Alþýðublaðið - 28.01.1978, Page 2
V
Laugardagur 28. janúar 1978.
Keflavík:
Frambjódendur í prófkjöri Alþýduflokksins
vegna bæjarstjómarkosninganna
Alþýðuf lokkurinn í
Keflavík heldur prófkjör
um skipan 6 efstu sæta á
lista flokksins til næstu
bæjarstjórnarkosninga í
Keflavík. Prófkjörið fer
fram i dag, laugardag 28.
janúar og á morgun
sunnudaginn 29. janúar.
Atkvæðisrétt í próf-
kjörinu hafa allir Kefl-
víkingar 18 ára og eldri,
sem ekki eru flokks-
bundnir í öðum stj órn-
málaf lokkum.
Frambjóðendur í próf-
kjörinu eru 11 talsins.
Þeir eru: Gottskálk
ólafsson, Guðfinnur
Sigurvinsson, Guðrún
ólafsdóttir, Gunnólfur
Árnason, Jón Ólafur
Jónsson, Karl Steinar
Guðnason, ólafur
Björnsson, Sigurður
Árnason, Svava Hildur
Ásgeirsdóttir, Sæmundur
Pétursson og Þórhallur
Guðjónsson.
Gottskálk ólafssoner fæddur
4.12. 1942 i Miðneshreppi. Hann
lauk námi i húsasmiði áriö 1962
og vann viö þá iðn til ársins 1965
er hann réöist sem starfsmaöur
tollgæzlunnar á Keflavikurflug-
velli.
Gottskálk er kvæntur Guö-
laugu Jóninu Sigtryggsdóttur og
búa þau aö Háteigi 12, Keflavik.
Guöfinnur Sigurvinsson er
fæddur 6.7.1936. Hann lauk prófi
frá Samvinnuskólanum aö
Bifröst árið 1955. Guðfinnur
veitir nú forstööu Tollvöru-
geymslu Suöurnesja.
Hann er kvæntur Gislinu
Jóhannesdóttur og eiga þau 5
börn, Guöfinnur býr aö Háaleiti
13 i Keflavik.
Guörún ólafsdóttir er fædd 3.
febrúar áriö 1932 á Isafirði.
Hún lauk gagnfræöaprófi frá
Isafiröi, 1949.
Guðrún starfaöi i mörg ár i
frystihúsi, en frá árinu 1973 hef-
ur hún verið formaður verka-
kvennafélags Keflavikur og
Njarðvikur.
Guðrún er gift Magnúsi
Jóhannessyni, skipasmiö og
eiga þau fjögur börn.
Guörún ólafsdóttir er búsett
aö Greniteig 8, Keflavik.
Gunnólfur Arnason er fæddur
18. júni áriö 1950. Hann lauk
námi i pipulögnum frá Iðnskól-
anum.
Gunnólfur er kvæntur
Fanneyju Bjarnadóttur og eiga
þau tvo syni.
Gunnólfur er búsettur aö
Háteig 6, Keflavik.
Jón Óiafur Jónssoner fæddur
á ísafirði 5. des. áriö 1940.
Hann lauk prófi frá gagn-
fræöaskóla Isafjarðar og er
nústarfsmaður i Frihöfninni á
Kef la vikurf lugvelli.
Jón Ólafurer kvæntur Sigur-
björgu Gunnarsdóttur og eiga
þau hjónin þrjú börn.
Karl Steinar Guönason er
fæddur 27.5. 1939.
Hann lauk gagnfræðaprófi ár-
ið 1956 og kennarprófi frá
Kennaraskóla tslands áriö 1960.
Karl Steinar er nú formaður
Verkalýös- og sjómannafélags
Keflavikur og nágrennis og
fulltrúi Alþýöuflokksins i bæjar-
stjórn Keflavikur.
Karl er kvæntur Þórdisi
Þormóðsdóttur og eiga þau
fjögur börn.
ólafur Björnsson, er fæddur
að Hnjúki iDalasýslu hinn 22. 4.
1924.
Hann er nú framkvæmda-
stjóri Baldurs h.f., sem hann
stofnaði ásamt tveim fyrr-
verandi skipsfélögum sinum.
Ólafur er fulltrúi Alþýðuflokks-
ins i bæjarstjórn Keflavikur og i
bæjarráöi.
Hann er kvæntur Hrefnu
ólafsdóttur.
Siguröur Arnason er fæddur i
Reykjavik 24. nóvember árið
1924.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Alþýöuskólanum að Eiðum áriö
1968 og 2 stigs prófi frá Vélskóla
Islands árið 1972. Þaö sama ár
fluttist hann til Keflavikur.
Sigurður vinnur nú hjá Flug-
leiðum h.f. á Keflavikur flug-
velli.
Svava Hildur Asgeirsdóttir er
fædd i Keflavik 29.8 1956. Hún er
gift Jóhanni Magna Jóhanns-
syni og eiga þau eitt barn.
Sæmundur Pétursson er
fæddur 16. ágúst 1945.
Hann lauk prófi i rafvirkjun
hjá Rafveitu Keflavikur áriö
1971. Starfaöi siðan hjá Rafiðn
h.f. i Keflavik til ársins 1973, en
gerðist þá slökkviliðsmaður.
Þórhaliur Guöjónsson, er
fæddur 16.7. 1931
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Reykholtsskóla árið 1949,
sveinsprófi i skipasmiðaiön 1953
og siðar námi i húsasmiði.
Þórhallur hefur starfað við
eigin fyrirtæki frá 1965.
Hann er kvæntur Steinunni
Þórleifsdóttur og eiga þau tvo
syni.
