Alþýðublaðið - 28.01.1978, Side 3

Alþýðublaðið - 28.01.1978, Side 3
Laugardagur 28. janúar 1978. 3 GreinareerdTorfusamtakanna um Hallærisplanid: Yfirbygging dýr fram- kvæmd og áhættusöm Torf usamtökin hafa sent frá sér ítarlega greinargerð um Hallæris- planiö/ en þar áætla borg- aryfirvöld að ráðast í miklar niðurrifs- og byggingarframkvæmdir til þess að „færa líf í mið- bæinn". Tillaga yfirvalda gerir ráð fyrir að um 5000 fm húsnæði sé rifið, hús- næði sem nú er að lang- mestu leyti í notkun. I staðinn skal koma eftir- talið: 1. 5000 fm atvinnuhúsnæði. 2. 6000 fm ibúðarhúsnæði (samsvarar 80 litlum ibúðum). 3 Stóreflis 2ja hæða bygging yfir allt Hallærisplanið og vest- asta hluta Austurstrætis. Undir þeirri byggingu skal útbúa geymslu fyrir um 140 bila. Um fyrsta liðinn segja Torfu- samtökin að engar likur séu á þvi að nýtt atvinnuhúsnæöi af sömu stærð og hið fyrra auki á fjölbreytni i atvinnurekstri, eða hafi afgerandi áhrif á aukingu ,,lifs”á staðnum. Varðandi húsnæðishugmynd- irnar, þá segja samtökin að erf- itt hljóti að vera að láta þær koma heim og saman við bygg- ingarsamþykkt Reykjavikur, en skv. henni skal fylgja hverri i- búð tiltekið svæði fyrir börn (leiksvæði) utan húss. Sam- svarandi ákvæði munu einnig vera i reglugerð félagsmála- ráðuneytisins um gerð skipu- lags áætlana. Auk þessa, virðist svo sem hluti ibúðanna snúi i norður, en samkvæmt bygging- arsamþykkt eru slikar ibúðir bannaðar. Ef hins vegar er ætl- un yfirvalda að láta þarna búa aldraða, barnlaust fólk og ein- hleypinga, þá stangast það á við yfirlýsingar yfirvaldra sjálfra á skipulagssýningunni á Kjar- valsstöðum haustið 1976. Vaktmaður með hund og byssu? Torfusamtökin telja siðasta atriðið, yfirbyggingu Hallæris- plansins, áhættusama og dýra framkvæmd og verði ekki aftur snúið ef illa takist til. „Reynsla erlendis frá er ákaf- lega viða sú, að ekki hefur tekist að halda þeirri starfsemi sem til stóð. Hér er ekki á ferðinni neitt „Kúltúrhús” eins og stofn- að er til viða erlendis enda trú- lega ofviða ekki stærri borg en Reykjavik að halda sliku gang- andi af þeirri stærðargráðu sem hér er fitjað upp á. 1 nágrannalöndum okkar er verzlunartorgum sem þessu lokað á ákveðnum tima og þá ’ tekur við vörzlu vaktmaður með hund og byssu. Ekki væri gott, ef endirinn yrði sá i henni Reykjavik. Mjög vafasamt má þvi telja, að þessi framkvæmd sé til nokkurs góðs fyrir gamla miðbæinn heldur öfugt”, segir orðrétt i greinargerð Torfusam- takanna. Greinargerðinni lýkur siðan með þessum orðum: „Viðfangsefni það, sem hér er verið að fást við er flóknara en svo að til séu nokkrar „patent- lausnir” á þvi, hvað gera skal, ef ná á fram þvi markmiði að heimta úr helju gamla miðbæ- inn i Reykjavik. Areiðanlega er þó eitt fyrsta skrefið til björgunar það að vinna að þvi að stöðva með öll- um tiltækum ráðum, m.a. með Frh. á 10. siðu Útifundur á Hallærisplaninu i dag kl. 2 veröur haldinn bar- áttufundur á svonefndu Hallæris- plani I miöborg Reykjavikur, en þar veröur mótmælt áformum borgaryfirvalda aö rifa niöur gömul hús á svæöinu og leggja svæöið undir steinsteypu- og gler- höll. Aö fundinum standa fólk úr framhaldsskólum borgarinnar auk fulltrúa ibúasamtaka Vestur- bæjar, Torfusamtakanna og ibúa- samtaka Grjótaþorps. Gefiö hef- ur veriö út dreifirit i 7000 eintök- um og dreift um bæinn. Gerið Dagskrá fundarins er á þessa leið: 1. Hornaflokkur leikur frá kl. 13.55. 2. Fundarstjórinn, Pétur Gunnarsson rithöfundur, talar. 3. Avarp, Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. 4. Leikþáttur i flutningi leiklistar- skólanema. 5". Avarp, Þorvaldur Friðriksson háskólanemi. 6. Kór Menntaskólans við Hamrahlið syngur. 7. Ávarp, Guðrún Helgadóttir menntaskólanemi. 8. Hornablástur 9. Ávarp, ölafur Gislason, ibúi i Vik. 10. Söngur, harmónikuleikur. 11. Ávarp, Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur. 12. Spilverk þjóðanna syngur og leikur. 13. Borin upp ályktun fundarins. Ætlunin er aö samkoman standi i rúman klukkutima og veröur reynt að koma samkomunni inn i hús ef veður leyfir ekki útifund. Eru menn hvattir til að hlýða á hádegisútvarpið i dag, ef tilkynn- ing um breyttan fundarstað verö- ur lesin. Aðstandendur fundarins skors siðan á borgarbúa að fjölmennf og taka þátt i mótun eigin um hverfis. UTSOLU- MARKAÐUR Borgarspítalinn Lausar stöður Sumarafleysingar Hjúkrunarfræðingar óskast til sumaraf- leysinga. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga. Vinsamlega hafið samband við skrif- stofu forstöðukonu sem allra fyrst i sima 81200. Geðdeild Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á geðdeildir Borgarspitalans strax. Sjúkra- liðar óskast i Arnarholt strax. Upplýsing- ar veittar á skrifstofu forstöðukonu i sima 81200. Reykjavik, 27. janúar 1978. BORG ARSPí TALINN ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i að byggja þjónustuhús fyrir Varmaorku- ver við Svartsengi. Húsið er 2 hæðir, 666 fermetrar að grunnfleti og að mestu leyti reist úr forsteyptum einingum. Verkinu skal lokið á þessu ári. Útboðsgagna má vitja gegn 50 þús. króna skilatryggingu. Frá og með miðvikudeg- inum 1. febrúar á Skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja. Utboð Tilboð óskasT i smiði og einangrun lofts, i húsi Listasafn íslands að Frikirkjuvegi 7. Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjón- ustunni s.f. Ármúla 1. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudag- inn 6. febrúar kl. 11.00. VINNUFATABUÐIN opnaði útsölumarkað í Iðnoðarmannahúsinu i morgun. Mikið úrvol of: Gallobuxum Flauelsbuxum Kuldaúlpum Blússum * ■ % % % % i í Iðnaðarmannahúsinu » » »x ■■ • _ é i við Hallveigarstíg Vinnuskyrtum Peysum ósamt miklu úrvali af ððrum fatnaði Stórlœkkað verð — Aðeins í nokkra daga VINNUFATABÚÐIN í Iðnaðarmannahúsmu ........ á * * * *

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.