Alþýðublaðið - 31.01.1978, Qupperneq 12
Útgefandi Alþý&uflokkurinn ÞRIÐJUDAGUR
Ritstjórn Alþyðubiaðsnins er að Siðumula 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. 31. JANUAR 1978
Máli Braga Jósepssonar
vísad frá Hæstarétti
— vegna formsalla, undirréttardómur ógiltur
Máli Braga Jóseps-
sonar fyrrum deildar-
stjóra i Menntamála-
ráðuneytinu gegn fjár-
málaráðherra f.h. rik-
issjóðs vegna meintrar
ólögmætrar brottvikn-
ingar úr starfi, var I
gær visað frá Hæsta-
rétti vegna formgalla
og undirréttardómur
dæmdur ómerkur.
Ekki kom til þess i
Hæstarétti að mál
þetta yrði tekið til efn-
ismeðferðar, því eftir
að málflutningur um
formhlið málsins hafði
farið fram felldu fjórir
af fimm hæstaréttar-
dómurum þann dóm að
málinu skyldi visað
frá. Einn dómari, Þór
Vilhjálmsson skilaði
sératkvæði þar sem
hann komst að þeirri
niðurstöðu að Hæsta-
rétti bæri að taka málið
til efnislegrar meðferð-
ar.
Forsenda fyrir dómi Hæsta-
réttar var að málið hefði ekki
veriö lagt fyrir sáttamenn, sbr.
1. mgr. 5. gr. laga nr. 85/1936, en
samkvæmt dóminum er málið
ekki undanþegið sáttatilraun
sáttamanna. 1 dóminum segir
ennfremur:
„Aðilar höfðu eigi heldur
samið um að ganga fram hjá
sáttanefnd, sbr. 11. tl. 3. mgr.
nefndrar greinar og 2. gr. laga
nr. 46/1950. Af þessum ástæöum
verður ekki komizt hjá að
ómerkja hinn áfrýjaða dóm og
málsmeðferö og visa málinu frá
héraðsdómi. Málskostnaður i
héraði og fyrir Hæstarétti fellur
niður.”
Svo sem fyrr segir skilaði Þór
Vilhjálmsson hæstaréttardóm-
ari sératkvæði í málinu þar sem
hann er á öndverðri skoðun við
meirihluta dómsins. 1 sérat-
kvæði Þórssegir m.a.: „Iþessu
dómsmáli telur aðaláfrýjandi,
Bragi Jósepsson.aö honum hafi
verið vikið úr embætti með
ólöglegum hætti. Ef stjórnvald
vikur rikisstarfsmanni úr starfi
með ólöglegum hætti, má að
mínu áliti sækja fjármálaráð-
herra f.h. ríkissjóðs i þinghánni,
þar sem stjórnvaldið hefur að-
setur, þó að þar sé ella ekki
varnarþing rikissjóðs. Af þvi
leiðir þá niðurstöðu,aðskv. 5. tl.
3. mgr. 5. gr. laga nr. 85/1936
sbr. 1. gr. laga nr. 46/1950 og 84.
gr. laga nr. 85/1936 var heimilt
að ganga fram hjá sáttanefnd I
máli þessu. Tel ég þvi að Hæsta-
rétti beri að taka það til efnis-
meðferðar.”
Er Alþýðublaðið leitaði álits
Braga Jósepssonar á dómi
Hæstaréttar höfðu honum enn
ekki borizt fregnir af dóminum
frá réttum aðilum og vildi hann
þvi ekki tjá sig um hann.
— GEK
Framboð í bæjarstjórnarprófkjör
á Akureyri ákvedin
7 menn hafa boðið sig fram i
prófkjöri Alþýðuflokksins vegna
bæjarstjórnarkosninga á Akur-
eyri á komandi sumri. Þeir eru:
Freyr Ofeigsson, héraðsdómari,
Birkilundi 5, sem býður sig fram i
1. sætið, Bárður Halldórsson,
menntaskólakennari, Löngumýri
32, býður sig fram til 1. og 2. sæt-
is. Þorvaldur Jónsson, fulltrúi,
Grenivöllum 18. Magnús Aðal-
björnsson, kennari,Akurgerði 7d,
i 2. og 3. sætið. Sævar Frimanns-
son, ketil- og plötusmiður, Greni-
völlum 22, i 3. sætið, Ingvar G.
Ing.varsson,Dalsgerði 2a,i 4. sæti.
Pétur Torfason, verkfræðingur,
Sólvöllum 19 i 4. sæti.
