Alþýðublaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 7
bSittiMð* Laugardagur 25. febrúar 1978
7
ÍSLENZKUR TEXTl.
Æsispennandi, ný amerisk-ensk
stórmynd i litum og Cinema
Scope, samkvæmt samnefndri
sögu eftir Fredrick Forsyth sem
út hefur komiö I íslenzkri þýö-
ingu.
Leikstjóri: Ronald Neame.
Aöalhlutverk: Jon Voight, Maxi-
milian Schell, Mary Tamm,
Maria Dchell.
Bönnuö innan 14 ára.
Athugiö breyttan sýningartima.
Hækkaö verð.
Sýnd kl. 2,30, 5, 7,30 og 10.
Sími 50249.
Ný mynd
Greifinn af Monte Cristo
Frábær litmynd eftir hinni sigildu
skáldsögu Álexanders Dumas.
Aðathlutverk:
Richard Chamberlain
Trevor Haward
Louise Jordan
Toav Curtes _
Sýnd kl. 9.15.
#ÞJÓI)LEIKHÚSIfl
ÖSKUBUSKA
i dag kl. 15
sunnudag kl. 15
STALIN ER EKKl HÉR
i kvöld kl. 20. Uppselt.
miövikudag kl. 20
ÖDIPUS KONUNGUR
4. sýning sunnudag kl. 20.30
Litla sviðiö:
FRÖKEN MARGRÉT
þriðjudag kl. 20.30
ALFA BETA
gestaleikur frá Leikfélagi Ak-
ureyrar
miðvikudag kl. 20.30
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200
SAUMASTOFAN
i kvöld kl. 20,30.
Fimmtudag kl. 20,30.
Fáar sýningar eftir.
SKALD-RÓSA
Sunnudag. Uppselt.
Miðvikudag kl. 20,30.
Föstudag kl. 20,30.
SKJALDHAMRAR
Þriðjudag kl. 20,30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðno kl. 14-20,30.
BLESSAÐ BARNALAN
1 AUSTURBÆJARBIOI
I KVÖLD KL. 23,30.
Miðasala I Austurbæjarblói kl. 16-
23,30. Simi 1-13-84.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Itölsk úrvalsmynd gerð af einum
frægasta og umtalaðasta leik-
stjóra Itala Linu Wertmuller þar
sem fjallað er um i léttum dúr
uppáhaldsáhugamál hennar —
kynlif og stjórnmál.
Aðalhlutverk: Giancarlo
Giannini og Mariangela Melato.
ISLENZKU.TEXTI
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Slðustu sýningar.
Táknmál ástarinnar
Umdeildasta mynd sem sýnd
hefur verið hér á landi.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9, og 11.
TONABÍÓ
ÍS* 3-11-82
Bleiki pardusinn birtist á
ný
Aðalhlutverk: Peter Sellers.
Endursýnd kl. 5, 7.30 og 9.30
Q 19 OOO
— salur/^v—
My Fair Lady
Hin frábæra stórmynd i litum og
Panavision eftir hinu viðfræga
söngleik.
Audrey Hepburn
Rcx Harrison
Leikstjóri: Gcorg Cukor
Sýnd kl. 3-6.30- og 10
.tslenzkur texti
salur
Sjö nætur í Japan
Sýnd kl. 3.05-5.05-7.05-9 og 11.10
Grissom bófarnir
Hörku spennandi litmynd.
Sýnd kl. 3.10, 5.30, 8 og 10.40.
--------salur
Dagur í lífi Ivan Deniso-
vich
lslenskur texti.
Sýnd kl. 3.20, 5.10, 7.10 9.05 og
11.15
Ert þú félagi i Rauða krossinum?
Deildir félagsins
eru um land allt
RAUÐI KROSS tSLANDS
2-21-40
Laugardagur
Orustan við Arnhem
A Bridge too far
Stórfengleg bandarisk stórmynd
er fjallar um mannskæöustu
orustu siðari heimsstyrjaldarinn-
ar þegar Bandamenn reyndu að
ná brúnni yfir Rin á sitt vald.
Myndin er i litum og Panavision.
Heill stjörnufans leikur I mynd-
inni.
Leikstjóri: Richard Attenbo-
rough.
Bönnuð börnum. Hækkað verð.
