Alþýðublaðið - 19.01.1978, Side 7

Alþýðublaðið - 19.01.1978, Side 7
biaöiö* Fimmtudagur 19. janúar 1978 ,7 ...sem nrstum drap mig. i fer trða aleysi a” lafsson, ri (eða högg- ur móðann *ndur Alþýðu- dyrastaf að Laugarnes- tanga 70, þar sem Sigurjón nokkur ólafsson mynd- höggvari (eða höggmynd- ari, eins og Ijósmyndarinn vill hafa það) er til húsa. Líklega kannast flestir Reykvíkingar við húsið þarna á sjávarbakkanum, þar sem snýr að Reykja- vikurhöfn og Grandanum. Skrítnar steinfígúrur í kring og rekaviðardrumb- ar ekki sjaldséðir undir vegg heldur. Húsið sjálft sérkennilegt að gerð, enda byggt með hugsanlegan nauöungarflutning i huga, þvi lóðin er i óleyfi skipu- lags og Sigurjón situr aðeins i náð. bekknum ætlaði að hleypa öllu upp. Það var hann Þorvaldur i Sild og Fisk. En ég kallaði þá á hann upp að púltinu, hvislaði i eyra hans einhverri vitleysu og tók um leið á upphandlegg hans, á taug sem þar er, þannig að hann fékk eins og raflost i sig. Hann kipptist auðvitað við, en fór svo i sætið sitt og var hinn prúðasti eft- ir það. Bekkurinn var auðvitað alveg gáttaður og allt gekk vel þaðan i frá. Eftir á var ég spurður hvað ég hefði gert og hvar ég hefði lært það. Ég sagði þá að Aðalsteinn hefði kennt mér þetta, en óliklegt þótti að hann hefði beitt þessu við mig. Annars hef ég aldrei verið kennari. Það er mikil kúnst. Nú hérna heima var ég hjá Ein- ari Jónssyni, að móta leir, og Asmundur kom heim til min einu sinni i viku til að kenna mér að mála. Þeir tóku ekkert fyrir þetta mennirnir. Voru öðlingar báðir tveir. Betra vinnuherbergi Þið viljið ekki i staup, ha? Nei, ekki það. Nú, viljið þið skoða ykk- ur um? Hér i þessu herbergi er ég með svona viðurkenningarskjöl og pappira á veggnum og þarna er mynd sem Asgrimur gaf mér. Hann vildi gefa svo mikið. Svo viljið þið koma i vinnustof- una. Stúdióið, ha? Ég er hérna með einn haus i vinnslu. Þetta er maður sem ég hef gaman af að gera haus af. Hann er duglegur að koma, jafnvel tvisvar i viku. Þekkið þið hann? Nei, ekki það. Ég hef gaman af þvi aö gera hausa. Er mest að vinna fyrir sjálfan mig. Leika mér. Er þó að gera hausa við og við. Það fer að verða hausaleysi hérna. Ungu mennirnir kunna litið að módel- era. Myndlistarskólinn hefur að minu viti of einhæfa kennslu. Þó höfðu þeir einn danskan mann sem er fróður um mörg ólik efni. Það er skritið, hvað hausar eru misjafnir. Það er nauðsynlegt að spjalla við mennina á meðan. Halda þeim vakandi með sögum, helzt sönnum. Lika að kynnast þeim og viöhorfum þeirra. Þeir þurfa alls ekki að hafa sömu skoð anir og ég. Alls ekki. Hitt er jafn- vel betra að hægt sé að rökræða svolitið. Sá maður sem ég hef dáðst einna mest að og verið hvað mest sammála var mér erfiður. Ég komst ekki að honum til að gera haus. Þetta er góð vinnustofa. Birtan góð. Engin afgerandi birta, en mjúk og þægileg og góö að vinna i. Kjarvalsstaðir eru ómögulegir. Þar væri hryllilegt aö vinna. Þeir hafa mistekizt aö þessu leyti, ljósið er ómögulegt. Ef maður ætti að sýna þá væri það helzt Listasafnið eða Bogasalurinn. Þar er góð birta. Ég er mikið að vinna i tré núna. Bæði þurrkað og óþurrkaö. Þetta þurrkaöa er svo liflaust. Sjáið þið bara litbrigðin i þessu óþurrkaða, rekaviðnum. Þetta er svona ein- „Ég tek þetta i nefift til aft halda þviopnu. Annars væri þaft alitaf stiflaft. Þaft er þetta ofnæmi sem maftur færi fyrir þessum efnum sem unnift er meft... hvers konar tótem. Ég veit ekkert af hverju ég geri þetta svona mik- ið. Liklega af þvi að spiturnar eru svona súlulaga. Þennan drumb fékk ég fyrir litið. Þessa tvo þarna rak hérna á fjöruna hjá mér meö þrjátiu ára millibili og þessi fyrir utan er frá Stokkseyri og þeir hjá Landhelgisgæzlunni komu með hann til min. Stilltu honum þarna fyrir utan. Hneykslanir og fleira Sjáið þið þennan haus. Þarna i horninu. Þessi er úr gerfiefni, en virkar eins og málmur, eins og brons. Það var svissneskur lista- maður, Giacometti, sem gerði þennan og ég keypti afsteypu af honum, þessa þarna, i búðinni þarna á Laugaveginum. Svo kom hingað danskur maður til min. Hann fussaði svo mikið og sveiaði að ég spurði loks hvað væri og þá hélt hann að