Alþýðublaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. janúar 1978
Laugardagur 7. janúar 1978
Landssmidjan er ekki á fjárlögum. Landssmiðjan skilar hagnaði.
f Landssmiðjunni vinna um 90 manns. — Á að leggja hana niður?
Ágúst Þorsteinsson? forstjóri:
„Báknið burt —
illa unnin”
baráttan
Fyrstan hittum við að máli
forstjóra Landssmiðjunnar
Agúst Þorsteinsson.
Við spurðum fyrst, hvers
vegna hann héldi, að þessi til-
laga hafi komið fram.
„Landssmiðjan hefur ber-
sýnilega ekki verið neitt óska-
barn þjóðarinnar i gegnum árin.
Það hafa áður komið fram til-
lögur þess efnis, að Landssmiðj-
an yrði lögð niður. Það var sið-
ast árið 1969. Þá hafði rekstur-
inn gengið eitthvað illa og
Jóhann Hafstein lagði til á
Alþingi, að rikið hætti afskipt-
um af rekstri Smiðjunnar.
Það hefur verið nokkuð út-
breiddur misskilningur, bæði
meðal almennings og að þvi er
virðist ráðamanna lika, að
Landssmiðjan sé einhver baggi
á rikissjóði. En þetta er bara
tekið á sama hátt og hlutafélag,
og það hlutafélag, sem skilar
arði.
Ungir sjalfstæðismenn hafa
barizt harkalega fyrir aö fá
„báknið burt”, en sú barátta
þeirra hefur verið illa skipu-
lögð, illa hugsuð og illa unnin.
Breytinga er þörf.
En ekki þar fyrir, breytinga
er þörf. Fyrirtækið hefur lengi
staðið i stað. A árunum 1945 —
’57 var Landssmiðjan mikið fyr-
irtæki. Það unnu hér 300 manns
auk 8 verkfræðinga. Siðan hefur
hallað heldur undan fæti, verk-
efnum. hefur fækkað.
Breytingar sem þyrftu að
koma til eru t.d. þær, að við
þurfum nauðsynlega nýtt hús-
næði. Þetta húsnæði hentar
starfsemi okkar mjög illa, hús-
rýmið nýtist ekki vel. Einnig
vantar stjórn fyrir fyrirtækið.
Ég er eiginlega einn við stjórn-
unarstörfin, rek þetta allt að þvi
eins og einkafyrirtæki. Það er
vitaskuld ekki nógu gott.
Upphaflega var Landssmiðj-
an þjónustufyrirtæki fyrir ým-
iss rikisfyrirtæki, svo sem Vita-
málastjórn, Vegagerðina, Póst
og sima og Rikisskip. Hér i port-
inu við Sölvhólsgötu, þar sem
við erum núna, voru verkstæði
og ýmiss önnur aðstaða fyrir
þessa aðila. ÞegarLandssmiðju-
húsið var svo byggt hér, var
ákveðið að Landssmiðjan tæki
að sér viðgerða- og verkstæði-
þjónustu fyrir þessi rikisfyrir-
tæki.
Ég tel þá ráðstöfun hafa verið
mjög heppilega. Mikil hagræð-
ing varð af þessu og starfsmenn
nýttust vel. Forstjórar þessara
rikisfyrirtækja skipuðu svo
stjórn Landssmiðjunnar. Nú
hafa þessi fyrirtæki öll eigin
verkstæði og forstjórarnir hætt-
ir afskiptum af Landssmiðj-
Hvað cr átt við með þvi,
að ríkið hætti rekstri Lands-
smiðjunnar?
Þá verður Landssmiðjunni
skipt upp. En þaö eina, sem
gagnaðist rikinu, það væri hús-
næðið. Vélarnar myndu seljast
á lágu verði og vörulagerinn
myndi lækka mjög i verði.
Mestu máli skiptir þó mann-
skapurinn. Hér er um hóp af
góðum starfskrafti að ræða,
menn, sem öðlast hafa mikla
starfsreynslu. Hér er um 87
manns að ræða. Hinir ungu
fengju sjálfsagt fljótlega vinnu,
en eldri mennirnir?
Agúst Þorsteinsson
Þegar menn eru búnir að
vinna á sama vinnustaðnum svo
áratugum skiptir, er erfitt að
sækja um vinnu annars staðar.
