Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR TBL. 1978 Ritstjórn bladsins er til húsa f Sídumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 „Efnahagsadgerdir’* ríkisstjórnarinnar þýöa rúmlega mánadar kauptap launafólks: Allsherjarverkfall 1. og 2. marz — mesta samstaða launafólks frá upp- hafi stéttarbaráttu á íslandi Ýmis samtök launafólks, sem i eru um 65.000 manns, stefna að allsherjarverkfalli 1. og 2. marz næstkomandi til að mótmæla „efnahagsfrumvarpi” rikis- stjórnarinnar. Hér er um að ræða mestu samstööu sem náðst hefur meðal launafólks frá upp- hafi stéttarátaka hér á landi. Samtökin sem að aðgerðunum standa eru: ASI, BSRB, Farmanna- og fiskimannasam- bandið og BHM. Hver og einn tapar mánaöarlaunum á einu ári A fundi sem talsmenn sam- takanna héldu með frétta- „Þaö er lifsnauðsyn að varna þvi að samningar verði enn einu sinni rofnir”, sagði Kristján enn- fremur og benti á að slikar að- gerðir hefðu komið til áður, en nú yrði ekki lengur við unað. Enginn mælti lögunum bót Snorri Jónsson, varaforseti ASI sagði, að á svæðaráðstefnum samtakanna sem haldnar hafa verið um allt land undanfarna daga, hefðu hundruð manna tekið til mála, — og engin mælt lögum rikisstjórnarinnar bót. Snorri kvað hina almennu andúð, sem komið hefði fram vegna skerð- ingar kjarasamninganna, sem Aðspurðir um hvort forráða- menn stéttarsamtakanna ættu ekki von á fébótakröfum vegna aðgerðanna sem teljast ólög- legar, sögðu þeir að það yrði að koma i ljós, en óskar Vigfússon, formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins benti á að fyrir 3 árum hefði allur fiski- skipaflotinn siglt i land og ekki horfið að veiðum fyrr en eftir 10 daga. „Þær aðgerðir voru jafn ólöglegar og þessar”, sagði Óskar, „en engum var stefnt fyrir þær”. A blaðamannafundinum i gær kom fram að Félag Islenzkra Fulltrúar launþegasamtakanna á blaðamannafundinum I gær. Aögeröir þær sem fyrirhugaöar eru 1. og 2. marz eru einstakar aö þvileyti aö samstaöa launafólks I landinu hefur aldrei veriö meiri. HYERJU FYRSTA SKREFIÐ: 5-6 VIKNA KAUP Pvingunarlög ríkisstjórnarinnar þýða í reynd. að hver einasti launþegi i landinu tapar á einu ári meira en mánaðarlaunum. Miðað við 35% verðbólgu lítur dæmið þannig út miðað við heildartekjur (dagvinna + yfirvinna + bónus + álög); leklur i lebrúar (haildar- tekiur) ÞU TARAR A EINU ARI 4 þús. i april 2 þús. iágúat 7 þús. i febr. 17 þús. Samtala 114 þús. TAP A MAN'l'DI MIDAD VID 200 PÚS. I FEBRÚAR S\(>rl lina — óskerlir kjarasamningar Rauð lína = skertir kjarasamningar Misinunur MARS APR. MAl JUNÍ lOLI AGOST SEPT OKT. N()V. DHS IAN FHBR. MEIRA EN MÁNAÐARLAUNUM Þessi skýringarmynd sýnir hvert kauptap launafólks I landinu muni verða miöað við „efnahagsaðgeröir” rikisstjórnarinnar. 1 Cljós kemur aö hver einstakur tapar sem svarar einum mánaöar- launum. Taflan talar sinu máli og getur hver fyrir sig lesiö i krónum þann skaöa sem hann býöur af logum rikisstjórnarinnar. mönnum i gær kom fram, að þvingunarlög rikisstjórnarinnar, sem mótmælt er með þessum að- gerðum, þýða i reynd að hver ein- asti launþegi i landinu tapar á einu ári meira en mánaðar launum. „Við erum i nauðvörn að hamla gegn órettlátri löggjöf, sem vegur það hart að'samnings- réttinum að ekki veröur unað við”, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB á fundinum. sjálf rikisstjórnin vann meðal annarra að við að koma i gegn, knýja á um aðgerðirnar 1. og 2. marz. Snorri bjóst ekki við að þessar aðgerðir hefðu þær afleiðingar sem launafólk gæti sætt sig við, ,,en við hljótum að halda áfram þar til við náum markinu á einn eða annan hátt og stefnumið okkar er ótvírætt: SAMNINGANA I GILDI”, sagði Snorri Jónsson. bankamanna var með i undir- búningsviðræðum fyrir viðbrögð gegn „efnahagsráðstöfunum” stjórnarinnar, en forráðamenn félagsins kváðust ekki geta verið með i aðgerðunum 1. og 2. marz og báru fyrir sig könnun, sem gerð hafði verið á afstöðu starfs- fólks bankanna. Hins vegar myndu bankamenn ef til vill taka þátt i siðari aðgerðum samtak- BSRB hvetur til en fyrir- skipar ekki Stjórn BSRB telur sig ekki geta fyrirskipað félagsmönnum sinum að leggja niður vinnu, en hvetur menn þó eindregið til þess. Hver einstakur verði að taka ákvörðun um hlutdeild sina og samstöðu með öðrum. Snorri Jónsson gat þess á fundinum, að ef einhverjir atvinnurekendur væru þess búnir að standa við kjarasamningana frá þvi i fyrra lægi það i hlutarins eðli að þeir myndu sleppa viö aðgerðir stéttasamtakanna. I lögum rikisstjórnarinnar væri ekkert að finna sem bannaði mönnum að greiða laun samkvæmt samningum. Islenzkt launafólk mun fylkja liði 1. og 2. marz gegn þvingunar- lögum rikisstjórnarinnar undir kröfunni: SAMNINGANA 1 GILDI Sjá nánar á bls.: 2. Alþýduflokksfélag Reykjavíkur 40 ára Alþýðuf lokksfélag Reykjavikur varð 40 ára í gær. I tilefni afmælisins gengst félagið fyrir hófi í Þórskaffi næstkomandi sunnudag kl. 15.15. Nánar verðurgreint frá hófinu í blaðinu síðar. Alþýðublaðið óskar Al- þýðuflokksfélagi Reykja- víkur til hamingju með afmælið. Allt er fertug- um fært! — sjá nánar á baksíðu Mótmælafund- ur 1. marz A fundi samráösnefndar laun- þegasamtakanna, sem haldinn var i gærmorgun, var samþykkt að boða til útifundar 1. marz n.k.# fyrri dag mótmælaverkfalls þess- ara aöila. Samtökin sem að fundinum standa eru hin sömu og getið var um i fréttinni um allsherjarverk- falliö hér á siöunni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar fundurinn veröur haldinn, né heldur nákvæm timasetning, en frá þvi verður greint hér i blaöinu strax og ákvörðun hefur verið tekin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.