Alþýðublaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 5
2£&- Miðvikudagur 18. janúar 1978
* ^
Ur bæklingi Sameinuðu þjóðanna um Suður-Afríku:
5
. 'J*.
1 hverfum svartra I Suöur-Afrlku rfkir gifurleg örbirgö. Meöaltekjur þeldökkra eru meöþvilægsta sem þekkist I heiminum. Ekki ýkja langt
I burtu í hverfum hvitra manna er ástandiö allt annaö. Þar lifa menn I vellystingum praktuglega og meöaltekjur hvltra eru meöal þess sem
mest þekkist I veröldinni.
ir Suður-Afrlkubúar:
Réttlausir í eigin landi
— Sudur-Afríka er iðnvæddasta landid í álfunni. Hvítir menn
þar ílandi hafa medaltekjur sem eru meö hinum hæstu í
heimi. Tekjur Afrikana í Suður-Afríku eru
hinsvegar meö hinum lægstu sem þekkjast í veröldinni
Suður-Afríka og kyn-
þáttamálin
Þróun mála i Suöur-Afrlku
hefur verið mjög I sviðsljósinu
undanfarnar vikur og mánuði,
og kemur þar margt til. Kyn-
þáttastefna hvitu minnihluta-
stjórnarinnar er i þann veginn
að ganga sér til húðar, og and-
staða gegn stjórninni fer stöðugt
vaxandi.
Nýlega gaf upplýsingaskrif-
stofa Sameinuðu þjóðanna I
Kaupmannahöfn út bækling,
sem heitir „APARTHEID,
spurningar og svör”. Það sem
hér fer á eftir er að mestu byggt
á efni þessa bæklings.
Hvað er
Apartheid?
Apartheid er það nafn, sem
stjórn Suður-Afriku hefur sjálf
gefiö stefnu sinni I kynþátta-
málum, kynþáttaaðskiinaðar-
stefnunni. Kúgunin er tákn
þessarar stefnu. í krafti kerf-
isins eru öll völd hjá hinum
hvitu, þótt svo að þeir séu
aðeins um það bil fimmtungur
ibúa landsins.
Apartheid kerfið þýðir með
öðrum orðum, að blökkumenn,
fólk af Asiukyni og aðrir
hörundsdökkir menn hafa mjög
skert frelsi. Þetta fólk nýtur
ekki mannréttinda.
Hinn hviti minnihluti á lang-
mestan hluta landsins. Innf-
æddum er haldið á sérstökum
svæðum, sem samtals eru að
flatarmáli um það bil 13% af
heildarflatarmáli landsins.
Apartheidstef nan er
hyrningarsteinn stjórnmála- og
efnahagskerfis Suður-Afriku.
Atvinnulifið, — en það stjórnast
aðallega af hagsmunum hinna
hvitu svo og erlendum hags-
munum, nýtur góðs af Apart-
heidstefnunni. Hagnaður af
vinnuþrælkun hinna þeldökku er
gífurlegur. Þeir hafa verið
rændir auölindum lands sins, og
eru nú látnir þræla fyrir laun,
sem halda þeim sisnauðum.
Aðskilnaðarstefnan i Suður-
Afriku á sér nokkuð lanea söeu.
Hennar mun fyrst hafa farið að
gæta I verulegum mæli i
kringum 1909, en þá stofnuðu
hollensk ættuðu Búarnir og
breskir landnámsmenn Suður-
Afrikuflokkinn (S.A. Union).
Þegar þessi flokkur náði
völdum i landinu árið 1948 varð
Apartheid hin opinbera stefna
stjórnvalda og tökin á svarta
meirihlutanum voru hert til
mikilla muna. Talsmenn
stjórnarflokksins hafa allar
götur siðan lagt á það megin-
áherzlu að tengslin milli hinna
hvitu og þeldökku skuli vera
eins litil og framast sé unnt að
komast af með, ef ekki eigi að
draga til ófriðar. Yfirvarp
stefnunnar er að fólk af óliku
kyni eigi að búa aðskiliö, og
þróun hvers kyns um sig eigi að
eiga sér stað út af fyrir sig, og
nauðsynlegt sé að hinir hvitu
ráði fyrir hinum þeldökku, sem
„séu á lakar þróuðu menningar-
stigi.”
