Alþýðublaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. janúar 1978
5
mRm'
í skugganum
Ekki get ég fallizt á fullyrö-
ingu f leikskrá ad Birgir Sig-
urðsson hafi skapað „heilsteypt
listaverk” með leikriti sfnu um
Skáld-Rósu, en fellst glaður á
„skáldleg tilþrif” og vist teflir
höfundur fram mörgum minnis-
stæöum persónum. Skáld-Rósa,
leikritið sem frumsýnt var 29.
desember, er i minum huga
mest verk svipmynda, nánast
handrit til kvikmyndunar og
sannar enn einu sinni snilld
þeirra manna sem koma þvl
fyrir á litlu sviði. Skiptingar
margar bera gott vitni starfs-
mönnum sviðsins og hug-
myndaauðgi Steinþórs Sigurðs-
sonar. Skiptingar allar fóru
fram hratt-og hljóðlega.
En Skáld-Rósá stendur enn
eftir, umvafin sömu hulu og áö-
ur, enda skildi hiin fátt eftir þá
hún lézt, nema fleygar lausavis-
ur og ljóðabréf til Natans
Ketilssonar, önnur kynni dóu
jafnóðum með mönnum. Óráöin
stendur hún eftir i skugga
dáinna stunda, falleg vist,
greind vel og hagmælt, heit-
sinna og náttúrubarn og margt
hefði kannski öðruvisi farið ef
pillan hefði verið til á hennar
öldum.
Leikrit Birgis er heldur ekki
heimild um þjóölif, málfar eða
annað, gerist á losaralegum
timum, en eru ekki allir timar
losaralegir, kerfið I sibylju að
ógna frelsi einstaklingsins og sá
sem lifir augnablikið og leikur á
sinu lagi, er oft I horn rekinn.
Birgir Sigurösson er gott
leikskáld en einhvernveginn var
mér ofarlega i huga eftir frum-
sýningu að hér hefði ég séð visi
að góöu leikriti. Þessu verki
hugsaöur stærri bás, annaö
leikhús betur búið tækni,
.svipmyndir hafi ásótt skáldiö
ótt og titt og sú staðreynd, að
höfundur er að fást við persónur
sannsögulegar flestar og höföu
lifað og talað og dáið svo aö fast
er I heimildum, hlýtur að hafa
ráðiö töluverðu I gerðinni og
skert frelsi höfundar sem er að
vinna skáldverk en þykist ekki
vita merkingu heimildaskáld-
skapar. Persónur Birgis veröa
ekki heilsteyptar allar, ekki af-
gerandi hans hugarfóstur og
kemur þá enn að þvfj þær höföu
sumar lifaö, sumum blætt á báli,
aðrar höggvið leið sina I sögu-
stein. Mjög þótti mér vænleg
Ur
leikhúsinu
byrjun leiksins er gerist aö
Ketilsstöðum á Völlum snemma
á nitjándu öld. Sterkur persónu-
leiki var Páll i meðförum Þor-
steins Gunnarssonar, vel gerð
og stolt kona hans I leik Ásdisar
Skúladóttur. Þar á bæ kemur
fram Skáld-Rósa, leikin af
Ragnheiði Steindórsdöttur
ágætri og vaxandi leikkonu,
sem hér glimir við nokkra
skuggaveru, stórbrotna þó I
huga höfundar, en veiklundaöa
og lætur kúga sig andlega og
likamlega. Ragnheiður fetar
hófsemdarveg I leik sinum enda
oft vandi að túlka, þvi höfundur
byggir henni göngubraut mjóa
og oft óglögga. Þegar Natan
verður á vegi hennar verður
söguþráöurinn mjór og oft
brugðið á stemningar, mynd-
rænar, en Natan heldur ófinn
pappir, og hefði sjálfsagt nú á
dögum þótt gott hráefni fyrir
sálfræðing. Hann hefur. ekki
lagzt i mót með fjöldaníim, hlýt-
ur að hafa verið sterk manngerö
og haft yfir mönnum vald.
Harald G. Haraldsson notar i
leik sinum ýkt fas og stundum
um of, og hefur varla dugað til
staðreynda á þessum timum. Þó
erNatansigldurmaðurog hefur
kynnzt yfirborði mannlegrar
hegðunar erlendis, en mér
finnst á vanta innri kraft þessa
manns sem svo illa leikur Rósu
jafn sterk og sjálfstæð sem hún
hefur verið.
Þegar á liður leikinn verður
hann sundurlausari og oft eins
og gæti áhrifa frá öðrum
alþýðuleikjum islenzkum stund-
um vantaði bara músik og söng,
eins og i atriðinu úti skammt frá
Vatnsenda, þar sem varð ofaná
sýndarmennskan tóm i samtali
og leik þeirra Rósu og Natans.
Mér þykir ekki vel hafa tekizt
að sýna árahlaup Rósu I svo
mörgum stuttum brotum og án
verulegs samhengis.
