Alþýðublaðið - 14.01.1978, Page 1

Alþýðublaðið - 14.01.1978, Page 1
Loðnuflotinn til veiða í dag: „í trausti loforðs forsætisráðherra” verður nú haldið til veiða að nýju, en þess jafnframt krafizt að verðákvarðanir verði endurskoðaðar „ Við viðurkennum að lög binda það hráefnis- verð sem ákveðið hefur verið, en við beinum þvi eindregið til stétt- arsambanda okkar að þau leiti eftir þvi við einstaka þingmenn og þingflokka, að þeir flytji á Alþingi tillögu, þess efnis að væntan- legt nýtt verð byggt á nýjum grundvelli, verði látið verka aftur fyrir sig, yfir það verð- timabil sem nú stendur yfir”. Svohljóðandi ályktun samþykkti fundur loðnusjómanna, sem haldinn var siðdegis i gær ! Nýja bió á Akureyri. Fundinn sóttu fimm hundruð sjómenn af loðnuflot- anum, sem þá lá enn allur i höfn á Akureyri. Fundurinn samþykkti jafnframt að haldið skyldi til veiða að nýju eftir hádegi i dag, 14. janúar, að undan- gengnum hörðum mót- mælum gegn loðnu- verðinu. Fundurinn samþykkti svo- hljóöandi ályktun: Fundur loönusjómanna, hald- inn i Nýja-bió Akureyri, þann 13. janúar 1978, samþykkir eft- irfarandi ályktun. 1. Fundurinn mótmælir harö- lega þvi loðnuveröi sem auglýst var tiunda janúar siöastliöinn, sem allt of lágu og óviðunandi fyrir sjómenn og Utvegsmenn. Fram hefur komiö, aö odda- maöur yfirnefndar hefur með ákvöröun sinni afhent verk- smiðjunum nær alla þá afurða- veröshækkun, sem orðið hefur frá siðustu vetrarvertið og að auki lækkaö greiðslur til verð- jöfnunarsjóös um eina krónu á hvert kiió og fært verksmiðjun- um þaö einnig. Fundurinn mótmælir þvi að verð á loðnu skyldi ekki ákveðið fyrir áramót, eins og lög gera ráð fyrir og flotinn þannig ginntur af staö án þess að verð lægi fyrir. Fundurinn krefst þess að til- skilin gögn liggi jafnan fyrir þannig að hægt sé að taka ákvörðun um verð á tilskildum tima. 2. Núgildandi loðnuverði verði sagt upp nú þegar i samráöi viö fulltrúa seljenda i verðiagsráði. 3. Við næstu verðlagsákvörð- un á loðnu verði aöeins þær verksmiðjur sem vel eru ndcnar ogá hagkvæman hátt, teknar til grundvallar við verðútreikn- inga. Sendir verði fuiltrúar sjó- manna og útgerðarmanna til nágrannalanda til að fá uppiýs- ingar um hina ýmsu rekstrar- þætti fiskimjöldverksmiðja i viðkomandi löndum. Upplýsing- ar þessar verði siöan hafðar til hliðsjónar við ákvörðun á verði á bræðslufiski. 4. Fundurinn, sem telur um fimm hundruð manns, lýsir ein- róma samþykki sinu vegna leigu bræðsluskipsins Norglobal og bendir á ótviræðan hag sem sjómenn, svo og þjóðarheildin, höfðu af leigu sama skips þau skipti sem það hefur verið leigt hingað til lands áður. 5. Fundurinn telur, eins og áð- ur er sagt, að nýting i verk- smiðjum hérlendis sé óeðlilega léleg. Þetta hefur verið stutt rökum og er ekki bara óhagstætt sjómönnum, heldur þjóðinni allri. í trausti loforðs forsætis- ráðherra hefjum viö veiðar á ný, en til að undirstrika þá gif- urlegu óánægju, sem rikir með loðnuverð, munum viö ekki halda til veiða fyrr en eftir hádegi þann 14. janúar 1978. 6. Hráefnisverð það er ákveð- ið skal 15. febrúar næstkom- andi, veröi miöaö viö eðlilega nýtingu hráefnis hérlendis, þannig að mjölnýting veröi met- in 17% i stað 16% eins og nú er og i öðru Iagi verði miðaö við betri lýsisnýtingu. Felum viö fulltrúum okkar i verðlagsnefnd aö fylgja þessu eftir. Framhaldábls.4. Tvö stjórnar- framboð í Dagsbrún Á föstudaginn rann út frestur tii að skila fram- boðslistum til stjórnar- kjörs í Verkamannafél- aginu Dagsbrún og komu fram tveir listar, listi stjórnar og trúnað- armannaráðs og listi