Alþýðublaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. janúar 1978.
3
Samband ísl. samvinnufélaga:
Nýtt átak í sölu-
málum íslenzks
kjöts íV-þýzkal.
i nýútkomnum Sam-
bandsfréttum# fréttabréfi
Sambands ísl. samvinnu-
félaga Reykjavík# segir
m.a. frá fyrirhugaðri þátt-
töku Búvörudeildar Sam-
bandsins í geysistórri al-
þjóðlegri matvælasýningu
er halda á í Vestur-Berlín.
Ætlunin er að nota þessa
leið til að gera nýtt átak í
sölumálum íslenzks kjöts í
Vestur-Þýzkalandi. En
gengið hefur verið frá sölu
á reynslusendingum af
dilkakjöti til þýzkra kjöt-
heildsala. Sýningin mun
standa frá 27. jan. til 5.
febrúar n.k.
220 lestir af dilka-
kjöti þegar fluttar út.
Um helmingur útfluttrar haust-
framleiöslu siöasta árs af dilka-
kjöti hefur veriB fluttur út til Nor-
egs, en alls hafa nú veriB fluttar
út um 2020 lestir af þeim tæplega
14000 lestum kindakjöts er fram-
leiddar voru s.l. haust. Af þessum
14000 lestum var framleiösla
Sambandskaupfélaganna um 9500
lestir. Veröiö, sem fengizt hefur
fyrir þetta magn, er rúmlega 10%
hærra i erlendri mynt en það sem
fékkstfyrir u.þ.b. ári. Ráögert er
að flytja út til viöbótar þessu 2500
lestir, svo aö heildarútflutningur-
inn veröur sennilega heldur minni
en var af haustframleiöslunni
1976, en af henni voru fluttar út
4800 lestir.
Sala frystra afurða gekk
vel 1977.
A árinu 1977 frystu Sambands-
frystihúsin rúmlega 26000 lestir
sjáfarafurða, um 6000 lestum
meira en árið áður. Merkasta ný-
mælið á árinu i frystingu sjávar-
afurða vartvimælalaust frysting
rúmlega 2000 lesta siidar til út-
fluttnings, en þaö var um sex
sinnum meira magn en áriö áöur.
Heildarútfluttningur Sjávaraf-
urðadeildar SIS á árinu 1977 nam
14.172 milj. króna á móti 8.214
milj. króna 1976- Aukningin
nemur þvi 72.5 af hundraöi. Þýö-
ingarmestu afuröir deildarinnar
eru hraðfreystar sjávarafuröir
auk lýsis og mjöls, en einnig eru
flutt út skreið og söltuð hrogn.
Ýmsar fréttir af starfsemi
Samv.hr.
Akveðið hefur veriö hvenær
aðalfundur Sambands Isl. sam-
vinnufélaga veröi haldinn þ.e.
dagana 29. og 30. júni n.k. aö Bif-
röst i Borgarfirði. Sérmál fundar-
ins verður aö þessu sinni „Verzl-
unarþjónusta samvinnuhreyfing-
arinnar”.
Stjórnarskipti hafa orðið I Fé-
lagi kaupfélagsstjóra, i stjórn fé-
lagsins sitja nú: formaður Guö-
mundir Gislason, á Stöðvarfirði;
gjaldkeri, Hermann Hansson á
Höfn i Hornafirði og ritari Gisli
Jónatansson Fáskrúðsfirði.
í Boðbera, félagsblaði Kaupfé-
lags Þingeyinga á Húsavik, kem-
ur fram að fjárhagsstaöa félags-
ins sé nokkuð lakari út á við en á
sama tima i fyrra. Mjólkurvöru-
birgðir kaupfélagsins hafa hlaöizt
upp, sem nemur mörgum
milljónatugum hvað fjárhaginn
snertir.
Lokið er prentun tveggja binda
verks um rekstur og fram-
kvæmdir á vegum Sambands isl.
samvinnufélaga á árabilinu frá
stofnun þess 1902 til ársins 1947.
Höfundur þess er Gunnar Grims-
son skjalavörður.
AB lokum má geta þess aö Nor-
ræna samvinnusambandiö NAF
mun minnast 70 ára afmælis sins
hinn 26. júli i ár. Sem kunnugt er
þá áttiSamband isl. samvinnufé-
lga 75 ára afmæli á sl. ári og hefur
I þvi tilefni verið efnt til ritgerö-
arsamkeppni meðal unglinga um
samvinnuhreyfinguna.
Lognið á undan
storminum?
