Alþýðublaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 21.TBL. — 1978 — 59. ÁRG. r ■ - — - - ■ Ritstjórn blaðsins er til húsa íSíðumúla 11 ~ Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Viðbárur kaupenda norsku skipanna Vorum að sniðganga ófull- nægjandi lánafyrirgreiðslur Hvenær láta sjálfar lánastofnanirnar til sín heyra? Lítið hefur verið að frétta af framgangi rannsóknar á misferli því sem sýnt er að átt hefur sér stað viðskipakaup frá Noregi og gjaldeyris skattalagabrotum þess- um kaupum tengdum. Blaðið hefur þó aflað sér heimilda um að viðbárur margra kaupenda skip- anna eru á þá lund/ að hér hafi veriðumaðræða leið til að sniðganga margvís- lega agnúa á fáanlegri lánfyrirgreiðslu. Munu einhverjir skipakaup- enda flytja sitt mdl á þá leið, að oftar en ekki þurfi nýtt skip margvislegra endurbóta við, sem i ljós koma að smiði lok- inni, og eru jafnvel nauðsynleg- ar, svo skipið geti talizt fullfært við islenzkar aðstæður. Sé hér gjarnan um að ræða fram- kvæmdir, sem ekki hefur verið gætt við smiðalýsingu og skipa- smiðastöðinni þvi ekki skylt að framkvæma. Af þessum sökum og fleirum sé til komið hið um- deilda „samkomulag” kaup- enda skipanna og seljenda, og sé hér þvi verið aö baktryggja kaupandann fyrir ófyrirsjáan- legum útgjöldum. Munu skipa- kaup ekki þurfa til, að þessum verzlunarmáta sé beitt, heldur er líklegt að hann tfðkist við skipti á vél og þvi um liku. Þá er ótalin sú viðbára að lánafyrirgreiðsla vegna skipa- kaupa sé ekki áhlaupaverk og með fyrrgreindu móti þykjast menn geta sparað sér aðra atrennu að „kerfinu”, þegar kemur að ýmsum aukabúnaði, en sem kunnugt er voru ávisanir i hinum svokölluðu „back-lett- ers”, einnig sagðar notaðar i þvi skyni. Munu lánafyrirgreiðslur til alls sliks aukabúnaðar einnig vera að tiltölu naumari og verri viðfangs að fala, en til sjálfrar skipasmiðarinnar. Oft hefur satðið styr um hverjir hlutar aukabúnaðarskyldu taldir til- heyra sjálfri skipasmiðinni, og eru fiskkassar i skuttogurum ’dæmi um það, en þeir munu nú loks hafa fengizt viðurkenndir, að loknu nokkru þófi, sem hluti innréttingar i lest, sem raunar er sérhönnuð með tilliti til kass- anna. Rannsaka eingöngu skatta og bókhaldshliðina Blaðið hafði tal af Garðari Valdimarssyni, skattrann- sóknastjóra, vegna þessa, þvi hvað sem fyrrgreindum viðbár- um liður, og þótt enginn eyrir hefði farið til annars en endur- bóta og útbúnaðar skipanna, (sem ýmsir efast um) hefur ekki verið farið að réttum lög- um. Garðar lagði áherzlu á aö rannsókn embættishans beind- ist eingöngu að skatta og bókhaldshlið þessara mála, likt og gjaldeyriseftirlit Seðla- banka, sæi éinvörðungu um gjaldeyrishliðina. Þeirra væri þvi að rannsaka hvort fé það sem i milli ber komi réttilega fram á skattaskýrslum og i bókhaldsgögnum, en sú ólög- mæta útvegun hærri upphæðar en réttu kaupverði nemi snúi fyrst og fremst að lánastofnun- um. Mun þar þvi viö stofnanir á borð við Rikisábyrgðarsjóð og Langlánasjóð aö eiga, auk að sjálfsögðu Rikisbankanna, sem ábyrgir eru gagnvart lánveit- endum. Hvað hyggjast lánastofn- anir fyrir? Oneitanlega vekur athygli að þeir aðilar, sem nú hafa verið nefndir og stóðu að útvegun lán- anna, hafa ekki látið til sin heyra, og hver þeirra viðbrögð muni verða, ef rannsókn leiðir misferli i ljós, sem sumir ætla stórfellt. Ekki gafst ráðrúm til i gær að hafa samband við for- svarsmenn þessara aöila og skal þvi ósagt látiö