Alþýðublaðið - 10.01.1978, Page 2

Alþýðublaðið - 10.01.1978, Page 2
Þriðjudagur 10. janúar 1978 *£ýj*?*‘ -----------------------—---— Fylkismenn fá glæsilegt vallarhús Síðastliðinn föstudag afhenti borgarstjórinn í Reykjavík formanni íþróttafélagsins Fylkis í Árbæjarhverfi, lykla að nýju vallarhúsi. Hús þetta, sem jafn- framter félagsheimili, er 270 fermetrar að stærð. í því eru búningsherbergi fyrir rúmlega 100 manns, tvö böð og þurrkherbergi, herbergi fyrir dómara og kennara, varðarherbergi og geymslur. Einnig er salur fyrir f undi og minni samkomur, þar sem að- staða er til kaffiveitinga. Húsið er ætlað til að þjóna þeim velli, sem þegar hef ur verið gerður, svo og þeim tveimur grasvöllum, sem áætlað er að gera norður af hús- inu. Ennfremur er svo ráð fyrir gert, að ef í framtíðinni verður byggt íþróttahús verður auð- veldlega hægt að tengja Hi6 nýja vallarhús Fylkismanna. AB-myM:— GEK það við þetta vallarhús, þannig að böð og búnings- . herbergi nýtist. Bygging vallarhússins hófst siðari hluta árs 1975 og lauk nú í desember. Húsið er teiknað af Teiknistofunni s.f., Ár- múla 6. Bókmenntaverdlaun Noröur- landaráðs Mánasigð eftir Thor og Fátækt fólky eftir Tryggva Emilsson, — Njörður P. Njarðvík er formaður dómnefndar Dómnefndin, sem ákveður bókmennta- verðlaun Norðurlanda- ráðs, kemur saman til fundar í Kaupmanna- höfn 11. janúar n.k. Að fundinum loknum verð- ur tilkynnt hver hlýtur bókmenntaverðlaunin 1978. Verðlaunin nema nú 75 þúsund dönskum krónum. Þau verða af- hent 19. febrúar i ósló, þar sem 26. þing Norðurlandaráðs verður haldið. Eftirtalin verk voru tilnefnd fyrir úthlutun bókmenntaverð- launanna aö þessu sinni: Danmörk: Elsa Gress: Salamander (skáld- saga 1977) Tage Skou-Hansen: Den harde frugt (skáldsaga 1977) Finnland: Ralf Nordgren: Det har aldrig hant (skáldsaga 1976) Pentti Saarikoski: Dansgolvet pa berget (ljóö 1977) Isla nd: Thor Vilhjálmsson: Mánasigð (skáldsaga 1976) Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk (sjálfsævisaga 1976) Noregur: Kjartan Flögstad: Dalen Port- land (skáldsaga 1977) Stein Mehren: Det trettende stjernebilde (ljóð 1977) Sviþjóð: Elsa Grave: Slutförbannelser (ljóð 1977) Sara Lidman: Din tjánare hör (skáldsaga 1977) 1 dómnefndinni sitja fyrir Is- lands hönd. Þeir Njörður P. Njarðvik, sem er formaður dóm- nefndarinnar, Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri og Andrés Björns- son, útvarpsstjóri. Breytirtg úr hrepp f kaupstað: „Þýðir auk annars virkara lýdrædi” — segir Óli Þ. Gudbjartsson, oddviti Á sunnudaginn fór fram skoðanakönnun á Selfossi, þar sem kannað var hvort menn væru hlynntir því, að Selfoss fengi kaupstaðarréttindi. Á kjörskrá voru 1944 og þar af greiddi aðeins rúmlega helmingur at- kvæði eða um 54%. Já sögðu 751 en nei sögðu 287. Það voru því tæplega 72% þeirra, sem þátt tóku i skoðanakönnuninni fylgjandi tillögunni. En hvað breytist, ef Selfoss veröur kaupstaður? Þessa spurningu lögðum við fyrir Öla Þ. Guðbjartsson, oddvita. — Það verða ýmsar breyting- ar, sem eru náttúrulega þær sömu hér og annars staðar. Þaö má þó sérstaklega nefna ein fjögur atriði. I fyrsta lagi má nefna, að þessu fylgir aukið sjálfstæði fyrir sveitarfélagið. I annan stað má nefna, að þessari breytingu fylgir vafalit- ið aukin samkennd ibúanna. Með breytingunni finna menn meira fyrir þvi, að kaupstaður- inn er ein sjálfstæð heild. I þriðja lagi álft ég aö þessu fylgi virkara lýöræöi. Ég held, að i kaupstöðunum sé virkara lýðræði I stjórnun en i hrepps- félögunum. Sem dæmi má nefna, að i kaupstöðunum er bæjarráð sem er framkvæmda- stjórn með bæjarstjóra og þar á rikjandi meirihluti og einnig minnihluti fulltrúa, þannig að