Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 1. marsl97Ö œcr alþýðu- Útgefandi: Aiþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjúri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurös- son. Aðsetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, slmi 81866. Kvöldsími fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu. Þegar ad kjarni málsins gleymist Andstæðingar laun- þegasamtakanna hafa nú gripið til allra þeirra vopna, sem þeir eiga handhæg, til að sundra og gera launþega tortryggi- lega. Frá ríkisvaldinu heyrist ekkert nema hótanir um launa- skerðingu og refsingar af ýmsu tagi. Morgunblaðið hefur dregið fram hina fáu forystumenn Sjálf- stæðisflokksins í laun- þegahreyf ingunni, og látið þá vitna gegn fólkinu, sem valdi þá til trúnaðarstarfa. Og í öllum deilunum um efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar og við- brögð launþegahreyf- inganna, hefur verið horft framhjá mikil- vægustu grundvallar- atriðunum. Það hefur gleymst, að á íslandi er ríkisstjórn, sem enga samstöðu hefur átt með launþegum og launþegar treysta ekki. Ráðherrar þessarar ríkisst jórnar vita sáralítið um aðstöðu og kjör launþega upp til hópa: þeir hafa hvorki tengsl nésamband við þá. Að auki hefur núver- andi ríkisstjórn verið ótrúlega klaufaleg í þeim litlu samskiptum, sem hún hefur átt við laun- þega. Gæfuleysi hennar í þeim efnum hefur verið nánast alg jört. Hún hefur í engu látið sig skipta af- sföðu launþega til efna- hagsmálanna. Hún hefur orðalaust ráðist á lífeyrissjóði almennings og nú síðast hefur hún brotið kjarasamninga, sem voru gerðir eftir viðurkenndum leik- reglum laga og lýðræðis. Þegar verkalýðs- hreyfingin og launþegar almennt ætla svo að bera hönd fyrir höfuð sér, eru öll stuðningsblöð ríkis- stjórnarinnar um 80% af blaðakosti þjóðarinnar, notuðgegn launþegum og forystumönnum þeirra. Þar eru ekki gerðar til- raunir til að fjalla um kjarna málsins, þ.e. van- mátt hverrar ríkis- stjórnar til að stjórna, ef hún ekki nýtur stuðnings og trausts launþega. Skortur á samvinnu og trausti milli núverandi ríkisstjórnar og laun- þegahreyfinganna hefur verið ógæfa í allri stjórn landsmála síðustu tæp fjögur árin. Ríkisstjórn, sem hvað eftir annað lætur sig hafa það að skerða hlut launþega, jafnvel í mesta góðæri, getur varka krafist mik- illar virðingar. Ríkis- stjórn, sem ekki getur brotið odd af oflæti sínu og talað við vinnandi f ólk, þegar leysa þarf aðkallandi vandamál, getur ekki búist við góðum árangri. Launþegar þessa lands hljóta að fara að gera sér Ijóst, að í samstjórn Framsóknarf lokks og Sjálfstæðisf lokks krist- allast mestu einkahags- munir í þjóðfélaginu. Þar er fyrst og fremst reynt að tryggja óbreytta stöðu þeirra manna, sem yfir fjarmagninu ráða. Þá skiptir engu máli hvernig kjör launþega eru, bara ef gullpeningarnir safn- ast í þeirra kistu. Barátta launþega gegn núverandi ríkisstjórn snýst ekki um það hvort hún lætur af völdum fyrr eða síðar. Hún snýst um aukin áhrif launþeganna á landsstjórnina. Sú bar- átta getur tekið langan tíma og hún verður háð innan ramma laga og réttar, í anda þingræðis og lýðræðis. Sú barátta snýst um það að auka og efla stéttvísi launþega og skilning þeirra á nauðsyn öflugra áhrifa á stjórn landsins. Eitt skrefið í þessa átt verður unnt að stíga í næstu kosningum. —AG UR YMSUM ÁTTUWI Ljótt mál! Dagblaðið greinir frá ljótu máli i frétt i gær. Að sögn blaðs- ins fundust þrir hundar, að- framkomnir, i svelti i sumarbú- stað rétt i nágrenni Reykjavik- ur. Var svo af vesaUngs skepn- unum dregið, þegar að var kom- ið, að dýralæknir taldi ekki ann- að fært en að lóga þeim. Við krufningu á hundunum kom i ljós að þeir höfðu étið hár af sjálfum sér og hver af öðrum auk þess sem leit út fyrir að þeir hefðu reynt að naga málningu einhversstaðar af, þvi hvitleitar flyksur fundust i maga eins þeirra. Það þykir fullvist hver eig- andi hundanna þriggja er og einnig er