Alþýðublaðið - 10.01.1978, Page 12

Alþýðublaðið - 10.01.1978, Page 12
alþýðu- blaóió rÚtgefarídi AlþýOuflokkurinn " " \ Ritsj^órn Aiþýóublaösins er að Sfðumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö' Hvérffsgötu 10, slmi 14906 — Askriftarsimi 14900. , _ ÞRIÐJUDAGUR 10, JANÚAR 1978 Eigendur gjaldeyris í dönskum bönkum ekki búnir að bíta úr nálinni: Gjaldeyris- eftirlitid krefst svara — ákvörðun um málshöfðun tekin þegar svör hafa borizt Sem kunnugt er hefur skattrannsóknarstjóri nú sent til gjaldeyriseftirlits Seðlabankans öll gögn varðandi gjaldeyriseign íslenzkra aðila á banka- reikningum i Danmörku. Hér ræddi alls um 81 reikning i Finansbanken, auk innan við lOreikninga frá öörum bönkum. Siðustu upplýsingar um þessa fjáreign komu frá Danmörku um jól. Nam hæsti reikningur- inn um 400 þús. dönskum krón- um en sex eða sjö reikningar voru að upphæð meira en 200 þús. danskar kr. Ekki var unnt að fá gjaldeyriseftirliti gögnin i hendur, fyrr en Alþingi sam- þykkti sérstaka lagaheimild þar um, sem gildi tók á gamlársdag og voru gögnin send gjaldeyris- eftirliti þann 4. sl. að sögn Garð- ars Valdimarssonar, skattrann- sóknarstjóra. Alþýðublaðiö hafði tal af Sig- uröi Jóhannessyni hjá gjaldeyr- isef tirlití Seðlabankans og spurði hvenær frétta yrði að vænta frá embætti hans. Sigurð- ur sagði að gögnin væru svo ný- komin i hans hendur að enn væri varla komið á umræðustig hvaö gert yrði. Þó væri Ijóst aö nú yrði eigendum þessara reikn- inga skrifað og þeir beðnir að gera grein fyrir tilurð og öðru viðvíkjandi þessum peningum og þeim ætlaöur nokkur timi til svara. Þegar þau svo væru fengin mætti búast við meiri fréttum af málinu og þá hvort málsóknir yrðu hafnar. AM Loðnuvelöln Sex bátar fengu af la fgærmorgun Lítiö veiöiveöur var á loönumiöunum í fyrra- kvöld og fram eftir nóttu, en í gærmorgun fengu sex bátar slatta. Eru nú um þaö bil 40 bátar aö veiðum. Þeir bátar, sem tilkynntu um afla i gærmorgun voru aö sögn Andrésar Finnbogasonar hjá loðnunefnd: Gisli Arni, 460 tonn, Gullberg, 550 tonn, Jón Finnsson, 380 tonn, Huginn, 470 tonn, Grindavik, 350 tonn og örninn, 530 tonn. „ . .. .. Segja má aö veiðarnar séu varla hafnar enn eftir áramótin og enn er sá afli sem á land er kominn varla umtalsverður sé miðað við afkastagetu þess flota sem á veiðum er. Milljónatjón á Höfrungi II Vélbáturinn Höfrungur II GK 27 strandaöi í inn- siglingunni í Grindarvíkur- höfn kl. 6 á laugardags- morguninn. Báturinn var rétt kominn út úr innsigl- ingarrennunni þegar stýrisútbúnaður bilaði og beygði hart í bak. Stýrinu varð ekki haggað og bátur- inn tók strikið beint upp í fjöru. Engan af 10 manna áhöfn sakaði. Höfrungur II. losnaði af strand- staðnum samdægurs með hjálp björgunarskipsins Goðans. Bát- urinn var síðan dreginn til Njarö- vikur og tekinn i slipp þar. Kom þá i ljós að skemmdir höfðu orðið allverulegar, sérstaklega á botn- stykki undir vél, Skrúfan er einn- ig stórskemmd, svo og botnstykki fyrirasdikogdýptarmæli. Giskað hefur verið á að skemmdirnar nemi um 20 milljónum króna. Eigendur bátsins fá að öllum likindum heimild til að láta fara fram bráðabirgðaviögerð á bátn- um og siðan fullnaðarviðgerð