Alþýðublaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 4. febrúar 1978
Við minnum húsmæður á
Sprengidaginn 7. febrúar
Okkar úrvals
saltkjöt og baunir
í sprengidagsmatinn
Einnig gulrófur og flesk
Hafnarfjöröur og nágrenni
lírvals saltkjöt
í sprengidagsmatinn
Gulrófur — Flesk — Baunir
Matvörubóðir
Kanpfélags Hafnfiröinga
og Garðabæjar
Fyrir Sprengidaginn
Auglýsingasfmi
blaðsins er
14906
SPRENGIR -
SALTKJÖT
BAUNIR
RÓFUR
FLESK
búðirnar
Einar Ben. 12
Einars Benediktssonar, en ekkja
Stefáns Más, Sigriður Oddsdóttir,
sé samþykk málshöfðun þessari.
Eigi þvi allir núlifandi erfingjar
Einars aðild að málshöfðun þess-
ari, en eignarréttur og höfundar-
réttur að sömdu máli gengur i
erfðir eftir almennum reglum.
Þá vilja stefnendur taka fram
að Bragi hf. geti ekki unnið hefð á
eignarrétti að verkum Einars
Benediktssonar og ekki geti verið
um nein fyrningar- og tómlætis-
sjónarmið að ræða i máli þessu.
Þá kveðast stefnendur áskilja sér
allan rétt til að endurkrefja
Braga hf. um þær tekjur sem fé-
lagið hefur haft af fénýtingu
verka Einars Benediktssonar,
beint og óbeint, þ.á.m. um höf-
undarlaun, sem STEF, Rikisút-
varpið ofl. aðilar hafa greitt fé-
laginu.
Stjórnarmenn Braga
allir látnir, utan einn
1 fyrradag mætti Magnús Vig-
lundsson, formaður stjórnar
Braga fyrir bæjarþingi Reykja-
vikur. í stjórn Braga munu ekki
hafa verið haldnir fundir um ára-
bil eða ný stjórn kjörin, en fyrri
meðstjórnarmenn Magnúsar Vig-
lundssonar munu nú allir látnir.
Mun Magnúsi hafa verið gefinn 4
'vikna frestur til að semja grein-
argerð fyrir hönd félagsins. Lög-
maður stefnenda er Ragnar Aöal-
steinsson, hæstaréttarlögmaður.
Við munnlegan flutning máls-
ins verður gerð grein fyrir þeim
málsástæöum, sem byggt er á i
máli þessu, en sumar tengjast
mjög þeim læknisfræðilegu gögn-
um, sem lögð verða fram i málinu
á siðara stigi og er liklegt að þá
verði lagðar fram tiltækar skýrsl-
ur lækna um heilsufar Einars á
þessum tima.
AM.
Kjarask. 1
gengisfellingu nú um helgina,
liklega um allt að tuttugu af
hundraði. ^
Þá bárust þær fréttir i gær að
fyrirhugaðar aðgerðir rikis-
stjórnarinnar myndu hafa i för
með sér nokkra, jafnvel veru-
lega, kjaraskerðingu fyrir
almenna launþega i landinu.
Alþýðusamband Islands sendi
í gær frá sér fréttatilkynningu,
þar sem hún varar rlkisstjórn-
ina við að gripa til einhverra að-
gerða, er brjóti i bága við þá
samninga er gerðir voru siðast-
liðið sumar, eða hefðu i för með
sér kjaraskerðingu. Segir i
fréttatilkynningunni að komi til
sliks, fari ekki hjá þvi að upp
hefjist hörð átök á vinnumark-
aðinum i landinu.
Blaðinu tókst ekki i gær að ná
sambandi við þá forystumenn
launþega sem boðaðir voru á
fund ráðherra. —hv.
Volkswagen
Höfum fýrirliggjandi: Bretti — Hirðir —Vélarlók — -
Geymslulok á Wolkswagen I allflestúm litum. Skiptum á'
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið
viðskiptin. .-
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. |
'Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. i
?§•
Þökkum innilega fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við
andlát og útför eiginmanns mins
Þórarins Sigurðssonar
Efstasundi 80,
Fyrir hönd barna og barnabarna
Aðalheiður Magnúsdóttir