Alþýðublaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 7. janúar 1978 iffiffi1'
Fundur í Sjómannafélagi ísfirðinga:
Tekjurýrnun sjómanna vegna
verndunaraðgerða verði baett
//Við viljum benda á, að
þótt verndunaraðgerðir
komi til með að hafa áhrif
á efnahagslif þjóðarinnar i
heild, eru það fyrst og
fremst starfandi sjómenn,
sem taka stærsta skellinn.
Fyrirsjáanleg tekjurýrnun
verði bætt i formi skatta-
ívilnanna, eða á annan
hátt, i samráði við sjó-
mannastéttina". Þetta er
úr hinni fyrstu af fimm
ályktunum sem samþykkt-
ar voru á fundi sem hald-
inn var í Sjómannafélagi
isfirðinga sunnudaginn 26.
des. sl. Ályktanir þessar
voru gerðar vegna þess að
fundurinn taldi fyrirsjáan-
legt að aðgerðir i fisk-
verndunarmá lum muni
þýða verulega kjaraskerð-
ingu sjómönnum til handa.
I
i»
Ef eitthvað þarf að ííma
þá límir UHU allt
H.A. TULINIUS
HEILDVERZLUN
Innritun
þessa viku
Nýjustu táningadansarnir
eru BEAT BOY, BULB
og fl.
Kenndir verða:
BARNADANSAR (yngst 2ja ára)
TÁNINGADANSAR
JAZZ DANS
STEPP ;
SAMKVÆMISPANSAR
GÖMLU DANSARNIR
(hjóna og einstaklingsflokkar)
TJtJTT OG ROKK.
Kennsla
fer fram í:
Reykjavík
Hafnarfirði
Kópavogi
Hvolsvelli
Hellu
Akranesi
Vestmannaeyjum
Z1AN3
. og mnritun
í símum 52996
frá kl. 1-6 og
84750 frá
kl. 10-12 og 1-7
DAIMSKEIMIMARASAMBAIMD ISLANDS %
Fundurinn lýsti yfir stuðningi
við fiskverndunaraðgerðir undir
yfirstjórn stjórnvalda, en i sam-
vinnu við sjómenn útgerðarmenn
og fiskifræðinga.
Sérstaklega er tekið fram, að
fyirhugaðar veiðitakmarkanir og
veiðistöðvanir verði framkvæmd-
ar meira i samráði við sjómenn
sjálfa með tilliti til stöðvunartima
veiða. Fundurinn bendir á að al-
gjör veiðistöðvun getur i sumum
tilfellum verið betri lausn en
timabundnar veiðitakmarkanir,
sem gefa sjómönnum og/eða út-
gerð litið eða ekkert i aðra hönd.
Lýst var yfir andstöðu við fyrir-
hugaðar veiðiivilnanir til handa
útlendingum þar sem við munum
ekki aflögufærir með þorsk til
annarra þjóða.
Afstaða sjávarútvegsráðherra
til flotvörpuveiða naut stuðnings
fundarmanna, enda sé sú veiðiað-
ferð hagkvæmust og skili jafnan
bezta hráefninu.
Fundurinnályktaði að ákvörðun
fiskverðs hefði átt að liggja fyrir
eigi siðar en 1. janúar 1978 eins
og gert sé ráð fyrir i lögum.
Þá segir i ályktuninni: „Þar
sem þorskverð hefur verið
óbreytt siðan 30. júni sl. er það
krafa sjómanna að annarleg rök-
semdafærsla ýmissa hagsmuna-
aðila fiskiðnaðarins verði eigi
höfð að leiðarljósi við ákvörðun
fiskverðs. Við viljum i þvi sam-
bandi benda á að hallarekstur
fiskvinnslustöðva i vissum lands-
hlutum er óumdeilanlega fyrst og
fremst rakin til óstjórnar og ó-
hagkvæmni i rekstri, en ekki að
hlutur hins starfandi sjómanns sé
of mikill.
Ályktanirnar voru allar sam-
þykktar samhljóða.
— ES
Meirihluti póstsendinga með
póstnúmerum
4-5% póstsend
inga frá ein-
staklingum
„Póstnúmer á allan
póst", var aðalslagorð
Póst- og símamálastjórn-
arinnar á siðasta ári, en
póstnúmer voru formlega
tekin í notkun hér á landi
30. marz 1977. Þá var áætl-
aðað60-70% allra sendinga
þyrftu að vera með full-
kominni póstáritun til þess
að póstnúmerakerfið kæmi
að fullum notum.
Dagana 15.-25. nóvember var
gerð könnun á almennum póst-
sendingum í Reykjavik, og kom i
ljós að póstnúmer voru tilgreind á
54.3% sendinganna. Segir i frétt
frá Póst- og simamálastjórna að
þetta hlutfall verði að teljast
mjög viðunandi. Hafi póstnúm-
erakerfið þegar sannað sitt ágæti
og leitt til stóraukinnar hagræð-
ingar i flokkun pósts.
1 sama skipti var kannað á
hvern hátt væri greitt undir póst-
sendingar. Komi i ljós, að fri-
merki voru notuð á 30.1% send-
inga, ástimplanirfrimerkingavéla
á 68.7% og áprentanir um greitt
burðargjald á 1.2%. Frimerkja-
sendingum hefur fækkað stórlega
á undanförnum árum. Til dæmis
voru frimerki notuð á 59.7% send-
inga i október 1972, en ástimplan-
ir frimerkingarvéla á 38.9%.
Að siðustu skal þess getið, að
könnunin i nóvember leiddi i ljós
að 33.2% sendinga voru frá opin-
berum aðilum, 62.6% frá fyrir-
tækjum og aðeins 4.2% frá ein-
staklingum.
— ARH
Leiðréttingar
Mál rannsóknar-
lögreglunnar
A baksiðu Alþýðublaðsins i gær,
þar sem minnst er á hve fáar upp-
lýsingar er að hafa við rannsókn
ýmissa sakamála hérlendis,
kemur fram það mishermi, að
mál misferlisins i Landsbankan-
um sé i höndum sakadóms, en er
að sjálfsögðu i höndum rannsókn-
arlögreglu. Biður blaðið hlutað-
eigandi menn hjá sakadómi vel-
virðingar á þessum mistökum.
Hallgrímur Fr.
Hallgrímsson
eS'ki tengdur
Dósagerdinni
frá 1973
1 frétt i blaðinu i gær um ýmsa
menn, sem tengjast fjölskyidu-
böndum i Dósagerðinni og fleiri
fyrirtækjum, sem nú eru i rann-
sókn vegna Landsbankamálsins,
var nafn Hallgrims! nefnt
við Dósagerðina.
Þvi hefur nú verið komið á
framfæri við blaðið að Hallgrim-
ur Fr. hefur engan hlut átt i Dósa-
gerðinni né komið nærri málefn-
um hennar á neinn hátt, frá þvi
árið 1973. Er skylt og rétt að birta
hér þessa leiðréttingu.