Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 25. febrúar 1978 32» Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóriog ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúia 11, simi 81S66. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur i lausasölu. Alþýduflokksfélag Reykjavíkur 40 ára Alþýðuf lokksfélag Reykjavíkur mun á sunnudag minnast 40 ára af mælis síns með veglegu kaf f isamsæti. Það er langstærsta f lokksfélagið og hefur verið eins konar móðurskip Alþýðuflokks- ins allt frá stofnun. Nokkur fleiri samtök innan Alþýðuf lokksins hafa minnst 40 ára af- mæla undanfarnar vikur, og er stofnun þeirra allra að meira eða minna leyti tengd þeim miklu um- svifum, sem urðu á vinstri væng íslenskra stjórnmála 1937—38. Þá voru gerðar tilraunir til að sameina Alþýðuflokk- inn og Kommúnistaflokk íslands, en þær báru ekki árangur. Afleiðingin varð sú, að hópur Alþýðu- flokksmanna undir for- ustu Héðins Valdimars- sonar stofnaði með kommúnistum Samein- ingarflokk alþýðu-Sósíal- istaflokkinn, en sterkur kjarni hélt starfi Alþýðu- f lokksins áfram og stofn- aði ný f élög, þar sem þess var þörf. Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur varð sterkasta vígið í þessum átökum og hefur átt mik- inn þátt i að Alþýðuflokk- urinn hélt merkjum frels- is og lýðræðis á lofti og var þýðingarmikið afl í islenskum stjórnmálum eftir sem áður. AAeginafleiðing atburð- anna 1937—38 varð sú, að vinstri armur stjórnmál- anna og launþegahreyf- ingin klofnuðu og hafa starfað klofin allar götur siðan. Ekki var grunlaust um, að íhaldið hafi á þessum árum ýtt undir þessa þróun og veitt kommúnistum ýmis kon- ar stuðning við að kljúfa Alþýðuflokkinn, sem þá gat einn ögrað valdastöðu Sjálfstæðisf lokksins er var orðinn stærsti f lokkur landsins. Það var ekki mörgum árum seinna, að formaður Sjálfstæðis- flokksins leiddi kommún- ista inn í rikisstjórn í f yrsta sinn hér á landi, og sýndi þar í verki þann draum ihaldsaflanna að geta stjórnað landinu með hinum flokkunum til skiptis, otað þeim hverj- um gegn öðrum — sem sagt deilt og drottnað. Þetta hefur að verulegu leyti tekist, að undan- teknum tveim skammlíf- um vinstristjórnum, sem ekki náðu árangri af því að stjórnarflokkar voru þrír og samkomulag því erfiðara, svo og vegna þess að Framsóknar- flokkurinn hefur gerst stöðugt tækifærissinn- aðri. Flokkaskipting hefur hér á landi verið í stórum dráttum óbreytt siðan 1938 nema hvað einstaka sinnum hafa komið fram smáflokkar, er allir hafa þó reynst skammlífir. Af þessu hef ur leitt, að áhrif jafnaðarstefnunnar, sem hafa verið svo mikil i ná- grannalöndum okkar, hafa orðið mun minni hér á landi, enda þótt aðrir flokkar hafi tileinkað sér og fallist á ýmis megin- atriði velferðarríkis. Sér- staklega er athyglisvert, hvaða áhrif kjósendur Sósíalistaf lokksins og nú siðast Alþýðubandalags- ins hafa haft á þróun mála. Það er næsta lítið, því þessir flokkar hafa ekki sýnt virkan áhuga á lýðræðislegum umbótum i félagsmálum, eins og jaf naðarmenn, heldur hafa þeir að kommúnist- ískum hætti lagt mesta á- herslu á aðstöðu til valda- tafls, beitt verkalýðsfé- lögum í árangurslítiIIi verkfallsbaráttu, fundið upp ,,Alþingi götunnar" og farið aðrar troðnar leiðir eftir kokkabókum erlendra kommúnista. Alþýðuf lokkurinn hef- ur hins vegar gert þjóð- inni mikið gagn með því að boða og koma f ram fé- lagslegum breytingum til aukins jafnréttis og tekjuskiptingar og með raunhæfri kjarabaráttu. Almannatryggingar, sjúkratryggingar, at- vinnuleysistryggingar og fleiri slíkar umbætur hafa ekki verið teknar aftur og hafa ekki horf ið í hringiðu verðbólgu. Alþýðuf lokkurinn er nú i nýrri sókn, þar sem ný kynslóð hefur forustu. Flokkurinn hefur ráðist á verðbólguspillingu, fjár- málaóreiðu og aðrar meinsemdir í þjóðfélag- inu og þá sérstaklega yf- irbyggingu þess. Lækn- inguna er að f inna í nýrri stefnuskrá flokksins, þar sem hugsjónir jafnaðar- stefnunnar eru túlkaðar í Ijósi islenskra aðstæðna. Alþýðuf lokksfélag Reykjavíkur hefur gegnt mikilvægu hlutverki í 40 ár og f lokkurinn stendur í þakkarskuld við alla þá, sem þar hafa gegnt og gegna nú forustuhlut- verkum. En framundan eru meiri verkefni en nokkru sinni: að breyta flokkaskiptingunni veru- lega og gera Alþýðu- flokkinn að stórum og öflugum flokki. BGr Til ad koma í veg fyrir misskilning „Vegna misskilnings, sem risið gæti, út af skrifum i Alþýðu- blaðinu um vinnumál á Grundar- tanga, nú siðustu daga, viljum við gjarnan koma fáeinum athuga- semdum á framfæri. 