borinn fram af Sigurði Jóni ólafssyni# verka- manni í álverinu i Straumsvík, ólafi Vilbertssyni, Benedikt Kristjánssyni og fleir- um. A fundi sem aðstandendur siðartalda framboðslistans efndu til með fréttamönnum I gær kom fram, að ástæöa framboðsins væri almenn óánægja með forystumenn Dagsbrúnar. Beittu þeir sér litt fyrir lýðræði I Dagsbrún og héldu t.d. fáa félagsfundi. Nánar segir af blaðamanna- fundinum eftir helgi, en ekki tókst að ná sambandi við leið- toga Dagsbrúnar I gær, til að fá álit þeirra á ummælum mótframbjóðendanna. Flugfargjöld hækka um 10% — einnig dagblöðin og sérleyfisfargjöld Ríkisstjórnin hefur lagt blessun sina yfir 3 beiðnir um hækkun vöru/þjónustu, en sam- kvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið fékk á Framhald á bls. 4. GERT KLART FYRIR NÆSTA RALL Þó svo rall-akstur sé tiltölulega ung iþrótt hér á lslandi er hún þegar orðin allvinsæl. Þeir, sem stunda ralliö leggja sumir hverjir bæði mikla vinnu og fjármuni i bfla sina. Síðasta rall var I lok september og sfðan hafa margir keppend- anna unnið að endurbótum á bif- reiöunum. Einn þeirra er Garðar Eyland, verkstæöisformaöur hjá Sveini Björnssyni. BIll hans, Saab 96 .rgerð 1971 hefur sannarlega tekið stakka- skiptum siðustu mánuðina. — Stærsta breytingin er vélin. Ég er búinn aö „tjúna hana upp” og borga hana út. Hún er núna milli 110 og 120 hestöfl. Svo hef ég skipt um sveifarás og knastás. Sfðan er billinn allur styrktur, sett i hann veltigrind, gormar og fjaörir geröar stffari. Að lokum breikkuðum við bilinn og settum á hann breiöari felgur. — En eiginlega er allt „orgin- alt” i bílnum, allt framleitt af Saab. Hvað ertu búinn að vera lengi aö þessu? — Eg byrjaði á þessu um mánaöarmótin október-nóvem- ber . Hann ætti að verða klár fyrir næsta rall, sem veröur þann 25. febrúar. Ætlaröu eingöngu aö nota bflinn I rall-akstur? — Já, eingöngu. —ATA Jafnréttisráð skammar yfirnefnd Yfirnefnd um verð á landbúnaðarafurðum gengur út frá því sem al- gildri reglu, aðvinna karla á sveitabýlum sé verð- meiri en vinna kvenna, segir Jafnréttisráð í álykt- un. Tilefnið er kæra f ram- leiðslufuiltrúa sexmanna- nefndarinnar svokölluðu til ráðsins 7. des. sl. og ósk- aði ráðið þá eftir upplýs- ingum yfirnefndarinnar um málið. Það svar barst 6. janúar. 1 ályktun Jafnréttisráðs segir ennfremur, að samkvæmt upp- lýsingum sem þaö hafi fengiö, sem um sömu verkþætti aö ræða hjá báöum kynjum, en mismun- urinn einungis fólginn I tima- fjölda þeirra við hvern verkþátt, sem miöaö er við, þegar verö- lagsgrundvöllur Iandbúnaðaraf- Framhaldábls. 4. Árið 1977: Vöruskipta- jöfnuður óhagstæður um 11 milljarða króna Aætlað er að vöru- skiptajöfnuður Islend- inga hafi á árinu 1977 verið óhagstæður um sem svarar 11 milljörð- um króna. Árið 1976 var vöruskiptajöfnuðurinn, umreiknaður til gengis ársins 1977, óhagstæður um sem svarar 5 milljörðum króna. Vöruskiptahallinn árið 1977 er þvi um 120% meiri en á ár- inu 1976. Þessar upplýsingar er að finna I frétt Seölabanka Islands um þróun greiðslu- jafnaöar og gjaldeyrismála á árinu. I fréttinni kemur fram að uppgjör þjónustujafnaðar sé skemmra á veg komiöien þvi hefur veriö spáö að hann verði hagstæður um sem nemur 1 milljarði króna. Viðskipta- jöfnuður ársins ætti þvl sam- kvæmt framansögöu að vera óhagstæöur um sem nemur 10 milljörðum króna. Það eru um 2.8% af vergri þjóðarfram- leiöslu á móti 1.7% árið áður. Bent er á að meginhluti þessarar aukningar stendur i sambandi við aukinn skipa- innflutning. ES

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.