Alþýðublaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 26. janúar 1978.
Kristjánsson, verkfræðingur, rit-
ari, Haraldur V. Haraldsson,
arkitekt, meðstjórnandi.
Steinsteypu-
ffélag
Steinsteypufélag islands
er félagsskapur einstak-
linga# fyrirtækja og stofn-
ana, sem að öllu eða ein-
hverju leyti helga starf-
semi sina fræðilegri og
hagnýtri steinsteyputækni
og notkun. Félagið er
stofnsett 1972 og telur nú
um 230 félagsmenn. Hlut-
verk þess er samkvæmt
frétt frá félaginu það að
//vinna að framþróun
steinsteyputækni á is-
landi" með ýmsu móti.
Stjórn Steinsteypufélagsins
skipa eftirtaldir: Guðmundur
Guðmundsson, verkfræðingur,
formaður, Kári Þ. Kárason, múr-
Stjórn Stemsteypufélags islanas.
arameistari, varaformaður,
Ingvar Á. Guðnason tækni-
fræðingur, gjaldkeri, Snæbjörn
Bandarískir studentar
á námskeiði hérlendis
um ferða- og hótelmál
AÐ SÖGN Sveins
Sæmundssonar blaðafull-
trúa Fiugleiða var það í
fimmta skipti nú í ár að
félagið efndi til námskeiðs
um Island fyrir banda-
ríska háskólastúdenta.
Námskeiðið sem staðið
hefur í sex daga lauk á
þriðjudaginn# þátttakend-
ur voru nú alls 46, en aðeins
20 þá er fyrsta námskeiðið
var haldið 1974. Stúdent-
arnir, sem eru undir leið-
sögn Dawid Dorf upphafs-
manns heimsókna þeirra
hingað, eru frá sjö háskól-
um á austurströnd Banda-
ríkjanna, stúdentarnir eru
á ýmsum aldri. Dawid
Dorf hefur reyndar verið
fyrir þeim í öll þau skipti
er þeir hafa komið hingað.
Námskeiðiðnú fjallaði aðallega
um ferða- og hótelmál en flestir
námsmannanna nema þær grein-
ar, en auk þeirra voru einnig
nokkrir jarðfræðinemar með i
förinni. Farið var i kynnisferðir
um landið með þátttakendur,
austur i Vik i Mýrdal og upp á
Akranes. Flugleiðir hafa séð um
allan undirbúning námskeiðsins,
útvegað kennara, fyrirlesara o.s.
frv.
Sveinn sagði höfuðtilgang með
námskeiðum þessum vera að
auglýsa Island sem ferðamanna-
land og auka þannig ferðamanna-
strauminn frá Bandarikjunum.
Námskeiðin ættu reyndar að
vera góð auglýsing þvi þátttak-
endur hefðu verið mjög ánægðir
með hingaðkomuna, þrátt fyrir
að um miðjan vetur væri. Náms-
menn þessir munu siöan við
heimkomuna skrifa ritgerðir og
halda fyrirlestra um Island, en
það er einn þáttur náms þeirra.
t>ó hópar þeir er hingað koma
til þátttöku i námskeiðum Flug-
leiða hafi ekki verið ýkja
fjölmennir mun ánægja þeirra
með dvölina hér vissulega smita
út frá sér.
—JA
Lögum um ríkisborgara
rétt verdi breytt
Laufey Vilhjálmsdótt-
ir, Háaleitisbraut 111 í
Reykjavík hefur sent frá
sér opið bréf til Alþingis
varðandi áskorun um
breytingu á lögum um fs-
lenzkan rikisborgararétt.
Afrit af bréfinu var sent
formönnum þingflokka,
fjölmiðlum, Jafnréttis-
ráði og Kvenréttindafél-
agi Islands.
Bréf Laufeyjar er svo-
hljóðandi:
1 lögum nr. 100 23. des. 1952
um islenzkan rikisborgararétt
segir svo m.a. „1. gr. Barn ööl-
ast islenzkt rikisfang viö fæð-
ingu 1. ef það er skilgetiö og faö-
ir þess er islenzkur rikisborgari
2. ef það er skilgetið og fætt hér
á landi og móðir þess er is-
lenzkur rikisborgari, enda eigi
faðir þess hvergi rikisfang eöa
barnið fær ekki rikisfang föður-
ins við fæðingu 3. ef það er óskil-
getið og móðir þess er islenzkur
rikisborgari....”.
