Alþýðublaðið - 19.01.1978, Page 5

Alþýðublaðið - 19.01.1978, Page 5
bia^íð Fimmtudagur 19. janúar 1978 5 STEFNUMIÐ Örbirgd og audur Jafnaðarstefnan er i eðli sinu alþjóðahyggja. Hún stefnir ekki einungis að auknum jöfnuði innan hvers þjóðfélags, heldur einnig milli þjóða heims og að réttlátari skiptingu heimsins gæða meðal mannkyns alls. Jafnaðarmenn hafa þegar náð nokkrum árangri innan þeirra landa, þar sem þeir hafa verið við völd. Sé hins vegar litið til heimsins i heild, blasa við hrika- legar andstæður i lifskjörum þjóða i milli. Ann- ars vegar. eru neyzlusamfélögin, þar sem vakt- ar eru upp alls kyns gerviþarfir og offita er heilsufarslegt vandamál — þetta eru þjóðfélög ofgnóttar. Hins vegar eru vanþróuðu rikin, þar sem alþýða manna rétt skrimtir, er jafnvel vannærð og hungursneyð vofir yfir, ef eitthvað bregður út af. Þjóðartekjur á mann i Banda- rikjunum nema um $5.000 á ári á Indandi rúml. $100. Og það sem meira er: þetta bil breikkar stöðugt — riku þjóðirnar verða æ rik- ari á sama tima og þær fátæku standa að mestu i stað, þar heldur hagvöxturinn rétt i við fólks- fjölgunina. Ástæðanna fyrir þessari misskiptingu lifs- gæðanna er vissulega að nokkru að leita i mis- jafnri dreifingu náttúruauðlindanna og. þjóð- félagsgerð og hugsunarhætti vanþróuðu þjóð- anna sjálfra, en ýmsir þættir i samskiptum iðnrikjanna við þróunarlöndin vega hér þungt. Oft ráða útlendingar yfir náttúruauðæfum þró- unarlandanna og flytja arðinn úr landi. Verð á iðnvarningi, sem þróunarlöndin verða mestan part að flytja inn, hefur hækkað meira en verð á hráefnum, aðalútfutningsvörum þeirra. Vaxtagreiðslur og afborganir af alþjóðlegum lánum, sem gjaldeyris- og fjármagnsskortur rekur þróunarlöndin til að taka, aukast ár frá ári og eru að sliga sum fátækustu rikin. Auk þessa er efnahagslif þróunarlandanna afar viðkvæmt fyrir þá sök, að ein eða fáar vöruteg- undir eru uppistaðan i útflutningi þeirra. Ljóst er, að til þess að minnka þetta bil milli auðugra þjóða og snauðra dugir ekkert minna en samstillt átak allra þjóða heims. Vanþróuðu þjóðirnar verða að gera sitt til að draga úr fólksfjölguninni. Koma verður efnahagslegum samskiptum iðnrikja og þróunarrikja i annað og betra horf, innleiða „Nýtt alþjóðlegt efna- hagskerfi” (New International Economic Ord- er) eins og samþykkt hefur verið af Sameinuðu þjóðunum. Auk þess verða hin auðugri riki að stórauka beina efnahagsaðstoð sina við þró- unarlöndin. Um 1970 settu Sameinuðu þjóðirn- ar riku þjóðunum það mark, að fyrir árið 1975 skyldu þær veita samtals einu prósenti af ár- legum þjóðartekjum sinum (Gross National Product) til þróunarhjálpar. Svo langt var hins vegar frá þvi, að þetta mark næðist, að sett var nýtt, og skyldi nú að þvi stefnt að veita 0,7% af þjóðartekjum i þróunarhjálp i síðasta lagi 1982. Norðurlöndin hin hafa um árabil staðið sig með ágætum i þróunaraðstoð, enda jafnaðar- menn þar áhrifamiklir. Sviþjóð hefur þegar Ályktanir sídasta SUJ-þings um utanríkismál-seinni hluti Afvopnunarmál A næsta ári mun allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna koma saman til aukafundar og ræða afvopnun. Vigbúnaðarkapphlaupið er i dag mesti ógnvaldur og friðar- spillir sem mannkynið á við að glima. Aldrei fyrr hefur eins miklu fé og kröftum verið sóað i hinar og þessar drápsvélar. Kostnaðurinn við vigbúnaðar- kapphlaupið I ár er jafn mikill og árstekjur 1800 milljóna manna i 36 fátækustu rikjum heims. A hverri minútu er 1 milljón dollara varið til