Leikfélag Reykjavikur teflir
fram slnu bezta liði og gerir
hver svo vel sem hann á má,
undir góöri leikstjórn Jóns
Sigurbjörnssonar. Eftirminni-
legur er mér Sigurður Karlsson
i erfiðu hlutverki. Hann leikur
Ólaf mann Rósu. Mér hefur þðtt
ánægjulegt að fylgjast með
þroska Sigurðar á leiksviði og
hér gerir hann enn betur I hlut-
verki þessa kokkálaða manns,
sem má hlusta I dimmunni á
konu sina gefa bóndaréttinn og
er stundum á óskiljanlegan hátt
efnt til slfkra gjafastunda og
kemur þá gjafmildi Rósu eins
og skrattinn úr sauðaleggnum
og er ekkert forspil, ekkert i fari
hennar fyrr sem bendir til
óvenjulegrar vergirni.
Gleðilegt var að sjá Margréti
litlu örnólfsdóttur leika dóttur
Rósu af næmleik og þokka.
Mjög fannst mér vel til um
leik Steindórs Hjörleifssonar.
Hann er Asbjörn, vegmóður
gestur og auðnuleysingi, yfir
honum allt vonleysi alþýöu-
mannsins á þessum tima, yfir-
bragð allt með kyrru uppgjafar,
þegar guð er farinn eitthvaö
annað og alltaf að fæðast barn I
jötu á nýjan leik til þess eins aö
deyja hið fyrsta enda fátt um að
börn kæmust til einhvers leggs.
Mér finnst miður aö þykja svo
að Birgi hafi ekki tekizt aö
„taka tii leikrænnar krufningar
persónur á borð viö Vatnsenda-
Rósu og Natan Ketilsson, sem
löngu eru orðnar þjóðsagna-
persónur á tslandi og standa
þjóðinni ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum.” Það er svo sem
ekki nóg að setja slik orð I leik-
skrá. Skáld-Rósa er áfram I
skugganum.
Gleðilegt ár.
30. desember 1977
Ráðstefna Sfjórnunarfélagsins.
Um þjóðfélags-
leg markmið
og afkomu
íslendinga
Stjórnunarfélag tslands gengst
fyrir ráðstefnu um þjóðfélagsleg
markmið og afkomu tslendinga
dagana 12.-14. janiiar nk. að
Munaðarnesi. Aöalræöumenn
veröa dr. Guðmundur K.
Magnússon prófessor, dr. Gylfi
Þ. Gislason prófessor og alþm. og
Jónas H. Haralz bankastjóri.
A undanförnum árum hafa I ná-
grannalöndunum átt sér staö um-
ræður um ný og breytt markmiö
iönvæddra þjóða. Þannig sýnist
mörgum, að áherzlan hvili frem-
ur i jafnréttis- og öryggismark-
miðum er. hagvaxtarmarkmiðinu
sem hefur verið einkennandi fyrir
þessar þjóðir um árabil. Til-
gangur ráðstefnu SFI er að fjalla
um þjóðhagsleg markmið ís-
lendinga og áhrif þeirra á llfskjör
landsmanna.
Þrir aöalræöumenn veröa dr.
Gylfi Þ. Gislason sem flytur ræðu
um þjóðfélagsleg markmiö Is-
lendinga, Jónas H. Haralz sem
fjallar um spurninguna: „Er
hagvaxtarmarkmiðiö úrelt?” og
dr. Guðmundur K. Magnússon
sem ræðir um afkomu Islendinga
og stjórn efnahagsmála.
Þá verður sérstaklega á
ráöstefnunni rætt um stjórn efna-
hagsmála og stjórnun fyrirtækja
meö tilliti til afkomu þjóðarinnar.
Stuttar ræður um þessi efni flytja
Björn Friðfinnsson fjármála-
stjóri, Helgi Bergs bankastjóri,
Hörður Sigurgestsson fram-
kvæmdastjóri, Asmundur
Stefánsson hagfræöingur Davið
Sch. Thorsteinsson forstjóri, Er-
lendur Einarsson, forstjóri, Jón
Páll Halldórsson forstjóri,
Magnús Gústafsson forstjóri og
Þröstur ólafsson framkvæmda-
stjóri. Umræðuhópar munu ræða
afmarkaða þætti efnisins, en
ráðstefnunni lýturmeð pallborðs-
umræöum.
Sérstök ferð verður frá Um-
feröarmiðstöðinni og þátttak-
endur búa I húsum BSRB að
Munaðarnesi. Ráöstefnan er opin
öllum áhugamönnum um efnið.
Hún hefst á fimmtudagskvöldi og
stendur fram á miðjan laugar-
dag.
Allar nánari upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu Stjórnunar-
félagsins.
Hitablásarar
úrvals þýskir hitablásarar, 3stærðír.
Hitaafköst 22-75 þús. kcal./h.
Byggingavörur
Sambandsins
Suóurlandsbraut 32 Simar82033 82180
AUGLYSINGASTOFA