Alþýðublaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 18. janúar 1978 ssas*
sías-
Miðvikudagur 18. janúar 1978
7
„Kirkjan rúmi þær hugsjónir og þjóðfélagslega
baráttu, sem Kristur boðaði okkur
— rabbað við séra Sigurð Hauk Guðjónsson, um kirkju, trú og samfélag manna
/,Ég verð alltaf meir og méir sannfærður um að
þegar Kristur stóð upp úr Jórdan, að skírninni ^ifstað-
inni, þá uröu þáttaskil i trúmálum. Eftir það boðaði
hann allt annan Guð en Gamla Testamentið ber fram.
Guö gamla testamentisins er grimmur, reiöur karl
uppi á stalli, sem getur att það til að fyrirskipa fólki
að fórna börnum sínum. Samanber orð Gamla testa-
mentisins: — Heill þeim sem þrifur ungbörn sín og
slær þeim niður við stein.
Kristur boðar aftur á móti Guð sem elskandi föður.
Ég fæ ekki séð annað en að þarna skilji Jórdan á milli
og aö Kristur hafi komið fram með algerlega nýja
Guðsmynd. Að visu byggða á þeirri gömlu, en þetta
krystallast allt á nýjan veg í honum.
Við sjáum það líka af sögunni, að Kristur hefur ekki
boðað hinn gamla guð. Kirkjan var þá ekki siður
hrædd við frávik og breytingar en hún er nú og hún
þoldi Krist ekki nema þrjú ár. Að þeim liðnum kross-
festi hún hann. Hefði Kristur verið sannur þjónn hins
gamla Guðs, hefði hann aldrei verið krossfestur.
Þá er ég líka sannfærður um að Kristur kom ekki í
þennan heim til þess eins að láta krossfesta sig. Til-
gangur komu hans var ekki sá einn að gera kleift að
frelsa nokkra útvalda. Ég er fuyviss um að Kristur
kom gagngert til að breyta heiminum. Hann var bar-
áttumaður og kenningar hans sýna að hann vildi
breyta samfélagi mannanna, þannig að það yrði rétt-
látara.
Kirkja hans hefur hins vegar sveigt sig til annarra
átta, oft af illri nauðsyn, og hefur því brugðist hlut-
verki sinu. I dag er hún á villigötum og viðurkennir
ekki einu sinni þjóðfélagslegt innihald kenningar
hans".
Þessi orð eru orð klerks nokkurs, sem oftar en einu
sinni hefur vakið reiði ráðamanna hér á landi, bæði
þeirra er læðast um skrifstofubákn þjóðkirkjunnar,
sem og þeirra er teljast til stjórnmálaprílara. Hann
hefur stundum þótt nokkuð byltingarkenndur i vinnu-
brögðum og hefur þá jafnvel gengið fram af sóknar-
börnum sínum. Útvarpið hefur lokað dyrum sínum á
nef hans, i það minnsta einu sinni. Hann hefur hlotið
ákúrur yfirmanna sinna fyrir að fást ekki til þess að
fella sig i þá f jötra meðalmennsku og andlegrar auðn-
ar, sem margir telja einkenna embættismannakerfi
þjóðkirkjunnar.
En þeir eru lika til, sem telja hann fara með rétt
mál. Þeir sem telja hans aðferðir vænlegri, hans skoð-
anir réttari en allt það sem fram er borið í kerfis-
bundnum bænalestri og messugjörð þeirra er fara að
rikjandi siðum. Sumir telja jafnvel að skoðanir hans
feli í sér einu von kirkjunnar til þess að fylkja á ný
æskunni undir merki sitt, án þess að gera kenningar
sinar að söluvöru.
Klerkurinn heitir Sigurður Haukur Guðjónsson og
við höfðum tal af honum fyrir nokkrum dögum.
Gefum honum aftur orðið:
Hrædd kirkja
Kirkjan er ákaflega hrædd i
dag. Húner einkum hrædd við aö
gefa á sér höggstah og viö aí> reita
einhvern til þess að hann slái.
Þess vegna þegirkirkjan svona
þunnu hljóði. Þess vegna beitir
hún sér ekki gegn þjóðfélagslegu
ranglætiogspillingu, sem væri þó
eðlilegt. Húnhefur lent i þvi að fá
yfir sig úrskurð um að hún eigi
ekki að vasast i ákveönum, til-
teknum málum og málaflokkum.