vopnafram- leiðslu. Samanlagður kostnaður við vopnaframleiðslu ársins 1976 er hærri en samanlögð útgjöld allra þjóða heims á sviði heil- brigðis- og menntamála, en láta mun nærri að 1500 milljónir manna þjáist vegna ófullnægj- andi heilbrigðisþjónustu, um 800 milljónir manna eru ólæsir og óskrifandi. Alvarlegast er þó að i dag eru til gjöreyðingavopn að styrkleika 150.000 Hiroshima sprengja og æ meiri likur eru á þvi að möguleikar til „vinnings” i kjarnorkustyrjöld verði taldir lik- legir, tilkoma nifteindasprengj- unnar bendir eindregið til þess. Sú slökun á spennu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum i samskiptum risaveldanna hefur minnkað hættuna á kjarn- orkustyrjöld, en þá heldur vig- búnaðarkapphlaupið áfram með enn meiri hraða en fyrr. Þessu til sönnunar nægir að benda á áætl- anir Bandarikjamanna um fram- leiðslu nevtrónu- eða nifteinda- sprengjunnar svonefndu. Hér þarf þvi bersýnilega fleira að koma til svo unnt sé að stöðva hiö geigvænlega vigbúnaðarkapp- hlaup og hefja i stað þess af- vopnun. 31. þing SUJ bendir á þá skoðun sina að ekki sé unnt að stöðva vigbúnaðarkapphlaupið og minnka um leið verulega likur á nýrri heimsstyrjöld nema með þvi að leggja niður hernaðar- bandalögin, þ.e. Atlantshafs- bandalagið og Varsjárbanda- lagið. Þvi marki verður þá og þvi aðeins náð að til komi fyrst m.a. eftirtaldar aðgerðir. alAframhaldandi útbreiðslu kjarnorkuvopna verður að stöðva. Samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna verður að styrkja m.a. á þann hátt að samvinna á sviði kjarnorku við riki, sem ekki samþykkja alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuáætlunum sinum verði bönnuð. b) Framleiðslu nýrra gereyðingarvopna verður að hindra, svo sem framleiðslu nevtrónusprengjunnar. c) Viljayfirlýsingum risaveld- anna um bann við öllum til- raunum meö kjarnavopn verður að fylgja eftir. d) Koma verður á auknum hern- aðarlegum upplýsingaskiptum milli stórveldanna. e) Koma verður skrið á SALT viðræðurnar, afvopnunarvið- ræður milli USA og Sovétrikj- anna. Bæði stórveldin þurfa að gefa eftiraf kröfum sinum svo út úr þeim komi jákvæður . árangur. f )■; Stöðnuninni i viðræðum hernaðarbandalaganna um gagnkvæma fækkun i herjum þeirra i Mið-Evrópu verður að ryðja úr vegi. g) SUJ skorar á þingmenn flokksins að þeir nú þegar beri fram tillögu á Alþingi þess efnis að Island leggi til á alls- herjarþinginu að þjóðir heims skuldbindi sig til þess að stöðva aukningu framlaga til hernaðar og styðja allar þær tillögur er miða að þvi að draga úr vigbúnaði. 31. þing SUJ telur að lslendingar eigi að leita eftir samvinnu við hin Norðurlöndin um að koma ofantöldum atriðum i fram- kvæmd. Það er skoðun SUJ aö með þvi einu að segja landið úr NATO og láta bandariska NATO-herinn fara af landi burt, sýni lslend-.> ingar i verki vilja sinn um afnám hernaðarbandalaga og stöðvun vigbúnaðarkapphlaupsins. ,, Ber uf sverbot’ ’ í Vestur- Þýzkalandi Af hálfu Vestur-Evrópubúa hef- ur lengi verið bent á V-Þýskaland annars vegar og Austur-Þýska- land hins vegar sem dæmi um tvö ólik stjórnkerfi. V-Þýskaland sem dæmi um riki þar sem fullkomið lýðræði sé við liði, fullt frelsi tii orðs og æðis sé virt. A-Þýskaland sem dæmi um kúgunarstjórn kommúnista, þar sem heil þjóð búi i „fangabúðum”. Hvernig er ástand lýðræðis og frelsis i þessu dæmigerða þjóð- félagi borgaralegs lýðræðis.Vest- ur-Þýskalandi, hverjar eru stað- reyndir málsins? Eftir stúdenta- óeirðir sjötta áratugsins greip um sig mikil skelfing meðal v-þýsku borgarastéttarinnar. Farið var að takmarka valdsvið stúenta- hreyfinga mikið, þeim var t.d. bannað að fjalla um almenn þjóð- félagsmál, og áhrif stúdenta á eigin mál mikið skert. Þetta þótti hinni hægrisinnuðu borgarastétt ekki nóg. Fyrir 5 árum fengust samþykkt lög um „Berufsever- bot”. 