Þannig lét fyrrverandi for-
sætisráðherra Suður-Afriku
Henrik Verwoerd þessi ummæli
falla á þingi Suöur-Afriku árið
1963: „Vandinn er i rauninni
ekki annar en þessi: Við viljum
að Suöur-Afrika verði fram-
vegis hvitt land... og að halda
landinu „hvitu”, getur aðeins
táknað eitt: Hinir hvitu veröa að
halda landinu „hvitu”, getur
aöeins táknað eitt: Hinir hvltu
verða að ráða, ekki vera leið-
togar eöa leiðbeinendur, heldur
að ráða ferðinni”.
Hvað segja Sameinuðu
þjóðirnar um Apartheid?
Allsherjarþing Sameinuöu
þjóöanna hefur hvaö eftir annað
fordæmt Apartheid stefnuna og
meðal annars nefnt hana „glæp
gegn mannkyni”. öryggisráðiö
hefur lýst Apartheid stefnunni
svo, „aö hún striði gegn sam-
vizku manna”. Allar stofnanir
Sameinuðu þjóðanna, sem á
einhvern hátt fást við eða eru
L........ ...................
tengdar mannréttindum,
afnámi nýlendustefnu, og
kynþáttamismunun, hafa for-
dæmt Apartheidstefnuna. Þá
hefur þvi og verið slegið föstu I
einni af samþykktum Alls-
herjarþingsins, að Apartheid-
stefnan sé ekki aðeins þrösk-
uldur i vegi þróunar á sviði
efnahagsmála og félagsmála,
heldur standi og i vegi fyrir friði
og alþjóðlegri samvinnu.
1 samræmi við það, sem að
ofan segir, hefur á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna verið
gerður fjöldi ályktana og
samþykkta sem miða að afnámi
Apartheid. Minnst verður á
nokkrar þeirra hér á eftir.
Hvernig skiptir Suður-
Afríkustjórn íbúum
landsins?
Hverjum einasta ibúa Suður-
Afriku er skipað i flokk eftir
kynþætti og uppruna og allt er
þetta siðan fært I þjóðskrána.
Yfirvöld skipta þjóðinni I fjóra
flokka: Hina hvitu, eða fólk af
evrópsku bergi brotið, Afrik-
ana, eða bantúa, Asiufólk, aðal-
lega Indverja og Pakistana, og
litaða, en það eru einkum kyn-
blendingar af ýmsu tagi, en
einnig aörir sér hópar eins og til
dæmis Malajar.
Samkvæmt upplýsingum
stjórnvalda I Suður-Afriku var
skiptingin árið 1975 sem hér
segir:
Afrikanar ...... 17,8 milljónir
Hvitir.......... 4,2milljónir
Litaðir ........ 2,4milljónir
Asiumenn........ 0,7 milljónir
Samtals 25,1 milljón
Þaö er þessi flokkun sem
gerir út um það við hver lifskjör
fólk I Suður-Afriku er gert aö
búa. Það fer einnig eftir flokk-
uninni, hvaða réttinda fólk
nýtur, ef það nýtur þá nokkurs
þess, sem rétt er að nefna sliku
nafni. Þaö er lika háö þessari
flokkun hvar menn mega eiga
heima, hvernig þeir mega búa,
hvernig vinnu þeir mega
stunda, hverskonar menntun
þeir mega afla sér, hverjum má
giftast, hvert má ferðast, og
hvernig verja skuli frl-
stundunum.
I lögum, sem samþykkt voru
árið 1950 segir að allir sem
orðnir séu sextán ára skuli bera
nafnskirteini. Þar eru áprent-
aðar upplýsingar um þessa
flokkun, sem öllu ræöur.
Samkvæmt svonefndum Bantu-
lögum frá árinu 1952 er það
einnig svo, að allir Afrikanar,
sem orönir eru sextán ára og
eldri skulu hafa svonefnda
Upplýsingabók, sem getur verið
allt að 90 blaðsiður. Auk nafn-
skirteinisins skal i þeirri bók
vera að finna, ljósmynd, fingra-
för, kvittanir fyrir greiðslu
opinberra gjalda, upplýsingar
um atvinnu og opinber ferða-
leyfi. Þaö er tvimælalaust lög-
brot, geti Afrikani ekki hvenær
sem krafist kann aö veröa,
framvisað þessari bók.
Hver áhrif hefur Apart
heid á daglegt líf
Afríkana, litaðra og Asíu-
manna?
Hér um bil öllum sviðum lifs
þessa fólks er stjórnað af
öðrum, það er aö segja rikis-
valdinu. Apartheid, er stað-
reynd, sem þetta fólk rekur sig
á margsinnis á hverjum einasta
degi.
