Alþýðublaðið - 25.01.1978, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1978, Síða 4
4 Miðvikudagur 25. janúar 1978. (Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Kekstur: Reykjapretit h.f. Ritstjdri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjörnar er f Siðumúla 11, sfmi 81866. Kvöldslmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu. STJÓRNMÁL OG SKÍÐAFERÐIR í gjörningahríð pólitískra leiðaraskrifa er stundum gott að leiða hugann frá síbylju þrefs og orðaskaks, og huga að ýmsu, sem ekki er síður mikilvægt en kapphlaup um áhrif og völd. — Alþýðublaðið hefur nokkrum sinnum rætt um skíðaíþróttina og gildi hennar sem almennings- íþrótt. Fáar íþróttagreinar njóta nú eins mikillar hylli hér á landi og skíða- íþróttin. Iðkendum hefur fjölgað gifurlega síðustu árin, eða eftir að farið var að skipuleggja skíða- svæði og reisa skíðalyft- ur. Helzti kosturinn við þessa íþróttagrein er, að hún er f jölskyIduíþrótt, iþrótt, sem nánast allir geta stundað. Nú er svo komið, að um hverju helgi halda þús- undir (slendinga til f jalla og renna sér á skíðum til heilsubótar og ánægju. Skíðamönnum hefur f jölgað svo síðustu tvö til þrjú árin að öll helztu skíðasvæði landsins eru að verða of lítil. Við lyft- ur myndast miklar bið- raðir, og verulegur hluti dagsins fer i það að bíða. — Þessari þróun þyrftu ráðamenn borga og bæja að gefa gaum. Það er fvímælalaust góð fjárfesting að bæta að- stöðu til skíðaiðkana hér á landi. Þessi íþrótt, eins, og aðrar íþróttagreinar, er andlega og líkamlega heilsubætandi, og til þess fallin að draga úr sjúkra- húsakostnaði, auka mönnum starfsþrek og lengja starfsævi. Mörg íþróttafélög hafa af miklum vanefnum unnið mikið brautryðj- endastarf með því að vekja áhuga almennings á skíðaíþróttinni. Fæst þeirra hafa hins vegar fjárhagslegt bolmagn til að skapa þá aðstöðu, sem nú er krafizt. Ríki og sveitarfélög þurfa að veita meiri fjármunum til skipulags og frágangs skíðasvæða, og ætti ríkinu að vera það vorkunnar- laust, slíkar sem tekjur þesseru af sölu skíðabún- aðar. En þegar talað er um skíðaíþróttina sem almenningsíþrótt er ekki öll sagan sögð. Staðreynd er, að sæmileg efni þarf til þess að kaupa nauð- synlegan búnað og stunda skíðaferðir. Það er því ekki á allra færi að búa sjálfa sig og fjölskyldu sina út á skíði. Ríkið leggur verulega tolla á skíðabúnað og hef- ur þannig mismunað iþróttagreinum, því margar eru þær, sem enga tolla þurfa að greiða af áhöldum og tækjum. Áður hefur verið bent á miklar tolltekjur ríkisins af skíðabúnaði og hve lít- inn hluta þeirra tekna ríkið hefur aftur látið renna til íþróttarinnar. Með því að lækka tolla af skíðabúnaði vinnst tvennt . Stuðlað er að aukinni þátttöku í íþrótt, sem er skemmtileg og holl, og komið er í veg f yrir að þetta verði íþrótt hinna efnameiri. Þeir stjórnmálamenn á Alþingi, sem íþrótt þessa stunda, og þeir eru allmargir, ættu nú að berjast fyrir niðurfell- ingu eða verulegri lækkun tolla af skíðabúnaði. Margt vitlausara hafa þeir gert. —ÁG UR YMSUM ÁTTUM Hann skyldi þó aldrei hafa lent í Brjótid Ólaf! Islenzka landsliðið i hand- knattleik, sem mun bráðlega gera garðinn frægan í Dan- mörku (ef ekki kemur til vondur matur, óhagstæðir dómarar, mótvindur eða einstök fúl- mennska andstæðinganna) hef- ur staðið i ströngu undanfarið. Val á leikmönnum hefur að sjálfsögðu verið nokkuð um- deilt. Menn hafa jafnvel verið harðorðir um nokkra leikmenn en slikar um ræður hafa jafnan farið fram I heimahúsum, blöð- in hafa varið varlega i sakirnar. t fyrirsögn á iþróttasiðu Þjóð- viljans i gær virðist samt brjót- ast upp á yfirborðið megn óánægja. Eftir fyrirsögninni að dæma virðist ráðið hafa verið að brjóta Ólaf, og sjá, ísland vann. Höfundar þeirra menningar- dálka dagblaðanna sem fræða alþýðuna um athafnir riks og frægs fólks i útlandinu, eru si- felltaðfæra út kviarnar. Fréttir þeirra fjalla ekki ætið um fólk af þessum heimi, blaðamannirnir fylgja hinum frægu út fyrir gröf og dauða. t menningardálki Visis, „fólk”, er i gær rætt um Lisu Mariu, dóttur rokkkóngsins sáluga, Elvis Presleys, og fyrr- verandi eiginkonu hans, Priscillu, sem virðist vera i miðilssambandi við hinn látna mann sinn. Greinin endar á eftirfarandi: ' ,,..en Priscilla segir, að dóttir nedra? hennar og Presley hafi tekið lát föður sins sér mjög nærri”. Hvað eru menn að tala um himnarikissælu eftir dauðann, fyrst Presley tekur láti sinu svo illa? Hann skyldi þó aldrei hafa lent i neðra? Island Refstad í gærkvöldi: lafur brotinn Island sigraði tslenska landsliðið I handknatt- leik sem nú er á leiðinni tfl Dan- merkur á HM lék i gærkvöldi gegn 1. deildarliðinu Refstad og lauk leiknum með sigri Islenskiai liðsins sem skoraði 22 mörk gegn 18. Staðan I leikhléi var 12:9 Is- landi i vil. ölafur Einarsson úr Vikingi varð fyrir þvi öhappi að handarbrotna og er útséö um þátttökuhans i HM. Jön Karlsson var einnig meiddur en hann verð- ur þö með i HM. t>að verður aö teljast til tiðinda að Viggó Sigurðsson var þrivegis rekinn af leikvelli og I siöasta skiptið var hann útilokaður frá leiknum. Leikurinnvar jafnframanaf en er Iiða tók á hann fór Islenska lið- iöaösiga hægt og bltandifram úr og tókst að sigra eins og áður er sagt 22:18. Telja veröur þetta nokkuð góða útkomu hjá liðinu þegar tillit ér tekiö til þess að slakari leikmenn liðsins f engu mikið að spila. Leik- ið var á steingólfi og voru is- lensku leikmennirnir hræddir við meiðsli og annað þess háttar. 1 norska liöinu Refstad eru fjór- ir landsliðsmena. Þorbergur Aðalsteinsson var markhæstur hjá Islandi. Hann skoraði fimm mörk. Gunnar Einarsson skoraðifjögur og aðrir minna. Upplýsingar þessar feng- um við frá Gunnlaugi Hjálmars- syni i gærkvöldi. SK.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.