Alþýðublaðið - 10.02.1978, Page 2

Alþýðublaðið - 10.02.1978, Page 2
Föstudagur 10. febrúar 1978 sssr 2________________________ Alþýduflokkurinn á Akureyri: Frambjódendur í próf kjör vegna bæjar- stjórnarkosninga Prófkjör Alþýðu- flokksins, vegna bæjar- stjórna rkosninga á Akureyri fer fram laug- ardaginn 11. og sunnu- daginn 12. febrúar. Kjörstaður verður að Gránufélagsgötu 4 (JMJ-húsið) og kjör- fundur verður frá klukk- an 14-19 báða dagana. Hér á eftir fer stutt kynning á frambjóðend- um til prófkjörsins, en þeir eru 7 talsins og keppa um 4 efstu sætin á lista flokksins til bæjar- stjórnarkosninganna. Bárður Halldórssoner fæddur á tsafirði 17. ágúst 1946. Hann er stúdent frá M.A., hefur lokið prófi í latinu og almennum málvisind- um frá University of Minnesota. Liárður hefur kennt latinu, is- lenzku og sögu. Bárður hefur lagt stund á kennslu við M.A. og auk þess veitt forstöðu namsflokkum Akureyrar. Hann var ritstjóri Al- þýðumannsins á Akureyri 1972- 1974 og siðan aftur 1976. Bárður er kvæntur Álfhildi Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. Freyr ófeigsson, er fæddur á Norðfirði i Arneshreppi, Stranda- sýslu, 6. júli 1937. Hann er stúdent frá M.A. og lauk siðan embættis- prófi i lögfræði frá Háskóla Is- lands árið 1965. Strax að prófi loknu réðist hann sem dómara- fulltrúi við bæjarfógetaembættið Freyr ófeigsson, héraðsdómari Pétur Torfason. verkfræðingur á Akureyri og var skipaður hér- aðsdómari á Akureyri og Eyja- fjarðarsýslu árið 1972. Freyr hefur verið fulltrúi Al- þýðuflokksins i bæjarstjórn á Akureyri frá árinu 1974. Hann er kvæntur Arnheiði Jónsdóttur og eiga þau 8 börn. Ingvar G. Ingvarsson er fæddur á Isafirði 15. október 1948. Hann stundaði sjómennsku framan af en hóf siðan búskap. Hann fluttist til Akureyrar árið 1970 og hóf nám i rafsuðu og lauk sveinsprófi i þeirri grein. Eftir að námi lauk hefur hann lagt stund á verzlun- arstörf og er einn eigandi Ibúðar- innar hf. Ingvar er kvæntur Valdisi Gestsdóttur og eiga þau einn son. Magnús Aðalbjörnsson er fædd- ur á Akureyri 15. mai 1941. Magnús gerðist kennari við G.A. árið 1963. Hann hefur starfað mikið að æskulýðsmálum, bæði innan Gagnfræðaskólans og Þjóð- kirkjunnar, en hann var sumar- búðastjóri við Vestmannsvatn i þrjú sumur. Magnús er kvæntur Rögnu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn. Pétur Torfason er fæddur á Akureyri 28. april 1946. Hann er stúdent frá M.A. árið 1966 og út- skrifaöist sem byggingaverk- fræðingur frá háskóianum i Lundi i Sviþjóð árið 1972. Pétur hefur siHan i nóvember 1972 starfað hjá Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen á Akureyri og hefur m .a. unnið við eftirlitsstörf með byggingafram- kvæmdunum við Kröflu. Pétur er kvæntur Fjólu Her- mannsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ingvar G. Ingvarsson, verzlunar- maður Sævar Frimannsson, starfsmað- ur verkalýðsfélaganna Sævar Frimannsson er fæddur á Akureyri 2. febrúar 1942. Hann lauk námi frá G.A. árið 1958 og starfaði siðan sem sjómaður til ársins 1966. Hann lauk sföan námi i ketil- og plötusmiði árið 1969 og siðan námi i húsasmiði árið 1976. Hann hefur siTian árið 1977 starfað hjá Verkalýðsfélaginu Einingu. Sævar er kvæntur Helgu Arna- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þorvaldur Jónsson er fæddur að Tjörnum i Saurbæjarhreppi i Eyjafirði 3. ágúst 1926. Hann lauk námi i bókbandi árið 1949. Siðan starfaði hann sem skrifstofumaður hjá bæjarfógeta- embættinu á Akureyri, en hefur verið fulltrúi umdæmisstjóra Pósts og sima á Akureyri frá ár- inu 1955. Þorvaldur var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á Akureyri á árunum 1966-1974. Hann erkvæntur Rósu M. Sig- urðardóttur. Bárður Halldórsson, mennta- skólakennari Magnús Aðalbjörnsson, kennari Þorvaldur Jónsson, fulltrúi. