Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 44. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. Ritstjórn bladsins er til húsa fSíðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91) 81976 Hörð gagnrýni á sjönvarpsþátt á þingi: ff Hlutdrægni af versta tagi” sagði Benedikt Gröndal um hlut Geirs Hallgrímssonar Benedikt Gröndal (AF) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i samein- uðu þingi i gær og gerði Benedikt Gröndal Lúðvik Jósepsson. Matthfas sýnir opinberum starfsmönnum tennurnar — „óheimilum fjarvistum” verdur mætt með tvöfaldri aukavinnu sem fjarvistunum nemur Ríkisstjórnin sýnir nú tennurnar vegna fyrirhug- aðra verkfallsaðgerða op- inberra starfsmanna. I gær var fellt úr gildi um- burðarbréf nr. 7/1968 um skráningu og meðferð óheimilla f jarvista. Er því niðurfelld heimild starfs- manna til að velja um hvort óheimilum fjarvist- um þeirra skuli mætt með fækkun á sumarleyfisdög- um eða aukavinnu. Jafnframt er vakin á þvi at- hygli að samkvæmt ákvæöum 2. mgr. 30. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins, er starfsmanni skylt aö vinna, án endurgjalds, yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma, er hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla eða hlíta þvl að dregið sé af launum hans sem þvi nemur. I frétt frá BSRB segir svo um þessa ákvörðun ráðuneytisins. ,,Sú ákvörðun ráðuneytisins að fella nú úr gildi heimild um val starísmanna um leiðir til að mæta f jarvistum er tilraun til að hræða starfsfólk frá þátttöku i vinnustöðvun með ógnun um stór- felld fjárútlát. Jafnframt er nefnilega dreift þeirri hugmynd, að rikið geti dregið frá launum yfirvinnukaup i tvöfaldan þann tima, sem starfsmenn eru fjarverandi, eða sem svarar 32% af mánaðar- kaupi, vegna tveggja daga fjar- vista. Sannleikurinn er hins vegar sá, að afturköllun umburðabréfsins breytir engu um upphæð þá, sem krefjast mætti i frádrætti af laun- um. Þessum ákvæðum hefur verið beittnokkrum sinnum (t.d. gagn- vart BHM og kennurum) og nam þá frádrátturinn 9,8% af mánað- arkaupi fyrir tvo daga. Lætur það nærri að vera sú upphæð, sem rikið hefði þurft að greiða starfs- manni, sem mætir til vinnu. Þannig liggur þegar fyrir örugg túlkun rikisvaldsins og fordæmi fyrir þvi, hvernig skuli greiða þetta, sem að áliti lögfræðinga yrði þung á metum við endanlegt uppgjör þessa máls.” að umtalsefni umræðu- þátt i sjónvarpinu i fyrrakvöld, þar sem Gunnar G. Schram stjórnaði þætti um „efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar”. Benedikt sagði að hlutur forsætisráðherra hefði verið hlutdrægni af versta tagi og brot á hlutleysisreglum rikis- útvarpsins. Hafi hann m.a. gert að umtalsefni tillögur stjórnarand- stöðunnar i efnahags- málum, en enginn st jórnara ndstæðingur verið til svara um málið. Orðum sinum beindi þingmað- urinn einkum til útvarpsráðs, en einnig gagnrýndi hann stjórn- anda þáttarins. Sagði hann að út- varpsráð yrði að bæta ráð sitt með þvi að gefa fulltrúum stjórn- arandstöðuflokkanna sama tima i sjónvarpi til að skýra sin sjónar- mið. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, tók til máls og bar af sér sakir. Sagði hann hlut sinn ekki brot á neinum hlutleysisregl- um og þyrftu stjórnarandstæð- ingar ekkert að kvarta yfir sinum hlut i rikisútvarpinu. Lúðvik JóSepsson (AB) tók undir orð Benedikts Gröndal og sagði augljóst að þessi sjónvarps- þáttur hafi verið sviðsettur i þágu rikisst jórnarinnar. Guðmundur H. Garðarsson (S) kvartaði yfir þvi að vera ekki álit- inn alvöru verkalýðsleiðtogi. Sagði að ekki væri kallað á hann og skoðanabræður hans i sjón- varpið þegar leitað væri álits verkalýðsforingja. Geir Hallgrimsson. Einnig tók til máls Þórarinn Þórarinsson (F), formaður út- varpsráðs. Hann reyndi að snúa út úr málflutningi gagnrýnenda sjónvarpsþáttarins og reyndist fátt bitastætt i ræðu hans. Sýnum samstöðu — mætum á útifundinn í dag klukkan 14 verður útifundur á Lækjartorgi. Að fundinum standa Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna rikis og bæja, launamálanefnd Bandalags háskólamanna, Iðnnemasamband íslands og Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Lúðrasveit verkalýðsins mun hefja leik á Lækjartorgi klukkan 13.45. Fundarstjórar verða tveir, Jónas Sigurðsson, starfsmaður Iðnnema- sambands íslands og Jón Hannesson, formaður launamálaráðs Bandalags Háskólamanna. Stutt ávörp munu flytja þeir Snorri Jónsson, varaforseti ASí og Kristján Thorlacius, formaður BSBB. Eftir fundinn mun svo Lúðrasveit verkalýðsins leika nokkur lög. Við viljum hvetja lesendur blaðsins til að sýna samstöðu sina með launafólki og fjölmenna á Lækjartorgi á morgun og sýna um leið and- stöðu við kjaraskerðingarlög rikisstjórnarinnar. Tillaga um atvinnulýð- ræði í borgarrekstrinum Björgvin Guðmundsson, full- trúi Alþýðuflokksins i borgar- stjórn Reykjavikur, mun á morg- un leggja fram i borgarstjórn eft- irfarandi tillögu um atvinnulýð- ræði i borgarrekstrinum: ,,Borg- arstjórn Reykjavlkur vill koma á atvinnulýðræði i borgarrekstrin- um þ.e. veita starfsmönnum borgarfyrirtækja ihlutunarrétt um stjórn þeirra. Borgarstjórn samþykkir þvi aö hefja nú þegar undirbúning að eftirfarandi: 1. Starfsfólk borgarfyrirtækja, er hafa að jafnaði 40 starfsmenn eða fleiri i þjónustu sinni fái að kjósa 1-2 fulltrúa i stjórn þeirra. 2.1 borgarfyrirtækjum, er hafa færri en 40 starfsmenn i þjónustu sinni, i borgarfyrirtækjum er ekki hafa sérstaka stjórn svo og i stofnunum borgarinnar skal komið á fót samstarfsnefndum eftir þvi sem við verður komið. Skulu samstarfsnefndir þessar skipaðar 4 mönnum, 2 tilnefndum af borgaryfirvöldum og 2 kosnum af starfsfólki hlutaðeigandi fyrir- tækja og stofnananna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.