Jón Ólafur Karl
Ritningin á 1600 tungumálum
Nýja Testamennti Odds Gottskálkssonar
frá 1540 númer 23 í tímaröð 1600 bóka
Hinn árlegi Biblíudagur
er á sunnudaginn, 29.
janúar. Þennan dag notar
kirkjan til að vekja sér-
staka athygli á Biblíunni
og á starfi Biblíufélaganna
hér á landi og erlendis.
Tílgangur Bibliufélaganna er
sá einn, að gera Heilaga ritningu
aðgengilega öllum mönnum, á
máli, sem þeir geta auðveldlega
skilið og fyrir verð, sem þeir ráða
við.
A siðasta ári var framlag
Islands til Sameinuðu Bibliu-
félaganna um ein milljón króna,
og fór það fé til að greiða fyrir
dreifingu Ritningarinnar i
Eþiópiu, þar sem islenzkir
kristniboðar hafa starfað til
skamms tima. Á þessu ári hefur
Hið islenzka bibliufélag gefið
fyrirheit um 7500 dollara framlag
til starfsins þar. Þeirri upphæð
parf að safna meðal islenzkra
söfnuða.
I lok ársins 1976 hafði Ritningin
verið þýdd og gefin út i prent-
uðum bókum á 1603 tungumálum.
Nýja Testamenti Odds Gott-
skálkssonar frá 1540 kemur
númer 23 i timaröð þessara 1603
tungumála.
A siðasta ári var Ritningunni
dreift á tslandi i 7700 eintökum,
þ.e. Bibliur, Nýja Testamentið og
einstök rit Ritningarinnar, og eru
þá meðtaldar þær bækur, sem
Gideonfélagið dreifði meðal 12
ára skólabarna.
Samkvæmt yfirliti Sameinuðu
Bibliufélaganna var Ritningunni
dreift i 331 milljón eintaka um
heim allan árið 1976. Mjög hefur
farið i vöxt að sérprenta úrvals-
kafla Ritningarinnar i hand-
hægum og þægilegum útgáfum.
A vegum Hins islenzka Bibliu-
félags hefur um árabil verið
unnið að undirbúningi nýrrar
útgáfu islenzku Bibliunnar, og
siðustu árin i samvinnu og sam-
ráði við sérfróða starfsmenn
Sameinuðu Bibliufélaganna. 1
fyrra unnu á vegum Bibliufélags-
ins 5 af mönnum guðfræðideildar
Háskóla Islands við að undirbúa
texta Ritningarinnar fyrir nýja
setningu og prentun. Setningin
frá 1914 þarfnast endurnýjunar og
þarf Bibliufélagið stuðning
margra til að geta lokið þvi verki.
A Bibliudaginn á sunnudag pré-
dikar forseti Bibliufélagsins,
herra Sigurbjörn Einarsson,
biskup, i Dómkirkjunni i
Reykjavik i tilefni Bibliudagsins
og 50 ára afmælis Slysavarnar-
félagsins.
Siðdegis þann sama dag verður
ársfundur Bibliufélagsins. Stjórn
félagsins skipa 9 menn, en Her-
mann Þorsteinsson hefur verið
ólaunaður framkvæmdastjóri frá
1967.
Arið 1977:
Vinnustödvanir fleiri
en oftast áður
Fjöldi vinnstöövana á árinu 190.000. Til samanburöar má
1977 var mun meiri en á undan- nefna að á árinu 1976 voru vinnu-
förnum árum. Fjöldi þátttakenda stöðvunardagar nær 310.000. Þess
var einnig meiri en jafnan áöur. er vert að geta i þessu sambandi
292 vinnustöðvanir voru á árinu að áhrif yfirvinnubanns ASl fé-
og i þeim tóku þátt um 48.000 laga á siðasta ári komu 'ekki á
manns. neinn hátt fram tölulega.
Hins vegar hafa vinnustöðvun- Upplýsingar þessar eru fengn-
ardagar oft verið fleiri en á liðnu ar úr fréttabréfi Kjararannsókn-
ári, en þá voru þeir tæplega arnefndar. ES
Aðstoðargjaldkeri
óskum eftir að ráða aðstoðargjaldkera að1
Fjármáladeild vorri, nú þegar.
Innifalið i starfinu er innheimta lögboð-
inna trygginga og almenn skrifstofustörf.
Verslunar- eða samvinnuskólamenntun
æskileg en starfsreynslu er krafist.
Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu
vorri að Ármúla 3.
Samvinnutryggingar
— Starfsmannahald —
Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, er
verða til sýnis þriðjudaginn 31. jan. 1978
kl. 13-16 i porti bak við skrifstofu vora, að
Borgartúni 7:
Ford Cortina fólksbifr. árg ’74
Ford Econoline sendiferðabifr árg ’74
Land Rover diesel árg ’73
UAZ 452 torfærubifr árg ’73
Willys Commando Torfærubifr árg ’72
Ford Club Wagon fólksbifr árg ’72
Land Rover benzin árg '12
Volkswagen 1300 fólksbifr árg '12
Land Rover benzin árg '12
FordTransitsendif.bifr. árg '12
FordEscortsendif.bifr. árg '12
FordTorinostationfólksbifr árg ’71
Volkswagen 1200 fólksbifr árg ’71
Skoda 110L fólksbifreið árg ’71
Land Rover benzin árg ’7l
Chevrolet sendiferðabifr. árg ’7l
Land Rover benzin árg ’70
Land Rover diesel árg ’70
Ford Cortina fólksbifreið árg ’68
Volvo Laplander torf.bifr. árg ’67
Volvo Laplander torf.bifr árg ’65
lil sýnis hjá simstöðinni Húsavik:
Evenrude snjósleði árg. ’74
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 17.00 að
viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn
að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun-
andi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006