þau fjögur hafa um sig nú,
er nú komin á markaðinn fyrsta
kvikmyndin um ABBA, „ABBA
— the movie.” Ætlunin var i
fyrstu að gera aðeins nokkrar
myndatökur i Astraliu til einka-
nota, en síðar urðu þau ásátt um
ásamt leikstjóranum, Lasse
Hallström, að myndirnar gætu
orðið efni i ágæta sjónvarps-
þætti. Loks var ákveðiö að gera
heila kvikmynd.
Myndin er um ABBA og leikin
af þeim á hljómleikaferð þeirra
i Astraliu. Söguþráðurinn er um
örvæntingarfullan plötusnúð,
sem á að hafa viðtal við hópinn,
en mistekst i sifellu. Loks tekst
þeim Agnetu Faltskog og Anni-
Frid Lyngstad að ringla hinn
vonglaða unga mann fullkom-
lega. Hann heitir Roy Hoges.
Tónlistin situr i fyrirrúmi og i
myndinni eru fimm ný lög, auk
15 eldri. Hljómleikaskráin litur
þannig út:
„Please, change your mind,”
„Tiger,” „SOS”, „Money,
Money”, He’s your brother”,
„Intermezzo”, „Waterloo”,.
„Fernando”, „Dancing
Queen”, „So long”, „Eagle”
(nýtt), „Mama mia”, „Rock
me”, „Name of the game”,
(nýtt) „Ring, ring”, „Why did it
have to be me”, „When I kissed.
the teacher”, „Carousel”
(nýtt), „Marionette” (nýtt) og
„Thank you for the music”
(nýtt). Myndin var frumsýnd á
öllum Norðurlöndunum sam-
timis.
Kostnaður við þessa mynd
var ekki mjög mikill. Gerð
hennar mun hafa kostað um það
bil 3 milljónir danskra króna og
verði vinsældir hennar jafn
miklar og ástæða þykir til að
ætla, ættu tekjur af henni að
verða um það bil 65 milljónir
danskra króna.
Ekki er það þó föst regla að
kvikmyndir frægra hljómsveita
„slái i gegn.” „A hard days
night,” og „Help”, með Bitlun-
um gekk þokkalega, en „Slade
in flame,” „Jesus Crist
Superstar,” „Rocky horror
show” og „Hair,” misstu hins
vegar marks.
Hins vegar er öruggt að plat-
an sem kom á markað nú fyrir
jólin, — „ABBA, — the album,”
heitir hún, mun gefa góðan
árangur, hvað peningahliðina
snertir. Áður en hún kom út
höfðu verið pöntuð af henni 160
þúsund eintök i Danmörk einni,
en á henni má heyra hin fimm
nýju lög úr kvikmyndinni, með-
al annara. ABBA á met i plötu-
sölu i Danmörku. „Arrival,”
hefur selst þar i 325 þúsund
eintökum, en af henni höfðu áð-
ur en hún kom á markað verið
pöntuð aðeins 90 þúsund.
Það hefur tekið ABBA um það
bil eitt ár að koma frá sér kvik-
myndinni og þessari nýju plötu
og nú snúa Björn og Agneta sér
að nýja erfingjanum, en Benny
og Frida eru farin i fri til
Ameriku.
(Þýtt úr Aktuelt)
Laus staða
Staða fræðslustjóra i Norðurlandsumdæmi eystra
samkvæmt lögum nr. 63/1974. um grunnskóla, er iaus til
umsóknar.
Laun samkvæmt iaunakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
sendist menntamáiaráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k.
Menntamálaráðuneytið, 3. janúar 1978.
Laus staða
Lektorsstaða i iögfræði við lagadeild Háskóla Islands er
laus til umsóknar. Fyrirhuguð aðaikennsiugrein er
stjórnarfarsréttur.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k.
Umsóknum skulu fylgja itarlegar upplýsingar um rit-
smiðarog rannsóknir,svo og námsferil og störf, og skuiu
þær sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik.
Menntamáiaráðuneytið, 3. janúar 1978.
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur
óskar að ráða tvo hjúkrunarfræðinga við
heimahjúkrun. önnur staðan er deildar-
stjórastaða.
Umsóknum sé skilað fyrir 12. janúar n.k.
til hjúkrunarframkvæmdastjóra, sem
jafnframt gefur nánari upplýsingar.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Rannsóknarstarf
Rannsóknarstofa Búvörudeildar óskar að
ráða strax meinatækni, eða starfskraft
með sambærilega menntun, til gerlarann-
sókna og efnamælinga.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra, sem
gefur nánari upplýsingar.
Flugleidir 7
of seinir, en annars vorum við
alltaf á réttum tfma.
En þeir sem stóöu aö þessum
flutningum voru mjög ánægöir
meö okkar verk. Þeir kölluöu
okkur á sinn fund einu sinni og
voru eiginlega aö biöja okkur aö
hjálpa hinum, sem voru síöastir.
Þessu félagi sem fór 24 feröir
meöan viöfórum 36. Spuröu hvort
viö gætum ekki reynt aö „peppa”
þá svolitiö upp og sýna þeim
hvernig ætti aö gera þessa hluti.
— úr því þetta gekk allt svona
ósköp vel, hafiö þið þá ekki áhuga
á að bjóða i svona fiug aftur?
— Jú, jú, viö reynum þaö aftur.
En þarna er mjög hörö sam-
keppni og sannleikurinn er sá, aö
þeir sem eru meö breiöþotur eru
iátnir ganga fyrir þarna niöur
frá. Þarna voru nokkur flugfélög
meö DC-10 og þau gengu beint inn
i verkiö.
— Eftir hverju er borgað fyrir
svona flutninga?
— 1 Nigerlu er borgaö visst á
manninn, en í Alsir visst á flug-
stund vélarinnar. Alsirbúarnir
borga lika allt eldsneyti, þeir eru
oliuframleiösluþjóö og eru meö
alls konar skilyröi I sambandi viö
það. Taka eins mikiö eldsneyti og
hægt er I Alsir og eins lítiö og
hægt er i Jeddah. 1 Nigeriu borg-
um við hins vegar allt sjálfir,
nema hvaö þeir borga afgreiöslu-
gjöld.
— Nú ert þú aö fara að gera upp
vegna þessar fiutninga. Not-
arðu þá ekki tækifærið og sækir
um fyrir næsta haust?
— Nei, þaö er ekki hægt. Þeir
auglýsa þetta I blöðum I Bretlandi
og Nlgerlu, og þegar þær auglýs-
ingar hafa birzt, sendir maður inn
tilboö. Þetta er semsagt boöiö út á
heimsmarkaöi.
En, eins og ég sagöi áöan, við
reynum auövitaö aftur.
-hm
Auglýsinga-
síminn er
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
L J
14906
Vertu ánægð að hafa ckki ökuskirteinið, annars hefði ég
tekið það af þér.