Forsendurnar eru þær að þar sé
um stjórnmál að ræða og þvi
komi kirkjunni það ekki viö.
Ifyrsta lagi er allt stjórnmál og
iöörulagiverðég aö lýsaþvisem
skoöun minni að kirkjunni komi
allt við, sem snertir einhvernþátt
mannlegs lífsþátta.
Kirkjan hefur veriö treg til að
framfylgja þeim boðum sem
Kristur gaf. Til dæmis er ekki
langt sfðan kirkjan tók hér upp
starf í tengslum við baráttuna
gegn hungri i heiminum. A þeim
vettvangi þegir hún um ákaflega
margt, sem hún ætti að hafa i há-
mæli. Til dæmisþað að rotturnar
i New-York fá i sinn hlut mun
meira af matvælum, sem fleygt
er fyrir þær, en hjálparstarf
kirkjunnar fær til dreifingar með-
al hungraðra. Það er súrt til
þessa að vita, en við þegjum
samt.
Ekki hef ég heldur heyrt kirkj-
una minnast á það, ekki einu sinni
gefa i skyn, að henni þyki það
neittundarlegt að einstakir menn
getihaft um átta hundruð þúsund
krónur I mánaöarlaun, meöan
aðrir hafa innan við hundrað þús-
und.
Kirkjan er allt of hrædd við að
móöga. Hrædd við að koma illa
við kaun manna, vekja andúö
þeirra, einkum og sér i lagi þeirra
sem einhverju gætu ráðið. Þaö
sýnir okkur hvernig hún hefur
hafnað starfsaðferðum Krists,
þvi hann hikaði ekki við aö
móðga, jafnvel berja, ef honum
þótti ástæða til.
Dægurmálin á oddinn.
Hérveröur breyting að verða á.
Kirkja verður að losa sig undan
hræðsluklafanum og taka upp
nýja stefnu. t dag forðumst viö
alla umræöu um það sem er að
ske i þjóöfélaginu. Viö tölum ein-
vörðungu um innréttingar himna-
rikis og lifið eftir dauðann, það er
aö segja umhluti sem við vitum
ekkert um.
Með tilliti til þess markmiðs að
gera kirkjuna að sterkara og
virkara þjóðfélagsafli en hún er
nú, verður þetta að breytast. Inn-
an hennar verða að rúmast hug-
sjónir og sú þjóöfélagslega bar-
átta, sem felst i lifi og kenningum
Krists. I dag er það ef til vill kall-
a6 pólitik, en réttlæti og annaö
það sem Kristur boðaði á heima
innan ramma kirkjulegs starfs og
baráttan fyrir þvi á að vera einn
af þáttum þess: einnaffÖ6tum og
stórum þáttum þess.
Ég sá það i reynd sem gerast
verður { Skotlandi á siðasta ári.
Þar hefur kirkjunni tekist aö ná
aftur athygli fólksins, að tak-
mörkuðu leyti enn sem komið er,
en þó tekizt aö ná henni. Ég tók
eftir þvi þarna Uti, að um klukku-
stund áður en messa hófst gengu
menn þar, með bibliuna undir
handleggnum, til bibliulesturs og
umræöu um texta þann er prest-
urinn átti aö leggja Ut af þann
dag.
Þarna hefur þeim tekizt aö gera
þetta fint, sem ef til vill má telja
hégómlegt, eða spilun á hégóma-
girnd safnaðarins, en engu að siö-
ur kemur þetta fólkinu til kirkju
og siðan er það klerksins i hverju
tilviki að standa undir þvi að
beina þróuninni á réttar brautir.
Þarna tala klerkar lika frjáls-
legar en hér. Þeir tala meir um
veraldlega hluti, eru óragir við að
ræða það sem efst er á baugi i
þjóöfélaginu.
