Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 25. febrúar 1978 Samningana í gildi Miðstjórn ASÍ: Skorar á aðildar- samtök og félags- menn að leggja niður vinnu 1. og 2. marz A fundi miðstjórnar Alþýðusambands islands og 10 manna nefndar þess, sem haldinn var í fyrra- kvöld, 23. febr., var eftir- farandi ályktun samþykkt samhljóða: „Með tilvisun til ályktana mið- stjórnar 10. febrúar sl., for- mannaráðstefnu ASl 15. febrúar sl„ samráösfunda samtaka launa fólks og þeirra ráðstefna sem haldnar hafa verið i öllum lands- hlutum undanfarna daga, sam- þykkir miðstjórn Alþýðusam- bands Islands og 10 manna nefnd þess, að skora á öll aðildarsamtök ASt og félagsmenn þeirra að leggja niður vinnu 1. og 2. mars næstkomandi, sem fyrstu aðgerð- irtil að mótmæla þeirri gifurlegu kjara- og réttindaskerðingu sem felst i lögum þeim um efnahags- ráöstafanir sem meirihluti al- þingis hefur nýverið samþykkt fyrir forgöngu rikisstjórnarinnar. Kjörorö baráttunnar er: Samn- ingana i gildi.” 1 ályktun miðstjórnar ASt frá 10. febr. sl., sem til er vitnað i of- angreindri ályktun, segir meðal annars: „Það er staöfast álit miðstjórn- ar Alþýðusambands tslands, að það sé frumskylda stjórnvalda að halda i heiöri löglega gerða kjarasamninga aðila vinnu- markaðarins og haga efnahags- legum aðgerðum sinum i sam- ræmi við það og að slikt sé ekki Fjármálaráðherra og formaður BSRB undirrita samning til tveggja ára að viðstöddum samgöngu- málaráðherra. aöeins skylt heldur og fullkom- lega fært nú, þrátt fyrir þau stór- felldu mistök sem gerð hafa verið og rikisvaldið ber ábyrgð á. En um þessi efni hefur Alþýðusam- bandið ásamt BSRB og fulltrúum þriggja stjórnmálaflokka lagt fram ýtarlegar og raunhæfar til- lögur....” t ályktun miðstjórnar frá 10. febrúar sl. segir einnig: „Þá lýsir miðstjórnin þvi yfir, að hún telur að með þvi að allar heiðarlegar leikreglur varðandi sambúö verkalýðssamtakanna og atvinnurekenda og rikisvaldsins eru þverbrotnar með fyrirhug- aðri lagasetningu, að verkalýðs- félögin og allir einstaklingar inn- an þeirra séu siöferðislega óbundnir af þeim ólögum, sem rikisvaldið hyggst nú setja”. Formannaráðstefna Alþýðu- sambands Islands, sem haldin var 15. febrúar sl., samþykkti ályktun, þar sem mótmælt var harðlega lagasetningu þeirri sem þá var fyrirhuguð. 1 þessari ályktun segir meðal annars: „Ráðstefnan itrekar fyrri áskoranir verkalýðssamtakanna til rikisstjórnarinnar um að stöðva framgang frumvarpsins. Verði ekki orðið við þeim ein- dregnu tilmælum, samþykkir ráðstefnan að fela miðstjórn ásamt stjórnum eða fulltrúum BSRB og FFl að skipuleggja sameiginlega baráttuaðgerðir og skal miða við að þær hefjist 1. mars n.k.” 40 ára afmælishátíð Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur Alþýðuflokksfólk. Fjölmennum á afmælishátiðina, sem haldin verður i Þórscafé sunnudaginn 26. febrúar nk., kl. 3.15 e.h. Dagskrá: Hátiðin sett, Emilía Samúels- dóttir. Ræða, Benedikt Gröndal. Ávörp, Jóhanna Sigurðardóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Einsöngur, Sigriður Ella Magnusdóttir. Undirleikari er Carl Billich. Gamanþáttur, Árni Tryggvason og Sigurður Sigurjónsson. Gylfi Þ. Gislason verður veislu- stjóri og Guðlaugur Tryggvi Karlsson mun stjórna f jöldasöng. Miðaverð er kr. 1.000,- (innifalið: kaffi og meðlæti) en miðarnir eru seldir á skrifstofu Alþýðuflokks- ins, Hverfisgötu 8-10 i dag kl. 10-12 og 1-6 e.h. Simi skrifstofunnar er 2-92-44 og 1-50-20. — Allir velunn- arar Alþýðuflokksins eru vel- komnir. ósóttar pantanir verða afhentar i Þórscafé eftir kl. 1 á sunnudag. Borðapantanir i Þórs- café eftir kl. 3 i dag. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Ávarp stjórnar BSRB til félaga sinna: „Vegið er að frjálsum samningsrétti launafólks” — opinberir starfsmenn eiga fulla samstöðu með öðrum launamönnum Stjórn BSRB hefur sent fé- lagsmönnum sínum eftir- farandi ávarp: „Formannaráðstefna BSRB hefur faliö stjórn bandalagsins að leita samstarfs við önnur samtök launafólks um aðgerðir til að hrinda þeirri árás á frjálsan samningsrétt, sem hin nýju lög um efnahagsaðgerðir fela i sér. Er i samþykkt formannaráð- stefnunnar bent á, aö launafólk sé knúið til aðgerða til verndar samningsréttinum nú og i fram- tiðinni. Siðan segir orðrétt: „Ef nauðsyn krefur og sam- staða næst við önnur launþéga- samtök um aðgerðir, felur for- mannaráðstefnan stjórn BSRB að gangast fyrir viðtækri þátttöku félagsmanna, Bandalags starfs- manna rikis og bæja i þeim. —- Komi til vinnustöövunar er stjórn bandaiagsins falið að taka þátt i stjórnun hennar af þess hálfu”. Vinnustöðvun 1. og 2. mars 1978. Þar sem meirihluti Alþingis virti að vettugi allar aövaranir og áskoranir launþegasamtaka um að hætta við að samþykkja ákvæði um riftun samninga þá er það ákvörðun samtakanna að boða til vinnustöðvunar á upp- hafsdegi kjaraskeröingarákvæð- anna. Samstaða hefur tekist um, að vinnustöðvun verði boöuð að þessu sinni miðvikudaginn 1. mars og fimmtudaginn 2. mars. Stjórn BSRB hvetur alla til þátttöku i aðgerðunum en getur ekki fyrirskipað slikt. Hver ein- stakur verður að taka ákvörðun um hlutdeild sina og samstöðu með öðrum. Er vinnustöðvun lagabrot? Nei — þvert á móti er hún yfir- lýsing um, að fullkomlega skuli staðið við lög um kjarasamninga BSRB — en þau hafa ekki verið numin úr gildi. Samkvæmt ófrávikjanlegu skil- yrði rikisstjórnarinnar er það tekið fram i lögum nr. 29/1976, að kjarasamningar skuli eigi gerðir til skemmri tima en tveggja ára. Gildistimi þess samnings, sem fjármálaráðherra undirritaði f.h. rikissjóðs og staðfestur var i nóv. s.l., var til 1. júli 1979. — Með flutningi frumvarps um skerð- ingu visitöluákvæða löglegs kiarasamnings hefur rikisstjórn- in sjálf rofið þennan samning. Það gæri meira að segja verið úrskurðaratriði hjá óháðum dóm- stólum, hvort hún hefur ekki með þessu brotið 17. grein laganna, sem ey þannig: „Aöilar kjarasamnings bera fé- bótaábyrgð á samningsrofum þeim sem þeir sjálfir eða lögmæt- ir fulltrúar þeirra gerast sekir um i störfum sinum fyrir þá”. Krafa BSRB er einfaldlega að undirritaður kjarasamningur og lögin um kjarasamninga haldi fullu gildi. Afstaða BSRB BSRB setti fram þá kröfu við gerð kjarasamningalaganna, og endurtók hana i siðustu samn- ingsgerð, að segja mætti upp kaupliðum samnings, ef röskun yrði á umsaminni visitölutrygg- ingu eða veruleg rýrnun á kaup- mætti. Þessu var neitað af þeim sömu stjórnvöldum, sem nú hafa rofið samninga við opinbera starfs- menn. Vinnustöðvunin er algjör nauð- vörn samtaka, sem meinað hefur verið að semja við sina viösemj- endur á jafnréttisgrundveili. Takist ekki að hrinda þeirri árás, sem nú er gerð á nýfenginn samningsrétt BSRB og aðildarfé- laga þess, þá virðist næsta til- gangslitið að efna til viðræðna og samningagerðar i framtiðinni viö rikisvald og sveitastjórnir. Þaö er þvi sjálf tilvera stéttar- samtaka okkar sem er i húfi. Neyðarréttur. Með endurtekinni riftun lög- mætra kjarasamninga er vegiö að frjálsum samningsrétti alls launafólks. Opinberirstarfsmenn eiga fulla samstöðu i þessum efnum með öðrum launamönnum. Allt launafólk er knúið til að nota nú þann neyðarrétt sinn, sem viðurkenndur er i lýðfrjáls- um löndum, til að hrinda þeirri árás, sem gerð er á frjálsan samningsrétt. — Stöndum órofa vörð um samtökin okkar — rjúfum ekki samstöð- una með stéttasystkinum — Sameinumst um kröf- una: Samningana í gildi!" Launamálarád BHM: k Takið þátt í aðgerdunum 1. og 2. marz Bandalag háskólamanna hefur sent eftirfarandi frá sér: „Þegar frumvarp rikis- stjórnarinnar um efnahagsráö- stafanir hafði verið lagt fram á alþingi sendi Bandalag háskóla- manna frá sér áiyktun þar sem fordæmd var óstjórn i efnahags- málum undanfarin ár og mót- mælt hugmyndum um einhliöa skerðingu verðtryggingarákvæöa kjarasamninga með valdboöi. Jafnframt var bent á aö ekki virtist hafa verið tekiö á kjarna þeirra vandamála, sem rekið hefðu stjórnvöld til að hefjast handa um aðgeröir, sem virtust beinast fyrst og fremst gegn laun- þegum. Föstudaginn 17. febrúar var haldinn fundur launamálaráðs og formanna BHM og voru þar rædd lög um efnahagsráöstafanir. Þar var samþykkt að visa þvi til launamálaráðs rikisstarfsmanna að taka ákvöröun um samstarf viö samtök launþega um við- brögð viðþeim ákvæðum laga um Framhald af bls. 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.