Alþýðublaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 12
alþýóu- blaðið Otgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstiórn Alþýðublaösins er að Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarslmi 14900. MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1978 Edvard Sigurdsson, formadur Dagsbrúnar: Eindæma stórar gloppur I mótframboðinu Engar kosningar um nýja stjórn í Verka- mannaféiaginu Dagsbrún veröa um næstu helgi/ þar sem //sprengilistinn"/ sem borinn var fram af Sigurði Jóni ólafssyni og fleirum, var úrskurðaður ógildur. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, sagði í samtali í gær, að þegar listanum var skilað inn til kjörnefndar á föstudaginn, hafi komið í Ijós að aðeins hafi verið stillt upp frambjóðendum í aðalstjórn, varastjórn og endurskoðendur, en Eövarð Sigurðsson. ekki í stjórn vinnudeilu- sjóðs og trúnaðarmanna- ráðs. Sagði Eðvarð að m.a. í samræmi við 28. gr. félagslaga Dagsbrúnar hafi verið Ijóst, að fram- boðið væri ekki í sam- ræmi við lög félagsins og kjörstjórn því ákveðið að gefa frest í tvo sólar- hringa til að lagfæra framboðslistann til sam- ræmis við lögin. Eðvarð kvað mörg fordæmi fyrir því að frestur hafi verið gefinn í nokkrar klukku- stundir til að lagfæra vankanta á framboðum, en einsdæmi sé að svo miklar gloppur haf i verið í framboðinu. Var haft samráð við stjórn Dags- brúnar varðandi frest og aðstandendur „sprengi- listans" lýstu sig sam- þykka úrskurðinum. Eð- varð Sigurðsson sagði að auðvitað gæti það orkað tvímælis að veita svo langan frest, en hins veg- ar væri vitað að menn gerðu það ekki viljandi að skila gölluðum framboð- um og að ekki væri óeðli- legt að gefa tækifæri til betrumbóta. Á mánudaginn skiluðu Sigurður Jón og félagar á ný framboðslista sínum, en hann var einnig dæmd- ur ógildur. Reyndust 28 nöfn af trúnaðarmanna- listanum vera ólögleg vegna skulda á félags- gjöldum og fleiri ástæð- um. Þá voru nokkur nöf n þar tekin án þess að undirritað leyfi lægi fyrir hjá viðkomandi. Af með- mælendaskrá listans féllu 32 af 102, vegna þess að þeir voru skuldugir, ekki skráðir félagsmenn i Dagsbrún o.s.frv. Þar með var framboðið runn- ið endanlega út í sandinn og listi núverandi stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs því sjálfkjörinn. Aðstandendur „sprengilistans" létu hafa það eftir sér í gær, að þeir muni nú þegar hefjast handa með að undirbúa framboð gegn stjórn Dagsbrúnar að ári og muni það starf fyrst og fremst fara fram á vinnustöðum. Stjórnin hafi nú orðið áþreifan- lega vör við óánægju fé- lagsmanna. „Hef litla trú á ad svona kúnstir auki smjörneyzlu” — segir Davfd Scheving Thorst- einsson, sem telur vart hægt; lengur ad taka landbúnadinn í alvarlega sem atvinnugrein „Það sem mér þykir verst, er að það er hrein- lega varla hægt lengur að taka landbúnaðinn alvarlega sem atvinnu- veg. Hann er algerlega verndaður. Þarf ekki að hafa áhyggjur af af- komu sinni, ekki af fjár- magni, ekki af fram- leiðslusinni eða sölu, þvi þetta mun rikisstjórnin og rikið sjá um allt sam- an. Samkeppnin er ná- kvæmlega engin og þar sem hún kernur einhver inn i dæmið, til dæmis með framleiðslu smjör- likis sem valkosts gagn- vartsmjöri, grípur rikið inn i og passar að hún hafi ekki áhrif, sagði