Hreint — óhreint
Ekki var þó allt á eina bókina
lært I þvi sem ég sá og heyrði á
ferð minni á siðasta ári. Eitt þótti
mér til dæmis ákaflega leitt, sem
ég komst að i höfuðstöðvum spir-
itista i Englandi. Þar sem hér á
landi er ákaflega stór og sterk
spiritistahreyfing , er ekki úr
vegi aö segja frá þvi.
ar fást víö. Mér þykir það ákaf-
lega furðulegt að kirkjan skuli
telja þetta af hinu illa. Sam-
kvæmt þessu hefði hreintrúuöum
og kristnum manni, sem mætt
heföi englinum á Betlehemsvöll-
um forðum, einna fyrst orðið það
fyrir að kalla upp: — Vik frá mér
Satan —.
Hér í safnaðarheimilinu höfum
við meðal annars haft bæna-
stundir með Einari frá Einars-
stöðum og hefur það gefizt vel.
Ég geri mér grein yrir þvi að til
er fólk sem ekki er heilt á geðs-
munum. Lika fólk sem er hreinir
loddarar, en margt af þessu fólki
færir gott eitt með sér og á heima
innan kirkjunnar.”
Sannleikurinn ekki einn
Þaö verður einnig að koma hér,
sem nú vottar fyrir annars staðar
i Evrðpu, þar sem er samstarf
kirkjudeilda. Þar gæti ieiðin til
lausnar á mörgum vandamálum,
meðal annars þvi stóra og mikla
sem trúarbragðadeilur, jafnvel
trúarbragðastyrjaldir hafa verið,
leynzt.
í Þýzkalandi, þar sem ég hef
kynnzt þessu bezt, eru menn
hættir að llta á sig sem sérstaka
fulltrúa Guðs. Það er, LUterstrú-
armenn, rómversk kaþólskir og
....það er fallegasta kirkja sem ég hef komiA I”.
Þarna kynntist ég nefnilega
spfritistum sem söfnuði. Sérsöfn-
uöi,sem hefur klofið sig frá kirkj-
unni. Ég varð ákaflega leiður að
sjá þetta. Að sjá að þetta fólk
starfar ekki innan kirkjunnar.
Hjá okkur hefur þessu fólki ver-
ið ýtt frá kirkjunni og jafnvel litið
á þaðsemóhreint. Þykir mér þar
skjóta nokkuð skökku við, hjá
þeim er byggja sína trú á
Nýja-testamentinu, þvi þar úir
einmitt og grúir af fyrirbrigðum
af sama tagi og þeim er spiritist-
grfsk kaþólskir lifa ekki lengur
hver i sinu horni I þeirri trú að
þeir einir hafi allan sannleikann.
Ef til viller breytingin mest hjá
rómversk-kaþólsku kirkjunni, þvi
hUn er að reyna margt nýtt.
I Þýzkalandi kom ég á siðasta
ári i kirkju, meðan á samkomu
stóð, þar sem viðstaddir voru
tveir klerkar lUterskir, einn róm-
versk-kaþólskur og einn
gri'sk-kaþólskur.Þeir starfa allir
við sömu kirkjuna, að visu hver
meö sinn söfnuð, en starfa þó
saman og hittast til aö ræða
vandamál sin. Þeir sækja einnig
messur og samkomur hver hjá
öðrum.
Annað varö ég einnig var við
þarna, sem ef til vill er enn
merkilegra. Það var þegar égbaö
lUterskan klerk aö lána mér
handbókina sem þeir störfuðu eft-
ir. Þá kom 11 jós a ð þeir hafa ekki
opinbera handbók og starfa ekki
sámkvæmt slikri forskrift. Þeir
erusendir af kirkjunni til starfa i
söfnuði og þaö gera þeir eftir
beztu getu, samkvæmt eigin
sannfæringu og eigin samvizku.
Þetta samstarf klerka, sem ég
fékk að s já þarna, á raunar rætur
sinar strax i frumsöfnuðunum.
Ég hygg ég fari rétt með að þaö sé
i Korintubréfi sem varað er við
flokkun kirkjunnar og bent á aö
við erum öll Krists. En vafalitið
verður þetta lika talið pólitik.
Þannig verður frjálslyndi aö
aukast. Raunarer það að aukast,
hér sem annars staðar. Við vor-
um um daginn með argetiska
messu hér i safnaðarheimilinu,
það er messu san á ákaflega
margt skylt við jass. Fyrir ekki
mörgum árum voru pop-messur
stöðvaðar hjá okkur.þótt þær hafi
ekki verið svo frábrugðnar þessu.