Kosið er um skipan 4 efstu sæta
á lista Alþýðuflokksins viö vænt-
anlegar bæjarstjórnarkosningar
og er kosningin bindandi. Kjör-
fundur fer fram dagana 11. og 12.
febrúar nk. frá kl. 14.00—19.00
báða dagana. Kjörstaður verður i
J.M.J. húsinu við Gránufélags-
götu 4.
Úrslit prófkjöra f Kópavogi
Hafnarfirdi og Keflavík
Prófkjör fór fram í
þrem kaupstööum nú um
helgina um efstu sætin á
bæjarstjórnarlistum
Alþýöuflokksins á kom-
andi vori. úrslit urðu,
sem hér segir:
Kópavogur
Greidd voru atkvæði um 2
efstu sætin, þar eð einungis eitt
framboð kom fram um 3. og 4.
sæti.
Frambjóðandinn i 3. sæti bauð
sig einnig fram i 2. sæti og kom
þvi til kosninga um hann þar.
Atkvæði féllu þannig:
1. GuðmundurOddsson 281
2. Rannveig Guðmundsd. 277
Pálmi Steingrimsson hlaut 135 i
1. sæti og 8 i 2. Steingrimur
Steingrimsson hlaut 133 atkv. i
2. sæti. Fjögur efstu sæti listans
eru þvi ákveðin nú þegar.
1. Guðmundur Oddsson
2. Rannveig Guðmundsdóttir
3. Steingrimur Steingrimsson
4. Einar L. Siguroddsson.
Atkvæði greiddu alls 448, sem
er tveim fleira en listinn hiaut
1974. Auðir og ógildir 31.
Keflavík
1 Keflavik var kosið um 6 sæti
bindandi kosningu en alls voru
frambjóöendur 11.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Ölafur Björnsson með 321
atkv.
2. Guðfinnur Sigurfinnsson
samt. i 1. og 2. 534 atkv.
3. Karl Steinar Guðnason 385
atkv. (bauð sig i 3., 4., 5,og W
4. Jón Ölafur Jónsson 202 atkv.
samt i 1., 2., 3.og 4. sæti.
5. Gottskálk Ólafsson 277 atkv.
samt. úr 1.—5. sæti.
6. Guðrún ólafsdóttir 341 atkv.
samtals úr 4.—6. sæti.
Atkvæði greiddu alls 669
kjósendur, ógildir seðlar 13.
2 efstu I Hafnarfirði: Hörður og Jón
Hafnarf jörður
Hörður Zóphóníasson hlaut 330 i
1. og 73 i 2.
Jón Bergsson hlaut 179 i 1. og 108
i 2. Rétt kjörinn I 2. sæti með
samt. 287 atkv.
Lárus Guöjónsson hlaut 128 2.
2 efstu I Kópavogi: Guðmundur
sæti og 119 i 3. Rétt kjörinn i 3.
sæti með samt. 247 atkv.
Grétar Þorleifsson hlaut i 2. sæti
128 atkv., i 3. sæti 105 atkv. og i
4. sæti 162. Rétt kjörinn i 4. sæti
með 395 atkv. samtals.
Atkvæði greiddu alls 633.
Auöir og ógildir um 50.
og Rannveig
2 efstu I Keflavlk: Ólafur og Guðfinnur.
„SKIPULOGÐ
RÓGSHERFERÐ"
„Vil ekki
munn-
höggvast
við Pál í
fjölmiðl-
um”
— segir Bergur
Tómasson,
borgarendur-
skoðandi,
skýrsla hans
lögð fyrir
borgarráð í dag
— Ég er aö Ijúka heildar-
skýrslu um málið og verð-
ur sú skýrsla væntanlega
lögð fyrir borgarráð á
morgun. Ég tel ekki rétt að
ég sé að munnhöggvast við
Pál Líndal í fjölmiðlum,
heldur tel ég það hlutverk
borgarráðs að taka á-
kvörðun um hvað sé svara-
vert i þessum ummælum
hans, þannig fórust Bergi
Tómassyni, borgarendur-
skoðanda orð er Alþýðu-
blaðið ræddi við hann í
gær.
Tilefni þessara orða var viðtal
við Pál Lindal fyrrum borgarlög-
mann, sem birtist i Dagblaðinu
siðast liðinn laugardag, en þar fer
Páll hörðum orðum um endur-
skoðunardeild Reykjavikurborg-
ar, sem og borgarendurskoðanda
sjálfan.
1 viðtalinu segir Páll meðal
annars að hann fái ekki betur séð
en að um þessar mundir fari fram
skipulögð rógsherferð gegn sér af
„einhverjum mönnum i borgar-
Framhajd á bls. 10'