Þess utan veitist mönnum, sem
komnir eru yfir miðjan aldur,
ekki auðvelt að fá vinnu. Samt
eru þetta oft beztu starfsmenn-
irnir.
Annars hef ég enga trú á þvi,
að fyrirtækið verði lagt niður,
það væri hreinast fásinna. En ég
vona, að umtalið, sem verið hef-
ur um Smiðjuna verði til þess,
aö einhverjar breytingar verði
gerðar á rekstrinum. Við tökum
eftir þvi að við höfum fengið
almenning með okkur vegna
umtalsins. Menn trúa þvi ekki,
að Landssmiðjan verði lögð nið-
ur og þvi hefur verkefnum f jölg-
að, ekki fækkað eins og eðlilegt
væri þegar talað er um að hætta
starfsemi verksmiðju”.
Árni Kristbjörnsson, trúnadarmadur starfsfólks:
,,Landsmiðjan er enginn
þurfalingur”
i Trúnaðarmaður starfsfólks
Landssmiðjunnar heitir Arni
! Kristbjörnsson.
— Ég er náttúrulega alls ekki
sáttur við 6 manna nefndina,
sem leggur til aö leggja niður
og selja Landssmiðjuna. Ég vil
taka það fram, að ég er mjög
mótfallinn báknið burt-herferð
Heimdellinganna. Ég er i
meginatriðum hlynntur rikis- og
bæjarrekstri enda tel ég að
báknið sé yfirleitt mun meira
hjá einkafyrirtækjum en rikis-
fyrirtækjum.
Ég held, að allir starfsmenn
Smiðjunnar séu andsnúnir þvi
að hún sé lögð niður. Hérna er
fólk, sem starfað hefur hér alla
tið og er orðið fullorðið. Það á
orðið erfitt með að fá vinnu við
sitt hæfi. Þar ofaná má taka
fram, að Landssmiðjan er ekki
og hefur ekki "verið neinn
burfalingur.
En það er ljóst, að báknið
burt-félagsskapurinn vill koma
öllu i einkarekstur. Það virðist
brjótast útá þeim kaldur svitief
þeim finnst eitthvað hróflað við
einkaframtakinu. Þetta kemur
mjög vel fram i leiðara Dag-
blaðsins, sem birtist fyrir
nokkrum dögum.
Ég vil einnig harðlega átelja 6
manna nefndina fyrir vinnu-
brögðin. Nefndin hefur aldrei
komið saman til að ræða við þá
aðila, sem eiga undir þessi högg
að sækja.
Nei, ég vona aö ekkert verði
af þessari lokun. Hér kann mað-
ur vel við sig, hér eru prýðilegir
verkstjórar og öll min viðkynn-
ing af fólki hér er góð.
„Of fullorðnir til að
standa í atvinnuleit’ ’
— segja Torfi Benediktsson og Jón Pálsson, starfsmenn
Næst hittum við tvo menn,
sem vinna á lagernum en þeir
hafa unnið i ein 26 ár hjá Lands-
smiðjunni. Þeir heita Torfi
Benediktsson og Jón Pálsson.
Torfi: — Eg sé enga ástæðu til
að leggja Landssmiðjuna niður.
Þetta er vel rekið fyrirtæki og
það er enginn baggi á rikinu,
siður en svo. Það er frekar þjén-
usta áf Landssmiðjunni en hitt.
Ég skil ekki af hverju byrjað er
á þessum enda ef rikið ætlar að
spara við'sig. Annars hef ég
enga trú á þvi að af þessu verði.
Jón: — Ég segi það sama og
Torfi. Ég held að Landssmiðjan
sé það fyrirtæki, sem sizt af öll-
um ætti að leggja niður. Ég hef
þó þá trú, að þessi tillaga sé til-
komin af vanþekkingu.
Torfi: — Já, til dæmis var
Dagblaðið með þetta mál i leið-
ara um daginn. Þar stóð, að
gefa ætti starfsmönnunum og
stærstu viðskiptaaðilum tæki-
færi til að kaupa hlutabréf i
Smiðjunni og kaupa hana þann-
ig upp. Ef sú leið er farin er
ljóst, að við erum komnir i hring
þvi stærsti viðskiptaaöili Lands-
smiðjunnar er einmitt rikið.