Nú á aö flytja argentinsku mess-
una i' útvarpinu.
Þetta er aö stefna ofurlitið i
rétta átt nú, enda hlýtur pendúll-
inn að sveiflast áfram. Hins veg-
ar er löngleið til þess að kirkjan
geri kenningar Krists raunveru-
lega að sinum og berjist fyrir
þeim.
Fallegasta kirkjan.
Við Islendingar byggjum ákaf-
lega mikiö af kirkjum. Það er
kirkjum Ur steinsteypu og timbri,
sem siðan standa auðar og illa
nýttar hjá okkur. Ég hef alltaf
veriö þeirrar skoöunar að tóm
kirkja sé verri en engin kirkja og
þvl hef ég stundum reyt að koma
þvi til leiöar að söfnuðir hér á
Reykjavikursvæðinu sameinuð-
ust um kirkju. Það hefur verið
talið valdabrölt af milli hálfu.
Hins vegar má segja hér litla
söguaf manni, sem flutti hingaö i
nágrenniö fyrir allmörgum árum
slðan og hefur búið þar I sama
húsi á sama stað til þessa. Hann
hefur, vegna mismunandi skipt-
ingar i sWnuði, þurft að leggja
fram fé til þriggja kirkjubygg-
inga. Fyrsta i Laugarnessókn, þá
hjá okkur i Langholtssókn og sið-
ast i Asprestakalli. Nú veit ég að
þessi maður sér ekki eftir þeim
peningum sem hann hefur látið til
þessarramála, en þaö er til dæm-
is aö minu mati einkennilegt, aö
Assókn og Langholtssókn skuli
ekki sameinast um kirkju, þótt
safnaðarheimilin ef til vill væru
tvö. Éghef orðaö þetta nokkuö en
það var tekiö sem svo að ég væri
aðreyna sölsa Asprestakall undir
okkur hér.
Að lokum mætti út frá þessu
segja í fáum orðum frá fallegustu
kirku sem ég hef komið i. Helgi-
dóm þessum hefur kona nokkur
komiö sér upp, I tengslum við
starf lútherskrar hreyfingar I
Frakklandi, en þessi hreyfing
hefur komið upp nokkurs konar
klaustri, þar sem bæði eru nunnur
og munkar. Starfið miðar svo að
mannúöarmálum og bræðralags-
hugsun.
Þessi helgidómur er í kjallara
hússins sem konan býr i. Veggir
eru þar hvitkalkaöir. Sæti eru
einföld og ekki fin. Altariö er
kassi, sem dúkurer breiddur yfir.
Þarna getur fólk gengið út og
inn. Ef þvi liður illa, eða á við
vandamál að striða, getur það
leitað sér lausnar i stórri mynd-
skreyttri bibliu, sem þar liggur
frammi. Að visu er biblian á
frönsku, fólkið yfirleitt þýskt, en
það kemur ekki aö sök, að þvi er
konan sagði mér, þvi gestirnir
leita að mynd sem hæfir hugar-
ástandi þeirra og það nægir.
Þetta er faliegasta Kirkja sem
ég hef komið í og það mættum við
reyna að skilja aö mikilvægustu
kirkjurnar sem byggðar eru eru
ekki steinsteyptar hallir, heldur
þær kirkjur sem byggðar eru i
hjörtum mannanna.”
Þröngsýn klerkakirkja
„Hérvar ákaflega frjálslynd og
nokkuö sérstæö kirkja, segir séra
Sigurður, enda voru innan vé-
banda hennar sterkir menn, sem
fengu aö njóta sin. NU, siðustu
áratugina, hefur kólfurinn hins
vegar slegist til baka, lflkt og hann
hlýtur að gera, og andstæðan hef-
ur komiö fram, það er þröngsýn
kirkja.
Þjóökirkjan hér er I dag ákaf-
lega þrikigsýn. Meira að segja svo
að þaö er mjög örðugt fyrir þá
presta, sem hafa aðra skoðun,
aðra afstöðu en klerkahópurinn I
heild, að fá starfsaðstöðu innan
hennar. Allt verður aö halda
gamla forminu. Eitt sinn lokaði
til dæmis rikisútvarpið á mig, þvl
ég hafði breytt formi morgun-
bænastundarinnar i útvarpinu.
