Alþýðublaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 7
SBgr Þriðjudagur 31. janúar 1978. 7 Kvenfélag Alþýðuflokksins f Reykjavfk 40 ára: 1. hluti Baráttan fyrir betra þjóðfélagi Þættir úr merkri sögu eftir Helgu Möller Á 40 ára afmælishátið Kvenfélags Alþýðuflokksins i Reykjavik fiutti Helga Möller fróðlegt yfirlit um sögu félagsins. Þar komu fram marg- vislegar upplýsingar um starf félagsins fyrstu árin og siðan. — Þetta yfirlit verður birt i Alþýðublaðinu i nokkrum hlutum. Þaö er upphaf sögu Kvenfél- ags Alþýöuflokksins aö 29. nóv. 1937 voru nokkrar konur boöaö- ar til fundar að Hótel tslandi að tilhlutun frú Jóninu Jónatans- dóttur, Þuriðar Friðriksdóttur og Bjargar Guðnadóttur. 12 konur voru mættar. Fundar- stjóri var Þuriður Friðriksdótt- ir. Jónina Jónatansdóttir var málshefjandi á fundinum og ræddi um að innan Alþýðu- flokksins væri stór þörf á félags- skap kvenna, almennum og óstéttbundnum. Lagði hún áherzlu á „að fá sem flestar konur til starfa þarna saman og neyta krafta sinna” eins og seg- ir i' þessari fyrstu fundargerð Kvenfélags Alþýðuflokksins i Reykjavik. Frk. Laufey Valdemarsdóttir tók næst til máls og andmælti slikum félagsskap. Taldi það aðeins til að veikja Alþyðuflokk- inn — að safna i skjóli hans hóp af konum — mismunandi þrosk- uöum — félagslega og stjórn- málalega. Fleiri konur tóku til máls — flestar með félaginu. Töldu að konur væru ósjálfstæöar i stjórnmálum viðvikjandi kosn- ingum o.fl. og þörf væri á að auka þroska þeirra i þeim efn- um. Björg Guðnadóttir talaöi um brýna nauðsyn á kvenfélagi er kenndi sig'við Alþýðuflokkinn. Sigri'ður Magnúsdóttir gerði fyrirspurn á þessum fyrsta fundi — hvernig þetta félag hefði hugsað sér að starfa. Sagðist hún persónulega vera á móti kvenfélagi er einkum sner- ist um stjórnmál. Kvað hún æskilegt að innan félagsins væri fræðslustarfsemi, er upplýsti konur um ýmis menningarmál, m.a. jafnaðarstefnuna. Jónina Jónatansdóttir upplýsti að félagið ætti og gæti starfað nokkuð fjölþætt og sist bundið sig um of við pólitiskt dægurþras. „Aðalatriðiö væri aðfá konur til að starfa saman” sagði hún. Þetta var fjörugur fundur og tóku margar konur til máls. — Að lokum bar Þuriður Friðriksdóttir upp tillögu um stofnun þessa nýja félags. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum — gegn einu. Akveðiö var aö halda stofn- fund félagsins 5. des. i Alþýðu- húsinu v. Hverfisgötu. Þá samþykkti fundurinn að fela þeim Jóninu Jónatansdóttur, Þuriði Friöriksdóttur og Svövu Jónsdóttur að taka saman bráðabirgialög fyrir félagið. A stofnfundinum 5. des. 1937 1 Alþýðuhúsinu voru mættar 57 konur. Fundarstjóri var Þurið- ur Friöriksdóttir. Málshefjandi á fundinum var Jónina Jóna- tansdóttir. Hvatti hún konur til félagsskaparins, lagði siöan fyrir fundinn tillögu um stofaun pólitisks kvenfélags er stæði i sambandi við Alþýöuflokkinn. Tillagan var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum og fél- agiö þar með stofnað. Nokkrar tillögur bárust um nafn félags- ins. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að félagiö skyldi heita Kvenfélag Alþýðu- flokksins. Þá kaus þessi fyrsti fundur bráðabirgöastjórn. Stakk fundarstjóri upp á Jóninu Jónatansdóttur sem formanni og var hún kosin i einu hljóði. Skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram um varamann og hlaut Guðrún Pálsdóttir kosningu. Fyrsti ritari félagsins var Soffia Ingvarsdóttir og fyrsti gjaldkeri Valgerður Þórmundsdóttir. Kristin Olafsdóttir læknir var kosinn meðstjórnandi. Vara- stjórn skipuöu Björg Guðna- dóttir og Guöný Hagalin. Þegar stjórnin haföi verið kosin las fundarstjóri upp lög félagsin*. Voru þau siðan samþykkt. Arsgjald félagsins var og samþykkt —krónur 5. Að lokum var ákveðið aö næsti fundur skyldi haldinn i janúar 1938 og vera skemmtifundur... Þessi fyrsti fundur á árinu 1938 — eða nánar