Það væri mjög erfitt fyrir
okkur ef Smiðjan yrði lögð nið-
ur. Hér er góður vinnuandi og
gott fólk. Við erum búnir að
finna hér i bráðum 26 ár og við
erum orðnir of fullorðnir til að
atvinnuleit geti beinlinis talizt
tilhlökkunarefni. Auk þess er
ekkert vist að við gætum fengið
aðra vinnu, fullorðnir menn
rjúka ekki út á vinnumarkaðn-
um.
Jón: —Við skulum bara vona,
að ailt þetta tal um að leggja
Landssmiðjuna niður sé loft-
bóla, sem springur fljótt.
Jón Páisson
Torfi Benediktsson
Báknið burt, krossferð Heimdellinga, er nú farin að
bera árangur. Afleiðing af brölti ungra íhaldsmanna
er stjórnskipuð nefnd, sem skipuð var af fjármálaráð-
herra til að kanna hagi nokkurra rikisfyrirtækja. Er
nefndin skipuð til að kanna, hvað hægt sé að leggja
niður mörg rikisfyrirtæki og koma þannig bákninu
burt.
Fyrstu afurðir þessarar nefndar voru bornar fram i
fjárlagaræðu fjármálaráðherra á Alþingi þann 20.
desember. Þar var meðal annars lagt til, að rikið
hætti rekstri Landssmiðjunnar. Með öðrum orðum,
leggja skyldi Smiðjuna niður.
Landssmiðjan er ekki á fjárlögum og tekur þar af
leiðandi ekki við neinum f járframlögum úr rikissjóði.
Landssmiðjan hefur skilað góðum hagnaði á undan-
förnum árum og greitt dr júgan skilding i opinber gjöid
og aðstöðugjöld. Heildarf jöldi starfsmanna við Smiðj-
una eru 87 en þar af eru aðeins 7 opinberir starfsmenn.
En báknið skal burt.
Alþýðublaðsmenn ræddu við nokkra starfsmenn
Landssmiðjunnar um þessi mál á dögunum.
Myndir: Gunnar E. Kvaran
Texti: Axel Ammendrup
Sumarliði ísleifsson, iðnnemi:
„Lokuninni
beint gegn
starfsfólkinu’9
Að lokum ræddum við við
Sumarliða Isleifsson, iðnnema.
— Ég er á móti þessari lokun
eins og flestir aörir. Þessari að-
gerð er greinilega fyrst og
fremst beint gegn starfsfólkinu,
verkafólkinu sem hér vinnur.
Þaö var ekki hugsað um hags-
muni þess er ákvörð-
unin var tekin.
t baráttu sinni gegn lokuninni
hafa forráðamenn Landssmiðj-
unnar beitt þeim rökum, aö
Smiðjan hafi ekki veriö rekin
með tapi. Mér finnst aöalatriöið
þó vera þaö, aö hér myndi fjöldi
manns missa vinnu sina og
sumir þeirra fengju sennilega
ekki vinnu aftur.
Ég held, aö þegar lokunin var
ákveöin, hafi hugsjónir um
einkaframtak og frjálsa sam-
keppni almennt ekki ráðiö ferö-
inni. Islenzkir atvinnurekendur
eru sizt á móti ríkisrekstri enda
er rikisrekstur og einkarekstur
svo samtvinnaður á tslandi.
Sennilegast er, að önnur stór-
fyrirtæki i járniðnaðinum vilji á
þennan hátt losna viö sam-
keppnisaöila. Þetta heid ég að
sé undirrótin, allavega eru
Heimdallarrökin þvættingur.
Ég tel, aö lokunaraðgerðir
verði látnar biða eitthvaö eöa
þar til málin skýrast betur. En
ef alvara verður gerð úr þessu,
þá verða starfsmennirnir sjálfir
að grlpa til einhverra aögerða
til aö koma i veg fyrir lokunina,.
þvi það verða sennilega engir
aörir til þess. Þó vill vist þannig
til, aö að öllum likindum er
ASl-forystan lokuninni mótfall-
in þó engin viöbrögö hafi borizt
þaöan.
Sumarliði tsleifsson