Alþýðublaðið - 19.01.1978, Síða 4
4
Fimmtudagur 19. janúar 1978
asr
alþýöu-
Otgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurðs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðurnúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f.
Askriftaverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu.
ALÞINGI OG
GAGNRÝNIN
Þingmenn og aðrir
stjórnmáiamenn hafa
komið mikið við sögu síð-
ustu mánuði í umfjöllun
fjölmiðla um margvísleg
málefni. Þeir hafa verið
gagnrýndir harkalega,
oft með réttu, en stundum
hefur atlagan að þeim
farið út fyrir öll skyn-
samleg mörk.
Oftar en ekki hafa
dómsorð verið birt, án
þess að málflutningur
hafi farið fram. ,,Rök"
sumra gagnrýnenda hafa
verið linnulausar ádeilur,
þar sem ekki hefur bólað
átilraunum til jákvæðrar
úrlausnar. Svo mjög hef-
ur verið vegið að löggjaf-
arsamkundu þjóðarinnar
að jaðrar við tilraunir til
að svipta hana trausti og
virðingu.
Á Alþingi sitja 60 menn,
sem unnið hafa eið eða
drengskaparheit að
stjórnarskrá landsins.
Þeir fara með umboð
kjósenda, sem eiga þá
kröfu á hendur þeim, að
þeir séu vammlausir og
heiðarlegir í starf i og geri
sér grein fyrir þeirri
ábyrgð, sem á þeim hvíl-
ir. En rétt eins og öðrum
mönnum eru þeim mis-
lagðar hendur um margt,
og þeir geta ekki vænzt
þess að sitja á f riðarstóli.
Sumir þeirra eru um-
deildari en aðrir, og hafa
gef ið til þess ærið tilefni.
En fullyrða má, að helft-
in af þingmönnum vinnur
störf sín samkvæmt beztu
samvizku, og vinnudagur
margra þeirra er langur.
— Áratuga gamlar hefðir
móta störf þingmanna.
Innan hins fastmótaða
skipulags hefur þróazt
kerfi, sem mest gagnrýni
hefur beinzt að og nauð-
synlegt er að breyta.
Þetta er hið svonefnda
samtrygg i nga kerf i
flokkanna, sem á ekkert
skylt við markmið þing-
ræðis og lýðræðis.
Þingmenn þurfa sjálfir
að brjóta þetta kerfi nið-
ur. Það er í huga þjóðar-
innar gróðrarstía spill-
ingar, fjársvika og sið-
lausrar fyrirgreiðslu. Þá
ber brýna nauðsyn til
þess, að þingið í heild
veiti einstökum þing-
mönnum meira aðhald og
að þeir verði látnir sæta
ábyrgð fyrir alvarleg af-
glöp og brot á algildum
siðareglum. Hér hafa
kjósendur einnig hlut-
verki að gegna. Þeir eiga
að nota atkvæði sín sem
mælikvarða á það traust
sem þeir bera til ein-
stakra þingmanna.
En þrátt f yrir nauðsyn-
legar breytingar og um-
bætur er út í hött, að af-
greiða þingmenn sem
misindismenn. Þeir, sem
það gera, dæma þjóðina í
heild. Þetta eru jú löglega
kjörnir fulltrúar hennar.
— Alþingismenn og aðrir
stjórnmálamenn hafa
ávallt sætt gagnrýni, sem
er bæði sjálfsagt og eðli-
legt í hita stjórnmálabar-
áttunnar og i hinum
venjulegu, hversdagslegu
störfum. En þegar gagn-
rýnin er komin út fyrir
þau mörk, að þjóna þeim
tilgangi að vera aðhald og
óskir um betri störf, er
talsverð hætta á ferðum.
Þá verður gagnrýnin til
aðeins gagnrýninnar
vegna og til að vekja at-
hygli á gagnrýnandanum.
Á Alþingi hafa komið
fram ýmsar tillögur um
breytingar á störfum
þess, sem allar horfa til
bóta. Þingmenn þurfa að
kosta kapps um, að þær
nái fram að ganga. Al-
þingi þarf að eiga frum-
kvæði um breytingar í
anda breyttra þjóðfélags-
hátta. Það verður þó eftir
sem áður að vera traust
og valdamikil stofnun,
óbifanlegur grundvöllur
þess þjóðf élagskerf is,
sem fslendingar kjósa að
búa við.
— AG.