upplýst að laganna verðir hafa áður verið tilkvadd- Fjórir hundar aðfram- komnir afhungri og hor ■ er konur úr Dýravemdunar félaginuleystuþáúr innilokuníkofa við bæjardyr Reyk víkinga Mikið mál og Ijðtt varðandi hunda sem hafðir hafa verið i langvarandi svelti við bæjardyr Reykjavlkur hefur verið i gangi meðan U verkfalli blaðamanna stðð. Varð að aflifa hundana fjðra sem málið snýst um. Krufningsskýrsla liggur nú fVrir írá dýralækni og kemur I henni fram einstæð lýsing á af- leiðingum vanhirðu og grimmd- ar sem fátið er við dýr á 20. öldinni. Konur tvær úr Dýra- verndunarfélaginu fóru að sumarbústað norðan við Lögberg ofan Reykjavikur um miðjan febrúar. Höfðu þær haft spurnir af hundum sem þar væru lokaðir inni og illa haldnir. Rifa var á glugga cn svo lltil að hundarnir komust ekki út. Er opnað var betur voru hundarnir svo máttfarnir af sulti að þeim varð að hjálpa út. Var farið með þá til dýralæknis að Keldum. Taldi hann þá svo illa farna að ekki yrði unnt að hressa þá við. Þrlr . þeirra voru þá svo máttfarnir að þeir höfðu ekkí rænu á að lepja vatn er að þeim var rétt. Voru dýrin afllfuð og krufin. Jafnframt var lögreglu gert viðvart og skýrsla gerð um málið. 1 krufningsskýrslunni koma fram ljótar lýsingar á ástandi dýranna eftir innilokunina og sultinn. Tveir hundanna voru með hvarmabólgu og útferð úr augum. Maginn var tómur, smáblæðingar I sllmhúð, garnir nær tómar, hvltar flyksur fundust i görnum sem gætu verið plastmálning. 1 öðrum hundi var maginn hálffullur af hárdræsum. Reyndust það hundahár. Af þvi má ráða að hundarnir hafi I sveltinu nagað ergið hár cða hár hver annars. 1 þriðja hundinum var maginn hálfstlflaður af hár- flóka, þétt sarnan hnoðuðum á stærð við mús. Við sundur- greiningu flækjunnar fundust fjaðurstafir i honum og fiður. öll voru dýrin aðframkomin af hungri og hor. Fullvist þykir hvcr eigandi þessara hunda er. Höfðu þeír á árinu 1976 verið geymdir I skúr I vesturbæ Reykjavlkur. Þar var kvartað. yfir þcim, en þeir voru á brott er lögreglan skarst 1 málið. Þá þykir fullvist að þetta séu hundranir scm iögðust á fé skammt frá Lögbergi ofan Rcykjavlkur á sl. sumri og bitu m.a. lamb til dauða. Yfirheyrslur voru ráðgerðar I þessu máli hjá rannsóknarlög- reglunni i Hafnarfirði fyrir helgina. Að þeim loknum mun þetta Ijóta mál gangi til dóm- stóla. -ASt. Heimskautaveður á fsafirði: ,,Gott ef hann dettur Hjalti Geir formaður Verzlunarráðs Hjalti Geír Kristjánsson for- eigi að minnka opinber umsvif. ir út af þessum vesalings skepn- um. Þá getur fréttin i Dagblað- inu um að þetta séu nokkuð ör- ugglega þeir hundar, sem lögð- ust á sauðfé skammt frá Lög- bergi ofan Reykjavikur á sl. sumri. Ný kastgrein? Það nær enginn langt i keppn- isiþróttum i dag án sleitulausra og erfiðra æfinga. Likamsæf- ingar eru án efa hollar bæði lik- ama og sál, en öllu má nú of- gera. íþróttafréttaritari Þjóö- viljans fræðir okkur á þvi i gær að ungverskur þjálfari knatt- spyrnumanna Vals gangi svo rösklega fram i hlutverki sinu að liðsmenn gangi „...ælandi af hverri æfingu”, svo notuð séu orð blaðamanns. Þetta er ó- gaman. Ahugamaður um iþrótfir benti AB á að hér væri hugsan- lega um það að ræða að Vals- menn hyggðust bæta einni grein við kastgreinaflokkinn (sleggjukast, spjótkast og kringlukast) og ætluðu sér að taka upp keppni i UPPKÖST- UM. iValsmeitnl i jbyrjaðir ^ lað æla I Valsmenn hafa gertsamn- mun þjálfa liðið i t j Hdarkeppninni i knatt- | 'rnu i sumar, Leikmertn | ins eru þegar farnir að lundir hans stjóm,og að i^n fróðra manna gan éir ælantli af þreytu nterri æfingu. Hann hefur stuttar æfing r'ár. Hver æfing er ekki nen úm það bil ein klukkustrr en i þessa klukkustund þeim þjösnab þamjig út.: þeir fá aldrei tækifæri til aö kasta mæðinni og verða áð vera að. allan tímann. En vonandi lætur árangur- inn ekki á sér standa, og Iverða Vaismgnn eflaust sterkir i sumar að venju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.