Mér fellur ekki það bænaform
sem tiðkast hefur og valdi þvf að
hafa þessa morgunþætti f hug-
vekjuformi, þar sem ég fléttaði
inn iýmislegtþað sem var að ger-
ast I þjóðfélaginu. Þar kom að ég
snerti eitthvað illa eina af þessum
pólitisku klifurmúsum i kerfinu
og þar með var lokaö á mig. Af
þessu tilefni kallaði biskupinn
mig á sinn fund og tjáði mér að
þótt hann hefði ekki staöið aö þvi
að lokað var á mig, væri hann
fyllilega sammála þeim sem
hefðu gert það.
Þeir vilja hafa sinar bænir,
blessaðir mennirnir, og engu láta
breyta. í það minnsta alls ekki
láta fella inn i þær dægurmálin.
Þjóðkirkja okkar er klerka-
kirkja. Aö þvi leyti hefur hún
fjarlægst uppruna sinn. Innan
hennar fá einstakir menn ekki að
„Hann kom ekki til að láta
krossfesta sig.
njóta sin. Allir skulu felldir I
sama fariö, rótfestir i embætti viö
söfnuð, sem þeir lita á sem eigu
sina,þarsem þeir fá ekki að haga
störfum sinum eftir hæfileikum,
getu og vilja. Við megum ekki
einu sinni hrósa starfsbræörum
okkar. Þeim sem okkur finnst
skara fram Ur. Finnist mér einn
þeirra sérlega góður ræðumaður
og segi ég það opinberlega, skilst
mér ég sé að taka spón Ur aski
annarra klerka, því með þvi vlsi
ég til hans og þá jafnframt frá
hinum.
Það eru allir svo hræddir um
stöðu sina. Ef viö lítum bara á
þetta allt saman sem sameigin-
legt starf okkar, þá yrðum við ó-
ragari og leyföum mönnum aö
njóta sin.
Ég bar eitt sinn fram tillögu,
þess efnis aö prófastur yröi eins
konar verkstjóri yfir klerkahóp,
sem allur sæti á einum og sama
stað og væru siðan sendir þaöan
út til að þjóna söfnuöunum innan
prófastsdæmisins. Þannig hefði
enginn þeirra sérstakan söfnuö.
Þeir störfuöu mun vlöar og hver
og einn söfnuður fengi að sjá og
heyra marga klerka. Þá kæmust
söfnuöir ekki i einkaeigu. Með
þessu móti hefðu starfskraftar
klerka lika nýtst betur. Þá gæti sá
er vel gengur að starfa meö ungu
fólki einbeitt sér nokkuö að sliku,
sömuleiðis sá er. lætur vel að
starfa að áfengisvörnum og svo
framvegis á hverju starfssviði
kirkjunnar. Þá yrði ekki lengur
sU staða sem I dag háir okkur, að
{æestar verða aö sinna störfum,
sem þeir hvorki hafa áhuga á, né
getu til að inna af hendi.
A sinum tima var hlegið að
þessari tillögu minni, en nU eru
læknar, til dæmis, aö skipuleggja
sin störf á likan máta. Svo viröist
ánnig að þróunin innan kirkjunn-
ar stefni i svipaöa átt. 1 það
minnsta þykist ég greina þess
ýmis merki i störfum nUverandi
prófasts hér, að svo veröi I fram-
tlðinni.
Kirkjan I dag hefur aö mörgu
leyti misst sjónar á hlutverki sinu
ogmarkmiöum. Það er eölileg af-
leiöing þess sem ofan á hefur orð-
iö. HUn er oröin að klerkakirkju,
sem ekki einbeitir sér að út-
breiöslu og framrás kenninga
Krists. Þjónar kirkjunnar hafa I
raun glatað skilningi á hlutverki
sinu og þá jafnframt á hlutverki
kirkjunnar.
Peningamál og vinsæld-
ir
Ekki batnar það svo, þegar
fjárhagsleg keppni milli klerka,
fer að spila inn i. Þar á ég meðal
annars við þær greiðslur, sem
heimilter að setja upp, fyrir unn-
in aukastörf, eins og þaö er nefnt.