UR YMSUM ATTUM
„Evribari spiks tú evribari in
Æsland,” segja sölumenn á öðru
glasi, sem sendir eru uppá
Astralbar með enska umboðs-
manninn, þegar þeir eru að
reyna að koma honum i skilning
um eöli þessa merkilega is-
lenzka þjóðfélags á þeim tveim.
dögum sem honum eru ætlaðir
til að gera hjólbarðasamninginn
fyrir næsta ár. Umboðsmaður-
inn verður auðvitað aiveg hissa:
„Rili.?” og deplar augunum,
en hefur kennski meiri áhuga á
lauslátu stúlkunni, sem honum
var lofaö i kaupbæti, ef heppnin
yröi með.
Hvernig Iftur
stéttaskipting
á íslandi út
En auðvitað er stéttaskipting
á Islandi. Sú stéttaskipting er
afar litil og siðlát stéttaskipting,
og það ber ekki næstum þvi eins
mikið á henni og i útlandinu, þar
sem RR-Silverghost og
Lambourgini og hvitur pipu-
hattur i aftursætinu sýna ber-
lega að enginn almúgi er á ferð.
íslenzki aðallinn lætur nægja aö
kaupa þaösem til boða stendur i
hógbæru úrvali Vökuls og Sam-
bandsins, og Ræsis þeir staf-
firugri. Útlenzki aöallinn fylkir
sér i prósessiu með kriubrjóst á
sinum hátiðisstundum, með
lúðraflokk og hersveit i fylking-
aroddinum, en hér lætur sjálfur
forsetinn nægja tveggja-þriggja
ára Packard og umferðarlög-
regluþjón á skellinöðru, þegar
mest er um dýrðir.
Ættarsam-
félagið
Sú islenzka hógláta stétta-
skipting hefur einhvern veginn
. orðið til af sjálfri sér, alveg há-
vaðalaust, i mesta lagi að kaup-
mannaleg skynsemd og útsjón-
arsemi hafi átt hlut að máli. Til
dæmis er það alveg einstakt ef
islenzkur embættismaður, sem
nokkuð á undir sér, á ekki bróð-
ur i öðru embætti jafn góðu, eða
að minnsta kosti systur, sem er
giftsllkum manni. Já, og sannið
til að náfrændi hans, sem ráö-
herrann gerði að hægri hönd
sinni, lofaðist stúlku i háskóla-
námi, sem er dóttir manns, sem
ýmsu getur komiö til leiöar, ef
viö hann er talað á skynsamleg-
an og kurteisan hátt. Við lóðaút-
hlutunina var það lika nákvæm-
lega móðurbróðir aldavinar
hans, fyrrum ráðuneytisstjór-
inn, sem kom ýmsu til hagsæld-
ar fyrir suma, og blessuð ekkju-
frúin, eftir hann Natanson &
Loftsson, fékk þvi ráðið að syn-
inum greiddist leið inni próf-
kjörið, nýkomnum úr laganámi,
enda mörgum hnútum kunnug,
frá þvi hún hélt rausnarheimilið
á fyrri árum. Og hvernig sem
syninum vegnar i prófkjörinu er
eitt vist: — hann mun ekki
kvænast sambandslausri konu,
þegar fram liða stundir. Auövit-
að mun enginn segja honum fyr-
ir verkum i þeim málum, hann
finnur sjálfur hvað til slns friðar
heyrir, flókin og gömul venzla,
vina, ætta og hagsmunatengsl
islenzks aðals rofna ekki. Utan-
aðkomandi þekkja þau fáir,
hringirnir eru margir og mislit-
ir, skerast skárast og snertast,
með þrihyrningum og undar-
lega löguðum trapisum. Þetta
er flókin flatarmálsfræði, — en
hún er! Hinn fslenzki aðall er!
Die
organizierte
Verfremdung
„Evribari spiks tú ervribari
in Æsland,” segir sölumaðurinn
þeim enska aftur, og hann veit
það sjálfur, þvi forstjórinn hef-
ur oft boðið honum vindil, og
tekið með honum viskiglas á
páskunum og siðasta vinnudag
fyrir gamla árið, þótt allir viti
að hann á tvo bræður i stjórnar-
ráðinu og eigi hlut I Natanson &
Loftsson. Lögfræðingurinn i
prófkjörinu, sonur forstjórans
er lika alltaf „kammó strákur”
og talar við hann um bila, þegar
hann kemur að finna pabba
sinn.
Auðvitað þekkir sölumað-
urinn þetta fólk ekki mikiö,
langt frá þvi. En hann segir
enska umboðsmanninum þaö
satt að á Islandi tala allir við
alla, — og hvar I skollanum er
þá stéttaskiptingin?
— AM
★