Samkvæmt framangreindri
tilvitnun er meginreglan sú, aö
skilgetin börn fái rikisfang föð-
ur en óskilgetin rikisfang móð-
ur. 1 þessu felst ekki aðeins mis-
rétti kynjanna á báöa bóga
heldur er einnig gerður greinar-
munur á stöðu barnsins, hvort
það er skilgetið eða óskilgetið.
I kjölfar laganna um jafnrétti
kvenna og karla, sem Alþingi
samþykkti 31. mai 1976 hlýtur
að þurfa að breyta lögunum um
rikisborgararétt til samræmis,
þannig að afkomandi islensks
foreldris, hvort sem það er föð-
ur eða móður, fái islenzkt rlkis-
fang við fæðingu. Slik lög gilda
t.d. i býzkalandi, Frakklandi og
Bandarikjunum. Hins vegar
rikir sama misrétti og hér á hin-
um Noröurlöndunum og i Bret-
landi — þótt ótrúlegt megi virð-
ast.
Hér er um einfalt mannrétt-
indamál að ræða, sem varla
þarf aö deila úm og ætti þvi að
geta fengið skjóta afgreiðslu Al-
þingis.
T eiknimyndasamkeppni
í tengslum vid umferdar
fræðslu í skólum
Mennta má la ráðuneytiö
efnir i samráði við
Umferðarráð til teikni-
myndasamkeppni fyrir 9
ára skólanemendur. öll
börn fædd 1968 hafa rétt til
þátttöku í keppni þessari.
Þessi keppni er önnur í
röðinni, en fyrst var hún
haldin í febrúar 1976 og var
þátttaka þá mjög góð.
Að þessu sinni er aðeins um eitt
verkefni að ræða: TILLITSSEMI
1 UMFERÐ. t kynningu keppn-
innar til skólanna fylgdi orðsend-
ing tilnemenda þar sem m.a. tal-
in voru upp nokkur dæmi um til-
litssemi i umferð.
10. verðlaun verða veitt:
1. Myndavél, Kodak EK8.
GEfandi: Hans Petersen h.f.,
Reykjavik.
2. — 4. Vasatölvur, Vatman
Goldfinger. Gefandi: Skrifstofu-
véiar h.f., Hverfisgötu 33,
Reykjavik.
5. — 10. íþróttabúningar. Gef-
andi: Sportval, Hlemmtorgi,
Reykjavik.
Aðferð við myndgerðina er
frjáls (teiknað, litað, málað, mót-
að o.s.frv.). Æskilegt er að stærð
teiknaðra og málaðra mynda sé
ekki minni en 30 x 40 cm.
Tilgangurinn með keppni þess-
ari er að vekja nemendur til
umhugsunar um umferðina og til
þess að rifja upp þá fræöslu sem
þeim hefur verið veitt.
Dómnefnd skipa:
Frá Félagi isl. myndlistarkenn-
ara: Margrét Friðbergsdóttir.
Frá Menntamálaráöuneyti: Þórir
Sigurðsson, námstjóri. Frá
Um verðarráði: Eymundur
Runólfsson, verkfræðingur.
Skilafrestur skólanna er til 25.
febrúar og skal senda myndir til
Guðmundar Þorsteinssonar,
námstjóra i umferðarfræðslu,
Hverfisgötu 113, 105 Reykjavik.
Getraunaspá Alþýdublaösins:
Vid spáum níu
heimasigrum
í siðustu leikviku var
21 röð með 10 rétta og
fékk hver vinningshafi
35.000 krónur i sinn
hlut. 239 voru með 9
rétta og vinningurinn á
hverja röð var 1300
krónur.
Okkur gekk ekkert
sérstaklega vel í sið-
ustu viku, þrátt fyrir
fögur fyrirheit. Við
náðum ekki nema 6
réttum og hefur sér-
fræðingur okkar fengið
miklar ákúrur fyrir.
Hann hefur nú tekið
upp harða sjálfsgagn-
rýni og hann hefur lof-
© The Football League
Lelklr 28. janúar 1978
Arsenal - Wolves . .
Bolton - Manstield . ...
Brighton - Notts County
Chelsea - Burnley.......
Derby - Birmingham
Manohester Utd. - W.B.A.
Middlesbro - Everton . .
Millwall - Luton .
Newcastle - Wrexham .
Nott’m Forest - Man. City
Walsall - Leicester.....
West Ham - Q.P.R........