Sýnd kl. 5 og 9.
Þjófurinn frá Bagdad
Sýnd kl. 3
Mánudagsmyndin
Erum við ekki vinir?
Sænsk úrvals mynd.
Leikstjóri:
Jan Haldorff
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Siðasta sinn.
GAMLA BÍO H
Simi 11475
Villta vestrið sigrað
HOWTHE
WEST
WASWON
From MGM and CINERAMA
METTOCOLOR [Gj-æ.
Nýtt eintak af þessari frægu og
stórfenglegu kvikmynd og nú með
islenzkum texta.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hækkað verð.
Barnasýning:
Öskubuska
Disney-teiknimyndin vinsæla.
Sýnd kl. 3.
LAUOARAA
. Simi 32075
Hefnd Karatemeistarans
«
AWESOME!
— DRAGON MAGAZINE
Hörkuspennandi ný karatemynd,
um hefnd meistarans Bruce Lee.
Aðalhlutverk: Bruce Lee.
ISLENZKUR TEXTI
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sex Express
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 11.
Hvad er ad tjaldabaki?
í lokrekkjunni!
Almenningur hugleiðir nú,
hvað muni koma upp á tening-
um I næsta kasti. Launastéttir
landsins hafa undanfarið þreif-
að á handleggsvöðvunum og
gera sig liklegar til að leika
hraðan mótleik við svikum og
brigðmælgi ríkisstjórnarinnar á
gerðum samningum. Varla
verður þeim láð það.
Staðreyndin er, að hér er alls
ekki deilt um færri eða fleiri
krónur I laun mánaðar- eða
vikulega. Deilan er langtum al-
varlegra eðlis. Auk þess að snú-
ast um kjaraskerðingu, snýst
hún þó fremur öðru um siðferði-
lega hluti.
A það að verða viðurkennd
regla, eður ei, að stjórnvöld geti
purkunarlaust, i krafti laga-
setningar, rofið gerða og hátið-
lega undirritaða samninga?
Þetta er mál, sem er hreint
enginn hégómi, hvernig sem á
það er litið.
Vel má vera, að það þyki eins-
konar timanna tákn, að virða
eigin orð — heitorð — litils eða
einskis. En hér er þó komið út á
braut, sem vonandi er velflest-
um augljóst að getur ekki leitt
til annars en ófarnaðar.
Ferill núverandi rikisstjórnar
i hartnær heilt kjörtimabil verð-
ur varla metinn öðruvisi en um-
komulitið „ræflarokk” frá
fyrsta til hins slðasta.
Þetta kom ekki hvað sizt i ljós
i undirbúningi hinna svokölluðu
„bjargráða”. Þar var hver
höndin uppi móti annarri og ár-
angurinn eftir þvi.
Sú storkun við launastéttirn-
ar, sem varð niðurstaða vald-
hafa, er likleg til að draga lang-
an og þungan slóða.
Vissulega megum við búast
við þvi, að hvaðeina, sem launa-
menn gera i þá átt að hnekkja ó-
lögum, verði metið sem upp-
reisn og það mun vitanlega ekki
standa á þvi, að æpt verði um
lögbrot á stjórnarheimilinu.
En jafnvel þó þau væntanlegu
óp kunni að slaga hátt upp I há-
vaðann á svinasláturhúsi i Chi-
cago, raskar það ekki þeim
staðreyndum, að hér átti rikis-
stjórnin fyrsta leik.
Þegar þess er gætt, að hjá
brigðum á samningum mátti
auðveldlega sneiða og ná þó
sama eða svipuðu marki, verð-
ur ákvörðun stjórnvalda engan-
veginn afsakanleg. Þetta er
auðvitað mergur málsins,
hvernig svo sem þvi er velt fyrir
sér.
Það þarf ekki að vera af
neinni ósæmilegri hnýsni, að
menn velti fyrir sér og vildu vita
hvað gerist I lokrekkju for-
manna stjórnarflokkanna. Hver
er fyrirætlun þeirra, ef fram-
vinda málanna verður á þá
lund, sem nú litur helzt út fyrir.
Vitað er, að verkalýðsfélögin
kappkosta að hafa samninga
sina lausa strax i upphafi næsta
mánaðar. Það mun varla þýða
annað en að þau séu tilbúin til
aðgerða, sem geta reynzt ör-
lagarik.