1 fyrsta lagi höfum við reynt að koma öryggis- málum i eins gott horf og kostur er, leggjum til öryggishjálma og öryggisbelti, þeim mönnum er vinna störf sem kalla á belti, i öðru lagi höfum við reynt að koma á launahvetjandi kerfum við vinnu sem flestra starfs- manna á okkar vegum, til að minnka launamuninn, og i þriðja lagi er verið að reyna að brúa bilið með hlifðarföt og annan slikan búnað og stendur þar ekki á okkur”, sagði Ólafur Gislason, staðarstjóri ístaks á Grundar- tanga i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Ólafur hafði samband við blaðiö vegna greina um verka- menn, afkomu þeirra og aðstæður við vinnu á Grundartanga. Taldi hann þar ónákvæmlega um fjallað. Einkum var það þrennt sem Ólafur taldi villandi. Það voru skrif um öryggismál, þar sem skýrt var frá þvi að verkamenn og iðnaðarmenn ynnu þarna i stálgrindum, án þess að nota öryggisbelti. Tekið var fram að beltin væru fyrir hendi, en hins vegar væru þau svo þung i vöfum og tefðu svo vinnu, að menn notuðu þau litið. Ólafur vildi taka fram að ístak legði mönnum sinum til öryggis- belti og leggði áherslu á að þau væru notuð. Hins vegar væri ekki hægt að fylgja þvi verulega eftir. Beltin væru vissulega þung i vöfum, enda yrðu þau að vera það, til þess að bjarga einhverju, ef menn misstu jafnvægið. Lagði ólafur áherslu á, að unnið væri eftir timalaunakerfi, þannig að menn töpuðu ekki fé á þvi að vinnu seinkaði vegna beltanotkunar. t öðru lagi væru svo launamál. Ólafur kvað að visu mikinn mis- mun, þótt hann teldi hann nokkuð ýktan i téðum skrifum i AB, en hins vegar reyndi tstak aö brúa þennan mismun, með launahvetj- andi vinnukerfum og nú væru milii 70 og 80% starfsmanna ts- taks á slikum bónuskerfum. Rétt væri að möguleikar manna til tekjuöflunar væru mjög misjafn- ir, en hins vegar væri það ein- kenni á byggingariðnaðinum sem slikum, en ekki á tstak einu. 1 þriðja lagi vildi Ólafur taka fram, að það stæði alls ekki á tstaki að samkomulag náist um hlifðarfatnað og annan slikan búnað. Þar stæði á lands- samböndum launþega og vinnu- veitenda, sem ekki hefðu lokiö frágangi svæðissamninga og til þess tima að frá þeim verður gengið mætti tstak ekki gera neitt i málinu. Það væri rétt að óánægju hefði gætt vegna þessara mála en það strandar ekkert á tstak. t tengslum við öryggismál kvað Ólafur mega koma fram að pryggiseftirlit rikisins hefði skoðað allt hjá þeim á Grundar- tanga og talið allt fullnægjandi. 1 sambandi við launamál mætti skýra frá þvi að ýmis landssam- bönd launþega og verkalýðsfélög hefðu iýst þvi yfir að þau teldu allt slikt i góðu lagi hjá tstak. Góð veiði Samkvæmt upplýsingum Loönunefndar mun loönu- veiði hafa gengiöallvel s.l. viku og þá sérstaklega laugardaginn 18. þ.m. Var það metdagur á loönuver- tiöinni, 20 þúsund tonn veiddust. Sunnudagurinn kom einnig vel út, s.l. viku en heldur dró úr veiði þá er liða tók á vikuna. Loðnuaflinn mun nú nema alls 260 þús. tonnum frá upphafi vertiðar. Mestur hluti loðnuaflans fæst nú um 20-30 sjómilum fyrir S-A Hvalbak. S.l. laugardag höföu, samkvæmt upplýsingum Fiski- félags Islands, 69 bátar fengið afla þann dag. —hv Félagsfundur Verzlunarmannafélag Keykjavikur heldur félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal mánudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Uppsögn kaupgjaldsákvæða kjarasamn- ings félagsins. Breytingar á reglugerð Lifeyrissjóðs verzlunarmanna. Verzlunarmannafélag Reykjavikur Volkswagen Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflest'um litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reyniö viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.