Alþýðublaðið - 14.01.1978, Qupperneq 5
5
SST Laugardagur 14. janúar 1978
Stjörnubió: THE DEEP,
Bandarisk, gerð 1977, litit og
Cinascope, stjórnandi: Peter
Yates.
The Deep er að mörgu lev-ti ó-
venjuleg mynd og þá fyrst og
fremst vegna þess að hún' er að
miklu leýti tekin neðansjávar.
Söguráðurinn og efni er þó með
trernur heiðbundnum hætti, sem
sagt góðu mennirnir á móti
vondu mönnunum. Að sjálf-
sögðu vinna góðu mennirnir þótt
oft muni mjóu. Það verður að
segja myndinni til hróss að hún
er geysilega spennandi og óhætt
er að mæla með henni sem vel
gerðum þriller. Leikur er fyrir.
ofan meðallag og tæknivinna er
vel af hendi leyst. Það sem gerir
The Deep kannski svona spenn-
andi er fyrst og fremst að hún er
tekin i umhverfi sem almenn-
ingur er ekki vanur að hafa fyrir
augunum, þ.e. neðansjávar, og
er yfirfullt af vondum fiskum
sem koma þegar maður á sist
von á þeim i þessu fallegu um-
hverfi og bita mann eða jafnvel
éta! Það er vel hægt að hugsa
sér skemmtilegri dauðdaga en
að verða étinn af hákarli eða
risaál. Stjórnandi The Deep er
Peter Yates en hann er hvað
best kunnur hérlendis yfir mynd
sem ber nafnið Bullitt og er með
Steve McQueen i aðalhlutverki.
The Deep slær Bullitt alveg við
enda er það eðlilegt að það sé
um einhverja framför að ræða
hjá stjórnanda.
Nýjabíó: SILFURÞOTAN
(Silver streak), Bandarisk gerð
1977, litir og breiðtjald, stjórn-
andi: Arthur Hiller.
Silfurþotan er sprenghlæileg
gamanmynd fyrir fólk á öllum
aldri. Það er kannski svolitill
galli að textaþýðing skilar sév
ekki alveg þar sem brandarar
myndarinnar byggjast mikið á
orðaleikjum, sem skila sér ekki
alveg á islensku. Atburðarrás er
hröð og manni leiðist aldrei
þrátt fyrir að söguþráður sé
með miklum ólikindum. Eg býst
við að það mætti flokka Silfur-
þotuna undir svokallaða fágaða
slapstick comedy en hún er ekki
verri fyrir það.
Gene Wilder fer á kostum og
aðrir leikarar skila sinum hlut-
verkum ekki siður. Það er óhætt
að mæla með Silfurþotunni þvi
ÞRJAR GOÐAR
hún er hreint frábær. Það verð-
ur enginn svikinn sem fer i Nýja
bió þessa dagana.
Háskólabió: BLACK SUNDAY.
Bandarisk, gerð 1977, litir
Panavision, stjórnandi: John
Frankenheimer.
Þetta er pólitisk mynd. Það
liggur við að hún sé áróðurs-
mynd. Þetta verður skiljan-
legra þegar það er haft i huga að
allir aðstandendur myndarinn-
ar eru gyðingar enda vekur
myndin samúð með málstað
þeirra. Söguþráðnrinn er i
stuttu máli sá að Svarti Septem-
ber, hryðjuverkasamtökin al-
kunnu, ætla að fara að herja á
Bandarikjamenn og ætla i
fyrsta höggi að drepa á einu
bretti 85000 kana. Þar sem júð-
arnir eru svo svakalega klárir
þá tekst að koma i veg fyrir
þetta. En þa er ekki fyrr en eftir
eitthvert almest spennandi
lokaatriði sem ég man eftir i
kvikmynd: Einnig fléttast inn i
þetta eftirmeðferð striðsfanga
úr Viet-Nam striðinu. Myndin er
vel gerð og flestir leikarar-fara
á kostum. Tæknibrellur eru
einnig vel gerðar og það má
geta þess að eitt myndskeiðið
sem er aðeins 3 sekúndur á
lengd var þrjár vikur i undir-
búningi og kostaði 17.000 doll-
ara. Það er atriðið þar sem
Bruce Dern er að prófa nýju
breiðtjalds „myndavélina” sina
i gömlu og yfirgefnu flugskýli.
Það kostaði 17.000 dollara að út-
búa hausinn á verðinum og
koma fyrir i honum 380 sprengi-
hleðslum og blóðdropum við
hverja. Þrátt fyrir áróður
myndarinnar fyrir málstað
Gyðinga verð ég að láta þá
skoðun i ljós að hann virkaði
ekki nógu sannfærandi á mig og
ég hugsa að flestum vel upplýst-
um Islendingum sé eins farið.
Sem sagt pólitiskur og ofsa-
spennandi þriller sem er vel
þess virði að fara að sjá.
GREIDENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til að skila launamiðum
rennur út þann 19. ianúar.
Það eru tilmæli embættisins til
yðar, að þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miðana og
vandið frágang þeirra. Með því
stuðlið þér að hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firrið yður
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI