Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. febrúar 1978
3
Heildarútlán hækki
ekki um meira en 30%
Kröfluvirkjun
Virkjunin skilar
nú 7-8 megavött-
um út í ,,netid?T
Hvenær fæst fjárveiting
til nýrra borana?
Samkvæmt fréttatil-
kynningu frá iðnaöarráðu-
neyti/ gangsetti Gunnar
Thoroddsen# iðnaðarráð-
herra aflvélar Kröflu-
virkjunar þann 21. sl.
Undanfarnar vikur hafa
prófanir verið gerðar á
f yrri vélasamstæðu og öðr-
um búnaði Kröfluvirkjun-
ar og hafa öll tæki reynzt í
góðu lagi.
I fréttatilkynningunni kemur
fram aö stöðug orkuvinnsla sé nú
hafin frá virkjuninni og sé fram-
leiðslan nú 7-8 megavött, sem
þýðir að þessi fyrsti áfangi er að
afli og orku álika og Lagarfoss-
Vélar Kröf luvirkjunar
þurfa 6.5 megavött til eigin
þarfa
Blaðið hafði samband við Karl
Ragnars og spurði nánar um
gang mála. Karl sagöi að þau 7-8
megavött, sem þarna um ræddi
færu beint út í „netiö”, eins og
hann komst að orði, og þvi ekki
um þaö að ræða að neinn hluti
þessa afls færi til þess að drifa
virkjunina sjálfa. Virkjunin tæki
hins vegar til sin 0.5 megavött
rafmagns, auk 6 megavatta af
gufuafli.
Sem kunnugt er hefur Kröflu-
nefnd haft til ráöstöfunar 3-4 sinn-
um meira fé en Orkustofnun,
sagði Karl, og væri þvi ekki að
leyna að menn þar væru orönir
langþreyttir á að biða eftir að
yfirvöld veittu fjármagni til frek-
Samráðanefnd stéttarsamtaka
launafólks hefur ákveðið að efna
til almennra funda úti um land til
kynningar þeim aðgerðum sem
fyrirhugaðar eru. Fundirnir
veröa á eftirtöldum stöðum á til-
greindum tlmum. Þess skal getið
að átt er viö daginn i dag, n.k.
sunnudag og n.k. mánudag.
Akranes á mánudag. Timasetn-
ing ákveðin siðar. Borgarnes
sunnudag kl. 17. ólafsvik
laugardag kl. 15. Grundarfjörð-
ur sunnudag kl. 17. Stykk-
ishólmur laugardag kl. 15
Búðardalur sunnudag kl. 16.
Bolungarviksunnudag kl. 13. Isa-
fjörður laugardag kl. 16. Blöndu-
ós laugard. kl. 14. Sauðárkrókur
sunnudag kl. 13. Siglufjöröur
laugardag kl. 16. ólafsfjöröur
laugardag kl. 13.30. Dalvik
laugardag kl. 16. Akureyrisunnu-
dag kl. 15. Húsavík sunnudag kl.
16. Egilsstaðir laugardag kl. 14.
Höfn f Hornafirðisunnudag kl. 17.
Hvolsvöllur sunnudag kl. 17. Sel-
foss sunnudag kl. 16. Hverageröi
sunnudag kl. 13.30.
Samtals eru þetta 20 fundir,
haldnir i nafni ASt, BSRB, FFSI,
og BHM.
A fundi sem bankastjórn
Seðlabankans hélt 23. þ.m.
með bankastjórum
viðskiptabankanna og for-
manni Sambands spari-
sjóða, var fjallað um út-
lánastarf semi innláns-
stofnana á árinu 1978.
Heildarútlán innláns-
stofnana hækki ekki meir
en 30% á árinu
A fundinum varð samkomulag
um þaö, að útlán viðskiptabank-
anna skyldu á árinu 1978 vera
innan þess hámarks, sem gert er
ráð fyrir i lánsfjáráætlun rikis-
stjórnarinnar sem lögö var fyrir
Alþingi I desember siðastliðnum.
Er þar að þvi stefnt, að heildarút-
lán innlánsstofnana hækki ekki
meira en um 30% á þessu ári.
Eins og undanfarin ár verður
útlanaaukningunni skipt i þrjá
fjögurra mánaða áfanga. A tima-
bilinu til aprilloka má búast viö
verulegri hækkun afurðalána
vegna vertiðarframleiðslu.
Otlánastarfsemi miðuð við
fjárhæð innlána og lausa-
f járstöðu
Einnig varö samkomulag um
Samrádanefnd
stéttarsam-
takanna:
Fundir um
Kaupmannasamtökin
mótmæla lækkun
smásöluálagningar
Stjórn Kaupmannasamtaka ts-
lands hefur sent frá sér fréttatilk.
þar sem mótmælt er harðlega
þeirri ákvörðun stjórnvalda að
lækka smásöluálagningu sam-
fara siðustu gengisfellingu.
Að áliti stjórnarinnar er
ákvörðun þessi i fullu ósamræmi
við rök opinberra embættis-
manna og stofnana um stöðu
verzlunarinnar á s.l. ári. Enn-
fremur er bent á að með siendur-
teknum gengisfellingum hafi átt
sér stað stórfelld eignaupptaka á
vörubirgðum verzlana i landinu,
sem byggist á þvi að bannað hef-
ur verið að hækka vörubirgðir til
samræmis við hækkað innkaups-
verð.
Þá er það skoðun stjórnar
kaupmannasamtakanna að með
ofangreindum ákvörðunum sé
ekki farið að gildandi lögum um
verðlagsmál og áskilur hún sér
allan rétt til þess að leita úrskurð-
ar dómstóla þar um.
Gódar
b^kur
Bókamarkaðurinn
Í HÚSI IÐNAÐARINS VID
INGÓLFSSTRÆTI
það, að i útlánastarfsemi ein-
stakra banka skyldi bæði miðað
við fjárhæð innlána og lausafjár-
stöðu. Þannig munu þeir bankar,
sem hafa þrönga lausafjárstööu,
stefna að þvi að auka útlán sin
minna en meðalútlánamark-
miðinu nemur, en þeir sem hafa
rúma lausafjárstööu geta verið
fyrir ofan meðalútlánaaukningu.
Endurkaupanleg lán
Seðlabankans uxu hraðar
en ráðstöfunarfé
Þá var á fundi Seðlabankans
fjallað um afurðalánastarfsemi
Seðlabankans og viðskipta-
bankanna.Sá vandi hefur komiö
upp i þessum efnum, að endur-
kaupanleg lán Seðlabankans, þar
á meðal endurkaupanleg afurða-
lán, hafa vaxið mun hraðar á
undanförnum árum en ráö-
stöfunarfé hans i formi bundinna
innstæðna frá innlánsstofnunum.
I þvi skyni að koma i veg fyrir áð
þetta yrði þess valdandi að draga
þyrfti i heild úr afurðalánum, var
ákveðiö i lánsfjáráætlun rikis-
stjórnarinnar, að lánveitingar
viðskiptabankanna til Fram-
kvæmdasjóðs skyldu lækka úr
10% i 5% af heildarinnstæðu-
aukningu. Heildarafurðalán
munu þvi haldast óbreytt.
Ofangreindar breytingar munu
þó ekki koma til framkvæmda
nema um leið og upphæð afurða-
lána er endurskoðuð með tilliti til
breytinga á verðlagi og gengi að
undanförnu. Þannig verða
afurðalán út á helztu flokka
sjávarafurða endurskoðuð allra
næstu daga, og munu þau yfirleitt
hækka um 20% eða rúmlega það.
Framleiðslulán iðnaðarins eru
sömuleiöis i endurskoðun, og
munu væntanlega hækka i svip-
uðum mæli. Minni breytingar eru
framundan á afurðalánum land-
búnaðar, enda helzti framleiðslu-
timi landbúnaðarafurða um garð
genginn fyrir nokkrum
mánuðum.
allt land
Póst- og símamálastjórn hefur
gefið út tvö ný frimerki i flokkn-
um „Merkir islendingar”.
Er annað með mynd af Brieti
Bjarnhéðinsdóttur og er það aö
verðgildi 60 krónur A hinu er
mynd af Þorvaldi Thoroddsen og
er þaö að verðgildi kr. 50.
Útlánastarfsemi innlánastofnana á árinu 1978