Alþýðublaðið - 25.01.1978, Page 5
AAiðvikudagur 25. janúar 1978.
5
AAannréttindabarátta Alþýðuf lokksins er víð-
kunn. I meira en sextíu ár hef ur f lokkurinn unnið að
auknum lýðréttindum alþýðu þessa landstil handa.
Saga flokksins og stefna vitna hér um. í ræðu frá
því 1931 segir Jón Baldvinsson m.a.:
,,Jafnframt kröfunni um kosningarrétt unga
fólksins hefir Alþýðuflokkurinn líka haldið því
fram, að þeginn sveitarstyrkur ætti ekki að svifta
neinn mann kosningarrétti. Þetta hefir Alþýðu-
flokkurinn flutt á hverju þingi að heita má siðustu
10 árin. Er Framsóknarstjórnin var nú ekki á því,
að nema þennan svívirðingarblett úr stjórnar-
skránni, og þegar ég flutti breytingartillögu við
stjórnarskrárfrv. um, að þeginn sveitarstyrkur
skuli ekki valda réttindamissi, þá undirstrikaði
Jónas Jónsson, dómsmálaráðherra Framsóknar,
andstöðu flokks síns með því að greiða atkvæði á
móti breytingartillögunni."
í núverandi stefnuskrá Alþýðuflokksins segir í
kaflanum um Alþingi og stjórnskipan:
Alþýðuf lokkurinn vill:
□ að kjósendur hafi allir jafnan rétt til að velja al-
þingismenn, og kosningaskipan verði breytt í
samræmi við það.
□ að kjósendur haf i virk áhrif á stjórn landsins með
persónubundnum kosningum.
□að stofnanir og embættismenn njóti lýðræðislegs
aðhalds af hálfu Alþingis.
□ að Alþingi starfi í einni deild.
□ að kosningaaldur verði lækkaður í 18 ár.
Andstæðingar Alþýðuflokksins finna honum það
einkum til foráttu þegar þeir sjálf ir haf a lokið löng-
um útlistunum um það að þeirra f lokkar séu mestu
jafnaðar, frelsis og lýðræðisf lokkar að mikið skorti
á að Alþýðuf lokkurinn sé sjálfur sér samkvæmur.
Starf f lokksins er tekur til þessa málaf lokks sannar
betur en flest annað hve samkvæmni flokksins er
algjör í athöfn og orði.
Frumkvæði flokksins að lögbinda prófkjör hafa
tryggt kjósendum virkari áhrif en áður auk þess að
gera kosningarnar persónubundnari en verið hef ur.
Þá hefur Benedikt Gröndal flutt á Alþingi frum-
varp til laga um breytta starfshætti Alþingis þess
ef nis að það starf i í einni deild. Einnig hef ur Bene-
dikt f lutt f rumvarp til laga um 18 ára kosningaald-
urtil Alþingisog sveitarstjórnakosninga, enda hef-
ur sú regla gilt að allir 18 ára og eldri óbundnir af
öðrum stjórnmálaf lokkum en Alþýðuf lokknum haf i
fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins.
Síðasta þing sambands ungra jafnaðarmanna
samþykkti að fela framkvæmdarstjórn sambands-
ins að kynna tillögu Alþýðuflokksins um 18 ára
kosningaaldur og vinna henni stuðning. Stjórn sam-
bands ungra jafnaðarmanna hefur ákveðið að
vinna að þessu máli með gerð flugrits og undir-
skriftasöfnun og mun hafizt handa nú næstu daga.
úrslit skoðanakönnunar sjálfstæðismanna um 18
ára kosningaaldur gefa til kynna að þröngsýni og i-
haldssemi framsóknar og íhalds sé söm og fyrrum.
ihaldsöf lin í þjóðfélaginu óttastæskuna, ekki vegna
þess að æskan sé endilega eitthvað sérdeilis róttæk,
heldur vegna þess að æskan er gagnrýnasti aldurs-
hópur þjóðfélagsins sá hópurinn sem engra hags-
muna á að gæta i samtryggðu valdakerfi.
Ungir jafnaðarmenn vilja gera sitt til þess að Al-
þýðuflokkurinn fái stuðning almennings í þessu
máli þá gæti svo farið að yfir 10.000 nýir kjósendur
bættust á kjörskrá f yrir næstu sveitarstjórnarkosn-
ingar. Það munar vissulega um 10.000 óbundin,
óspillt, gagnrýnin atkvæði í baráttunni gegn spill-
ingu í þjóðfélaginu.