1 þessum lögum er fólki sem starfar eða vill starfa hjá hinu opinbera gert að hlita þvi að gera sérstakri nefnd grein fyrir skoð- unum sinum, jafnframt rannsak- ar þessi nefnd fyrri lifsferil um- sækjenda. Hún m.a. athugar hvort viðkomandi hafi tekið þátt i starfi hópa sem séu þjóðfélaginu hættulegir. Nú hefur þessi nefnd svipt 3000 manns atvinnu sinni, allt frá skúringarkonum til for- stöðumanna rikisfy rirtæk ja. Þessum mannréttindaskerðing- um hefur siðan verið fylgt eftir með enn frekari skeröingum mannréttinda sem beinast fyrst og fremst gegn sósialistum. Allar þessar skerðingar á mannréttind- um eru gerðar i stjórnartið stjórnar undir forystu jafnaðar- Frh. á 10. siðu 31. þing SUJ ályktar: — Að nauðsyn er á fullum stuðningi við saharönsku þjóð- ina i baráttu hennar fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti' og sjálfstæði undir stjórn hinnar einu og lög- legu hreyfingar Sahara það er F. Polisario hreyfingarinnar. — SUJ fordæmir yfirgang og nýlendukúgun Marokkó og Máritaniu á saharönsku þjóð- inni og krefst þess aö þessar þjóðir yfirgefi nú þegar Sahara og skili völdum i hendur hinum einu réttu talsmönnum þjóðar- innar. — SUJ hvetur alla jafnaðar- menn til að styöja frelsisbaráttu saharönsku þjóðarinnar undir stjórn F. Polisario. — SUJ hvetur fulltrúa Islands hjá Sameinuðu Þjóðunum að berjast fyrir rétti saharönsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðun- ar og frelsis. — SJU hvetur alla islensku þjóðina til að sýna i verki vel- vilja sinn og stuðning við sahar- önsku þjóðina. Noröurlandaráð Þing SUJ hvetur til þess aö gerðar verði gjörbreytingar á starfi og starfsháttum Norður- landaráðs. Þing SUJ lýsir yfir fullum vilja sinum til aukins norræns samstarfs milli þjóð- þinganna og á öllum sviðum Þingið vill koma eftirfarandi áskorunum á framfæri varðandi breytingar á Noröurlandaráöi: a) Að til Norðurlandaráðsþings verði kosnir fulltrúar beinum kosningum i aðildarlöndun- um. b) Að Norðurlandaráð færi út umræöu- og ákvarðanasvið sitt i alþjóðamálum, þannig að þar verði engin mál und- anskilin. c) Að Norðurlandaráö hefji um- ræður um afvopnunar- og öryggismál og reyni að móta þar sameiginlega afstööu. Gegn „Aronsku” Þing SUJ varar stórlega við hugmyndum um að leigugjald verði tekið fyrir NATO herstöð- ina á Miðnesheiði. ítrekar þing SJUJ enn þá stefnu sina, að ísland á að fara úr NATO og herinn á brott. náð 1%-markinu, og Noregur er alveg að ná þvi. Hér á landi er annað uppi á teningnum. Á fjárlögum ársins 1978 eru veittar 40 milljónir kr. til stofnunarinnar^Aðstoð íslands við þró- unarlöndin”, sem hefur með þessi mál að gera. Sú upphæð er innan við einn hundraðasta úr prósenti af áætluðum þjóðartekjum ársins (490 milljarðar). Auk þess hafa íslendingar þegið verulega fjárhæð úr Þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna og þiggja enn framlög til rannsókna frá ýmsum stofnunum SÞ. Þessi frammistaða er þjóðarskömm. Hér verða jafnaðarmenn að hafa forystu um skjótar úrbætur. Ein leið væri sú, að sett yrðu lög um árlega áfanga að þvi marki, að íslendingar veittu 0,7% þjóðartekna til þróunarhjálpar ekki seinna en 1982. —KO

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.