minnihlutinn er orðinn aðili i framkvæmdastjórninni, sem tæplega er i samstarfi meiri- og minnihluta i venjulegri hrepps- nefnd. I fjórða lagi má nefna fjár- hagshliðina. Sýslusjóðsgjald og sýsluvegarsjóðsgjald fellur nið- ur og ekkert gjald kemur i stað- inn. Þessi gjöld voru rösklega 11 milljónir á siðastliðnu ári eða um 7% útsvaranna undanfarin ár, en eru mjög mismunandi hjá hinum ýmsu sveitarfélögum. Þáð munar um minna en þessi 7%. Er þátttakan i könnuninni rúmlega helmingur, ekki óeðli- Iega litil? — Það tel ég ekki. I fyrsta lagi má nefna, að hér var ekki um venjulegar kosningar að ræða, aðeins skoðanakönnun. í annan stað má nefna, að nokkur hópur er hreinlega ekki heima og utanstaðakosning var engin. Það er vetur og talsverð hálka, sem gæti hafa hindraö fullorðið fólk frá að kjósa. Lítill áróður var fyrir þessar kosningar og engin smölun utan eðlilegur kunningjaakstur. Þegar á allt þetta er litið tel ég að þátttakan I skoðanakönnuninni hafi verið eðlileg. Flest allir sveitar- stjórnarmennirnir voru búnir að skrifa um málið i svipuöurn dúr, svo þaö er engin spenna i kringum þetta. Það var engin dreginn á kjörstað. Hver voru helztu rök andstæð- inga tiliögunnar? — Það var aldrei rökrætt. Það komu aldrei fram nein rök á móti I almennri umræðu. Hins vegar held ég að þeir sem greiddu atkvæði á móti hafi af einhverjum ástæðum ekki viljað rjúfa tengslin við sýsluna. Margir eru upprunnir úr næsta nágrenni. En það er margs kon- ar samstarf við nágranna- byggðirnar sem ég held að hljóti að haldast. Nú er næsta skrefið það, að sveitarstjórnin mun ræöa mál- ið. Ef þetta fer eins og ég held það fari, verður leitað til þing- manna kjördæmisins og þeir beðnir um að flytja frumvarp á Alþingi. Eg reikna meö, að Sel- foss verði orðinn kaupstaður frá og með næstu sveitarstjórnar- kosningum. —ATA. ?TBrjóstgódir forstjórar” og samvinnustarfsmenn „Eins og er, mun tæp- ast gert ráð fyrir Lands- sambandi samvinnu- starfsmanna i kerfinu. Greinilegrar varkárni gætir hjá forráðamönn- um i samvinnuhreyfing- unni gagnvart allri formlegri viðurkenn- ingu á félagslegri stöðu LíS sem heildarsam- taka allra samvinnu- starfsmanna. Á hinn bóginn gætir vissrar tor- tryggni hjá forystu- mönnum i verkalýðs- hreyfingunni gagnvart LÍS, eins og nýgerð samþykkt miðstjórnar ASÍ ber vitni um, þar sem varað er við svo kölluðum „fyrirtækja- félögum” og samtökum þeirra”. Þetta segir Reynir Ingibjarts- son meðal annars j leiðara HLYNS, málgagns samvinnu- starfsmanna, en þar er fjallað um fjárhagslegt og félagslegt sjálf- stæði LIS. Segir Reynir, að það séu „brjóstgæði forstjóra og framkvæmdastjóra úti i bæ, sem geri LIS kleift að starfa i dag og standa að útgáfu Hlyns”. Segir i leiðaranum að treysta þurfi grunn LIS sem bezt og að mönnu- 'erði að skiljast að þróttmikiö starf samtaka sam- vinnustarfsmanna komi heildar- hagsmunum sam vinnuhreyf- ingarinnar til góða á margvísleg- an hátt. Hins vegar vilji sam- vinnustarfsmenn hafa jörð til að standa á og rétt til að ákvarða i eigin málum að einhverju leyti. Beri að viðurkenna i reynd að landssambandið sé orðið full- veðja samtök, sem hafi burði til að fást við margþætt félagsleg og hagsmunaleg málefni samvinnu- starfsmanna. „Starfsmenn kaupfélaganna munu spyrja hinnar sigildu spurningar: ,,Er Samband- ið fyrir kaupfélögin eða kaupfélögin fyrir Sam- bandið?” Á sama hátt spyrja ýmsir, hvort LIS starfi fyrst og fremst fyrir þá, sem búsettir eru á Reykjavikursvæðinu, eða gæti þess, að starfsemin komi öllum samvinnustarfsmönnum sem jafnast til góða og i reynd er litið á LtS sem hagsmunasamtök á margan hátt”, segir i leiðara Hlyns.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.