ég væri að stæla - Giacometti. Svona er það. Fólk er fljótt að hneykslast. Svona er með tóbakið. Þetta er vist óhollt og hneykslanlegt (Sigurjón tekur all-mikið i nefið) en sumir bara verða að fá nikótinið. Það er eins og hann séra Friðrik. Hann varð alltaf að fá vindla og kaffi, annars var hann alveg ómögulegur. A strfðs- árunum var maður að reynaað út- vega honum þetta á svörtum. Mikið lifandis var hann feginn þegar hann kom heim, að fá bæði vindla og kaffi ómælt. Hann fékk aldrei neina innflúensu. Hann var alltaf i reykhúsi og drap allar bakteriur. Þið kannist við þetta gamla húsráð með rjólið, er það ekki. Þegar menn voru verulega veikir og ekkert læknisráð dugði, þá var gripið til þess. Það voru teknir fjórir til sex þumlungar af rjóli og soðið i brennivini. Siðan tóku menn þetta inn. Þá annaö hvort batnaöi þeim, eða þeir drápust. Þeim batnaði ef hjartað var nógu sterkt, þvi tóbakið setti þennan . ofsa hita i skrokkinn, meir en fjörutiu og einn, svo bakteriurnar drápust allar. Ef hjartað þoldi það ekki, þá var það búið. Þetta gerði Úlfar við mig, þeg- ar ég fékk fyrst lithimnubólguna i augaö. Þá gaf hann mér fyrir rest taugaveikisprautu, aö fá hitann nógu mikinn. Þá kom þetta lika. Ég fann bólguna fara úr. Svo varð þetta allt i lagi og seinna fór Úlfar með mig austur á Kambabrún og lét mig drekka úr viskipela til að sjá hvort þetta yrði ekki i lagi. „Sjáðu flóann”, sagði hann, en þá var þetta svo aö sjá að flóann bar alveg jafnan Ingólfsfjalli. Svo drakk ég og flóinn seig, þangaö til allt var komið i rétt horf. Seinna fékk ég þetta aftur i augað, en þá beitti Úlfar annarri lækningu. Þá voru komin meðöl við þessu. Fyrir suma Ég veit eiginlega ekki hvað myndirnar minar eru viða. Þó nokkuð, býst ég við. Þó er þetta ekki nema fyrir suma. Það er svo skritiö, að sumir fá „ólafi þótti hann ekki nógu fatt- ur og buxurnar ekki nógu press- aftar...” Þarna stendur Thor Jensen innan um önnur verk. Likt og raunveruleikablettur i ævintýralandi. ekkert út úr myndum. Eins og Laxness, sem hafði lesið eitthvert skjal, mundi allt af þvi, en hafði ekki tekið eftir myndinni i þvi, sem þó var áberandi. Sumir sofa bara, þangaö til þú nefnir eitthvað annað. Sumir vakna við myndir, á öðrum kviknar ekki, nema þú minnist á bókmenntir. Þá eru þeir jamm og jú og með á nótunum. Það var eins og maðurinn, sem var svo reiður út af þvi að ég skitiseraði Einar Jónsson. Ég var oft að hnýta i Einar. Segja honum að þessi eða hin myndin væri ekki nógu góð. Þessi maður var mér ákaflega reiður út af þessu, hélt þetta væri bara afbrýðisemi i mér, eða mont. Þangað til ævisagan hans Einars kom. Þá sagði maðurinn: „Ja, ef hann hefur gert myndirnar sinar svona, þá skil ég þig”. Sagan var nefnilega ekki nógu vel skrifuð og það sama var um sumar myndirnar hans að segja. Ekki nógu vel gerðar. Ég hef aldrei valið mér neitt tema, eöa fellt mig i neinn isma. Hef ekki þurft þess. Alltaf haft úr nóg að moða, nógu af hugmynd- um. Allar þessar bækur um listir „Hann fékk bjór fyrir og var ánægftur”. sem ég á, það eru bækur sem ég hef keypt af þvi að ég hef veriö i þeim. Eða bækur sem mér hafa verið gefnar. Ég er vist ekki einu sinni farinn að lesa þetta, rétt bú- inn að fletta þvi, en það biður þangað til ég er orðinn gamall. Annars er það merkilegt, i einni bók, þar sem samantekin er list i fjölmörgum heimshornum, að hlutur okkar tslendinga er metinn nokkuð mikill. Við eigum nokkuð marga frambærilega myndlistar- menn. Of krumpaður Þarna er stytta sem ég gerði af Thor Jensen. Mjög lik honum og ég var ánægður meö hana. Ölafur var það hins vegar ekki (Ólafur Thors), fannst hann ekki nógu fattur og buxurnar ekki nóg pressaðar, svo það náði ekki lengra. Ég ætti að segja ykkur það strax, svo ekki verði úr misskiln- ingur, að þetta sem ég er að vinna i tré, er ekki myndskurður. Ég hegg þetta, rétt eins og þegar ég vinn i grjót. Það verður ekki eins. Annars eru ungir myndlistar- menn mikiö að fara yfir i Frh. á 10. siðu ...eins og viftarbúturinn sem ég fékk um árið, þessi sem var all- ur makaftur i fúavarnaefni. Baneitruftum andskota...

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.