Hvorki eitt né annað verður
rekið hér á landi án þess að at-
beini vinnandi fólks komi til.
Trúlegt er, að stjórnin hafi litlar
sigurlikur I einu eða neinu, þó
hún ætti — sem ekki er — á að
skipa ráðleitnum og dugandi
„generölum”.
Þvi verður að lita svo á að
vandinn af verkföllum eða
vinnustöðvunum yrðu stjórninni
algert ofurefli. Menn, sem hafa
ekkert bolmagn til að reka sin
störf i truflunarlitilli árgæzku,
eru heldur óliklegir til að hitta
úrræði, þegar svo blési á móti.
I fljótu bragði séð, virðist þá
litið annað fyrir hendi en að
stjórnin legði niður rófuna, ryfi
þing og flýtti kosningum.
Auðvitað væri sæmilegast, ef
stjórnin sæi að sér og léti af
þeim kreppufyrirætlunum, sem
nýlega voru lögfest, en leitaði
annarra ráða.
Samt er það ekki liklegt. Þar
kæmi trúlega til misskilinn
metnaður.
Til eru þeir, sem hafa litið svo
á, að þetta „bjargráða” uppþot
rikisstjórnarinnar — svo sem
það var rekið — hafi i raun verið
bein stefna að þvi að rjúfa þing,
en hafa þó einhverjar afsakanir
tiltækar frekari en hreina upp-
gjöf við verkefnið!
Um það skal ekki fullyrt til
eða frá. — En vissulega renna
undir það allmargar stoðir. Sú
er styrkust, að það hefur ekki
gerzt i rösklega hálfa öld að
annar stjórnarflokkurinn —
Framsóknarflokkurinn — tylldi
i rlki'sstjórn heilt kjörtimabil!
Gárungar hafa látið það i ljós,
að hlutverk Framsóknarmanna
i rikisstjórninni, jaðraði helzt
við hið kvenlega i heimilishaldi
fyrri daga, þó nú megi ekki
nefna slikt án viðurlaga! Þessi
„starfskraftur” á stjórnar-
heimilinu hafi viljað halda i
heiðri gamla orðtakinu, að
sjaldan bregði mær vana sin-
urii!
Vissulega er það ótrúlegt
gæfuleysi, að spana — með ó-
timabærum aðgerðum — upp
hinn breiða grunn þjóðfélagsins
til átaka. Hitt má og vera, að
fleira komi til, sem ýmsum býð-
ur i grun.
Það getur varla vafizt fyrir
neinum, að haldi svo fram, sem
við hefur horft á undanförnum
árum, blður þjóðin án efa ekki
aðeins efnalegt skipbrot, heldur
og það sem er stórum alvar-
legra, siðferðilegt skipbrot.
Þvi eru þeir tii — og það veru-
lega margir, sem betur fer —
sem lita svo á, að stefnt sé að
einskonar uppgjöri milli brask-
aralýðsins, sem ekki þarf að ti-
unda hvar á ætt og óðul, og
hinna heiðarlega vinnandi
stétta.
Enginn skyldi halda, að skatt-
svika- og braskaralýðurinn
vilji sleppa aðstöðu sinni átaka-
laust. Þangað kann þvi að vera
að leita nokkurs af orsökunum
fyrir þvi, sem nú hefur gerzt.
Við vitum, að fram að þessu
hefur ótrúlegur fjöldi fólks
hneigzt að fylgi við þá flokka,
sem nú stjórna, enda þótt öllum
mætti vera sýnilegt, að það
brýtur i bága við alla skynsemi.
Spurningin um, hversu lengi svo
til gengi, hefur vitanlega orðið
áleitnari með hverjum degi i
hópi hinna núráðandi. Tilraunin
til að höggva á þann hnút, kann
að vera rikari orsök þess, sem
nú hefur gerzt, bakvið tjöldin og
er fram að koma.
í HREINSKILNI SAGT
IIíisUm IiI*
Grensásvegi 7
Simi 32655.
Pl
RUNTAL-0FNAR
Birgir Þorvaldsson
Simi 8-42-44
AUGLYSINGASlMI
BLADSINS ER
14906
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stödin h.f.