Davið Scheving Thor- steinsson, formaður Fé- lags islenzkra iðnrek- enda, i viðtali við AI- þýðublaðið i gær. Davlö, sem einnig er fram- kvæmdastjóri Smjörlikis hf., sagði jafnframt, þegar blaðið spuröi um viðhorf hans gagnvart smjörútsölunni, sem hefst I dag: „Mér finnst þetta ákafiega til- gangslítil aðgerö. Það er nánast, að mlnu mati, verið að færa geymslukostnaðinn á frystu smjöri frá framleiöendum til heimilanna. Ég hef litla trú á að þetta auki neyzluna, þótt vafa- laust sé hægt aö fá einhver ja til að auka sinasmjömeyzlu meösvona kúnstum. Þetta kemur fram á sölunni i þvi að fólk hamstrar meðan útsalan stendur, en síðan, þegar veröið hækkar að nýju, kemur bakslag i þetta. Það er bara þetta gamla, sem viö höfum orðið að standa frammi fyrir aftur og aftur og aftur, þeg- ar verð hefur hækkað, sala minnkað og framleiðsla um leið aukizt, að gripið er til svona af- káranlegra aögeröa.” A þessari mynd má sjá bræösluofn I nýrri járnblendiverksmiðju. Yfir ofninumenukraftmiklar ryk- sugur, sem draga tii sin örsmáar efnisagnir, sem verða til við brunann. Frá ofninum fer rykið I siur, þar sem þaö er hreinsaö frá reyknum. Hreinsitækin I Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga munu kosta a.m.k. einn milljarð króna. Járnblendið undirbýr samvinnu við fjölmiðla Jón Sigurösson/ for- stjóri Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundar- tanga/ hélt fund í gær meö fulltrúum f jölmiðla. Þetta var ekki eiginlegur fréttafundur, heldur var tilgangurinn sá, að reyna að undirbúa væntanleg samskipti fjölmiðla og starfsmanna verksmiðj- unnar. Jón Sigurösson lét I ljós þá skoðun sina, að æskilegt væri, að fulltrúar fjölmiðla fengju sem bezt tækifæri til aö afla sér grundvallarþekkingar á undir- búningi og rekstri fyrirtækisins. Þaö væri aö stórum hluta reist fyrir almannafé og þvi ætti al- menningur rétt á þvi aö fylgjast náið með gangi mála. Fulltrúar fjölmiðla voru að vonum ánægöir meö þessa af- stöðu, og var fjallaö um hvernig koma mætti á sem beztu sam- starfi þeirra og starfsmanna verksmiðjunnar. Höföu fulltrú- ar fjölmiöla á orði, að þetta væri skemmtileg nýbreytni I þjóðfé- lagi, þar sem yfirmenn margra fyrirtækja og stofnana virtust I æ rikari mæli loka gáttum fyrir fjölmiðlum. Fjórir tilkynntu um afla í gær Síðdegis í gær höfðu fjórir bátar tilkynnt um afla til loðnunefndar, sam- tals 1830 tonn. Þetta er fyrsti loðnuaflinn sem til- kynnt er um eftir að loðnu- veiðiflotinn hélt úr Akur- eyrarhöfn eftir að mót- mælum loðnuveiðisjó- manna lauk. Aflinn sem tilkynnt var um i gær fékkst um 20 milur norð-vest- ur af Kolbeinsey, en þar hafði flotinn haldið sig, áður en hann Fresturtil að skila fram- boðum til stjórnarkjörs í starfsmannafélaginu Sókn er runninn út. Aðeins eitt framboð barst, frá þeirri stjórn er setið hefur, og var því sjálfkjörið. Stjórn Sóknar skipa þvl: Aöal- hélt til hafnar I lok siöustu viku. — GEK heiður Bjarnfreðsdóttir, formað- ur, Ester Jónsdóttir, varafor- maður, Guðrún J. Bergsdóttir, ritari, Dagmar Karlsdóttir, gjaldkeri og Halldóra Sveinsdótt- ir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa þær Erna Þórðardóttir, Anna Kristiensen og Elin Sigurðardóttir. Sjálfkjörid í Sóknarstjóm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.