Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.03.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið Ctgefandi Alþvðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsnins er aö Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1978 Tökum þátt f adgerðunum 1. og 2. marz Pétur Sigurdsson: Nýju lögin hrein og klár vitleysa — forsætisráðherra hefur enga tilfinningu fyrir kjörum fólks — Það eru ágætar undirtektir i þvi hérna fyrir vestan i þvi að hrinda þessum ólögum rikis- stjórnarinnar, sagði Pétur Sigurðsson, formaður Verka- lýðssambands Vestfjarða. Það er búið að brjóta flest þau lög sem sett hafa verið. Það er al- veg greinilegt að Geir Hallgr- ímsson forsætisráðherra hefur ekki mikla tilfinningu fyrir kjörum fólksins i landinu um þessar mundir, sagði Pétur. — Það er augljóst mál að átján mánaða samningstimabil heföi aldrei komið til greina, nema af þvi að fólk vildi reyna að sýna viðsemjendum sinum traust. Sú von hefur nú látið sér til skammar verða og ekkert um annað að ræða nema svara ósvifinni árás með traustri vörn, sagði Pétur ennfremur. — A fundi i verkalýðsfélaginu Baldri var samþykkt að beina þvi til félagsmanna, að leggja niður vinnu. Var þvi tekið fagn- andi. Ég botna ekki mikið i Karvel Pálmasyni i þessu máli. Hann er sá sem hefur haft hvað stærst orð um það á alþingi að rikisstjórnin hafi hagað sér eins og flón, en neitar nú að taka þátt i aðgerðum gegn henni. En hann um það auðvitað. — Reglur þær sem rikisstjórn- in setti i þessum handarbaks- lögum nýju eru tóm vitleysa og yrðu til þess að engir tveir menn á landinu verða á sama kaupi, ef þau ná fram að ganga. Ég vona sannarlega að sam- staðan verði góð og launafólk láti ekki beygja sig, sagði Pétur Sigurðsson að siðustu. Jón Helgason: Ríkisstjórnin þverbrýtur lög á launþegum — varar aðra við því sama! Jón Helgason, formaöur Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri hafði þetta um málið að segja: — Allt bendir til þess að það verði góðar undirtektir i verk- fallinu. Ég hélt fund með starfs- fólki Útgerðarfélags Akureyr- inga og undirtektir voru mjög góðar. Við i verkalýðsforust- unni höfum verið að útskýra fyrir fólki hvernig málum er háttað og nú er það fólkið sjálft sem á leik, sagði Jón Helgason. — Manni finnst það dálitið skrýtið, að maður eins og for- sætisráðherra skuli brýna það fyrir fólki að brjóta ekki samn- inga, á sama tima og hann sjálf- ur og hans rlkisstjórn þver- brýtur alla þá samninga sem hann er nýbúinn að standa að. Þetta er orðin slik vitleysa að enginn botnar i henni lengur, sagði Jón ennfremur. — Og nú er bara að sjá hvað fólkið vill sjálft. Það er jú það sem á alltaf siðasta orðið i hverri kjarabaráttu, sagði Jón Helgason, formaður Verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri að lokum. Sigfinnur Karlsson: „Allir í verkfail” — mikil óánægja með ríkisstjórnina — Hér á Neskaupstað verður allsherjar vinnustöðvun. Annað kemur ekki til mála. Sjúkrahús- ið fær ekki einu sinni undanþágu nema til þess að fólk fái að borða.sagðiSigfinnur Karlsson, formaður verkalýðsfélagsins á Neskaupstaði gær. Hér eru allir á einu máli um verkfallið og mikill hugur i mönnum. Og ég veit ekki betur en að þetta eigi við alla Austfirðina, sagöi Sigfinnur. — Það er mjög almenn óánægja með þær stjórnar- athafnir sem litið hafa dagsins ljós að undanförnu og kemur ekki annað til mála en að taka mannlega á móti þegar svona er ráðist að öllum almenningi I landinu. Aöalfundur Verka- lýðsfélags Neskaupstaðar var haldinn fyrir skömmu og þar kom fram mikil óánægja með rikisstjórnina og allar hennar athafnir, sagði Sigfinnur Karls- son formaður Verkalýðsfélags Neskaupstaðar aðlokum. Hreinn Erlendsson; Enginn láti — samstaða á Selfossi góð — Það er allt útlit fyrir að hér á Selfossi verði samstaðan um verkfallið nokkuð góð. Það var fundur i Verkalýðsfélaginu Þór og það voru allir sammála ein- hverjum