Þaö rýfur samstarf milli klerka
mikið. Þeir reyna aö verða sér Uti
um þessi aukastörf, til að bæta
sér upp' rýrar tekjur, til dæmis
meðþvi aö laða að sér fermingar-
börn, jafnvel með kók og prins
póló sem vopn.
Bæði er það hvimleitt og fjarri
öllum kirkjuanda að horfa upp á
þetta kapphlaup, svo og hefur
þetta I för meö sér rangláta skipt-
ingu innan kirkjunnar: . Við
hér I Reykjavik, sem störfum
með mannmörgum söfnuðum,
höfum mörg fermingarbörn á ári
hverju, margar sklrnir, giftingar
og s vo framvegis, tökum til okkar
bróðurpartinn af tekjum klerka-
stéttar landsins i heild. Hinir,
sem starfa i dreifbýlinu, hafa ef
til vill aðeins tvö eöa þrjú ferm-
ingarbörn, fáeinar skirnir og eina
hjónavigslu á ári, en þaö skipar
þeim mun neöar i flokk en okkur I
fjárhagslegu tilliti. Þetta er rang-
látt og auk þess gagnstætt eöli
prestsstarfans, sem ekki á aö
vinnast i' uppmælingu.
Persónulega hef ég tekiö þá
stefnu, að taka ekki aukagreiðsl-
ur fyrir ákveöin verk, sem nefnd
eru aukaverk, en eru engu að sið-
ur I raun beinn hluti prestsstarf-
anna og ófráskiljanleg sem slik.
Enda er, i sumum tilvikum aö
minnsta kosti, þetta orðaö svo að
greiðslan sé fyrir skrásetningu,
eða eitthvað slikt, en ekki prests-
verkiö. Mér finnst bara ómögu-
legt að standa frammi fyrir sókn-
arbarni mlnu og krefjast
greiðslu, sem skilyröis fyrir þvi
aö ég vinni prestsverk min.
Nú, það má þó ekki gleymast, I
umræðu um þetta, að klerkar eru
menn, rétt eins og aörir, og margt
af þessu er ef til vill aðeins til-
hneiging til að sjá einhvern á-
rangur starfa okkar. Einhver á-
þreifanleg merki um árangur.
Við getum ekki bent á hús eða
fyrirtæki og sagt: —■ þetta hef ég
byggt—. Viö getum ekki heldur
safnað saman bunka af blaöa-
greinum, fréttum og viötölum og
bentáþaðsem merkium árangur
I starfi þegar marfir sækja til
okkar I ftessi svonefndu auka-
störf, svo sem fermingar, skirnir,
hjónavigslur og annaö.
Svo er þvi ekki heldur að neita,
að klerkar geta orðið nokkurs
konar tizkufyrirbrigöi. Það verð-
ur tizka að fermast hjá þessum,
láta hinn skira, þann þriöja sjá
um hjónavigslu og svo framvegis.
....heldur til þess að breyta
heiminum.”
Kirkjan hefur
brugðist
Ég verð þvi miður að lýsa þvi
sem skoöun minni, aðkirkjanhafi
brugðist. Við sem störfum á
hennar vegum, klerkar og aörir
embættismenn, höfum brugðist I
starfi okkar og þvi hefur kirkj-
unni sem stofnun mistekist.
Við sjáum það viöa i dag, að
kirkjan hefur fælt fólkið frá sér.
Ef við til dæmis skoðum það
hvers eðlis starf og barátta ým-
issasérhópa i þjóðfélaginu er, þá
sjáum við aö þar er margt utan
kirkjunnar, sem ætti að vera hluti
af starfi hennar sem kristinnar
kirkju. Þarna á ég til dæmis viö
ýmiss konar góögeröastarf,
styrktarstarf og baráttu fyrir
rétti og velferð þeirra sem minna
mega sin.
Menn eru að átta sig á þvi I dag
aö kirkjan hefur brugöist. Sem
stofnun, en ekki sem söfnuður,
likt og sumir af lærðustu framá-
mönnum hennará Norðurlöndum
hafa viljað halda fram.
Það er ekki vafi á þvi að ntargt
hefur verið vel gert, en engu aö
siöur skortir mikiö á aö þvl hafi
veriö komið til skila sem heföi átt
aö vera. Enda sjáum við það aö
mikill meirihluti kristinna
manna, einkum hinna lútersku,
kemur ekki lengur til kirkju og
hefur ekki minnstu hugmynd um
hvaða starfsemi fer þar fram.