Fyrstu fundir i deild-
um Alþingis á nýbyrjuðu
ári voru haldnir i gær og
voru stuttir og tiðinda-
litlir. Fundurinn i efri
deild stóð aðeins i fáein-
ar minútur, en þar mælti
Ólafur Jóhannesson,
viðskiptaráðherra, fyrir
frumvarpi um geymslu-
fé. Annað var ekki á
dagskrá i deildinni. í
neðri deild var lokið 1.
umræðu um frumvarp
frá Jóni Skaftasyni um
breytingar á kosninga-
lögum og mælt fyrir
frumvarpi um lífeyris-
sjóð sjómanna, sem Pét-
ur Sigurðsson flytur.
Önnur dagskrármál
voru tekin út af dagskrá
fundarins, sem stóð i um
40 minútur.
Raddir voru uppi um
það á göngum þingsins,
að rólegheitin i gær
væru aðeins ,,logn á
undan storminum”.
Væru þingmenn i nokk-
urs konar biðstöðu á
meðan beðið væri eftir
kreppubombu rikis-
stjórnarinnar, sem kall-
ast á fræðimáli ,,ráð-
stafanir i efnahagsmál-
um”. Mun mikið um
fundarhöld vegna-þessa
hjá stjórnmálamönnum
og fræðingum. —ARH
Volkswagen
’Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —Vélariok —
Geymslulok á Wolkswagen I allflest'um litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveöið verö. Reynið
viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. {
ur sýningarbás Alafoss á syningunni.
Góður árangur ísl. fyrirtækja á
textilsýningu í Þýzkalandi
Álafoss hf. og Ullarverk-
smiðjan Gef jun tóku þátt í
textilsýningunni
International Trade Fair
for Home and Household
Textiles í Frankfurt/ dag-
ana 11.-15. janúar og sá
Útf lutningsmiðstöðin um
skipulagningu vegna
sýningarinnar.
Alafoss og Gefjun sýndu bæði
húsgagnaáklæði og værðarvoðir,
auk þess sýndi Gefjun sængur,
bæði með æðardúnfyllingu og
ullarfyllingu.
Sýningarsvæðið, sem fyrir-
tækin höfðu til ráöstöfunar, var 42
ferm.og var Ctflutningsmiðstöðin
með hluta af básnum, þar sem
gefnar voru upplýsingar um is-
lenska útflytjendur svo og al-
mennar upplýsingar um Island.
Sýningu þessa, sem er stærsta -
og virtasta textilsýning i heim-
inum, sóttu um 60.000 manns.
Fjöldi sýnenda var 1.050 frá 32
löndum og sýningarsvæðið var
75.000 ferm.
Arangur af þessari sýningu var
mjög góður og bárust t.d. 60-70
prufupantanir og annað eins af
fyrirspurnum. Geysileg vinna
biður nú fyrirtækjanna aö vinna
úr þeim pöntunum og fyrir-
spurnum, er bárust og vænta
fyrirtækin sér mikils af niður-
stöðum sýningarinnar. Lang
þýöingarmesti markaðurinn fyrir
húsgagnaáklæði og væröarvoðir
virðist vera Scandinavia, þó svo
að ágætis möguleikar viröast
vera i öðrum Evrópulöndum.
Mikilvægi skandinaviska mark-
aðarins byggist fyrst og fremst á
þvi hvað „Scandinaviskt design”
byggir mikið á náttúrulegum
efnum.
Mjög ánægjulegt var að sjá
hvað bæði fyrirtækin höfðu unnið
markvisst i hönnunarmálum frá
siðustu sýningu. Margir við-
skiptavinir gátu þess sérstaklega
hversu fallegar og vel hannaðar
vörur fyrirtækin væru meö.
Fyrirtækin eru staðráðin I aö
halda áfram þátttöku i sýningu
þessari á næsta ári.
1 gegnum þetta skiptiborð fara öli útköll slökkviliösins fram
Slökkviliðid f Rvík kvatt
út 150 skiptum oftar
árið 1977, en árið áður
Slökkviliðíð í Reykjavík/
hefur sent frá sér skýrslur
um útköll og sjúkraflutn-
inga slökkviliðsins í
Reykjavík/ fyrir árið 1977.
Við samanburð á útkallafjölda
áranna 1976 og 1977 kemur i ljós
að það hefur orðið umtalsverð
aukning á útköllum eða 150 sem
gerir 42% aukningu.
Við nánari samanburð á
útköllum kemur I ljós að þessi
aukning stafar eingöngu af
tvennu, þ.e. aukningu á útköllum
án elds (kvaðning án elds) þar er
aukningin 25, svo og útköllum þar
sem tjón var ekkert, en þar er
aukningin 131, samtals gerir
þetta 156 útköll, þ.e. 6 fleiri en
útkallsaukningin milli ára. Þaö
eru þvi 6 færri útköll árið 1977 þar
sem eitthvert tjón vari,
heldur en árið 1976.
Fjöldi sjúkraflutninga hefur
haldist svo til óbreyttur allt frá
árinu 1973 eða um 10000 á ári, t.d.
árið 1976 10177.
Auglýsingasími
blaðsins er
14906
x