Alþýðublaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. febrúar 1978
,, F attiggubbar’'
Ljósmyndasýning eftir finnska Ijósmynd
arann Markus Leppo
Finnsku tréskurðar-
myndirnar „Fattiggubb-
arna" sem mætti þýða með
ölmusumenn eða fátækl-
ingar, eiga sér enga hlið-
stæðu i alþýðulistasögunni.
Þetta eru tréskurðar-
myndir, sem hafa haft því
hlutverki að gegna að
safna peningum fyrir fá-
tæka og sjúka. Uppruna
þeirra má rekja til ka-
þólsku Guðskistunnar, eða
ölmusustokkanna, sem
voru bannaðir þar í landi
við siðaskiptin. En á 17. öld
var siðurinn tekinn upp að
nýju: Kristína drottning
fyrirskipaði árið 1649 að
söfnunarbaukar skyldu
settir upp á opinberum
stöðum, en nú án helgi-
mynda, og var mönnum
gert að gefa í þá til fá-
tækra og sjúkra. Með tím-
anum tók stokkurinn á sig
mannsmynd, sem oftast
stóð með útrétta hönd við
kirkjudyr. Tréskurðar-
myndirnar voru oftast
málaðar. Heimildir greina
frá að minnsta kosti 130
slikum tréskurðarmynd-
um. Nokkrar hafa glatast
á siðustu áratugum, en nú
munu vera til 118 slíkar
styttur við finnskar kirkj-
ur.
Finnski ljósmyndarinn og rit-
höfundurinn Markus Leppo hefur
ljósmyndaö allar stytturnar og
safnað um þær heimildum. Hann
gaf út bók um þær 1967, sýndi
hluta af myndunum á listahátið i
Helsinki 1973, og bjó út lit-
skyggnusýningu i Amos Ander-
sons-listasafninu 1975. Norræna
sýningarráðið hefur beitt sér fyr-
ir þvi að þessi ljósmyndasýning
verði sett upp allsstaðar á Norð-
urlöndunum, og hefur fengið til
þess styrk frá Norræna menning-
arsjóðnum. Norræna húsið i
Reykjavik er fyrsti staðúrinn sem
hýsir sýninguna. Markus Leppo
setur sýninguna sjálfur upp og
kynnir hana.
Sýningin verður i bókasafni og
anddyri Norræna hússins 2.-12.
febrúar 1978. Jafnframt verða
sýndar finnskar kvikmyndir og
litskyggnur i samkomusal.
Flugleidir:
Millilandaflugid hefur
taf ist af vetrarveðrum
„Við erum að vona að
veðráttan verði betri við
okkur nú, með hækkandi
sól og komandi vori", sagði
Sveinn Sæmundsson,
blaðafulltrúi Flugleiða hf.,
i viðtali við Alþýðublaðið i
gær, „en þessi vetur hefur
verið okkur töluvert þung-
ur í þeim efnum."
Tiltók Sveinn sérstaklega að
Luxembourg hefði verið erfiö við
að eiga og heföi nokkuö oft komið
fyrir að flugvélar, sem þar áttu
aö lenda, samkvæmt áætlun,
heföu orðið að snúa til Brússel eða
Frankfurt.
Sömu sögu hefði verið að segja
af Skandinaviu, þvi þar hefði
ekki alltaf verið hægt að lenda á
áætluöum völlum.
íslandsmót
unglinga í
badminton
i dag hófst Islandsmót
unglinga í badminton.
Mótið byrjaði klukkan
9:30 í morgun en úrslita-
leikir verða leiknir
klukkan 14 á morgun,
sunnudag.
Þetta er eitt fjölmennasta
mót sem haldið hefur verið i
badminton hér á landi. Kepp-
endur eru um það bil 150 og
alls verða 208 leikir leiknir.
Keppendur eru frá eftirtöld-
um félögum: BH (úr Hafnar-
firði), IBV (Vestmannaeyj-
ar), KR (Reykjavik), TBR
(Reykjavik), TBS (Siglufjörð-
ur) Stjörnunni (Garðabæ) og
Val (Reykjavik).
Keppni i unglingamótum er
yfirleitt mjög spennandi og
skemmtileg og eru iþrótta-
áhugamenn hvattir til að
leggja leiö sina i TBR-húsið
við Gnoðarvog núna um helg-
ina.
Sagði Sveinn að Keflavikur-
flugvöllur heföi verið einna bezt-
ur þennan veturinn, en þó hefði
ófærö þar stundum skapað tafir.
Rauno Vell-
ing med
fyriiiestur
Finnski bókmennta-
fræðingurinn Rauno
Velling (f. 1937) heldur
fyrirlestur á sunnudag-
inn kemur 5. febrúar —
Runebergsdaginn —.
Fyrirlesturinn nefnir
hann „FrSn skogen till
stan, — Ný finsk prosa
söker efter sig sjálv."
Þar mun hann leitast við að
skýra hvaö það er i finnskum
nútimabókmenntum, sem er
sér-finnskt og hvaö alþjóðlegt.
Þetta samspil milli hins þjóð-
lega og hins alþjóðlega i bók-
menntum litilla málsvæöa er i
raun svo viðtækt viðfangsefni,
að Rauno Velling, sem er
deildarstjóri og ráðunautur
við Werner Söderströms bóka-
forlag, eitt stærsta og virtasta
bókaforlag Finnlands, er hér
að fást við atriði, sem veröur
einnig að telja að eigi viö um
ísland.
3
Sveinafélag
pípulagningamanna
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún-
aðarmannaráðs.
Framboðslistum skal skila á skrifstofu fé-
lagsins fyrir kl. 17 þriðjudaginn 7. febrúar
1978.
Kjörstjórn.
Hagræðingarráðunautur
Vinnumálasamband samvinnufélaganna
óskar eftir að ráða hagræðingarráðunaut
til starfa. Verkefni verða m.a. uppsetning
og eftirlit með hvetjandi launakerfum,
einkum i fiskiðnaði, svo og almenn vinnu-
rannsókna- og hagræðingarstörf.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf óskast sendar fyrir 15.
febrúar n.k. til starfsmannastjóra Sam-
bands isl. samvinnufélaga, Sambandshús-
inu við Sölvhólsgötu, sem veitir nánari
upplýsingar.
KópavogskaivstalHr K!
..............i.....
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða starfsfólk á
nýtt dagheimili við Furugrund I Snælandshverfi sem tekur
til starfa í vor.
A. Fóstrur.
B. Matráðsmann.
C. Áðstoðarfólk við uppeldisstörf og eldhúsverk.
D. Starfsfólk við ræstingar.
Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags
Kópavogskaupstaðar.
Umsóknum á þar tii gerðum eyðublöðum sé skilað á Fé-
lagsmálastofnunina,Alfhólsvegi 32,fyrir 21. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins á
Félagsmálastofnuninni f sima 41570 kl. 13 — 15 daglega og
þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð.
Félagsmálastofnun
Kópavogskaupstaðar
Sunnud. 5. febrúar
Kl. 15:00 Finnskar kvikmyndir.
Kl. 16:00 Fyrirlestur um finnskar bók-
menntir: Rauno Velling bókmenntafræð-
ingur frá Finnlandi.
„Fattiggubbar” ljósmyndasýning um
finnskan tréskurð i bókasafni og anddyri
opin daglega til 12. febrúar.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HUSIO