Hinir hvitu og hinir hörunds-
lituðu búa til dæmis i aðskildum
hverfum. Þeir nota ekki sömu
járnbrautarlestir eða strætis-
vagna. 1 hvaða skóla börnin
fara, fer eftir þvi hvernig þau
eru á litinn. Fyrir hina hvitu eru
sérstakar kirkjur, sérstök kvik-
myndahús, veitingastaðir,
baðstrendur og meira að segja
sérstök iþróttafélög. Hvitir og
svartir ganga ekki einu sinni inn
og út um sömu dyr, né sitja þeir
heldur á sömu bekkjum i
almenningsgörðum. Hvorir um
sig hafa sina eigin simaklefa og
leigubilar handa hvitum og
svörtum biða ekki á sömu
stöðinni. Sjúkraþjónusta hvitra
og svartra er algjörlega aðskilin
og þeir eru meira að segja ekki
grafnir i sömu kirkjugörðum. A
bókasöfnum og i dýragörðum er
ekki opið fyrir hvita og svarta á
sama tima.
Það bætir litiö úr skák á þessu
sviöi, aö hin siðari árin hefur
stjórnin i Suður-Afriku reynt að
láta lita svo út, sem verið sé aö
draga úr hörkunni 1 Apartheid
stefnunni á ýmsum þessara
sviða. t fyrsta lagi er þaö ákaf-
lega fátt og litið sem breytt hef-
ur veriö til betri vegar og i ööru
lagi er það til dæmis látið
borgaryfirvöldum i stórborgun-
um eftir að ákveða fram-
kvæmdina, til dæmis það hvort
hvitir og svartir megi sitja á
sömu bekkjunum i almennings-
görðum, eða hvort svartir megi
ferðast með strætisvögnum,
sem fram til þessa hafa ein-
göngu verið ætlaðir hinum
hvitu. Þá hefur rikisstjórnin
ennfremur sagt það skýrt og
skorinort, að hún muni beita sér
gegn þvi ef henni þykir of langt
gengið i frelsisátt blökkumönn-
um til handa.
Hvernig er framkvæmdin
í raun?
Framkvæmdin er i raun og
veru þannig, að landinu hefur
verið skipt upp milli hvitra og
svartra. Hvitir menn ráða yfir
87% landsins, Afrikanar veröa
að láta sér nægja þau 13% sem
eftir eru. Á hinum stóru svæðum
sem hinir hvitu ráða, eða innan
þeirra öllu heldur, eru svo af-
mörkuð minni svæði, þar sem
fólki með annan hörundslit en
hvitan er náðarsamlegast leyfi-
legt að búa.
Þessi svæði kalla stjórnvöld I
Suður-Afriku, „heimalönd”, eða
Bantustan. Eitt slikt svæði er
ætlað hverjum kynþætti frum-
hyggja landsins, zulu, xhosa,
tswana, seshoeshoe, shangan,
swazi og enda, svo nefndir séu
nokkrir kynþættir. Svæði þessi
eru mismunandi stór eftir
mannfjölda hinna einstöku kyn-
þátta.
Nú skyldu menn ætla að þetta
væru samhangandi landssvæði.
Svo er þó alls ekki. Þeir niu
kynþættir sem hvita stjórnin
viöurkennir hafast við á 81
landsskika á við og dreif. Zulu-
menn einir, sem muhu vera fjöl-
mennastir, búa til dæmis á 29
skikum.
Stjórn Suður-Afriku hefur lýst
yfir, aö þaö sé markmiðiö að
gera þessi svo kölluðu heima-
lönd sjálfstæð. Fram til þessa
hefur þó aðeins eitt þeirra hlotiö
svokallað sjálfstæði eins og
stjórn Suður-Afrlku viröist
skilja þaö orð, en það er
Transkei, þar sem zhosarnir
búa. Þaö gerðis 26. október 1976.
Auðvitaö er það'svo, að þess-
um heimalöndum, sem svo eru
nefnd er aöeins ætlaö að renna
styrkari stoðum undir
Apartheidstefnuna, og viðhalda
völdum hvita minnihlutans i
landinu. Þvi er það, að Alls-
herjarþingiö lýsti þvi sam-
stundis yfir aö sjálfstæðisyfir-
lýsing Transkei væri dautt og
ómerkt plagg. Allsherjarþingið
hefur áður fordæmt þessa
Bantustan stefnu Suður-Afriku-
stjórnar og sagt, aö hinn raun-
verulegi tilgangur þeirrar
stefnu sé að koma af stað klofn-
ingi meðal hinna innfæddu,
etja kynþáttunum hverum
gegn öörum, og aö freista þess
að veikja mannréttindabaráttu
blökkumanna i Afriku.