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU AUGLÝSINGASÍMINN ER 14906 — Ályktanir Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands: Varar ríkisstjórn og Alþingi vid ad rifta kjarasamningunum Framkvæmdastjórn Verkamannasambands islands varar ríkisstjórn og Alþingi mjög alvar- lega viö að rifta samn- ingnum frá 22. júní. Væri hins vegar kjaraatriðum samninganna rift, áskilur Verkamannasamband Islands sér rétt til allra þeirra gagnað- gerða sem þurfa þykir. Jafn- framt heitir framkvæmda- stjórnin á öll samtök launafólks að standa vörð um kjaraatriði samningsins. Trúnaöarrád SFR: Efnahagsaðgerðir miðast við að kaup* máttur haldist Trúnaöarráðsfundur SFR haldinn 7. febrúar 1978 mótmælir harðlega þeim hugmyndum um efnahagsráðstafanir/ sem kynntar hafa verið og fela í sér riftun nýlega gerðra kjarasamninga opinberra starfsmanna og annars launafólks. stjórn og Alþingi að miöa að- gerðir sinar við það aö kaup- máttur launa skerðist ekki og að samningar haldi fullu gildi. A undanförnum árum og ára- tugum hafa bráðabirgðaúrræði i sifellu byggst á kjaraskeröing- um, enda alltaf runnið út I sand- inn. Þvi er timi til að horfast nú loks i augu við höfuðorsök vand- ans og leggja til atlögu við þaö bruðl og skipulagsleysi i fjár- festingarmálum sem viðgengist hefur. Trúnaðarráðið skorar á rikis- Miðstjórn Málm- og skipasmiðasambandsins: Varar við ógildingu kjarasamninga Fundur miðstjórnar Málm- og skipasmiða- sambands Islands hald- inn 6. febrúar 1978 álykt- ar eftirfarandi vegna umræðna um yfirvofandi efnahagsaðgerðir: Kjarasamningar verkalýðsfé- laganna i júni voru gerðir til að endurheimta kaupmátt vinnu- launa, sem skertur hafði verið stórlega á árunum 1974-1977. Endurheimt kaupmáttar launa vegna kjaraskerðinganna 1974-1977 er, samkvæmt kjara- samningunum, dreift yfir sextán mánaöa timabil og eru tvær slðustu áfangahækkanir launa ekki enn komnar til fram- kvæmda. Kaupmáttaraukning vinnu- launa samkvæmt kjarasamn- ingunum 1977 er sist meiri en verðmæta aukning þjóðarfram- leiðslu siöustu ára. Núgildandi kjarasamningar verkalýðsfélaganna eru þvi alls ekki orsök efnahagsvandamála atvinnuveganna. Vegna stjórnlausrar verö- bólgu siðustu árin eru ákvæði kjarasamninganna um verð- bætur launa grundvallaratriði þeirra. Verðbótaákvæöið hefur verndað kaupmátt launanna eftir siðustu kjarasamninga fyrir hömlulausum verðhækk- unum almennra neysluvara og stöðugs gengissigs siöustu mán- uði. An verðbótaákvæðis kjara- samninganna myndi kaupmátt- argildi vinnulauna minnka stöð- ugt af völdum verðhækkana. Verðlækkanir lifsnauðsynja almennings þurfa þvi að vera fyrsta ráðstöfunin til að stöðva og draga úr verðbólgu, eins og verkalýðshreyfingin hefur gert tillögur um i upphafi siöustu samningagerða, þ.á.m. sölu- skattslækkun. Miðstjórn Málm- og skipasmiðasambands Islands varar stjórnvöld við að gera ráðstafanir sem skerða kaup- mátt launa eða verðbótaákvæöi kjarasamninga verkalýðsfélag- anna frá júni 1977. Verði slikar ráðstafanir geröar jafngilda þær riftun kjarasamninganna og myndu óhjákvæmilega leiða til alvarlegra kjaradeilna á vinnumarkaðnum. Stjórn Félags járniðnaóarmanna: Ógilding kjarasamn- inga ieiðir til átaka á vinnumarkadinum Á fundi stjórnar Félags járniðnaðarmanna 6. febrúar 1978 var sam- þykkt eftirfarandi álykt- un i tilefni umræðna um fyrirhugaðar efnahags- aðgerðir: Stjórn Félags járniönaðar- manna varar rikisstjórn og Alþingi við að gera ráðstafanir sem skerða kaupmátt eða verö- lagsbótaákvæði núgildandi kjarasamninga. Verði slikar ráðstafanir gerðar telur stjórn Félags járniðnaðarmanna þær jafngilda ógildingu siðustu kjarasamninga, sem óhjá- kvæmilega myndi leiöa til al- varlegra kjaradeilna og átaka á ■ vinnumarkaðnum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.