aðgerðum. Eins komu hér saman stjórnir verkalýðs- félaga á Suðurlandi og héldu fund i Selfossbíói. Þar var einn- ig mikil samstaða, sagði Hreinn Erlendsson hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, þegar Alþýðublaðið hafi samband við hann f gær. — Verkafólk hefur að sjálf- sögðu ekki efni á þvi að fara i — Fundur I Verkalýðsfélag- inu Aftureldingu á Hellissandi sem haldinn var i gær, samþykkti einróma að taka þátt i verkfallsaðgerðunum 1. og 2. marz, sagði Gunnar Már Kristófersson, formaður Alþýðusambands Vesturlands og þriðji maður á lista Alþýðu- verkfall, en ennþá siður að láta ræna sig þeim kjaraleiðrétting- um sem áunnist hafa Ég held að allir átti sig á þessu. Ég veit ekki annað en að verkfall verði algjört á öllum stærri stöðum hér á Selfossi, en ég hef ennþá ekki haft nægar fréttir af þeim smærri til að geta sagt til um hvernig þetta er hjá þeim, sagði Hreinn Erlendsson á Selfossi að lokum. Gunnar Már Kristófersson: Einróma samþykkt verkfalls- þátttaka flokksins i Vesturlandskjör- dæmi.til komandi alþingiskosn- inga. — Verkfall á borð við þetta kemur mjög illa við allt byggða- lagið, en menn eru samt á einu máli um að hnekkja þeim óstjórnaraðgerðum sem upp hafa komið undanfarið, og fund- urinn i gær er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið i félag- inu, sagði Gunnar Már Kristófersson. Karl Steinar Guðnason: Vid leggjum niður vinnu — Við leggjum niður vinnu til þess að mótmæla þeim ráðstöf- unum rikisstjórnarinnar sem eru til umræðu þessa dagana og það er góð samstaða um að leggja niður vinnu á morgun, sagði Karl Steinar Guðnason, Frh. á 10. siðu Gígja Jónsdóttir: Harðorð mótmæli — Haldnir voru tveir fundir i Póstmannafélagi íslands i gær, félagsráðsfundur og siðan almennur félagsfundur um kvöldið og á báðum þessum fundum var einróma samþykkt að mótmæla harðlega árásum alþingis á nýgerða kjarasamn- inga BSRB sagði Gigja Jóns- dóttir, ritari Póstmannafélags Islands. — Fundirnir báðir hvetja alla félagsmenn sina til samstöðu Frh. á 10. síðu Kjaraskerðingarlögin allsstaðar fordæmd — f jöldi fundasamþykkta hefur borist Alþýöublaöinu barst i gær fjöldi fundasam- þykkta frá ýmsum starfs- hópum og félögum þar sem kjaraskerðingarlögum rík- isstjórnar Geirs Hall- grímssonar er mótmælt kröftuglega. Það er nú sýnt að allur almenningur hefur megnustu óbeit á öllu kjaraskerðingarbrölti ríkisstjórnarinnar og ætlar ekki að láta beygja sig undir lagabrot stjórnarinn- ar. Félögin sem sent hafa Alþýðu- blaðinu samþykktir i þessa átt eru þessi: Stúdentaráð Háskóla Islands. Félag islenzkra skrifvélavirkja. Verkamannafélagið Hlif, Hafnar- firði. Fulltrúaráð Sambands islenzkra barnakennara. Félag menntaskólakennara. Samband islenzkra barnaskóla- kennara. Félag háskólamenntaðra kenn- ara. Landssamband framhaldsskóla- kennara. Alþýðusamband Islands. Bandalag starfsmanna rikis og bæja. Farmanna og fiskimannasam- band Islands. Launamálaráð Bandalags há- skólamanna. Starfsmannafélag rikisstofnana. Póstmannafélag tslands. Trésmiðafélag Reykj^ivlkur. Hér á eftir fer sýnishorn af þeim samþykktum sem bárust, en þær voru nánast samhljóða i andúð sinni á aðgerðum rikis- stjórnarinnar, og i hvatningu til launþega að standa saman að að- gerðunum 1. og 2. marz. örn Bjarnason. Fulltrúaráð SIB febrúar 1978 Fulltrúaráðsfundur Sambands islenzkra barnakennara haldinn 24.2. 1978 fordæmir harðlega það virðingarleysi valdhafa gagnvart kennarastéttinni, sem felst i úr- skurði kjaranefndar frá 24. febrú- ar 1978. Telur fundurinn að það vanmat á störfum kennara og skólastjóra grunnskólans, sem fram kemur i úrskurðinum geti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir skóla- starf i landinu. I úrskurði sinum sniðgengur kjaranefnd meðal annars alger- lega það ákvæði aðalkjarasamn- ings BSRB, að próf, sem lögum samkvæmt veita sömu starfsrétt- Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.