Alþýðublaðið - 08.02.1978, Page 12
alþýðu-
i n FT.rr.
(Jtgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn Alþýðublaðsnins er að Siöumúla IX, simi 81866. Augiýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 1«, simi 14906 — Askriftarsimi 14900.
MIÐVIKUDAGUR
8. FEBRÚAR 1978
Norsku skipakaupin
Islenzka matid hefur verið aðhald
gegn óeðlilega háu kostnaðarverði
— segir Jón Hafsteinsson, skipaverkfræðingur
„Ég tet vafalaust aö
mat það/ sem fram-
kvæmt er á nýsmíðuðum
skipum og matsnefnd
Fiskveiðas jóðs fær í
hendur, eigi að vera, og
hafi verið, aðhald, sem
veitt hafi verulega vörn
gegn hugsanlegum bak-
samningum milli skipa-
smíðastöðva og skipa-
kaupenda, líkt og rætt er
um í sambandi við norsk-
smíðuðu skipin," sagði
Jón Hafsteinsson, skipa-
verkfræðingur, en hann
er sá maður, sem annast
hefur hið sérfróða mat á
nýsmiðuðum skipum,
fyrir matsnefnd Fisk-
veiðasjóðs.
Jón benti á að hér með væri
vitanlega ekki sagt að hann
reiknaði verðmæti skips á sama
hátt og skipasmlðastöðin geröi.
Verð frá skipasmiöastöð væri að
vonum breytilegt, eftir þvi i
hvaða landi skipið væri smiðað,
hver skipasmiðastöðin væri og
fjölmargt fleira kæmi til Matið
hér fer að sjálfsögðu fram óháð
slikum atriðum, heldur er skipið
metið, eins og þaö liggur fyrir.
Þegar mat hefur farið fram,
afhendir Jón það matsnefnd,
sem trúnaðarmál, sem svo fær
það Fiskveiðasjóöi til umfjöll-
unar, en sem komiö hefur fram i
fréttum hér i blaðinu, miðar
Fiskveiðasjóður lán til skipa-
kaupa ýmist við kostnaðarverð
frá skipasmiðastöö eða mats-
veröið og tekur þá mið af þeirri
upphæðinni, sem lægri er.
Sem nærri má geta er fram-
kvæmd sliks mats mjög flókin
og timafrek vinna. Sagði Jón að
hver hlutur væri skrifaður upp,
aflað upplýsinga um kostnað
einstakra tækja og áætlaður
kostnaður við niðursetningu
þeirra. Fer matið fram i fjölda
eininga og sagði Jón að það
kynni að taka tvær vikur að
meta eitt skip, ekki sizt ef gera
þyrfti sér ferð út á land vegna
matsins, sem oft væri. Mats-
verðið i heild sagði Jón að væri
ekki launungarmál, hvort sem
það dæmdist lægra eða hærra en
kostnaðarverðið, en sundurliðað
væri það ekki. AM
Heilbrigdisráðherra svarar fyrirspurn um hollustuhætti f síldar-
og fiskimjölsverksmidjum:
Hávaði, óþrif og óþefur
í gær lagði heilbrigð-
ismálaráðherra,
Matthias Bjarnason
fram greinargerð á
Alþingi, vegna fyrir-
spurnar frá Benedikt
Gröndal úm hollustu-
hætti i sildar- og fiski-
mjölsverksmiðj um.
Var fyrirspurn
Benedikts i þrem liðum
og voru þeir þessir:
1) Hafa verið gerðar fulinægj-
andi rannsóknir á hoilustu-
háttum i síldar- og fiski-
mjölsverksmiöjum, svo sem
hættum starfsliðs af hávaða,
rykmyndun og varhugaverö-
um efnasamböndum,
almennum óþrifnaði og
ólykt.
2. ) Hefur Heiibrigðisráðuneytið
sett reglur um mengunar-
mörk og önnur atriði sem
þessar verksmiðjur verða að
uppfylla til þess að fá starfs-
leyfi?
