Alþýðublaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 4. febrúar 1978 mSES
3 *"
Missti sjón fyrir fjórum árum af völdum sjúkdóms:
„ÓLÝSANLEG BREYTING”
er mfn Mftaug vi6 umheiminn”.
Þarna heldur Halldór á litlu snotru htísi úr brenndum leir sem hann gerði í föndurvinnu i brezka
blindraskólanum. Á borðinu fyrir framan hann eru fleiri munir sem hann gerði þar.
þvi við að fá lifstiðarfangelsi, eöa
eitthvað þviumlikt. Ég man til
dæmis, að ég glataði jaf nvægistil-
finningunni. Ég missti tilfinning-
una fyrir láréttu og lóðréttu og
þurfti að gæta min efég ætlaði að
standa snögglega á fætur, svo að
ég ryki ekki um koll. Þá færðist
værð yfir mann. Ég svaf mikiö
fyrstaárið i „myrkrinu”og vildi
sofa sem mest. Það er gaman að
sofa, þvi að þar sér maður allt
ljóslifandi. Ég hef meira að segja
horft á sjálfan mig aka bifreið i
svefni, þó aö ég hafi aldrei undir
stýri komið á ævinni!
Skólaganga á brezkri
grund
6. ágúst 1975 heldur Halldór
Rafnar áleiöis til Englands og
settistá skólabekk. Hann dvaldist
næstu 12 vikur á sérstökum æf-
ingarskóla fyrir fólk sem tapar
sjón á fullorðinsárum og segir aö
ef til vill séu þessar vikur i Manor
House-skólanum einn athyglis-
verðasti timi ævi sinnar.
— Þessi timi i Manor House er
mér ómetanlegur. Þarna dvaldi
ég innan um fólk sem var i sömu
sporum og ég og okkur var kennt
að aölaga okkur nýjum aðstæö-
um. Bæði var sinnt hinni félags-
leguhlið málsins og svo alls kyns
„praktiskum” atriðum. Þarna
læröi ég vélritun á blindraritvél,
lestur blindraleturs, föndur, a6
nota blindrastaf i gönguferöum
og fleira og fleira. É g var ekki áð-
ur farinn að nota blindrastafinn,
eða „hvita stafinn” — sem er á
góðrileiðmeð að verða alþjóðlegt
tákn blinds fólks. Stafurinn er
(rfkkur ómetanleg hjálp. Auk þess
voru skilningarvitin þjálfuð til að
veröa næmari. Til dæmis get ég
sagt þér, að ef ég geng að heiliMn
steinvegg, þá finn ég það vegna
loftmótstöðunnar. Ef ég hins veg-
ar geng að opnum dyrum á vegg,
þáskynjaégþaðlika. Sama er að
segja um bila. Égfinn greinilega
mun á þvi' að ganga fram hjá litl-
um fólksbH og strætisvagni. 1 ná-
iægð strætisvagnsins finn ég að
loftiö fer að þrengja að mér.
landi er að finna blint fók i sima-
afgreiðslu, nuddi, sjúkraþjálfun
og fjölmörgum öðrum störfum.
Með Halldóri i skólanum voru
fyrrverandi barþjónar, skrif-
stofumenn, flugmenn, bilstjórar,
sem allir þurftu að snúa sér að
öðrum störfúm, eftir að sjónin
glataðist. Fyrir þetta fólk var
breytingin tvöföld.enHalldor var
lögfræðingur áður, eins og fýrr
sagði, og hélt áfram að vera það.
Breytingin á vinnu hans var samt
mikil.
— Ég held uppi góðu sambandi
við margt af þvi fólki sem ég
kynntist I Manor House. Við
skiptumst á snældum (kassett-
um) sem talað er inn á, en slik
„bréf” er hægt að senda ókeypis á
millilanda.Éggerimunminna af
þvi aðsenda vélrituð bréf, heldur
nota ritvélina meira til þess að
skrifa ýmiss konar minnisatriði.
— Éghefioftkomið til London
eftir að ég varð blindur og verð
greinilega var við að það er tals-
verður munurá þvi að vera blind-
ur iLondoneða Reykjavik. Ég hefi
til dæmis aldrei rekist á mann i
manngrúanum á Oxfordstræti og
ég veð i gegnum mannþröngina á
Heathrow-flugvelli eins og ekkert
sé. Þá er ég mun öruggari aðfara
Snælóubréf á milli vími
Eftir dvölina i Manor honee,
dvaldi Halldór um hrið i London
ag kynnti sér m.a. störf blindra
lögræöinga þar I borg. Hann ha»i
unnið við lögfræðistörf áður en
sjónin glataðist og vildi gjarnan
taka upp þráðinn á ný. Lögð er
áhersla á að blindir komist út i
atvinnulifið, jafnt i Bretlandi sen
og á Islandi. 1 Bretlandi fera
nýblmdir gjarnan i sknaþjónustu,
nudd, tölvufræði og fleira og á ls- Manor House, skéMan þar tem H«H<
Að vera sviptur sjón-
inni á bezta aldri er okk-
ur fullsjáandi mönnum
svo f jarlægt að við hugs-
um hreinlega ekki um
það. Við erum orðin vön
þvi að nýta alla þá
möguleika sem full og
eðlileg sjón býður upp á
og finnst það sjálfsagt.
Við horfum á kvikmynd-
ir og sjónvarp, við lesum
bækur og blöð, við ökum
bil og göngum yfir götu
án umtalsverðrar fyrir-
hafnar og við horfum á
grasið, snjóinn og
stjörnuhimininn. Þetta
er finnst okkur ofur eðli-
legt. En allt þetta gæt-
um við misst einn góðan
veðurdag, ég gæti verið
næstur eða þú. Þetta
getur gerst á stuttum
tima eða löngum, eða
jafnvel allt i einu. Slys
geta svipt okkur sjón-
inni, veikindi einnig.
Halldór Rafnar, lögfræðingur
öryrkjabandalagsins, er al-blind-
ur og starfar þrátt fyrir það af
fullum kröftum. Halldór varð al-
gerlega blindur af völdum sjúk-
dóms i janúar 1974, en hann hefur
verið sjónskertur frá tveggja ára
aldri og sjón á öðru auga missti
hann 1965. Nú sér hann ekki mun
á degi og nótt.
— Að missa alla sjón var miklu
meiri breyting en ég hafði gert
mér i hugarlund. Þegar ég veikt-
ist, þá vissi ég að ég myndi tapa
allri sjón, en ég kveið samt ekki
fyrir þvi. Mér fannst ef til vill ég
vera orðinn vanur þvi að lifa við
sjóndepru, en þessi breyting varð
i raun ólýsanleg. Það mætti likja