/
I
I5X
xl
að að gefast ekki upp
fyrr en hann hefur
fengið tólf rétta, fyrst-
ur opinberra islenzkra
tippara.
Leikirnir þessa vikuna eru úr 4. umferð ensku bikarkeppninn-
ar.
Arsenal-Wolves.
Arsenal er mikið bikarlið og liðinu hefur gengið vel i vetur. A
heimavelli sinum i Lundúnum munu þeir varla eiga i erfiðleik-
um með úlfana. Heimasigur.
Bolton-Mansfield.
Þetta er leikur toppliðsins og botnliðsins i annarri deild. Bolton
hefur verið mjög sterkt á heimavelli sinum, aðeins tapað þremur
stigum af 26. Heimasigur.
Brighton-Notts County.
Brighton er mun sigurstranglegra i þessum leik. Að visu hafa
leikir liðsins verið afar misjafnir, töpuðu hverjum leiknum á
fætur öðrum um tima. Nú virðast þeir hins vegar hafa náð sér
upp úr þessum öldudal og spáin er þvi heimasigur.
Chelsea-Burnley. .
Chelsea er sterkt bikarlið og liðið hefur verið vaxandi i siðustu
leikjum þess. Burnley er hins vegar i vaxandi fallhættu i annarri
deild. Allt bendir til heimasigurs.
Derby-Birmingham.
Birmingham átti góðan Ieik um siðustu helgi, sigraði
Liverpool á heimavelli Liverpool. Derby steinlá i Manchester
fyrir United, 0-4. Spámaður vor hefur samt meiri trú á Derby,
sem bikarlið ætti það að ná langt. Heimasigur.
Manchester United-WBA.
WBA er i miklum öldudal þessa dagana. Liðið afrekaði það um
siðustu helgi að tapa fyrir Middlesbro. Á hitt ber einnig að lita að
United er eitt frægasta bikarlið Englands. Við verðum þvi að spá
sjötta heimasigrinum i röð, en til vara spáum við jafntefli.
(Fyrsti tvöfaldi leikurinn).
Middlesbro-Everton.
Middlesbro hefur varla mikið að gera i hendurnar (fæturna) á
Everton. Everton er mjög sigurstranglegt i þessari bikarkeppni,
ásamt Notthingham Forest, Arsenal og Man. Utd. Við spáum
útisigri (loksins).
Millwall-Luton.
Millwall er I neðsta sæti annarar deildar og virðist ekki til mik-
ils liklegt. Liðið mun hins vegar örugglega berjast af hörku og
uppskera jafntefli. Til vara spáum við útisigri. (Annar tvöfaldi
leikurinn).
Newcastle-Wrexham.
Wrexham hefur mikla forystu i þriðju deild. Liðið er frægt bik-
arlið og er til alls liklegt. Af einskærri i haldssemi spáir sérfræð-
ingurinn okkar heimasigri vegna þess að Newcastle leikur i 1.
deild en ekki kenna okkur um það þó Wrexham setji strik i reikn-
inginn enn einu sinni.
Nottingham Forest-Manchester City.
Þetta er tvimælalaust leikur vikunnar. Þarna berjast fyrsta og
annað lið fyrstu deildar. Manchester City hefur verið i miklum
uppgangi.undanfarnar vikur og náöi svo öðru sæti deildarinnar
um siðustu helgi með góðum sigri á Norwich (sem var fyrsta tap
Norwich á heimavelli). Forest liðið er hins vegar svo gott og
öruggt að það væri fásinna að spá þvi nokkru öðru en sigri.
Heimasigur.
Wals<. Leicester.
Walsall er nú um miðbik þriðju deildar. Þar sem Leicester
leikur i fyrstu deild ætti útisigur að vera nokkuð öruggur. En
leikur Leicester i vetur hefur verið svo glórulaus að til tiðinda
má teljast. Liðiðhefur aðeins skorað 11 mörk i 26 deildarleikjum,
liðið hefur enn ekki unnið á útivelli og aðeins unnið einn leik á
heimavelli (þ.e. i deildarkeppninni). Við spáum þvi jafntefli en
útisigri til vara. (Þriðji tvöfaldi leikurinn)
West Ilam-QPR.
Þessi lið berjast bæði á botni fyrstu deildar. West Ham á það
tæplega skilið, liðið hefur verið óheppið. Við spáum heimasigri
en jafntefli til vara. (Fjórði og siöasti tvöfaldi leikurinn)
—ATA