3. ) Hafa allar þær verksmiöjur
sem starfaö hafa siöustu ár
og nú starfa m.a. að loðnu-
bræðslu, uppfyllt þau skilyrði
og fengið starfsleyfi með
eðlilegum hætti?
t svari ráðherra við fyrsta lið
segir m.a.:
Sveitarfélög annast
heilbrigðiseftirlithvert fyrir sig
og er framkvæmd eftirhtsins i
höndum heilbrigðisnefndar við-
komandi sveitarfélags.
Yfirumsjón með starfi
heilbrigöisnefnda er i höndum
Heilbrigðiseftirlits rikisins. 1
tengslum við veitingu starfs-
leyfa hafa starfsmenn
Heilbrigðiseftirlits rikisins farið
eftirlitsferðir i allar sildar- og
fiskimjölsverksmiðjur landsins.
Hefur viö mat á aðstæðum öll-
um verið eftir þvi litið að að-
stæöur og aðbúnaöur á vinnu-
stað m.t.t. hollustuhátta upp-
fyllti skilyrðilaga ogreglugerða
um þessi efni. Þar sem mis-
brestir hafa komið I ljós hafa
kröfur um úrbætur verið settar
fram og i einstaka tilfellum
hafa skilyröi um bætta vinnuað-
stöðu verið sett fyrir veitingu
starfsleyfis. Fullt samráð hefur
verið milli Heilbrigðiseftirlits
rikisins og heilbrigðisnefnda um
þessi atriði. Ennfremur hafa
heiibrigðisnefndir sveitarféiaga
fylgst með aöbúnaði og
hollustuháttum í sildar- og
fiskimjölsverksmiðjum lands-
ins.
Mengunarmörk
í s vari ráöherra við öðrum lið
fyrirspurnarinnar þar sem
spurt er um mengunarmörk,
segir svo:
Samkvæmt ákvæðum reglu-
geröar nr. 164/1972 eiga allar
sildar- og fiskimjölsverksmiðj-
ur að sækja um starfsleyfi til
Heilbrigðiseftirlits rikisins.
Sótti félag Fiskimjölsframleið-
enda sameiginlega um leyfi fyr-
ir allar verksmiðjur innan sinna
vébanda, þegar i ágúst 1972. Viö
afgreiöslu þeirra voru fyrst og
fremst gerðar kröfur um varnir
gegn reyk og ólykt einkum þar
sem verksmiðjur voru staðsett-
ar inni i byggð, en einnig um
frágang frárennslis, aukið
hreinlæti og bætta aðstöðu fyrir
starfcfólk.
Almennar reglur hafa ekki
verið settar um mengunar-
mörk, heldur hefur málefni
hverrar verksmiðju verið metið
sérstaklega m.t.t. aðstæðna.
Mjög erfitt er ennfremur að
setja menguriarmörk fyrir ólykt
vegna skorts á nákvæmum og
áreiöanlegum mæliaðferðum,
og hafa yfirvöld á hinum Norð-
urlöndunum ekki farið slíka
leið, enn sem komið er að
minnsta kosti.
Við afgreiðslu fyrrnefndra
umsókna á árunum 1972-74, var
yfirleitt gerð krafa um að reistir
yrðu reykháfar á þeim stöðum
þar sem óþægindi vegna ólyktar
þóttu mest og þar sem talið var
að slik lausn mætti verða að
gagni. Hvað frárennsli snerti
var gerð krafa um að það væri
leitt niður fyrir stórstraums-
fjöruborð i samræmi viö 61. gr.
Heilbrigðisreglugerðar fyrir ts-
land nr. 45/1972.
Akvæði starfsleyfa um háa
reykháfa sættu verulegri gagn-
rýni af hálfu ýmissa aðila, bæði
vegna kostnaöar og eins vegna
þess aö i ýmsum tilvikum var
ekki víst að slik lausn kæmi að
fullum notum. Ennfremur mátti
benda á að slikar leiðir hefðu
ekki verið valdar i nágranna-
löndunum.
