Alþýðublaðið - 08.02.1978, Page 6

Alþýðublaðið - 08.02.1978, Page 6
Miðvikudagur 8. febrúar 1978 „Starwar" eða „Stjarnastríð" eða „Strið milli stjarna" heitir kvikmynd, sem náð hefur gífur- legum vinsæidum i Bandaríkjunum og hvarvetna þar sem hún hefur verið sýnd. Meira að segja hefur tillag myndarinnar verið efst á vinsældalista um langt skeið. Þessar vinsældir myndarinnar hafa komið mjög á óvart. Framle.iðsla hennar var tiltölulega ódýr á amerískan mælikvarða. Hún kostaði „ekki nema" 7 miljónir , dollara. Á fyrstu 29 vikunum, sem myndin var sýnd i Bandaríkjunum var hreinn hagnaður af henni 56 milljónir dollara. Og auðvitað komust framleiðendur á bragðið. Þeir eru þegar byrjaðir að sýna aðra mynd af svipuðu tagi, sem heitir á ensku „Close encounters of the third kind". Sýningar hennar hófust i byrjun desember og peningarnir streyma inn. Bandarískir kvikmyndagagnrýnendur eru ekki alveg sammála um ágæti þessara mynda. Sumir formæla þeim og bölva í sand og ösku, — aðrir eru himinlifandi. En um hvað skyldu svo þessar myndir f jalla. Jú, um heimsóknir „manna" frá öðrum hnöttum til jarðarinnar. Það er komið að hápunktinum. Geimskipið hefur lent, og kynni skulu takast með hinum vinsamlegu og þolinmóöu geimverum og okkar mannkyni. Nýjasti gródavegurinn: Ad gera myndir um geimverur ibúar annarra hnatta Heiti siðarnefndu myndarinnar gefur til kynna náið samband eða snertingu jarðarbúa og geim- vera. Það er einmitt likamlegt samband jarðarbúa og geimvera, sem myndin snýst um. Og hvers vegna skyldu slikar myndir ekki ná vinsældum i Bandarikjunum, þar sem um 11% af ibúunum telja sig hafa séð geimför af einhverju tagi — eða um 15 milljónir manna. Er hugsanlegt, að svo margir seg: ósatt, eða langi til þess að komasi á siður dagblaðanna? Hvað sem þvi liður, þá eru frásagnir um heimsóknir manna frá öðrum hnöttum áhrifarik aðferð til að fá fólk til að gleyma jarðneskum leiðindum og þreytu. Stjórnandi myndarinnar, Steven Spielberg, sem er aðeins 29 ára gamall, hefur náð ótrú- -------------------- I Erlendis frá legum árangri i kvikmyndagerð og hann hefur frjálsar hendur um að eyða þeim fjárhæðum, sem hann vill, til kvikmyndagerðar. siðasta myndin kostaði 19 millj ónir dollara. Hann er ekki einn af þessum hátizku-kvikmynda- stjórum, sem framleiðir kvik- myndir i fullkomnu tilgangsleysi, eins og þessar kvikmyndir um geimverur gætu gefið til kynna. Hann reynir að koma á framfæri frásögnum fólks, sem hefur orðið fyrir óvenjulegri reynslu, og ekki getur komið henni á framfæri. Til- finning hans fyrir hinu óút- skýranlega er einstæð, og hann litur svo á að ýmislegt fleira sé til, en það sem við sjáum hér á jörðu. Líf hans breyttist Aðalpersónuna i myndinni leikur Eichard Dreyfuss. Hann er ósköp venjulegur borgari, en lif hans breytist algjörlega, þegar hann hittir geimveru. Hann reynir að móta mynd, sem býr i huga hans. Til þess notar hann alla tiltæka hluti: heimilistæki, húsgögn, rakkrem, kartöflu- jafning og mold. Auðvitaö er gert hiö mesta grin að honum, eins og öðrum af hans tagi. — En samt streyma sér- fræðingar til hans, þegar fyrir- hugaður er fundur með honum og geimverunum. Og i hópi sérfræð- inganna er sjálfur Francois Truffaut, sem leikur visinda- manninn Lacombe. Truffaut hefur sjálfur sagt, að hann hafni öllum hugmyndum um fljúgandi diska, en segist sáröfunda banda- riska leikstjóra, sem fái milljónir áhorfenda til að horf’a á þessar sérstæðu myndir. Spielberg reynir i mynd sinni, aö koma fyrir i daglegu lifi okkar þvi, sem hann kallar „hið óend- anlega abstrakta”. Með kald- hæðnislegu tiltæki i ætt við Kub- ricks „2001” reynir hann að búa til sameiningartákn með þess- um tveimur myndum. Hann lætur litinn son Dreyfuss halda á leik- fangaapa, sem segir tjing! þegar geimskipið lendir. Og drengurinn gengur á vit geimveranna örugg- ur og hverfur á brott með þeim. Ævintýri. Börn og apar skilja það sem 'fullorðnir forsmá. En hvaða gildi hefur allt þetta fram yfir mikla miðasölu? Hvers vegna eru myndir um geimverur svo óskap- lega vinsælar? Kannski er það svipað og i myndinni Rocy, boxarann. Sigur hins góða yfir hinu illar (Star- war), eða hinn einmana baráttu- maður, sem hefur svo á réttu að standa (Close Encounters). Lik- iega er kjarninn þó sá, að þetta er ævintýri, saga, sem ekki fjallar um gjaldeyrisjöfnuð, kvennafar. Það má kalla þetta flótta frá raunveruleikanum á timum ör- yggisleysis. Almenningur íekur á móti öörum merkjasendingum en tölulegum — og það er alltaf verið að senda einhver merki, jafnt ut- an úr himingeimnum sem og frá Hollywood. Hið abstrakta. Hinn frægi franski kvikmyndastjóri Truffaut leikur vfsindamann i kvikmyndinni. Hér er hann til hægri með stjórnanda myndarinnar, Steven Spielberg. Maðurinn, sem komst i kynni við geimveruna, reynir að lýsa tiifinningum sinum með þvi að búa til stórt myndverk heima i stofu sinni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.