Alþýðublaðið - 19.01.1978, Page 1

Alþýðublaðið - 19.01.1978, Page 1
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR Ritstjórn blaðsins er ' til húsa íSíðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Flugfreyjur sömdu í gær í gær voru undirritað- ir kjarasamningar á milli Flugfreyjufélags íslands og Flugleiða, en þá hafði samningafund- ur staðið linnulaust i einn sólarhring. Samningar flugfreyja hafa veriB lausir siöan 15. október s.l. og voru alls haldnir 9 samninga- fundir deiluaðila. Alþýöublaðinu tókst ekki að fá upplýsingar um efnisinnihald hins nýja kjara- samnings, en flugfreyja ein úr samninganefndinni sagöi að kjarabæturnar samkvæmt hon- um væru hliðstæöar og hjá mörg- um öðrum hópum undanfarna mánuði. 1 kvöld verður haldinn fundur i Flugfreyjufélaginu, þar sem samningar verða kynntir og um þá greidd atkvæöi. verkafólkinu Fundur með „Ég var hjá Einari Jónssyni aö móta í leir og Ásgrimur kom heim til min einu sinni í viku til að kenna mér að mála. Þeir tóku ekkert fyrir. öðl- ingar báðir tveir." Sigurjón ólafsson, myndhöggvari, lætur móðann mása i opnu blaðsins í dag. (AB-mynd ATA) „Nei ástandið hefur ekk- ert færzt til betri vegar", sagði Hallgrímur Péturs- son, formaður verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, er Alþýðu- blaðið innti hann eftir deil- um verkalýðsfélaganna þar á staðnum við forráða- menn Bæjarútgerða r Hafnarfjarðar • // Af- kastaskráningin heldur áfram, þrátt fyrir mót- mæli okkar", sagði Hall- grimur. „Ég var að koma af fundi með trúnaðarmönn- um verkalýðsfélaganna hjá bæjarútgerðinni. Við ræddum málið í Ijósi þess sem undan er gengið og ákváðum að halda fund með verkafólkinu". Fund- ur þessi verður haldinn nú i dag, fimmtudaginn 19. janúar. Á að kalla það „beztu lausnina” eða einokun? Mega ekki selja fisk „fram hjá” SH og Sambandinu í fyrra reyndu fáein frystihús innan SH að selja frystan fisk fram hjá sölukerfum sölu- samtakanna stóru, Sölu- miðstöðvar hraðfrysti- húsanna og Sambands- ins, ogtöldu sig fá meira fyrir framleiðsluna á þann hátt. Mun þetta vera brot á reglum a.m.k. Sölumiðstöðvar- innar (SH) og voru við- komandi aðilar neyddir til þess að halda áfram sölu eftir kerfi SH, að þvi er AB hefur fregnað. Sölufyrirkomulag rækju (og hörpudisks) er hins vegar þannig, að tslenzka útflutningsmið- stöðin er stærsti út- flutningsaðili, með um 40% útflutnings, SH flyt- ur út 25% og Sambandið 20% af rækju, en aðrir m * aðilar afganginn.BIaðið spurði Ingimund Kon- ráðsson, framkvæmda- stjóra íslenzku út- flutningsmiðstöðvar- innar um ástæðu fyrir þvi að sölufyrirkomulag á rækjunni og ,,hvitum fiski’’ væri þannig óllkt. — Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því, en svo virðist sem stóru sölusamtökin hafi ekki sinnt rækjunni á neinn hátt. Hér er ekki um aö ræöa mikiö magn, 12—1300 tonn á ári og rækjan fell- ur ekki á neinn hátt undir þá ein- okun sem gildir um sölu á „hvit- um fiski”. Ég fullyröi að meö þessufrjálsa fyrirkomulagi hefur náðst að selja framleiðsluna fyrir hagstæðara verð en ella. Það ætti jafnvel að leyfa hliðstætt fyrir- komulag meö sölu „hvita fisks- ins”, en aðminnstakosti aö losa eitthvaö böndin á fisksölunni. Ekki svo að skilja að stóru sölu- samtökin hafi ekkert gott látið leiða af sér. Slikt væri fjarstæða að segja, en mér finnst sjálfsagt aðleyfa minni fyrirtækjum innan samtakanna aö selja framleiöslu, ef þau geta fengið hærra verð ut- an þeirra sölukerfa. Það þarf að opna þetta og koma samkeppn- inni að. — Þið hafiö þá reynt að fá þetta f gegn? — Já, en frystihúsunum hefur verið meinað að frysta fyrir okk- ur. Samt get ég nefnt sem dæmi, að i mai — júni i fyrra gátum við selt 60—70 tonn á 15—20% hærra verði en stóru samtökin fengu, en við gátum ekki notað tækifæriö. Styrkur stóru sölusamtakanna er margbrotið og stórt sölukerfi er- lendis, sérstaklegá i Bandarikj- unum og öruggir markaðir, en þau veröa að fylgja verðlækkun- um erlendis og standa þvi ekki betur en það. Ég tel að i heildina eigi að iosa um þessi bönd á fisk- sölunni, en eins og málin standa núna geta frystihúsin ekki selt einn einasta pakka framhjá SH og Sambandinu án þess aö fá á sig pressu. Við inntum Hallgrim eftir þvi hvernig hugsanlega verði brugð- izt við ef ekki veröur fariö að kröfum verkalýðsfélaganna. Hann sagði, að á trúnaðarmanna- fundinum i gær hefðu ákveðnar hugmyndir veriö ræddar, en vildi ekki tjá sig frekar um þær. „Ef til einhvers kemur viljum við ekki hafa neinn fyrirvara á þvi”, sagði hann. Svo sem fram kom i frétt i blað- inu i gær felldi starfsfólk i fisk- iðjuveri BOH að taka upp svo- kallað ákvæðisvinnufyrirkomu- lag, eða „bónuskerfi”. Forráða- menn fyrirtækisins hafa nú tekið upp afkastaskráningu i frystihús- inu, likt og þetta fyrirkomulag væri þegar komiö á. Telja tals- menn verkalýðsfélaganna i Firð- inum að útkomuna úr þessari af- kastaskráningu eigi að nota til þess að reyna að telja fólkinu hughvarf. Alita þeir skráningu þessa brjóta i bága viö þær hefðir sem skapazt hafa i sambandi við upptöku „ákvæöisvinnufyrir- komulagsins”. Slik skráning sé ekki leyfð af verkalýðsfélögum fyrr en „ákvæðisvinnan” hefur veriö samþykkt af verkafólkinu. —ES Gamalt fólk æ oftar fórnar- lömb sjá baksídu Afkastaskráningin heldur áfram:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.