Alþýðublaðið - 10.01.1978, Page 1

Alþýðublaðið - 10.01.1978, Page 1
1 i Eysteinn Tryggvason, jaröeölisfraeöingur, um kvikuhlaupið á Kröflusvæðinu: Kom okkur á óvart bjuggumst frekar vid gosi //Þetta hefur komið okkur nokkuð á óvart"/ sagði Eysteinn Tryggva- son jarðeðlisfræðingur/ þegar AB náði tali af hon- um á skjálftavaktinni í Mývatnssveit um tvöleyt- ið í gærdag. /zVið bjugg- umst frekar viðgosi en að kvikuhlaup norður á bóg- inn yrði svo mikið sem raun er á orðin." ,,Það sem átt hefur sér stað núna brýtur eiginlega öll lög- mál. I þeim umbrotum sem orð- ið hafa á þessu s'væði undanfar- in ár hefur hraunkvika fjórum sinnum hlaupið norður. 1 desember ’75, þegar umbrotin urðu mest, fór kvikan um 60 km i norðurátt, allt norður i Axar- fjörð. 1 siðari kvikuhlaupum hefurhrauniðfarið 30km, 20 km og 10 km i norður. Allt benti þvi til þess að ný kvika kæmist ekki framhjá þeirri sem fyrir væri og hlaupin yrðu þvi styttri með hverri hrinu. Nú skeður það hins vegar að sú kvika, sem er á ferðinni, fer allt að 40 km i norðurátt, eða framhjá þeim sem áður höfðu runnið i sömu átt. Eysteinn sagði að i ljósi þessa verði erfiðara að spá um fram- vindu mála á svæðinu, a.m.k. hvernig hraunkvikan kemur til með að haga sér. Eysteinn sagði að frekar lif- legt væri á skjálftavaktinni, stærsti skjálftinn sem mælst hafði i gær kom um tvöleytið. Hann var um 4,6 stig á Richter- skala. Annar svipaður hafði komið fyrr um morguninn og tveir nóttina áður. Skjálftar væru tiðir og mælirinn hreyfðist eitthvað á hverri minútu. Landið við Kröflu heldur áfram að siga og samkvæmt mælingum sem gerðar voru við stöðvarhús Kröfluvirkjunar nemur sigið i þessari hrinu nú um 60 cm. Er það mesta lands- sig sem mælst hefur á þessum slóðum siðan i stóru hrinunni um áramótin ’75-’76. Eysteinn Tryggvason sagði að engin gliðnun væri sjáanleg á yfirborðinu fyrr en kæmi um 20 km i norður frá Kröflu. Það er miklu erfiðara en áður að spá um framvindu mála i framtiðinni eftir þessa óvenju- legu atburðarás, sagði Ey- steinn, en þetta verður að öllum likindum ljósara eftir að þessi hrina er um garð gengin og við getum farið að draga okkar ályktanir af þvi sem skeð hefur. Þegar AB hafði samband við skjálftavaktina i gærkvöldi kom i ljós að jarðskjálftum hafði far- ið fækkandi með deginum, en hlutfall milli smárra og stórra skjálfta hafði breyzt þannig að þeir stóru voru orðnir tiðari en áður, en þeim smáu hafði fækk- að. Sigið við Kröflu hafði haldið áfram og töldu menn það ein- hvers staðar á bilinu 60-65 cm. ES Miklir trúmenn erum vér Rvlkingar. mynd —GEK Kelduhverfi: Smáum kippum fækkaði en þeim stóru fjölgaði rætt við Har- ald Þórarins- son í Kvistási //Það má eiginlega segja að við séum í kippnum núna því rétt í þessu reið einn yfir"/ sagði Haraldur Þórar- insson á Kvistási í Kelduhverfi, þegar AB ræddi við hann seint í gærdag. „Mönnum hér varð litið svefnsamt i nótt þvi titringur var stöðugur og siöan fylgdu stærri skjálftar af og til. Minni skjálftarnir eru úr sögunni, en ég er ekki frá þvi að þeim stærri hafi fjölgað. Húsbúnað- ur er hér allur á ferð og allt hristist og glamrar”, sagöi Haraldur og bætti siðan við, „þarna kom einn stór”. Að sögn Haraldar urðu miklar vegaskemmdir við Lyngás. Sprungur opnuðust og vegarkaflar sigu. ES Komu Norglobals mótmælt: Hvatt til afgreiðslu- banns — á skipið og alla sem eiga viðskipti við það „....bendir fundurinn á, að siðastliðið ár var metár í af la og vinnslu á loðnu og islenzkir sjómenn og verkamenn voru fullfærir um að anna þeirri fram- leiðslu. Því stefnir leiga þessa skips í hættu at- vinnuöryggi þeirra verka- manna sem þessi störf vinna...."