þegar vertið lýkur. Verður allt kapp lagt á að hraða viðgerð sem mest svo hann komst á veiðar á ný. ES „Aumingjaskapur borgaryfir- valda veldur miklum hækkunum á húsnæðisverði” — segir framkvæmdastjóri Breiðholts h.f. „Það hef ur verið lítið um verkefni hjá okkur og við erum búnir að segja upp miklu af starfsfólki okkar. Ætli við höf um ekki um eitt hundrað færri nú en verið hefur, en ef steypustöðin, þar sem tuttugu manns vinna, er talin með, er starfsfólk okkar um átta- tíu í dag," sagði Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Breiðholts h.f., í við- tali við Alþýðublaðið í gær. „Það hefur ekki verið létt að starfa I byggingariðnaðinum und- anfarið,” sagði Sigurður enn- fremur, ,,og ég held þetta fyrir- tæki sé sist verr statt en önnur. Hins vegar hlýtur þetta að skána úr þessu. Við erum með lægsta tilboðið i verkamannabústaðina og þeir hljóta þvi að semja við okkur um þá. Það verður verkefni fyrir sjötiu til áttatiu bygginga- menn, það er múrara, smiði og verkamenn, i tvö ár eða svo. Til- boð okkar hljóðar upp á sjö hundruð milljónir, en þegar ailt kemur til alls býst ég við að verk- efnið verði upp á um þúsund milljónir króna. Auk þess er ýmislegt, sem við erum aðspekúlera i, þannig að ég býst við að við getum fljótlega ráðið eitthvað af mannskap aft- ur.” Breiöholt h.f. verkefnalítið undanfarið: Hefur fækkað fólki um meir en helming hljótum að fá verkamannabústaðina og þá skánar þetta,segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri „Það hefur veriö erfitt aö fá út- lega svo miklar aö ástæða væri til þegar tryggt sér húsnæöi, aö hlutað byggingarlóöum undan- að ráðleggja þeim sem ekki hafa forða sér úr landi i nokkur ’ár.” fariö. Lóðaskortur hefur veriö til- finnanlegur, sem stafar, aö minni hyggju, hreinlega af aum- ingjaskap borgaryfirvalda. Aö visu ætla þeir aö fara aö úthluta einhverju núna, en þaö veröa ekki byggingarhæfar lóöir fyrr en eftir eitt eöa tvö ár, sagði Siguröur Jónsson, framkvæmdastjóri Breiöholts h.f., i viötali viö Al- þýðublaðiö i gær. „Þetta er nokkuð alvarlegt mál”, sagði Sigurður ennfremur, „og alvarlegra en ég held fólk geri sér almennt grein fyrir. Það er nefnilega staðreynd, að verð á ibúðarhúsnæði hér fylgir ekki byggingarkostnaði, heldur fram- boðinu, þvi er ég ekki i vafa um að með vorinu verða stórar hækkan- ir á íbúðaverði og húsaleigu vegna þessarar slælegu fram- göngu borgaryfirvalda. Hugsan- Lætur af trúnaðar- störfum að sinni — vegna tengsla sinna við rannsókn á misferli Hauks BJÖRGÓLFUR Guömunds- son, sem aö nokkru hefur tengst rannsókn á meintu misferli Hauks Heiöars, deildarstjóra á- byrgöardeildar Landsbankans, hefur nú sagt af sér öllum trún- aöarstörfum á vegum Sjálf- stæöisflokksins aö minnsta kosti meöan rannsókn málsins stend- ur yfir. Björgólfur hefur verið for- maöur Varðar og formaöur kjörnefndar Sjálfstæðisflokks- ins I Reykjavlk og munu vara- formenn taka við störfum hans á hvorum vettvangi fyrir sig. Björgólfur hefur tengzt rann- sókn á máli Hauks með þvi að fyrirtæki sem Björgólfur veitir forstöðu hafa þegiö sérstaka fyrirgreiðslu deildarstjórans Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.