þann 8. janúar þótti takast með miklum ágæt- Alþýöuflokkurinn getur ekki verið án kvenfélaganna, svo dyggir og trúir stuðningsmenn hafa konurnar verið flokknum. En smátt og smátt fór svo starfiö að ganga betur og kom- ast i f'astar skorður. Konurnar sáu fram á að finna þyrfti nýjar leiöir og ekki þýddi að byggja starfið eingöngu á pólitik. Fund- ir félagsins voru þvi hvort tveggja I senn — fræðslu- og skemmtifundir. Margir voru fengnir til aö tala, s.s. Haraldur Guðmundsson, Jónas Guðmundsson framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins en erindi hans fjallaði um Arásir á Alþýöuflokkinn og varnir gegn þeim. Elinborg Lárusdóttir las úr eigin verkum og Soffia Ingvarsdóttir flutti þýdda grein er hún nefndi „Hetjulund kin- veskra kvenna”. Oddný Sen flutti fróölegterindi um Kina og Teresía Guðmundsdóttir, fyrr- verandi veðurstofustjóri, flutti erindi um Madame Curie, jafn- aðarmanninn og eðlisfræðing- inn heimskunna. Á fyrsta fund- inum 1939, kom fram sú tillaga hvort ekki væri hægt að lækka árgjaldiö úr 5 kr. i 3. Málinu var skotið á frest og i þess stað ákveðiö af formanni að halda bögglasölukvöld. Þetta árið var fræösluflokkur i hjúkrun settur á stofn. — En árgjaldiö varð aft- ur aö umræðuefni og svo fór að lokum að þaö vær lækkað i 3 kr. A árinu 1939 flutti Soffia Ingvarsdóttir tillögu þess efnis að á hverjum fundi yröu ein- hverjar konur kosnar til að sjá um næsta fund og annast þar ýmis atriði. Og þá fóru karlmennirnir aö skipta sér af fundarhaldinu — Jónasi Guðmundssyni ritstjóra þótti þar ýmsu ábótavant — en Guðný Helgadóttir og Elisabet Jónsdóttir brugðu skjótt við og andmæltu honum harðlega. Starf Kvenfélags Alþýöu- flokksins i Reykjavik hefur sið- an verið með svipuðu sniði. Mikilvægur þáttur i starfi kvenfél. hefur verið fræðslu- starfsemin. Ólik efni hafa verið tekin fyrir. Aður var minnst á námskeið I hjúkrun en leiðbein- andi á þvi námskeiði var Kristín ólafsdóttir læknir. 1 október 1943 gekkst félagið fyrir húsmæðraviku sem þótti takast mjög vel, bæði hvaö fræösluatr- iðin og þátttöku snertí og varð- andi fjárhagshliðina gerði hún betur en borga sig sjálf. 1 desember 1944 var komið upp sýningu á ritverkum islenzkra kvenna. Finnur Sigmundsson var félagskonum stoö og stytta og Landsbókasaf nið lánaöi sjaldgæfar bækur, þar var til sýnis m.a. fyrsta bókin sem gef- in var út eftir konu. Var þaö „Einfalt ' matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur” eftir Mörtu Mariu Stephensen gefin út af Magnúsi Stephensen. Þessisýning stóð i þrjá daga og á kvöldin voru flutt erindi um bókmenntir islenzkra kvenna. Þaö geröu Guömundur Hagalin rithöfundur, Sigurður Einars- son dósent og Sveinbjörn Sigurjónsson magister. Námskeið hafa verið haldin a.m.k. eittá vetri. Má þar nefna bókband, grænmetisrækt, hjálp i viðlögum, keramikgerð, Pfaff- sniðningu, bast- og tágavinnu o.m.m.fl. Oft hafa félagskonur sjálfar tekiö að sér kennslu á námskeiöum, t.d. hefur Fanney Long oft kennt kjólasaum, Emmy Björnsson vefnaö o.fl., Elin Guöjónsdóttir postulins- málningu. A ryanámskeiði sem haldið var voru Bergþóra Guömundsdóttir, Kristbjörg Eggertsdóttir og Ingveldur Jónsdóttir leiðbeinendur. Þá var Kristin Guðmundsdóttir kennari á mosaiknámskeiöi og María Dalberg kenndi andlits- snyrtingu. um. Og nú voru slegin öll met i fyrri fundarsókn þvi konurnar voru 80. Eftir venjuleg fundarstörf flutti Asgeir Asgeirsson þáver- andi fræðslumálastjóri — og siðar forseti Islands — fróðlegt erindi um Charles Lindbergh, flugkappa. Fundurinn var fjör- ugur með afbrigðum — söngur og eftirhermur undir kaffi- drykkjunni .... og svo færðist fjöriði aukana. 1 galsanum tóku konurnar uppborð og stigu dans til kl. 1 e. miðnætti. Það er þvi ekki að undra aö þessi fyrsti skemmtifundur þótti takast með miklum ágætum. Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 8. marz 1938 i Bár- unni. 1 upphafi fundarins gerði Jóni'na Jónatansdóttir, sem var fundarstjóri, grein fyrir þvi aö Kvenfélag Alþýðuflokksins gæti ekki sæmkvæmt lögum Alþýöu- sambands Islands starfað sem alveg sérstakt stjórnmálafélag. miklar deilur eru nú innan flokksins telur félagið heppi- legra að standa nú fyrst um sinn utan ftokksins og vinna á lýð- ræðisgrundvelli. önnur tillaga kom fram sama efnis. Fundar- stjórikvaðstekki getaboriðupp þessar breytingartillögur, þær væru markleysa þvi þær brytu I bága við lög félagsins, þvi Kvenfélag Alþýðuftokksins gæti ekki starfað utan flokksins. Fór nú að hitna i kolunum og urðu umræður hvassar með köflum milli þeirra sem voru meö breytingartillögunni og þeirra sem voru á móti. Fundarstjóra tókst þó að lægja öldurnar að lokum og var tillaga hennar samþykkt — að félagið skyldi teljast deild úr Alþyöuftokksfél- agi Reykjavikur — var tillagan samþykkt með „talsverðum” meirihluta segir i fundargerð- inni. En ekki vildu þær herskáu una við þessi málalok og fóru i Aðalfundarstörfum var svo haldið áfram 8. april 1938 i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. A þeim fundi kom fram i fyrsta sinn uppástunga um bazarana frægu svo og þátttöku i 1. mai hátiðahöldunum og var stjórn- inni faliö að skipa konur sem starfa skyldu með 1. mai nefnd Alþýðuflokksfélagsins. 1 lok fundarins flutti Kristin Olafs- dóttir erindi er hún nefndi: Afstaða konunnar fyrr og nú. Þóttí það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Fyrstu ár kvenfélagsins hafa sainilega verið nokkuö erfið. Félagskonur fáar þvi rúmlega helmingur sagði sig úr félaginu strax i upphafi. Þá tók og efa aö gæta að félagið hefði sérstöku hlutverki aðgegnainnan Alþýöu- fl. og radair heyrðust um það að réttast væri að leggja kvenfélagið niður. öðrum þótti það anzi hart eftir allt sem á undan var gengiö. En sem betur fór var svo ekki gert og félagiö sannaöi tilverurétt sinn og aö Nú var orðið áliðið kvelds — heimilis — og önnur störf biðu kvennanna svo frestað var að kjósa I ýmsar nefndir þangað til á næsta fundi. Þetta hefði verið ljóst þegar kvenfélagið var stofnaö og kæmi það einnig fram i lögum þess, og var þvi i fyrstu ákveðið að Kvenfélag Alþýöuftokksins skyldi teljast deild úr Jafnaðar- mannafélagi Reykjavikur. En siðan hefði — eins og allir vissu — það félag klofnað og myndi, hún nú bera fram tillögu þess efnis að Kvenfélagiö fengi að veradeildúr Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur. Tillagan var svo- hljóðandi: „Kvenfélag Alþýöu- fram yfir næsta Alþýðusam- bandsþing eða þá til skipun hefur verið gerð um stööu kvenfélaga i Alþýðuflokkn- um”. Það kom þegar I ljós að félagskonur höfðu skiptar skoðanir um þetta og töluðu einkum tvær konur á móti til- lögunni — þær Þuriður Friðriks- dóttir og Laufey Valdemars- dóttir. Þær komu viöa við i umræðum sinum og drógu þar fram deilur Alþýðuflokksins og að lokum kom fram þessi breyt- ingartillaga: „Þar sem svo hart — lauk þeirri lotu á þann veg að Þuriður Friðriksdóttir lagði fram úrsagnarlista með nöfnum 42 félagskvenna. Voru listarnir dagsettir i febrúar- mánuði — sönnun þess aö unnið hafði verið að klofnings- starfsemi innan kvenfélagsins. Þær konur sem skráðar voru á listana gengu siöan af fundi með miklum pilsaþyt — ef aö llkum lætur eftir stormsama fundar- setu.... Síðan hélt fundurinn áfram aðalfundarstörfum sinum og var kosin stjórn félagsins. Jón- ina Jónatansdóttir formaður, Soffia Ingvarsdóttir ritari, Elinborg Lárusdóttir gjaldkeri, Guðný G. Hagalin meðstjórn- andi, Kristin ólafsdóttir læknir varaformaður. Varastjórn skip- uðu: Oddfriður Jóhannsdóttir og Bergþóra Guömundsdóttir. Endurskoðendur: Margrét Brandsdóttir og Svava Jóns- dóttir og til dyragæzlu voru kosnar Hólmfriður Björnsdóttir og Sigriöur Ölafsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.