/ segir í ályktun sem stjórn og trúnaðar- mannaráð Verkalýðs- félags Vestmannaeyja samþykkti á fundi sinum sl. laugardag, en í ályktun þessari felast harðorð mótmæli gegn þeirri heimild sem veitt hefur verið til að leics' verk- smiðjuskipið Norglobal á loðnuvertiðinni. í ályktuninni dragá stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðs- fél.._ Vestmannaeyja I efa heim- ild rikisstjórnarinnar til aö veita slikar undanþágur frá lögum um algert bann við umsvifum útlend- inga i islenzkri fiskveiðilögsögu. Þá er á þaö bent, aö á siöasta ári hafi veriö lagðir milljarðar króna I kostnað við endurbætur á fiskimjölsverksmiöjum lands- . manna, 1 þvi skyni að auka afköst þeirra og hráefnisnýtingu. Þvi lýsir fundurinn furðu sinni á þvi handahófi og stefnuleysi rikis- stjórnarinnar i atvinnumálum þjóðarinnar, sem felst I þessari ákvörðun hennar og virðist bein- linis gera þessa fjárfestingu aö engu. Alyktun stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélags Vestmannaeyja endar á þvi, að skora á verkamenn um land allt að taka höndum saman og hnekkja þessari árás á kjör þeirra og setja afgreiöslubann á Norglobal og alla þá aðila sem við það skip eiga viðskipti. i —hm Jón Kjartansson, formaður VerkalýðsfélagsVestmannaeyja: Hrein móðgun vid íslenzkt verkafólk að sýna Norglobal hér við land — Þetta skip var notað til að brjóta á bak aftur verkfall verkamanna og sjómanna árið 1976, og þess vegna er það hrein- asta móðgun við íslenzkan verkalýð, að sýna það hér við land, sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, þegar Alþýðu- blaðið spurði hann í gær, um ástæðuna fyrir ályktun félagsins, sem birt er hér á síðunni. Annars ságði Jón, aö ástæðurn- ar kæmu fram I ályktuninni. Hins vegar mætti benda á þá stað- reynd, að látiö væri I veðri vaka að Norglobal væri eitthvert full- komnasta skip sinnar tegundar, einhver fullkomnasta verksmiðja sem til væri. Þvi skyti þaö óneitanlega skökku við hve hrá- efnisnýting skipsins væri léleg. — Hún er svo léleg, að úr sér gengnar verksmiðjur hér á landi, sem ekki hefur verið tjaslað upp á i mörg ár, eru með miklu betri nýtingu. Frá þjóöhagslegu sjónarmiði hlýtur þess vegna að vera mjög óhagstætt að láta slfka verksmiðju vinna kúfinn af afla landsmanna. Þeir segja, sem skipiö leigja, að það eigi aðeins aö taka við um- framafla, sem ekki er unnt að anna I landi. En staðreyndin er, að slikt gerist ekki. Ef skipið er á miðunum, þá tekur það við fram i rauöan dauðann. Og vitanlega vilja skipin landa þar, fremur en að sigla kannski langa leið til lands. Það sparar eldsneyti og eykur á nýtni bátanna. En þaö hins vegar minnkar nýtingu verk- smiðjanna i landi og þar með vinnu þeirra verkamanna um land allt, sem við loönubræöslu starfa. —hm

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.