Þetta stafar meöal annars af þvl:
aö fólki finnst, að miklu leyti með
réttu, að kirkjan hafi ekkert fyrir
þaö get. Ot frá þvi hafnar það
kristindómnum, sem er i flestum
tilvikum misskilningur.
1 dag er gamalt fólk mikill
meirihluti þeirra, sem sækja
kirkju. Ástæöunnar til þess er
meðal annars að leita i þvi, að
þegar allt annað hefur brugðist,
leitar það til kirkjunnar. Fólki
mistekst svo oft ætlunarverk sitt
i lifinu. Þegar það vaknar upp við
að þvi' hefur ekki tekist upp, ætlar
það börnum sinum stærri hlut á
sömu braut og það valdi, en oftast
bætast þar aðeins við ný von-
brigði. Þegar fólkið sjálft hefur
brugðistog börnin lika, að þvi er
þvi virðist, þá finnur það eitthvað
enn eitt aö stefna til innan kirkj-
unnar. Meö réttu heföi kirkjan
auövitað átt að hafa hönd i'bagga
með einstaklingnum allt hans li'f.
Koma til aöstoðar þegar honum
sjálfum gekk illa, slá á friðar-
strengi þegarspenna fór að skap-,
ast milii barnaog foreldra og svo
framvegis. En hún gerir það bara
ekki i dag.
Kirkjan á að starfa i mun nán-
ari tengslum við lif einstaklings-
ins og leið hans til að ná rétli sin-
um gegn um kirkjuna og með að-
stoð hennar á að vera mun greið-
ari. Þvi miður hefur kirkjan aö
verulegu leyti horfið frá þjón-
ustuhlutverki sinu.
Jafnframt fölsun
Það væri þó ósanngirni að
halda þvl fram að kirkjunni einni
séum að kenna. Þar kemur fleira
til og má gjarnan byrja þá upp-
talningu á sögufölsun þeirri sem
átt hefur sér stað.
Það munu hafa verið, þótt und-
arlegt megi viröast, pólskir lækn-
ar sem fyrst kváðu upp um það er
þeir nefndu sögufölsun gagnvart
þætti kirkjunnar i sögunni. Sag-
an, eins og hUn birtist okkur gegn
um sagnfræðiritogkennslu er svo
neikvæð að hún gefur alrailga
mynd af þvi sem liðið er. HUn er
saga mistaka, styrjalda og þess
þegar kirkjan brást.
Ef við litum svo á þær bækur
sem notaðar eru tii aö kenna
kristinfræöi og kristinsögu i skól-
um okkar, sjáum við fljótt að þar
er um að ræða ákaflega lélegar
bækur. Þar eru á feröinni bækur,
sem ekki gefa rétta mynd af.
kirkjunni. Þessar bækur eru einn
liður i þvi að nú hefur heil kyn-
slóö, þaö er sú kynslóð sem nú er
aö komast á fullorðinsár, verið
leidd frá kirkjunni. Það er ákaf-
lega alvarlegt fyrir kirkjuna
hvernig viöhorf kennara, svo
dæmi sé tekiö, hafa breyst gagn-
vart henni. Fyrir tiltölulega
skömmu voru þeir styrkustu stoð-
ir hennar, en nú eru ákaflega
margir, ef ekki flestir, allt að þvi
andsnúnir henni. Jafnvel þótt lifs-
skoðanir þeirra falli ekki betur að
neinu öðru en kristinni trú.
Þvi er lika enn haldið fram,
sem var blákalt trúað þegar ég
var strákur, að kirkjan hafi alla
tið staöið þver i vegi fyrir vis-
indalegri framþróun. Þessi mis-
skilningur er svo sterkur að það
hefur reynst haldlltið að benda á
staðreyndir málsins. Þau svæði
sem kristin trú hefur rikt á eru
jafnframt þau svæði þar sem vis-
indalegar framfarir og þróun
hafa átt sér stað. A þaö má einnig
Fr*>- á io. slðu
•• ■: • •• :■:..; <« ,' ■■ ■■.
\