Alþýðublaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 1
mm ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 25. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. Ritstjórn blaðsins er til húsa í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Skipakaupaaldan 1972-1974 Matsnefnd Flskveiða- sjóðs hefði átft að vera öryggisventillinn — til að sjá við norskum skipasmíða- stöðvum og skipakaupendum í framhaldi af frétt á forsiðu Alþýðubiaðsins sl. fimmtudag, um við- bárur margra skipa- kaupenda, vegna skipa- kaupanna i Noregi, hafði blaðið tal af forráða- mönnum Fiskveiða- sjóðs, sem öllum eru betur kunnugir hvernig lán til skipakaupa eru útveguð og varð skrif- stofustjóri Fiskveiða- sjóðs, Svavar Armanns- son fyrir svörum um það efni. Svavar sagöi að sem kunnugt væri hefðu lán tii skipasmiðanna i Noregi, verið útveguð frá Esportfinans, (sem er lánastofn- un fyrir norskar iðnaðarvörur til útflutnings) með milligöngu gjaldeyrisbankanna, Otvegs- banka og Landsbanka og loks Fiskveiðasjóðs, sem hefur það hlutverk að mynda bakábyrgð i lánsformi. Lán þau, sem Exportfinans veitti á þeim tima, sem skipa- kaupaaldan reis hvað hæst á árun um 1972-74 námu 80% kaupverðs- ins og ábyrgðist Fiskveiðasjóður lánin þá með bakábyrgð að 2/3( 66.7/80) ogríkisábyrgðvará 13.33 af kaupverði. Lánstimi Export- finans var 8 ár, en Fiskveiða- sjóðslánin á þessum tima til 20 ára. Sú lenging á Exportfinans- láninu, sem Fiskveiðasjóður þann ig sér um er hin eina eiginlega fjármögnun hans og er það fé gengistryggt. Bankarnir greiða Exportfinanslánin á gjalddögum, og i 16 hlutum. Fiskveiðasjóður miðar lánin til kaupenda ýmist við kostnaðarverð eða matsverð, sem matsnefnd ákveður og er þá tekiö mið af þeirri upphæöinni, sem lægri er. Rétt er að itreka að þessar lánareglur áttu við þegar skipa- kaupaaldan reis hvað hæst, en reglur þessar er ýmsum breytingum undirorpnar. Þannig var sá timi, sem kaupendum var ætlað að greiða lán sittt á á árun- um 1961—1972 15 ár og hefur nú verið breeytt i 18 ár. Rikisábyrgð er nú ekki lengur til staðar og þvi að vænta að Exportfinans láni ekki jafn háa upphæð og þá, þótt það kynni að öðru leyti að standa til boða. Lán Fiskveiðasjóðs nema nú heldur ekki nema 50% kostnaðarverðs eða matsverðs, en 2/3 hluta reglan gilti til 1975 eða 76. Matsnefnd sú sem sjóðurinn hefur á sinum vegum og er skipuð þrem mönnum frá bankakerfinu, sem kveðja skipaverkfræðing sér til aðstoðar, sagði Svavar aö ætti meðal annars að vera öryggisrvent ill lánastofnana gegn hugsanlegu misferli, liku þvi sem orðrómur er nú á ferðinni um, þvi illmögu- legt væri að sjá við samningi um of hátt verð, sem bæði skipa- kaupendur og skipasmiðastöðvar stæðu að. AM Óánægja með laun í Bláfjöllum — starfsfólk vid skídalyftur lagdi niöur vinnu Starfsfólk viö skíöalyft- urnar í Bláfjöllum lagði niöur vinnu siöast liðinn föstudag, vegna óánægju með laun. Sama kvöld var haldinn fundur með full- trúum starfsfólksins og fulltrúum borgaryfir- valda, þar sem þessi mál voru rædd og var þar tekin ákvöröun um að halda áfram vinnu aö því til- skyldu að laun þessa hóps yrðu tekin til endur- skoðunar. Kom því ekki til frekari aðgerða af hálfu starfs- fólksins um helgina og voru skiðalyfturnar starf- ræktar bæði laugardag og fyrripart sunnudags en þá varð að loka stóru lyftun- um vegna veðurs. 1 samtali við Stefán Kristjáns- son iþróttafulltrúa Reykjavikur- borgar kom fram að starfsfólkið Þessi mynd er af einum af fundargestum á fjölmennum mótmælafundi sem haldinn var síðastliðinn laugardag til að mótmæla fram- komnum skipulagstillögum um að rifa niður gömul hús i miðbænum og byggja upp i staðinn stórhýsi fyrir verzlanir og ibúðir. Sjá nánar myndir og texta á bls. 3 (AB-mynd KIE) við lyfturnar telur laun sin ekki i réttu samræmi við það álag sem nú er við lyfturnar. Sagði hann að með stóraukinni aðsókn i skiða- landinu i Bláfjöllum hefði álag á starfsfólkið þar aukizt til muna og þetta viidi fólkið fá endurmetið. Að sögn Stefánshefur aldrei ver- iö gerður sérstakur samningur við þetta starfsfólk af Starfs- mannafélaginu og þar af leiðandi hefðu störfin aldrei farið i svo- kallað starfsmat. Greinilegt væri að þannig gæti þetta ekki gengið lengur og taka þurfi launakjör þessa fólks föstum tökum. — Það er fullur vilji hjá okkur að leiðrétta kjör þessa fólks, svo framarlega sem kröfurnar eru ekki út i bláinn, sagði Stefán Kristjánsson að lokum. Alþýðublaðið reyndi i gær án árangurs að ná tali af Asgeiri Eyjólfssyni sem veitir skiðalyft- unum forstöðu en hann tók þátt i viðræðunum við fulltrúa borgar- yfirvalda, fyrir hönd starfsfólks- ins. —GEK. Ýsu- og þorsk flök hækka Samkvæmt upplýsing- um skrifstofu verðlags- stjóra hefur verið tekin ákvörðun um hækkun fiskverðs á fiski til neyt- enda. Kilóið af ýsuflök- um hækttar úr kr. 420 i kr. 500 og þorskf lökum úr kr. 386 í kr. 453. Matvöru- verðhækkun þessi mun stafaaf fiskverðshækkun Verðlagsnefndar sjávar- útvegsins. Von er á fleiri hækkun- um i dag. Á skrifstofu verðlagsstjóra fékk blaðam. þær uppfýsingar að til stæði hækkun á ávaxtadrykknum trópi- kana sem og töxtum ieigubifreiða. Trópikana myndi þá hækka úr kr. 215 i kr. 295 þ.e. 0,95 litr- ar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.