Bjarni P. AAagnússon.
Álit stjórnmálanefndar 31. þings SUJ:
Breytum auðlegdar
og valdahlutföll-
um alþýðunni í hag
Álit stjórnmálanefndar.
Alþýðuflokkurinn er sósialiskur
verkalýðsflokkur, sem vill breyta
til frambúðar auölegðar- og
valdahlutföllum alþýðunni í hag
og stefnir að efnahagslegu og
félagslegu jafnrétti.
Þvi ályktar S.U.J.:
1. Að þegar verði hafizt handa við
gerð frumvarps að lögum er
stefni i átt til efnahagslýðræðis,
þannig að launþegum verði
tryggður hluti hagvaxtar svo
að eignaaðild launþega i fýrir-
tækjum verði að lokum algjör.
2. Aö samtök launþega geri bar-
áttu Alþýðufloldisins, við að
koma á atvinnulýðræði.að sinni
baráttu.
3. Fljötvirkari leiö til að ná at-
vinnutækjum úr höndum
kapitalista og stórgróðamanna
er þjóðnýting. Margföld yfir-
bygging oliusölu og trygginga-
kerfis kallar á tafarlausa þjóð-
nýtingu þessa þátta atvinnu-
lifsins.
4. Að svo auðvelda megi fólki
þátttöku i almennufélagsstarfi
verði sem fyrst sett lög, sem
takmarki gengdarlausa yfir-
vinnu. Reynslan að yfirvinnu-
banninu s.l. vor sýndi, aö fram-
leiðni eykst ef yfirvinna er felld
niður. Og þvi mótmælanlega
grundvöllur fyrir kauphækkun.
Lifvænleg laun fyrir 40 stunda
vinnuviku er algjört grund-
vallaratriði.
5. Það er fullljóst að einkarekstur
vinnur gegn heildarhagsmun-
um. Þegar vel árar þá hirða
gróðamenn einkareksturs arð-
inn. Þegar illa gengur skulu
rikið og þar með skattgreiðend-
ur taka tapið á sinar herðar.
Rikisvaldið skal i þessu sam-
bandi m.a. halda fastar um og
stjórna með hagsmuni heildar-
innar i huga, sjávarútvegs- og
f iskvinnslumálum.
I stað einkareksturs skal stefnt
að efnahagslýðræði og þjóðnýt-
ingu.
6. Stefna núverandi stjórnar-
flokka i atvinnumálum tekur
ekki mið af óskum þegnanna
um Island framtiðarinnar.
Misvitur notkun náttúruauðæfa
er hindrun þess að Islendingar
fái lifað i góðu og fallegu um-
hverfi og krafizt bættrar li'fsaf-
komu. Nú er stefnt að eyðingu
á gróðurfari samfara því að
fiskstofnarnir eru ofveiddir og
nauðsynlegt uppbyggingastarf
á sviði iðnaðar er vanrækt.
Eina raunhæfa lausn atvinnu-
mála er virk áætlanagerð,
áætlanabúskapur. Sérgróðaöfl-
in sjást ekki fyrir, þeim er
aldrei treystandi. Núverandi
rikisstjórn megnar einungis að
auka þann vanda sem við er að
etja, slik stjórn er óstjórn og
engum til góðs er fram sækir.
7. Að endurbæta þurfi ýmsa þætti
dómsmálakerfisins. Dóms-
málakerfið verður að gera
óháðara hinum þáttum rlkis-
valdsins þ.e. löggjafarvaldi og
sérstaklega framkvæmda-
valdi, þvi pólitiskan fnyk legg-
ur af seinagangi og fram-
kvæmd einstakra dómsmála.
Skattamál.
31. þing SUJ ályktar að endur-
skoða þurfi skattalöggjöfina 1 átt
tileinföldunar og réttlætis. Þingið
bendir á að hinn almenni launþegi
beri mestar byrðar meðan stór-
gróðamenn geta notað ýmsar
smugur I skattalöggjöfinni sér og
sínum til framdráttar.