Helstu mengunarvald-
ar
Við rotvörn loðnu eru notuð
hættuleg efni (blanda af
natriumnltrit og formalini), en
framkvæmd rotvarnar er undir
handleiðslu Rannsóknarstofn-
unar fiskiðnaðarins. Svonefnd
nitrosamin efnasambönd eru
talin geta myndast i fiskimjöli
við eldþurrkun á rotvörðu
hráefni, en þessi efni eru talin
geta valdið krabbameini. Að
hve miklu leyti þessi efni koma
fyrir í útblæstri frá verksmiðj-
unum eða i andrúmslofti á
vinnustöðum þeirra er ekki vit-
að, enda hafa rannsóknir ekki
verið gerðar á þessu sviði hér á
landi eða i nágrannalöndunum
svo kunnugt sé.
Að ööru leyti er ekki kunnugt
um að hættuleg efni eða eitur-
efni séu fyrir hendi i umhverfi
starfsmanna i þeim mæli að um
heilsufarshættu geti verið að
ræða.
Þegar á heiidina er litið verð-
ur að telja hávaða, óþrif og óþef
vera meginvandamál vinnu-
umhverfis fiskimjölsverksmiðj-
anna. Verður að telja vinnu i
ýmsum þeim fiskimjölsverk-
smiðjum sem nú eru starfrækt-
ar I landinu með óþrifalegri
vinnu sem um getur. Verulegar
endurbætur hafa þó orðið á
þessu sviði I nokkrum verk-
smiðjum á undanförnum árum,
en óliklegt er að innan veggja
þessara fyrirtækja skapist við-
unandi vinnuumhverfi fyrr en
gagnger endurnýjun hefur átt
sér stað hjá megin þorra
verksmiðjanna.
Um skráningu og tilkynningu
atvinnusjúkdóma fer eftir
reglugerð nr. 24/1956, eneins og
vitað er hefur tilkynningar- og
skráningarskyldu samkvæmt
henni verið slælega framfylgt
og liggja ekki fyrir neinar
skýrslur um tiðni atvinnusjúk-
dóma i sildar- og fiskimjöls-
verksmiðjum.
Á grundvelli þessa sendi
Heilbrigðiseftirlit rikisins frá
sér I mai 1976 ýtarlega skýrslu
um mengunarmál fiskimjöls-
verksmiðja. Greinargerö þessi
var unnin á grundvelli ýtarlegr-
ar upplýsingaöflunar um þróun
þessarra mála i nágrannalönd-
unum þar sem aðstæður eru
sa m bæ ri le ga r , einkum
Darimörku og Noregi. Er i
skýrslu þessarri bent á þær
tæknilegu leiðir til eyðingar á
lykt sem helst eru taldar koma
til greina og reynsla hefur f eng-
ist fyrir, ásamt öörum ráðstöf-
unum til mengunarvarna, innan
dyra verksmiðjanna og utan.
Eru niðurstöður stofnunarinnar
þær aðtil eyðingar ólyktar komi
eftirtaldar leiðir helst til álita.
1. Tekin verði upp þvottur út-
blásturslofts i svonefndum
efnahreinsiturnum af viður-
kenndri gerð.
2. Tekin verði upp brennsla út-
blásturlofts með svonefndri
Hetland aöferð.
3. Breytt verði um framleiðslu-
hætti og tekin upp gufuþurrk-
un samfara brennslu lyktar-
efna undir gufukötlum eða
eyðingu þeirra i efnahreinsi-
turnum.
Tveim fyrstnefndu aðgerðun-
um mætti koma við i verksmiðj-
unum eins og þær eru i dag,
samfara nauðsynlegum lagfær-
ingum á loftræstikerfi o.s.frv.
Siðastnefnda aðferðin felur i sér
gagngera endurnýjun verk-
smiðjanna og krefst þvi mikils
fjármagns. Hún gefur hins veg-
ar möguleika á aukinni
Frh. á 10. síðu