hvort lita megi það sem eðlilegan fram- gang mála, að skattayfirvöld standi ein að rannsókn ásamt gjaldeyriseftirliti, en ekki full- trúar sjálfra lánamálanna. Sýn- ist þó ekki óeðlilegt að þeir létu til sin heyra, þar sem fyrst og fremst hefur hér verið á þeirra hagsmuni gengið. Fjórir menn vinna nú að rannsókn málsins Fjórir menn vinna nú að rannsókn þessa máls hjá skattaeftirliti, en það beinist sem kunnugt er aö kaupum á uþb. 60 skipum, keyptum frá Noregi frá árinu 1971 og voru flest smiðuð i Mandal og Flekkefjord. Gjaldeyriseftirlitið hóf rannsóknina, en nú hafa skattayfirvöld tekið við henni að mestu og hefur skattrannsókna- stjóri gert sér ferð utan vegna málsins, ásamt fulltrúa sinum. Norsk yfirvöld standa nú sjálf að könnun á þessum málum og mun samvinna þeirra og islenzkra yfirvalda öll hin lipr- asta. AM Sáttasemjari í deilu blaðamanna og blaðaútgefenda ,,Við munum afhenda Torfa Hjartarsyni, sáttasemjara rikisins, beiðni um að hann taki málið að sér. „Við munum strax við fyrstu hentugleika afhenda Torfa Hjart- arsyni, sáttasemjara fikisins, ósk um að hann taki að sér að leysa deiluna”, sagði Magnús Finsson, formaður Blaðamannafélags ís- lands, er AB inntihann eftir gangi kjaradeilu blaðamanna og blaða- útgefenda. Magnús sagði að þar eð samn- ingum blaöamanna hefði nú verið sagt upp, yrði gengiö til nýrrar samningagerðar. Samræmingin við starfsmenn rikisfjölmiðlanna er þá Ur sögunni, aö sögn Magnúsar, en fráleitt muni blaðamenn þó sætta sig við lakari kjör en fréttamenn útvarps og sjónvarps. ES Form. Félags blaðaútgefenda: Segir af sér í miðri kjaradeilu ,,Já, það er rétt ég hef sagt af mér formennsku i Félagi blaðaútgef- anda”, sagði Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Morgun- blaðsins, sem verið hef- ur formaður i félaginu um árabil. Haraldur kvaðst alls dkki vilja um þessa afsögn sina ræða, né heldur þær ástæður sem lágu til grundvall- ar. Sem kunnugt er eiga blaöaút- gefendur nú i kjaradeilu við blaðamenn og hafa þeir siðar- nefndu sagt upp kjarasamningi sem verið hefur í gildi milli aöila frá þvi i haust. Þaö er nokkuð umhugsunarefni að formaður Félags blaðaútgef- enda segir af sérmitti samninga- þófi um kjarasamninga við blaðamenn, en sem kunnugt er hefur verið sagt upp kjarasamn- ingi sem i gildi hefur veriö milli útgefenda og blaöamanna frá þvi i haust. ES t gær fór fram busavigsla f M.H. þar sem viö voru haföar breyttar venjur. Breytingin var aöai- lega fólgin i þvi aö busarnir voru vigðir innandyra meö virt og spekt, þar sem þeir gengu fram eftir nafnakalli og hneigöu sig fyrir eldri nemendum, siðan fengu þeir rembingskoss af velsmurö- um eldrauöum varalitsvörum eidri nemenda. Gjaldskrá Pósts og síma haekkar verulega: Fastagjald af sfma kr. 25.000 á ári! Verðlagsyfirvöld hafa samþykkt miklar hækk- anir á gjöldum Pósts og sima og má nefna að nú kostar 60 kr. að senda venjulegt bréf i stað 45 kr. áður. Þá hækkar sendingarkostnaður á blöðum og timaritum úr kr. 5 pr. eintak i kr. 20. Hækkun á stofngjaldi sjálfvirks sima hækkar úr 27 þús. kr. i 36 þús. kr., en ofan á það bætist svo 20% söluskattur. Arsfjóröungs- gjald sima, sem áöur var kr. 3.900, hækkarikr. 5.200 (auk sölu- skatts) og umframskrefið kostar nú kr. 11.30 i staö kr. 8.70. Fastagjald af talsima verður þvi hér eftir tæplega 25.000 krón- ur, með söluskatti, eða um 6.200 kr. ársfjórðungslega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.