Gegn erlendri ásælni
tslenzkt atvinnulif sbv. ítök
fjölþjóðafyrirtækja i stóriðjuver-
um.31. þing S.U.J. leggur áherzlu
á nauðsyn á vinnslu þeirra orku-
gjafa sem hér er að finna. Hins
vegar skal vanda undirbúning áð-
ur en hafizt er handa við slika
vinnslu. Félags-og náttúrufræði-
legar vettvangsrannsóknir skulu
teknar alvarlega og orkumögu-
leikar einstakra svæða full-
kannaðir áður en ráðizt er til
framkvæmda.
Bankar
31. þing vill stöðva þenslu
bankakerfisins þegar I stað.
Hefta skal gorkúluvöxt banka-
kastala. Þá skal endurskoöa og
minnka, margfalda yfirbyggingu
bankastofnana.
Lýðræðislegur útvarps-
rekstur
31. þing SJUJ vil eindregið vara
við hugmyndum um frjálsan út-
varpsrekstur. Fjársterkir aðilar
myndu ná þar tangarhaldi eins og
fram hefur komið hváð greinileg-
ast í islenzkum dagblaðaheimi,
en þar hafa ihaldsmálgögnin náö
ein okun a rað stöðu.
Það skal þvi nær lagiaðstefna
að fjölbreyttari dagskrá rikisút-
varpsins, m.a. með starfrækslu
og útsendingu á annarri rás og
landshlutaútvarpi sem lyti yfir-
stjórn rikisútvarps.
Námslaun
Taka skal upp námslaun strax
að loknu skyldunámi. Skal náms-
fólki greidd laun samkvæmt
verkamannataxta á meðan námi
stendur. Þá skulu laun langskóla-
genginna eftir að námi lýkur vera
þau sömu og á námstima, þ.e.
verkamannalaun.
Væri þar með komið á algjöru
launajafnrétti verkalýðs- og lang-
skólagenginna.
Landbúnaður
Þá verði stefnt að aukinni hag-
kvæmni i landbúnaði.
Afskiptir hópar
31. þing SUJ bendir á óeðlilega
rýran hlut ungs fólks i lykilhlut-
verkum þjóðfélagsins. En ekki er
það aðeins unga fólkið sem er af-
skipt á stjórnunarsviðinu. Aldrað
fólk og kvenfólk, svo og fólk I
launþegastétt lýtur einnig
ákvörðun valdaaflsins —~karl-
manna á aldrinum 40 ára til 65
ára.
Þessi miðaldra valdastétt
þeirra efnameiri i þjóðfélaginu
verndarforréttindi sin með öllum
ráðum.
31. þing SUJ vil benda á nauð-
syn þess að ungu fólki meðfersk-
ar skoðanir og dug og þor til að
framkvæma þær, öldruðum meö
sina löngu lífsreynslu, kvenfólki á
öllum aldri og launþegum, sé
veittur farvegur að valdahlut-
verkinu innan þjóðfélagsins.
Astand þjóðmála kallar á slikt.
31. þing SUJ veit að sósialiskum
umbótum verður aldrei komið á
án þátítöku þessara hópa, þvi
verða þeir aö virkjast I hinini
pólitísku baráttu.
31. þing SUJ:
Landbúnadur full-
nægi þörfum innan-
landsmarkadar
31. þing SUJ telur þaö grundvallaratriöi að ísl. landbúnaður fullnægi þörfum
innanlandsmarkaðar og ekki verði f luttar inn landbúnaðarvörur, sem hægt er
að framleiða hér. Hins vegar sé fráleitt að selja landbúnaðarvörur í stórum
stil á erlendum markaði fyrir brot af kostnaðarverði. Núverandi niður-
greiðslukerfi skapar óeðlilega eftirspurn eftir vissum landbúnaðarvörum á
kostnað annarra, hinsvegar sé ekki óeðlilegt, að verði á ýmsum helztu nauð-
synjavörum almennings sé haldið niðri með opinberum aðgerðum. Núgild-
andi fyrirkomulag á útreikningi verðlagsgrundvallar landbúnaðarafurða og
sjálfvirkar hækkanir á honum þarf endurskoðunar við, eins og samtök laun-
þega hafa margoft bentá. Verulegur hluti landsinser ofbeittur og þarf þvíað
fækka sauðfé á afréttum víða um land. Helzt kemur þar til greina að bændur
minnki bústofn sinn, enda meðalbúin hagkvæmari í rekstri en stórbúin.
Kjartan Ottósson
Bjarni P. AAagnússon.